Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1968 Gildi geðverndar Eftir Jón Sigurðsson dr. med. Geðheilsa geðveiki og geð- vernd hefur verið ofarlega á baugi í umræðum um heilbrigð- ismál undanfarin ár. Að nokkru leyti stendur þetta í sambandi við síaukið umtal um alvarleg þjóðfélagsvandamál, svo sem glæpastarfsemi, afbrot xmglinga, deyfiylfjanotkun, drykkjuskap, saurlifnað, hjóna- skilnaði, slys, vanrækslu alls konar o.fl., en farið er að leita að því í vaxandi mæli, hvort geðveila eða geðrænar orsakir liggi hér að baki. Jafnframt er mönnum ljóst, að iðnvæðingu og þéttbýli fylgir aukin sálræn spenna. Þeim einstaklingum fjölg ar stöðugt, sem leita þurfa lækn- inga vegna taugaveiklunar eða geðveiki. Sjúkrarúmaþörf fyr- ir þessa sjúklinga hefur engan veginn verið mætt, og er ástand- ið í því efni fyrir löngu orðið mjög alvarlegt, svo sem kunnugt er. Þeir eru orðnir margir sjúklingarnir, sem ýmist aldrei eða of seint hafa fengið viðhlít- andi meðferð vegna sjúkdóms síns. Er erfitt að gera sér í hug- arlund, hve miklum sársauka og óhamingju þetta atriði út af fyr- ir sig hefur valdið. Þótt ýmislegt, og alls ekki lít ið hafi verið vel gert í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar, þá höfum við aldrei getað státað af því, að við höfum búið vel að geð- sjúklingum okkar. Fyrsta geð- veikraspítalann, Klepp, feng- inn við ekki fyrr en 1909. Hann var þá byggður fyrir 40 sjúkra- rúm, en var þó strax í upphafi látinn hýsa 60 sjúklinga og hef- ur verið yfirfullur síðan. — Fram að þeim tíma fara ekki margar sögur af því, hvernig farið var með geðsjúklinga, en varla hefur gætt miklu meiri mannúðar hér á landi í meðferð þeirra, en tíðk- aðist í öðrum löndum. Það var ekki fyrr en á síð- ustu árum 18. aldar, að barátta var hafin fyrir því, að litið yrði á geðveika sem sjúklinga og þeir yrðu fluttir úr fangelsum, venju lega viðurstyggilegum dyflissum, í sjúkrahús. Hinn hugrakki brautryðjandi var franskur lækn ir og hét Philippe Pinel. Hann sætti harðri mótstöðu og háði starfsbræðra sinna, læknanna, sem annarra, þegar hann krafðist þess, að hætt yrði að hlekkja þessa sjúklinga, hafa þá til sýn- is, berja þá og setja í spenni- treyju. Tæpri öld síðar varhorn steinninn lagður að vísindagrein- um sálarfræði og geðlæknisfræði og með þeim hófst margra ára- tuga þróun í geðlækningum, og hafa framfarirnar þó orðið stór- stígastar á undanförnum árum. Hið fyrirbyggjandi starf, geð- verndin, er að margra dómi tal- in hefjast með bókinni „Sál, sem fann sjálfa sig“, A Mind That Found Itself, en hana skrifaði Clifford Beer árið 1908 og á mjög áhrifaríkan hátt. Hann hafði verið sjúklingur á mörg- um geðspítölum og stofnunum og hrópaði á endurbætur og á al- menna fræðslu um geðvernd Clifford Beer fékk það góðan hljómgrunn, að honum tókst að stofna, þegar hið sarna ár, 1908, félag til geðverndar, Connecticut Society for Menta Health, sem mér skilst að sé fyrsta geðvernd- arfélag, sem stofnað hefur verið. Og ætla ég ekki að rekja sögu þessara mála frekar. Að dómi íselnzkra geðlækna, og er þá aðallega stuðzt við dokt orsritgerð Tómasar Helgasonar, prófessors, mun tíðni geðveiki vera svipuð hér og á hinum Norðurlöndunum. Þar er álitið, að um 3,9 sjúkrarúm þurfi fyrir hverja þúsund íbúa. Má af því draga þá ályktun, að hér sé þörf fyrir um 780 sjúkrarúm fyrir geð veika. Kleppsspítalinn ásamt Flóka- deild tekur 200 sjúklinga, en auk þess hefur hann ráðstöfunarrétt yfir 56 sjúkrarúmum á öðrum sjúkrastofnunum, utan Reykja- víkur. