Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBBR 1968 13 Um þaö dmfagra sembal — Rœtt við Helgu Ingólfsdóttur, sem lokið hefur prófi í leik á sembal Ung stúlka, Helga Ingólfs dóttir lauk í vor prófi í semb alleik við tónlistarháskólann í Miinchen og er hún fyrsti íslendingurinn, sem lýkur prófi í leik á þetta ómfagra hljóðfæri. Hún er nú á för- um til Bandaríkjanna, en mað ur hennar Þorkell Helgason mun stunda þar framhalds- nám í stærðfræði. Við hittum Helgu fyrir nokkrum dögum og spjölluðum við hana um sembal og tónlistarlíf í Miin- chen. „Þú sérð, að sembalið myndar tónana á annan hátt en píanóið," sagði Helga og sýndi mér „Píanóið er áslátt arhljóðfæri og þar eru hamr ar, sem slá á strengirua. í sembalinu er hins vegar grip ið í strengina, svo að hljóm- urinn verður annar“, og hún spilaði fyrir mig lítið lag. Það var eftir Mozart, og hljómur- inn var áþekktur gítarhljómi Ég spurði hana af hverju hún hefði farið að læra á sem baló „Ég lærði upphaflega á pía nó og lauk einleikaraprófi veturinn 1963. Þá fór ég til Detmold í Norður-Þýzka- landi til framhaldsnáms og lærði ég á sembal sem auka- grein. Síðan fór ég til Miin- chen og lærði þar á sembal í fjögur ár og lauk prófi það- an í vor. Ástæðan til þess að ég valdi sembal var, að ég hafði heyrt í því og vildi endilega læra að spila á það, og þess vegna tók ég það sem auka- grein og síðar sem aðalgrein. Hins vegar verða menn allt af að læra með sembali á pía nó og á annað hljóðfæri, sem heitir Klavikord, sem er ósk öp lítið hljóðfæri, og heyrist lítið í því eiginlega ekki til neins nema þess, sem spilar á það. Bach samdi tónverk sín einna mest á það hljóðfæri að margra sögn.“ „Hvernig tónlist er aðallega leikin á sembal?" „Baroktónlist. Sembalið er fyrirrennari píanósins, og það er farið að skrifa tónverk fyr ir það kringum 1550 og þá af enskum tónskáldum. Þau voru kölluð virginalistar, því að sembal var kallað í Eng- landi virginal. Síðan koma meistarar eins og Bach og Scarlatti, Couperin og Ram- eau, Það var eiginlega gull- öld sembalsins. Á þeim tíma kemur píanóið til sögunnar og þá er farið að semja fyr- ir bæði hljóðfærin, eins og t.d. þetta verk sem ég spilaði fyrir þig eftir Mozart. Menn héldu að dagar sembalsins væru taldir, þar sem píanóið væri mun fullkomnara hljóð- færi, og það hverfur svo til á 19. öld. Um aldamótin kem- ur til sögunnar pólsk kona Vanda Landowska, og það er hún sem vinnur mest að því að kynna sembalið á ný. Helztu höfundar í dag, sem skrifa fyrir sembal er Jean Francaix og Bohuslav Mart- inu, og þeir skrifa verk í nú tíma stíl, ekki þó framúr- stefnu neina, heldur verk í samræmi við tónlist nútímans „Er sembal viðsælt í Þýzka landi?“ „Já, það er mjög vinsælt og þar er Bach yfirleitt spilað- ur á sembal. Og í Munchen voru það eingöngu stúlkur, sem lærðu á hljóðfærið, þær voru frá Chile, Spáni, Júgós lavíu og svo Þýzkalandi." „Var ekki skemmtilegt að læra í Þýzkalandi?