Morgunblaðið - 03.10.1968, Síða 27

Morgunblaðið - 03.10.1968, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1968 27 Til þess að komast að hvellhettunum og sprengiefninu þurfti þjófurinn að brjóta sér leið gegnum millivegg. Kistan, sem hvell- hetturnar voru geymdar í, sést einnig á myndinni. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Sprengiefniö fundið SPRENGIEFNIÐ, sem stolið var úr vinnuskúr frá Hlaðbæ h.f. um helgina, er fundið. A þriðjudags- morgun handtók rannsóknarlög- reglan í Kópavogi þjófinn og vísaði hann á sprengiefnið, sem hann hafði falið fyrir utan bæ- inn. Þarna var um að ræða 60 kg af sprengiefni, 540 hvellhett- ur, tvo sprengihnalla og kapla. Sprengiefnið var geymt í læst- um tréskúr með gluggum og voru 'hvellhetturnar í læstri trékistu þar inni. Þjófurinn brauzt inn um einn gluggann, en varð einn- ig að brjóta sér leið í gegn um millivegg í skúmum til þess að komast að sprengiefninu. Einar Eyfells, eftirlitsmaður Eldvamaeftirlitsins, 'tjá'ði Morg- unblaðinu í gærkvöldi, að ennþá BANDALAG íslenzkra lista- manna efnir til sérstaks hátíða- kvölds í tilefni 40 ára afmælis síns n.k. mánudagskvöld. Hátíð in verður haldin í Þjóðleikhús- inu undir heitinu Stofnenda- kvöld og hefst hún kl. 20.30. Höfundar verkanna, sem flutt verða, voru allir meðal stofn- enda Bandalagsins 6. sept. 1928, og á hátíðin að vera þakkar og virðingarvottur Bandalagsins til þeirra manna, sem að stofnun þess stóðu og fyrir framlag þeirra til þjóðarmenningar okk- ar. Aðgangur að hátíðinni verður ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrými Þjóðleikhússins leyfir. Aðgöngumiðar verða af- hentir á laugardaginn og sunnu daginn í miðasölu Þjóðleikhúss- ins en engum einum verða af- hentir fleiri en tveir miðar. Dagskrá Stofnendakvöldsins verður eftirfarandi: væru engar fastar reglur til um geymslu sprengiefnis á vinnu- stöðum. Hann gat þess, að í sam- bandi við framkvæmdir í Sunda höfn hefði verið fluttur inn sér- stakur sprengiefnageymsluskúr frá Svíþjóð og hefðu verktak- amir geymt í honum visst magn sprengiefnis hverju sinni, en aldrei neitt yfir helgar. Yfirleitt, þegar um smærri framkvæmdir er að ræða, eru hvellhetturnar geymdar sér í járnbentum kistum og sprengi- efnið svo aftur annars staðar. Einar gat þess, að nú væri ver ið að flytja áðalsprengiefna- geymslunnar í Hólmsheiði. Er þegar ein slík risin þar og er hún byggð samkvæmt ströngum kröfum Eldvarnaeftirlitsins. Þorsteinn Ö. Stephensen les kafla úr Svartfugli eftir Gunn- ar Gunnarsson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir les fjögur kvæði eftir Jakob Thorarensen, Guð- mundur Jónsson óperusöngvari syngur með undirleik Ólafs Vignis Albertssonar tvö lög eft ir Þórarin Jónsson, Helga Skúla- son les úr íslenzkum aðli eftir Þorberg Þórðarson, Brynjólf- ur Jóhannesson les úr Márus á Valshamri eftir Guðmund Gísla son Haglalín, Herdís Þorvalds- dóttir les nokkur ljóð eftirKrist mann Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og Ólafur Vignir flytja aftur tvö lög, í þetta sinn eftir Pál ísólfsson, Baldvin Halldórs- son les Jón í Brauðhúsum eftir Halldór K. Laxness. Hátíðardag skránni lýkur svo með því að þeir