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eru enn fremur 10 rúm ætluð geðsjúklingum. í Borgarspítalanum er nú starf rækt 32ja rúma geðdeild, og Hvítabandsspítalinn verður not- aður fyrir þessa geðdeild til fram haldsmeðferðar sjúklinga þaðan. í Hvítabandsspítalanum eru fyr Tréskrúfur Höfum fyrirliggjandi gluggalistaskrúfur úr kopar og galvaniseraðar. Hagstætt verð. R. GUDMUNDSSON g KIIARAN HF. ÁRMÚLA 14, REYKJAVÍK, SIMI 35722 Dr. Jón Sigurosson. írhuguð 30 rúm, og munu sjúkl- ingar þar — í vissum tilfellum — getað stundað vinnu eða dvalizt á heimilum sínum á daginn, ef þeir ekki fá endurþjálfun í vinnustofum spítalans. Auk þess er ætlunin að taka þar til rann- sóknar og meðferðar, allt að því daglangt, sjúklinga, sem dvalizt geta á heimilum sínum yfir nótt- ina. Loks er í Arnarholti heimili fyrir 54 vistmenn, sem ekki eiga samleið með öðru fólki, venju- lega af geðrænum ástæðum. Þegar allt er tínt til, verða þannig um 350 sjúkrarúm og vist pláss fyrir hendi ætluð geðsjúk um og geðveilum. Okkur van- hagar því um 430 rúm fyrir þessa sjúklinga, ef fullnægja á kröfum frændþjóðanna í þessu efni. Stjórnmálamenn okkar hafa al mennt sýnt málefnum geðveikra tómlæti, ekki sízt ríkisstjórnirn- ar, og hefur hingað til skipt litlu, hvernig þær hafa verið skipaðar. Er það þó hefðbundin skylda ríkisins að sjá geðsjúk- um fyrir viðhlítandi meðferð og umönnun. Þótt aðstæður séu á engan hátt sambærilegar við það, sem var í Connecticut, þegar Beer stofn- aði fyrsta geðverndarfélagið enda eru nú 60 ár í milli, þá verkar það eins og vorþeyr í þessum málum hér á landi, að áhugasamt og fórnfúst fólk hef- ur tekið höndum saman til að liðsinna geðsjúkum. Þessir sjúkl ingar geta ekki myndað samtök talað fyrir sínu máli og barist fyrir hagsmxmum sínum. Hér þurfa andlega hraustir að koma tu. Gildi þess, að stofnuð eru sam- tök eins og Geðverndarfélag ísl- ands, er ekki aðeins metið í því, sem félagið kann að láta af mörk um í fé og framkvæmdum til þess ara mála, heldur engu síður í gildi þess, að vandamálin eru tekin til umræðna, athygli al- mennings vakin á þeim, hann fræddur um þau, og viðhorfi hans til þeirra breytt, þannig að landsmenn taki heilbrigða og eðlilega afstöðu til vanda hinna geðveiku. Sjúklingunum er ekki sízt nauðsyn á, að almenningi verði ljóst, að nú er svo komið, að oft er hægt að lækna sjúk- dóminn, og jafnvel ósjaldan á stuttum tíma, þegar rétt er brugð izt við. Geðverndarfélag íslands má una vel við árangurinn af starfi sínu þennan stutta tíma, sem það hefur starfað. M. a. má þakka því að nokkru breytt viðhorf al- mennings til geðsjúkdóma. Ótt- inn við þá er nú annar og minni en verið hefur. Til marks um það má nefna, að nú er tekin til starfa í Borgarspítalanum hin nýja — áður umrædda — geð- deild í sömu sjúkraálmu og með sama inngangi og aðrar deildir spítalans, lyflækninga- og skurð- ælkningadeildir. