Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 196« Mý sending Það sem kynni að orka tví- mælis er sá háttur að dubba skáldsögur upp í leikhúsverk og láta sem um raunveruleg leik- rit sé að ræða. Mér vitanlega hefur aldrei takizt að gera veru- lega gott leikrit úr skáldsögu, hvorki hérlendis né erlendis. Leikbúningur „Islandsklukkunn- ar“ er ekki annað en lauslega tengt svipmyndasafn úr skáld- sögunni. Leikbúningur „Manns og konu“ býður að vísu uppá heillegri efnisþráð og samfelld- ari atburðarás, en er samt ekki mikið meira en myndasyrpa úr skáldsögunni, þar sem höfuð- áherzla er lögð á sérkennilega persónumótun og þjóðlífslýsingu. Dramatísk spenna er sama og engin — leiksviðið sjálft er ekki lífrænn partur af leiknum, held- ur einungis hlutlaus umgerð um sögu sem verið er að sýna. Með þessum orðum er ekki verið að varpa neinni rýrð á þá Emil Thoroddsen og Indriða Waage, sem sömdu leikgerð „Manns og konu“. Þeir hafa verið trúir fyrirmynd sinni og unnið verkið fagmannlega með megináherzlu á hinum kjarnmiklu og uppmálandi sam- tölum. En lífsanda leikhússins hafa þeir ekki megnað að blása í verkið fremur en flestir aðrir sem glímt hafa við svipaðar þrautir. Ástæðan er einfaldlega sú, að lögmál skáldsögunnar og lögmál leikhússins eru andstæð og ósættanleg. Ég komst ekki til að sjá „Mann og konu“ fyrr en á fjórðu sýningu á laugardags- kvöldið, og var leiknum að sjálf- sögðu ákaflega vel tekið af troð- fullum áhorfendasal. Jón Sigur- björnsson setti verkið á svið og hefur að mínu viti farizt það vel úr hendi. Sýningin var áferðar- falleg, snurðulítil, hæfilega hröð (nema á stöku stað), „þjóðleg" og víða fjörmikil. Samt náðihún hvergi verulegum tökum á mér, var einungis athyglisverð þjóð- lífsmynd frá liðinni tíð sem bar vitni natni og genhygli leik- stjóra og leikmyndarsmiðs. Steinþór Sigurðsson átti ekki lít- inn þátt í þekkilegu yfirbragði sýningarinnar með smekklegri, raunsærri umgerð leiksins, þar sem hvert smáatriði var gaum- gaeft. Kannski var það skemmtileg- ast við sýninguna, að þar komu fram tveir leikarar sem fóru með sömu hlutverk þegar leik- urinn var fyrst sýndur fyrir 35 árum, veturinn 1933-34, og hlaut þá meiri aðsókn en öll fyrri verk í sögu Leikfélags Guðmundur Magnússon (Finnur) og Valdemar Helgason (Hjálmar tuddi). Reykjavíkur. Mun hann hafa haldið því meti framá stríðsárin þegar „Gullna hliðið“ kom til sögunnar. Brynjólfur Jóhannesson lék séra Sigvalda fyrstur manna und- ir árslok 1933 og hefur nú vak- ið hann til lífsins á ný af sinni alkunnu hugkvæmni og öruggu tilfinningu fyrir heilsteyptri per- sónumótun. Séra Sigvaldi varð í meðförum hans sérstæður og eftirminnilegur fulltrúi mann- gerðar sem allir íslendingar kannast við úr daglegu lífi, þó presturinn sé að vísu hreinrækt- aðri en títt er um íslenzkar aura- sálir og svindlara. Á stöku stað fannst mér Brynjólfur ofgera í hummi sínu í því skyni að kitla hláturtaugar leikhúsgesta, enda er honum sú list öðrum fremur lagin, en séra Sigvaldi varð óneitanlega manmleg persóna í Þorsteinn Gunnarsson (Þórarinn), Margrét Magnúsdóttir (prestsmaddaman) og Valgerður Dan (Sigrún). allri sinni blindu aurafýsn og meinbægni: hann vakti í senn sterka andúð og meðaumkun. Valdemar Helgason lék Hjálm- ar tudda nú eimsog fyrir 35 ár- um og dró upp ákaflega hnyttna lýsingu á þessum matgráðuga hálfvita sem stendur miðja vegu milli manns og skyniausrar skepnu. Burðir hans og látæði allt var hnitmiðað og hrollvekj- andi. Jón Aðils lék smalann forð- um. en fór nú með hlutverk Sig- urðar bónda í Hlíð, hrekklausr- ar gæðasálar sem sér ekki við klækjum prestsins. Fór hann smekklega og trúverðuglega með lítið hlutverk. Regína Þórðardóttir lék Þór- dísi konu Sigurðar og helzta mót- herja