Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 196« ERLENT YFIRLIT ★ Rússar vilja víkja Dubcek ★ Hvað gerist í Grikklandi? ★ Lítil breyting í Portúgal Georg Papadopoulos greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni Herlög sett í gildi í Prag RÚSSAR vilja greinilega fyr- ir hvern mun losa sig við Alex- ander Dubcek, gera hann áhrifa lausan og helzt reka hann úr forystu tékkóslóvakíska komm- únistaflokksins. Sama má'li gegn ir með Josef Smrkovsky, forseta tékkóslóvakíska þingsins. Ástæð an til þess að Moskvuför tékkó- slóvakískra leiðtoga til Moskvu hefur verið frestað hvað eftir annað er greinilega sú, að Rúss- ar neita að ræða við Dubcek og Smrkovsky. f Prag hefur verið staðfest, að samningamenn Rússa hafi ný- lega rætt um þann möguleika að setja á laggirnar herstjórn til bráðabirgða til þess að koma á eðlilegu ástandi. Astæðan er sú, að leiðtogar Tékkó^lóvaka neita stöðugt að verða við kröf um Rússa um breytingar á æðstu forystunni. Ólíklegt er, að til tíðinda dragi í Tékkóslóvakíu í bráð meðal annars vegna Búdapest- fundarins, sem átti að undirbúa heimsráðstefnu kommúnista- flokka, sem enn hefur verið frestað. Á meðan er tali'ð að ýmis öfl í flokknum og stjórn- inni reyni að finna nýjar leiðir út úr þeirri sjálfheldu, sem hef- ur skapazt, til þess að forðast nýjar öfgar. CERNIK FLOKKSIÆIÐTOGI? Talið er, að komið hafi fram tillaga þess efnis að forysta flokksins verði endurskipulögð, til dæmis á þann hátt að Du- boek verði skipaður formaður flokksins en öll raunveruleg völd í flokknum verði falin í hendur flokksritaranum. Sá sem helzt kæmi til greina í emb- ætti flokksritara væri Oldrich Cemik forsætisráðherra, eini mað urinn í innra hring tékkóslóv- akískra ráðamanna, sem sov- ézkir leiðtogar hafa viljað ræða við síðan hið svokallaða Moskvu samkomulag var undirritað. Gert var ráð fyrir embætti flokksformarnns í stefnuskrá flokksins, sem samþykkt var í apríl, og tilgangurinn með að kjósa Dubcek í þetta virðulega en áhrifalitla embætti yrði aug- ljóslega sá að binda enda á ár- ásir Rússa á hann án þess að hann verði neyddur til að segja af sér. HERLIÐIÐ KYRRT Rússar neita að ræða kröfur Tékkóslóvaka um brottflutning hernámsliðsins fyrr en breyting ar hafa verið gerðar á æðstu forystunni, en fréttir um helg- ina hermdu að þeir hefðu lagt til að Cernik forsætisráðherra, Zdenek Mlynar, hugmyndafræð- ingur sem sæti á í forsætisnefnd inni, og slóvakískur fulltrúi yrðu sendir til Moskvu. í siðustu viku er talið að sovézki land- varnaráðherrann, Gretchko marskálkur, hafi rætt við tékkóslóvakíska landvamaráð- herrann, Dzur hershöfðingja, um tilhögun fyrirhugaðs brottflutn ings og kröfu Rússa um að her- lið frá Varsjárbandalaginu verði „til bráðabirgða" á vesturlanda- mærum Tékkóslóvakíu.Um helg ina ræddi yfinmaður heraflaVar sjárbandalagsins, Yakubovsky marskálkur, við ráðamenm í Prag um dvöl hernámsliðsins. í tékkóslóvakiska þinginu er nú til umræðu nýtt frumvarp um ríkjasamband Tékka og Slóv aka, og voru Rússar fyrst í stað fylgjandi því að Slóvakar fengju aukna sjálfstjóm en nú virðast þeir hafa lagzt eindregið gegn