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum órum. Nú hefur Geðverndarfélagið færzt mikið í fang, það er að byggja þrjú vistmannahús fyrir alls 12 sjúklinga að Reykjalundi. Er ætlunin að endurhæfa á þessum farsæla stað geðsjúkl- inga, sem hlotið hafa rannsókn og meðferð á öðrum sjúkrastofn- unum. Er þetta mjög hagkvæm tilhögun, ódýr í stofnkostnaði og rekstri, og telja verður það á- vinning, að geðsjúklingar fái endurþjálfun sína, og búi sig undir að hefja vinnu á ný, við hliðina á sjúklingum, sem fá endurhæfingu vegna líkamlegra sjúkdóma. Óska ég félaginu til hamingju með þetta verkefni og vona, að það reynist létt að hrinda því í framkvæmd. Á undanförnum árum hafa ris- ið upp ýmis félög, sem vinna að heilbrigðismálum, og eru nokkur þeirra stór og sterk. Sum þess- ara félaga eru samtök sjúklinga og öryrkja. Það er ánægjulegt, og jafnframt aðdáunarvert, hve miklu þessi frjálsu samtök hafa afrekað, þau hafa í rauninni markað heillaríkt spor í heil- brigðismálum þjóðarinnar. Þau hafa vakið áhuga almennings fyrir þessum málum og fengið hann til að leggja fram fé til þeirra, en þau hafa einnig knúið ríkisvaldið til • að veita, beint og óbeint, talsverðu fé til heilbrigð- ismála, sem ekki hefði fengist með öðru móti. Af þessu leiðir þó það, að frjáls félagasamtök hafa jafnframt öðlazt íhlutun um stjórn heilbrigðismála í landinu. Grunur minn er sá, að stjórn- málamenn hafi yfirleitt ekki gert sér fulla grein fyrir þessu. Eins og áður hefur verið látið liggja að, er full ástæða til að beita öllum hugsanlegum ráðum til að koma hér upp miklum fjölda sjúkrarúma til líknar og lækninga geðsjúku fólki, sem nú og um fyrirsjáanlega framtíð verður að bíða innlagningar, á meðan sjúkdómur þess magnast og batahorfur minnka. Þessum sjúkrarúmaskorti fylgir og oft ó- mannúðlegt álag á fjölskyldur þessara sjúklinga, sálræn spenna APPELSÍNUR FRÖMSK EPLI LANGT UNDIR BÚÐARVERÐI OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A — Síml 81680. *?mu\ Fólksflutningar Tilboð óskast í flutninga á skólabörnum Heyrnleysingjaskólans Stakkholti 3, Reykja- vík til og frá skóla í vetur. Tilboðseyðublöð með nánari upplýsingum afhendast á skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI7 SÍMI 10140 sem stundum er svo mikil, að hún skilur eftir spor. En þótt okkur mundi takast að fjölga sjúkrarúmum fýrir geð- sjúka, bæta meðferð þeirra og batahorfur, þá má aldrei gleym- ast, að geðverndin er ekki síður nauðsynleg. Það verður að leggja áherzlu á að auka og betrumbæta möguleika okkar til að uppgötva hjá fölki geðrænt ástand, sem þegar hefur leitt eða leitt gæti til persónulegra eða félagslegra vandamála, leita að orsökum þessa ástands og koma í veg fyrir frekari skaðleg áhrif af þeim. Orsakanna getur verið að leita í heimilislífi, á vinnustað, í kunningjahópi, eða í lífsvenjum