séra Sigvalda. Túlkaði hún hlutverkið af reisn og til- þrifum framanaf, og sló sérlega nærfærna strengi í síðasta þætti þar sem aldur og mótlæti hafa markað hana. Sú breyting var listilega túlkuð. Inga Þórðardóttir vakti mikla kátínu með túlkun sirnni ó Staða- Gunnu, bróðurdóttur séra Sig- valda, sem engist í örvæntingar- fullu karlmannsleysi. Varð hún bæði bro.s'ieg og brjóstumkenn- anleg í meðförum Ingu, en bezt var hún 1 síðasta þætti í von- svikunum yfir þeim eiginmanni sem er ekki annað en tuska í höndunum á henni Edda Kvaran lék Þuru gömlu hreppsómaga, fulltrúa íslenzkr- ar hjátrúar, af ómenguðum for- dæðuskap. Steindór Hjörleifsson gerði Grími meðhjálpara gormælt skil í sjálfsánægju sinni, einfeldni og bib'líutilvitnuinum. Túlkunin var hnyttileg, en ekki fyllilega ör- ugg. Kjartan Ragnarsson lék Egil, son meðhjálparans og eiginmann Staða-Gunnu, með skringilegustu tilburðum, en varð samt minna úr hlutwsrkinu en efni stóðu til sökum of ýktrar skopgervingar og ónógrar hnitmiðunar í mótun persónunnar. Borgar Garðarsson náði hins- vegar ákaflega góðum tökum á Hallvarði Hallssyni, skóp veru- lega eftirminnilegt mannskrípi með skýrar og skemmtilegar út- línur. Guðmundur Erlendsson brá upp drengilegri mynd af heljar- menninu Bjarna á Leiti, fulltrúa fornra dyggða og fslendinga- sagna, en honum varð næsta lít- ið úr atriðinu þar sem Bjami leysir niðrum Grím og flengir hann, þó það vekti að sjálfsögðu hlátur leikhúsgesta! Eru þá enn ótalin hjúin sem allt gamanið snýst um, elskend- urnir Þórarinn stúdent og Sig- rún í Hlíð. Hlutverkin eru ekki veigamikil, bæði heldur einhæf, en þau Þorsteinn Gunnarsson og Valgerður Dan skiluðu þeim mjög þekkilega. Þorsteini tókst prýðflega í túlkun sinni á upp- Framh. á bls. 21 Getum bætt við okkur kjöti í frystigeymslu. Sænsk íslenzka frystihúsið Sími 12362. N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Ljósheimum 16 B, hér í borg, þingl. eign Guðrúnar Jóhannsdóttur fer fram á eigninni sjálfri, laugardaginn 5. október 1968, kL 11.30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. LEIKFÉLAC REYKJAVÍKUR: MAÐUR OG KONA Leikhöfundar: Emil Thoroddsen og Indriði Waage Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Það verður ekki af íslending- um skafið, að þeir hafa lifandi áhuga á þeim leikhúsverkum sem fjalla um þjóðleg efni og liðna tíð, samanber til dæmis „Fjalla-Eyvind", „Galdra Loft“, „Gullna hliðið“, „íslandsklukk- una“ og nú síðast „Mann og konu“ sem Laikfélag Reykjavík- ur hefur sýnt fyrir fullu húsi frá fyrstu sýningu. Þessi áhugi virð- ist ekki fyrst og fremst beinast að því leikræna eða dramatíska í verkunum, heldur að því sögu- lega, þjóðlega og þó fyrst og fremst því persónulega, þ.e.a.s. sérkennilegum persónum. Nú má þykja sjálfsagt að allsnægtakyn- slóðinni sé forvitni á að virða fyrir sér á leiksviðinu lífskjör og aðbúnað fyrri kynslóða í landinu — þó ekki væri til ann- ars en auka sjálfsánægjuna. Og sízt verður það talið til lasta að sýna þjóðlegum hefðum ræktar- semi á þeim tyllidögum þegar menn slíta sig frá imbakassan- um til að fara í leikhús. Og ekki er heldur neitt við það að athuga að menn hafi áhuga á sér- kennilegum og skringilegum per- sónum og gamni sér í þeirra fé- Lagsskap eina kvöldstund. Inga pórðardóttir (Staða-Gunna) og Brynjólfur Jóhannesson (séra Sigvaldi) Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í í Háaleitisbrajut 36, hér í borg, talin eign Gústafs A. Valdimarssonar, fer fram á eigninni sjálfri, laugardaginn 5. október 1968, kl. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. ENSKIR KARLMANNASKOR Hagstætt verð SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR LAUGAVEGI 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.