Björn Ólafsson, Jón Sen, Ingvar Jónasson og Einar Vigfús son frumflytja strokkvartett nr. 3 eftir Jón Leifs. Tonn í stnð kíld í GREIN Þorsteins Arnalds fram kvæmdastjóra BÚR, „Villandi ummæli Tryggva Ófeigssonar um rekstur BÚR“, sem birtist í Mbl. í gær slæddust tvær prent- villur inn í fyrsta dálk greinar- innar. Aftan við tvær tölur stóð tonn, en átti að vera kg. Rétt er greinin svona: „ . . . Til þess að reyna að gera hlut sinn eitthvað meiri gengur Tryggvi algjörlega fram hjá saltfisk- og skreiðarfram- leiðslu Bæjarútgerðarinnar á síð astliðnu ári, sem var 334.764 kg„ miðað við fullstaðinn saltfisk, og 557.325 kg. miðað við verkaða skreið, en saltfisk- og skreiðar- framleiðsla Júpíters og Marz h.f. mun hafa verið mjög lítil á því ári. . .“ - SEXBURAR Framh. af bls. 1 nokkuð um það eftir fáeinar vik- ur. Það var í ágústmánuði, að læknar fengu vitneskju um, að 'frú Thron myndi sennilega fæða fimm eða sex böm og voru þau þess vegna mæld og gizkað á þyngd þeirra, svo að allt yrði 'tilbúið fyrir fæðinguna, sem ’hlaut að verða erfið. Viðstaddur fæðinguna var enn fremur Arthur Orook, einn af helztu sérfræðingum Breta í hormónameðferð og hafði frú Thron verið hjá h-onum til með- ferðair. Möguleikarnir á því, að sex- burar fæðist, eru af sérfræðing- um taldir vera einn af hverjum 3000 millj., en hormónameðferð hefuir m. a. valdið því á sl. árum í Svíþjóð, að fleirburafæðingum hefur fjölgað. Hjá konum, sem hlotið hafa hormónameðferð, kemur það fyr- ir stundum, að fóstirin þróast frá mismunandi eggfrumum, en venjulega koma tvíburar af einnj eggfrumu, sem hefur skipt sér. - FUNDUR Framh. af hls. 1 kommúnisma í Tékkóslóvakíu. Samkvæmt samningum á að flytja herlið Varsjárbandalags- ríkjanna, þegar búið er að koma ástandinu í landinu í „eðlilegt horf“, þ.e.a.s. þegar frelsisþró- uninni hefur verið snúið við og gripið hefur verið til ráðstafana til þess að draga úr því, sem leiðotgar Sovétríkjanna nefna andsósialistiska starfsemi. Kveðjur og ályktanir um stuðn ing við leiðtoga Tékkóslóvakíu hafa verið að birtast í blöðum landsins. Sýna þær áhyggjur landsmanna um, að Sovétríkin kunni að krefjast breytinga á forystulfði landsins. Blaðið „Prace“, málgagn verka lýðssamtakanna birti í dag bréf frá verkafólki í verksmiðju í Ceske Budowice. I þessu bréfi er vísað á bug sovézkum full- yrðingum um, að fundizt hafi í verksmiðjunni dreifiblöð, þar sem hvatt er til þes» að valda kommúnismanum tjóni. í bréfi verkafólksins til Prace segir, að fréttin um dreifibréfið sé ósönn, en það á að hafa borizt í hendux sovézka sendiráðinu í Prag og sovézk blöð hafa birt fréttir um það. I bréfi verkamannanna er einn ig ráðizt á blaðið „Zpravij", sem er gefið út á tékknesku af Rúss- um. Segja verkamennirnir, að blaðið verði ekki til þess að flýta fyrir þróuninni í eðlilegt horf með hugarburði sínum. Rit- skoðendur í Tékkóslóvakíu hafa lýst því yfir, að þetta blað sé ólöglegt, en því er dreift úr jepp- um og hervögnum sovézka hers- ins. — Fundur BSRB Framhald af bls. 28 afgreiðslu tillögur um kjaramál og starfsmat. Þrjú ný félög hafa sótt um inngöngu, þ.e. starfsmannafé- lag Neskaupstaðar, sjónvarps- starfsmenn og flugumsjónamenn. Síðast