eða skapgerð þeirrar persónu, sem í hlut á. Hverjum og einum ber skylda til, sjálfs sín vegna og annarra, að lifa í samræmi við lögmál og reglur heilbrigðs lífs. f heilsu- vernd og geðvernd eru þætt- ir, sem hver einstaklingur verð- ur að gæta sjálfur. Það veltur t.d. á miklu, hvernig maðurinn fer með sjálfan sig í stritinu fyr lr verðmætum lífsins. Það er sorglegt að vita til þess, hversu margir fara hirðuleysislega með líkamlega og andlega heilsu sína. f austantjaldslöndum er mönnum gert skylt að gæta heilsu sinnar og annarra. Mönn- um leyfist ekki þar að verða þjóðfélaginu til byrði að nauð- synjalausu, og þeir verða líka að koma í veg fyrir, að aðrir verði það, að svo miklu leyti sem unnt er. Af þessu má eitt- hvað læra. í , amstri okkar mannlega lífs hafa allir sínar byrðar að bera. Ef við viljum létta undir þeim hjá náunganum, þá ber okkur fyrst að minnast þess, að „sá, sem ræktar sinn eigin garð, jgengur varfærnum fótum um garða annarra." Við þurfum að I sýna náunga okkar fulla tillit- jsemi, gera okkur grein fyrir til- .finningum hans og þörfum á því jviðkvæma sviði. Okkur ber að ihafa í huga þörf hans fyrir ör- jyggiskennd, þörf fyrir vináttu jog kærleika, fyrir sjálfstæði, fyr ir fullnægingu í starfi eða í því hlutverki, sem hann hefur tek- ið að sér og þörf fyrir sjálfs- jvirðingu, en „sá, sem ekki virð- ir sjálfan sig, getur ekki borið jVÍrðingu fyrir öðrum“, segir Kór aninn. Það hlýtur að vera takmark hverrar þjóðar að þroska ein- staklinginn þannig, að hann geti mætt hvers konar utanaðkom- andi áhrifum án þess að bíða tjón á andlegri heilsu sinni. Bull is orðaði þetta svo árið 1950: ,Gera verður alvarlega tilraun til að hjálpa piltum okkar og stúlkum, sem nú sitja á skóla- bekk, til aukins þroska, hjálpa þeim til að taka ákvarðanir, til að taka á sig ábyrgð, til að læra af eigin mistökum, til að eignast vini og halda vináttu þeirra, til að geta talað opin- skátt um kvíða sinn og ótta, til að vera fær um að nýta sem bezt hæfileika sína, þótt þau verði fyrir geðshræringu, til að vera sjálfum sér nóg og geta ver ið án þess að sækja skemmtanir til annarra, til að horfast í augu við fortíð og farmtíð kvíðboga- laust, til að takast á við hvim- leið kvíðvænleg og óviðfeldin at vík, sem bera að höndum hverju sinni og til að líta á óvænta at- burði, sem framtíðin kann að bera í skauti sér, sem skemmti- leg viðfangsefni að glíma við. Mundi það ekki vera mikils virði, ef stefnt yrði að þessu marki í fræðslu- og uppeldis- kerfinu hér á landi? Mundi Geð verndarfélag íslands vilja beita sér fyrir því, að svo verði? Svo verður að telja. Með því að temja okkur holl- ar lífsvenjur getum við í flest- um tilvikum bætt árum við líf okkar, en við eigum enn auð- veldara með að bæta lífi vfð ár- in okkar, svo að ég noti orð viturs manns, dálítið breytt. — Með því einfaldlega að temja sér að hafa opin augun fyrir dásemdum lífsins, sýna góðvild og skynja góðvild í hjörtum sam ferðamanna okkar. Það út af fyr ir sig er forsenda heilbrigðs and legs lífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.