því og er ástæðan sögð sú að þeir óttist að slíkt gæti haft óheppileg áhrif í Sovétríkjunum. Zdenek Mlynar, sem er talinn njóta trausts Rússá, hefur lagt áherzlu á forystuhlutverk komm únistaflokksins í umræðum um frumvarpið. Hann sagði, að eft- ir fund miðstjórnarinmar í maí hefðu vissar tilhneigingar auk- izt og hefðu þær getað stefnt grundvallarreglum sósíalistísks lýðræðis og verkamannastéttar- innar í hættu. Þingkosningar ekki nefndar STJÓRNARSKRÁIN, sem sam þykkt var í þjóðaratkvæða- greiðslunni í Grikklandi, festir herforingjastjórnina í sessi. Stjórnarskráin eflir fram- kvæmdavaldið, gerir ráð fyrir, að dregið verði úr völdum þings og konungs, þegar þingkosning- ar hafa verið haldnar og kon- ungi leyft að snúa heim, og veit ir hernum nýtt hlutverk, sem verður í því fólgið að verja það stjórnarform, sem tekið var upp eftir byltinguna í fyrra. Samkvæmt stjórnarskránni hefur stjórnin vald til að stjórna með tilskipunum, þar til „til- gangi byltingarinnar" hefur ver- ið náð, og ræður hún því sjálf hvenær hún telur aðstæður fyr- ir hendi til þess að efna til kosn inga og leyfa ritfrelsi, funda- frelsi, og starfsemi verka'lýðsfé- laga og stjórnmálaflokka. Þá hafa yfirvöldin rétt til að hand- taka menn án dóms og laga og úrskurða í varðhald. f stjórnarskránmi er ekki minnzt á það, hvenær efnt verði til kosninga og Konstantín kon ungi leyft að snúa heim úr út- legðinni. Það eina sem Georg Papadopolous forsætisráðherra hefur viljað um þetta segja er, að konungur fái að snúa heim um leið og þingkosningar verði haldnar, nema því aðeins að honum verði boðið að snúa aft- ur áður en kosningar fari fram. Ekkert er um það sagt, hvort stjórnin hafi áform á prjónun- um um nýjar kosningar í fyrir- sjáanlegri framtfð. KARAMANLIS HEIM? Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um það að undanförnu, að konungi verði boðið heim og Konstamtín Karamanlis, forsæt- isráðherra 1955-63, sem einnig er í útlegð, verði falin stjórnar myndun. Þessu mun Konstant- ín hafa reynt að koma til leiðar í þeirri von, að herforingjarnir dragi sig smátt og smátt í hlé og lýðræði verði komið á. Talið er, að hann standi enn í sam- bandi við foringja herforimgja- stjórnarinnar, og einnig hefur hann samband við Karamanlis. Þessar tilraunir konungs njóta stuðnimgs erlemdis, en vafasamt er hvert hann hefur raunveruleg- an áhuga á því að berjast gegn herforingjunum. Möguleikar hans til að hafa áhrif á þróun- ina í Grikklandi hafa hvað sem öðru líður minnkað. Ólíklegt er, að þjóðaratkvæða greiðslan á sunnudagimn breyti miklu um þróunina í Grikklandi. Þótt herforingjastjórnin kunni að efna til þingkosninga eins og hún hefur lofað, þá er ósemmi- legt að þær verði með frjálsara sniði en þjóðaratkvæðagreiðsl- an á dögunum. Allt bendir til þess að herforingjamir séu stað ráðnir í að verða áfram við völd. Versnandi sambúð austurs og vesturs eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu og hótanir þeirra í garð Vestur-Þjóðverja, hafa treyst herforingjastjórnina í sessi. Atburðirmir í Austur-Ev- rópu, umræðurnar um eflingu NATO, sem af þeim hefur leiitt, og hið ótrygga