á dagskrá á fundinum var stjórnarkjör. - FORTAS Franih. af bls. 1 f gær fór. fram atkvæða- greiðsla í öldungadeildinni um tillögu, sem borin var fram þess efnis, að endi yrði bundinn á málþófið um skip- un Fortasar, en 14 atkvæði skorti til þess að tiilagan væri samþykkt með 2-3 meiri hluta, sem tilskilinn var. Jam eis Eastland öldungadeildar- maður sagði, að greini- legt væri að skipun Fortas- ar yrði ekki samþykkt og spáði því, að leiðtogar demó- krata hættu „vonlausir bar- áttu“ sinni 'fyrir skipun hans í embættið. Johnson forseti var hins vegar sagður á þeirri skoðun að skipun Fortasar yrði samþykkt. Fortas hefur verið náinn vin ur og ráðgjafi Johnsons, for- seta, um árabil og hefur átt sæti í hæstarétti um margra ára skeið. Tilnefning hans í embætti hæstaréttarforseta hefur sætt harðri gagnrýni repúblikana og Suðurríkja- demókrata. Hann er frjáls- lyndur, og almennt hefur ver ið talið að hann mundi fylgja sömu stefnu og Earl Warren fráfarandi forseti hæstarétt- ar. - ÁRÁS Framhald af bls. 1 mála samtakanna við beitingu á valdi svo lengi sem slíkt gerð- ist á áhrifasvæði þeirra. Sagði hann, að þjóðir heims myndu beina augum sínum til Sovét- ríkjanna eftir svari við þessari spurningu og eftir tryggingu fyr ir því, að Sovétríkin væru ekki að skipa sér sess ofar sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá sagði Rusk ennfremur, að Bandaríkin gerðu sér fulla grein fyrir því áfalli, sem atburðirnir að undanförnu hefðu valdið trausti meðal þjóða í alþjóða- málum, en þau væru reiðubúin til þess að halda áfram viðleitni sinni til þess að koma á sam- komulagi milli austurs og vest- urs um eftirlit með vígbúnaði. Dean Rusk varaði Sovétríkin við því, að Bandaríkin myndu standa fullkomlega við skuld- bindingar sínar gagnvart Vest- ur-Berlín og Vestur-Þýzkalandi með tilliti til hótanna Sovétríkj- anna að undanförnu, þar sem þau hefðu lýst því yfir, að þau hefðu rétt til íhlutunar í V-Þýzkalandi og V-Berlín, hvenær sem þau teldu, að hættan á nýnazisma væri fyrir hendi. - BIAFRA Framh. af bls. 1 sátri. Félagi hans, sem er brezk- ur, særðist á fæti. í París var í dag opinberlega vísað á bug fréttum um að Frakk ar hefðu hafið vopnasendingar til Biafra. Johnson, forseti ítrek aði í dag stuðning Bandaríkja- stjórnar við tilraunir til að koma á friði í Nígeríu og vilja hemnar til að draga úr manmlegum þján ingum beggja vegna víglínunn- ar. - N-VIETNAM ■°ramh. af bls. 1 nama um, að nota vopnlausa beltið fyrir stökkpall til árása á Suður-Vietnam og sagði, að gagn árás hefði veri'ð gerð á vopnlausa beltið til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi innrás og treysta vamir útvirkja sunnan svæðisin3. KRAFA UM INNRÁS í Saigon lagði fonseti herráðs Suður-Vietnam, Cao Van Vien hershöfðingi, til í dag, að annað hvort yrði gerð innrás í Norður- Vietnam með 60.000 manna liði, eða komið yrði fyrir víg- girðingum frá Suður-Kínalhafi til landamæra Thailands til þess að binda enda á liðsflutninga Norður-Vietnama til Suður-Viet nam. Hann sagði, að ráðstafamir, sem þegar hefðu verið g = rðar til að’ binda enda á liðsflutningana, dygðu ekki til. Talið er. að 30.000 norður-vietnamskir hermenn séu sendir suður á bóginn í hverjum mánuði. 