“ „Jú, sérstaklega í Múnohen Helga Ingólfsdóttir. Hún er mikil tónlistarborg, og þar er mjög góð ópera, sem hefur sýningar á hverj.u kvöldi. Þar eru settir upp fimm nýjar óperur á hverju ári, auk hinna sem ganga í marga mánuði. Þeir flytja mest af Strauss, sem starfaði í Mtinchen mest alla ævi sína. Þá er þarna einnig óperettu- hús og svo lítil ópera, sem flytur mest Mozartóperur. Auk þessa eru aððvitað flutt ir fjöldinn allur af tónleik-. um.“ Helga býður mér meira kaffi og heldur svo áfram: „Það sem er skemmtilegast við allt tónlistarlí.f í Mún- chen er þó, að tónleikar heima manna eru ekki síður sóttir en tónleikar aðkeyptra manna. Af heimamönnum er Karl Richter í mestu áliti, — hann er organisti, og sembal leikari,— og hann heldur tón leika hálfsmánaðarlega. Eru það annaðhvort kór, orgel eða sembalverk, sem eru flutt, og sömu verkin eru flutt ár eftir ár, T.D. er Matthíasarpassía Handels flutt um hverja páska, en mest er þó flutt tónlist eftir Bach. Richter er einnig mjög frægur fyrir túlkun sína á Max Reger, og það er alltaf slegizt um miða á tónleika hans.“ „Gazt þú sótt þessa tón- leika?" „Við sem vorum í tönlistar skólanum höfðum góða að- stöðu til þess. Skólinm fékk Framh. á bls. 19 Nýtt frímerki gefið út í tilefni 150 ára afmœli Landsbókasafnsins Nýtt frímerki verður gefið út 30. október í tilefni af 150 ára afmæli Landsbókasafnsins fyrr á þessu ári. Á frímerkinu er mynd af lestrarsal safnsins, en verðgildi eru tvö, 5 krónur og 20 krónur. Er 5-krónu frímerk- tANOSeOKASAtN ÍSIANDS Frímerkið, sem gefið verður út 30. október. ið gult að lit, en 20-krónu merk- ið blátt. Stærð merkjanna er 26x36 mm og voru þau prentuð í Sviss. Fyrsta desember n.k. verður gefið út frímerki í tilefni 50 ára fullveldisins og 28. febrúar 1969 kemur Norðurlandafrímerkið út. Að þessu sinni er það teiknað af sænskum arkitekt og verður með mynd af fornri mynt, sem í eina tíð var. notuð á Norður- löndum. Á Evrópudeginum 5. maí 1969 kemur Evrópumerki þess árs svo út. Tveir ítalskir myndgraf- arar, Luigi Gasberra og Giorgio Belli, hafa gert uppkast, sem samþykkt var á síðasta Evrópu póstþingi. Er það mynd stór- byggingar, sem á að tákna Ev- rópu, og er henni haldið uppi af grindarmúr, sem myndar staf ina EUROPA CEPT, en þetta á að túlka samheldni og styrk sam einaðrar Evrópu. (Frá Landssambandi islenzkra f rí merk jasafnara) SENN Á MARKAÐ IN U M Þessi húsögn, sem mikla athygli vöktu á sýningu húsgagnaarkitekta „HÚS- GÖGN ’68“ teiknuð af Helga HaUgrímssyni húsgagnaarkitekt, eru nú í fram- leiðslu hjá undirrituðum, er gefa allasr nánari upplýsingar og taka á móti pönt- unum. Efni: valn eik, sætis- og bakpúðar klæddir ísl. sauðskinni. Húsgagnavinnust. Ingva Victorssonar, Ármúla 10, sími 32400. Húsgagnabólstrun Ásgríms P. Lúðvíkssonar, Bergstaðastr. 2, sími 16807. Söluumboð: Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar h.f., Laugav. 13, sími 13879. 1938 - 30 vinningar BERKLAVARNARDAGUR __ S.Í.B.S. 30 ÁRA - 1968 30 vinningar 10 Blaupunkt sjónvarpstæki Berklavarnardagurinn er á sunnu- daginn. 30 glæsilegir vinningar í merkja- happdrættinu. Blað og merki dagsins seld um land allt. 20 Blaupunkt ferðaútvarpstæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.