ástand fyrir botni Miðjarðarhafs gera að verkum, að herforingjarnir eru í sterkri aðstöðu. Sennilega hafa þeir nú þegar krafizt þess, að Bandaríkjamenn hefji að nýju vopnasendingar til landsins, og það mál hefur verið tekið til alvarlegrar athugunar í Was- hington. Andstæðingar herforingja stjórnarinnar undir forystu And reasar Papandreous, sem nú er prófessor í Stokkhólmi, virðast þess albúmir að hefja virka and spyrnu gegn bsrforingjastjórn- inni eins og tilræði það, sem Papadopoulosi var sýnit í sum- ar, ber vott um. Ástæðan er sú, að þeir telja litla von til þess að aðildarríki NATO geti stuðlað að því, að stjórninmi verði vik- ið frá völdum, en Papandreou hefur lýst því skýlaust yfir, að víki NATO ekki stjórninmi frá með friðsamlegum ráðum, verð’ ekki komizt hjá blóðugri lausn síðar meir. Aðrir binda vonir við það að versnandi efnahagsástand og vanþóknun Vestur-Evrópu- ríkja leiði til hægfara þróunar í lýðræðisátt. t.d. undir forystu Karamanlisar. En þjóðaratkvæða greiðslan virðist hafa dregið úr þessum möguleika, þar sem her- forimgjarnir virðast staðráðnir að halda völdunum. Caelano boðar varkára stefnu PRÓFESSOR Marcello Caet- ano, eftirmaður dr. Salazars í Portúgal, hefur boðað varkára umbótastefnu í fyrstu ræðunni, sem hann hefur haldið síðan hann var valinn forsætisráð- herra. Þetta kemur ekki á óvart, því að Ijóst er að jafnvel þótt hann vilji stjórna í anda Sal- azars, er vafasamt hvort hamn getur þ .að Em breytingar þær, sem kunna að eiga sér stað í portugölskum stjórnmálum, hljóta að verða hægfara. Þrátt fyrir það verð- ur andrúmsloftið allt annað en það var á dögum Salazarstjórn- arinnar, og fróðlegt verður að fylgjast með afleiðingunum, sem fráför hans hefur í för með sér, bæði í Portugal og ekki sízrt á Spáni, þar sem bráðlega kemur að því að dögum Francostjórn- arinnar ljúki. Varkárni Caetanos er skiljan- leg vegna þess, að hann verður að treysta á stuðning hersins. Þess vegna getur hann varla reynt að koma til leiðar rót- tækum breytingum, jafnvel þótit hann hafi áhuga á sliku, fyrr en hann hefur treyst sig í sessi. Ýmsir herforimgjar hafa óttazt, að Caetano verði of frjálslyndur, sérstaklega í nýlendumálum Portúgala í Afríku, og raunar bendir margt til þess að hann verði sveigjanlegri í nýlendumál unum en dr. Salazar. ENGIN BREYTING I AFRÍKU Umræður þær, sem farið hafa fram mæstum því daglega síðan dr. Salazar veiktist, sýna hve erf iðlega hefur gengið að má sam- komulagi um eftirmann, og ein af niðurstöðum þeirra hrossa- kaupa, sem átt hafa sér stað, er sú að fyrrveramdi landstjóri Portúgala í Angola, Sa Viana Reblo hershöfðingi, tekur sæti landvarnaráðherra í stjórnimmi sem fulltrúi hersins Stórútsala á pottaplöntum Þúsundir pottaplamtna úr stærsta gróðurhúsi börgarinnar seldar með miklum. afslætti. Þar á meðál kaktusamir frá Landbúnaðarsýningunni. ATHUGIÐ: Allar pottaplöntumar eiga að seljast því framundan er stærsti jólamarkaður til þessa. Kaupið ódýrustu og jafnframt fallegustu híbýlaprýðina. Kaupið blómin í gróðurhúsi. ÚTSÖLUNNI LÝKUR Á SUNNUDAG SKVÖLD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.