1 Hanoi mótmælti talsmaður norður-vietnamska utanríkis- ráðuneytisins því opinberlega í dag, að bandaríska orrustuskipið „New Jers:y“ hefði ráðizt á skot mörk á vopnalausa beltinu. Hann kvað árásina jafngilda stigmögn un stríðsins. - GULLIÐ Framhald af bls. 1 formum um að lækka verðið á frjálsum markaði niður fyrir 35 dollara únsuna, sem er hið skráða gengi. f Washington er haft eftir góð- um heimildum, að vænta megi samkomulags í gulldeilu Banda- ríkjanna og Suður-Afríku í næstu viku. Suðux-Afríkumenn vilja selja Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum gull á 35 dollara úns- una, en Bandaríkjamenn óttast, að með því veirði grafið uhdan gullverðinu. Á fundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hefur Karl Schiller, efnahagsmálaráðherra Vestur-Þjóðverja, beitt sér fyrir 'málamiðlunarlausn. - ÖFÆRÐ Framhald af bls. 28 sénstaklega í Bitru Grímsstaðabændur komu á mánudagsmorgun út á Kópasker msð sláturfé sitt, en komust ekki heim sömu leið. Þurftu þeir að fara um Kelduhverfi, 'Húsavík og Mývatnssveit. Mbl. hafði samband við frétta ritara isína á Dalvík og Sauðár- króki, þar sem heyrzt hafði um erfiðleika þar. Fréttaritarinn á Dalvík sagði, að skepnur hafi sloppið vel frá hríðarveðrinu í Svarfaðardal. Mikið snjóaði, en það var í logni. Var því jafnfallinn snjór 40-50 sm. En snjórinn er léttur og loft- mikill og hefur ,ekki lagzt í skafla. Ekki hefur hann tekið upp enn. Ryrjað var að slátra fyrir nokkrum dögum og er fé m.jög vænt. Fréttaritarinn á Sauðárkróki sagði, að Staðargöngum hefði ver ið flýtt vegna veðurs. Seinni göng ur voru á laugardag og töldu gangnamenn að smalast hefði mjög vel. Voru þeir svo snemma að, að þ:ir voru komnar til byggða með féð áður en hríðaði alvarlega. En þeir stóðu yfir fénu í Langholti á eft- ir. Sömu sögu er að segja víð- ast hvar úr Skagafirði. Veðrið var mjög slæmt, eins og verstu stórhríðar, að vetri að sögn frétta ritarans. Eitthvert tjón mun vera á skepnum í Skagafirði, en ekki í stórum stíl svo vitað sé. Þó er lítið um þetta vitað enn. — Holtavöiðuheiði Framhald af hls. 28 kominn talsverður snjór. Strand ir voru mokaðar í gær inn í Hrútafjörð, en ófært er í Árnes- hreppi. \ Á Vestfjörðum versnaði færð á Bnsiðdalsheiði, Botnsheiði og Hrafneyrarheiði og var skaf- renningur þar í gær. Var mokað í gær, mest vegna sláturfjárflutn inga. En í þessu veðri er óvíst hve lengi heiðarnar haldast opn- ar. Frá Hrútafirði til Akureyrar var góð færð, en veður slæmt á annesjum fyrir norðan. Siglu- fjarðarskarð var lokað og ekki ætlunin að moka í bili. Á Austurlandi snjóaði í gær og voru visgir farnir að lokast. Þó var enn jeppafært yfir Fjarð arheiði og Oddsskarð. Á Norð- austurlandi var orðið fært til Þórshafnar í gær, en hálsar voru mokaðir. Vegur var opinn frá Sandvíkurheiði, en ófært þaðan upp á Fjöll. Hólssandur og Axar fjarðarheiði voru lokaðar. Sagði Arnkell áberandi að menn virðist ekki reikna með að geti snjóað og fari þeir jafnvel keðjulausir á heiðcLrvegL B.Í.L. efnir til stofnendakvölds — aðgangur ókeypis og öllum heimill — flutt verða verk eftir stofnendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.