Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1968 3 Kristnihald undir Jökli •II // Helgatell gefur út nýja skáldsögu eftir Halldór Laxness, Jbó fyrstu frá hendi höfundar í s.l. 8 ár RAGNAR Jónsson í Smára, boð- aði blaðamenn á sinn fund í gær í tilefni þess, að í dag kemur á markað frá Helgafelli ný bók eftir Halldór Laxness. Bókin heitir „KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI“, og er 334 blaðsíður í 45 köflum. Paradísarheimt, síðasta skáldsaga Laxness kom út fyrir 8 árum. „Mér finnst þetta vera æðis- gengin bók“, sagði Ragnar í Smára í gær, „og ég held að ég hafi ekki verið eins spenntur að lesa nokkra bók og þessa, Lax- ness kemur æði víða við í þess- um 45 köflum, sem eru í bók- inni og ég held að þessi bók veiti bara svar við flestu, sem okkur viðkemur og þá kannski sér í lagi hjónabandinu. Þarna loemur fram kannski albezta hjónaband- ið, þar sem þau eru ekki allt of mikið saman“. Ragnar sagði að búið væri að það vegna þess, að þeir væru ríkir. „Meira að segja túngey- ingar kaupa ekki eins mikið af bókum og eru þeir þó sérstakt menningarfóik", isagði Ragnar. Ragnar kvað mikið af sjald- gæfum orðum og orðatiltækjum vera í bókinni Kristnihald undir jökli. Bókarkápu gerði Erna Ragn- arsdóttir innanhúsarkitekt. Um skáldsöguna og höfundinn segir útgefandi á bókarkápu: • „Eins og alltaf er ný bók frá hendi Halldórs Laxness ekki ein- ungis viðburður í bókmenntum heldur öllu menningarlífi voru Og eins og jafnan fyrr kemur hann á óvænt með ferskum töfr- um listar sinnar, persónulegum viðhorfum og ritsnilld, sem virð- ist ekkert visra ómáttugt. Ef til vill hefur Halldór sjald- an haft jafnmörg vopn á lofti og leikið jafn fimlega og kátlega eða brautina aftur“. í raun og veru er það oft á ábyrgð hvers les- anda, hvernig hann vill lesa sög- una. Ef til vill mætti í einföldustu orðum auðkenna hana með mál- tækinu, að „ekki er alit sem sýn- ist“. Eins og í veröld, þeirri, sem bókin lýsir, kynni óvarkár les- andi að lenda á afgötum. Sagan er lokaður heimur með sínum lögmálum. Hún gerist að vísu í orði kveðnu vestur undir jökli og geymir heillandi náttúru lýsingar þaðan. Um hvað er hún? Með jöfnum rétti mætti segja, að hún fjallaði um galdrakonur og fullkomið hjónaband, til dæmis. Lykilorð nútíðar og fortíðar, al- þjóðleg og íslenzk kenniorð standa hlið við hlið í sögunni. Það er oft eins og persónurnar lifi samtímis í nútíð og grárri for tíð. Rök ævintýris og lygasögu gilda til jafns við lögmál svokall aðs veruleika. Sumar persónurn- ar eiga sér dularfulla sögu 'út í löndum, og konan, sem stundum heitir Úrsúla, er öðrum þræði goðsögn og vættur, ef vill. Þjóð- saga og veruleiki renna saman á áhrifamikinn hátt í sögulok og hvorugu gert hærra undir höfði. Sú skáldlega samhæfing, sem er reyndar mjög í ætt við fornar, íslenzkar hefðir, skapar þessari nútimalegu „dæmisögu" djúpar og furðulegar viddir“. Af bókum Laxness hérlendis kvað Ragnar mest hafa selzt af Gerplu, eða um 25000 eintök, en sú bók var einnig gefin út í skóla brotsformi og vasabókarformi. Meðal útgáfubóka Helgafells á þessu ári eru: Njáls saga á ensku með teikn- ingum og litmyndum. Luxusút- gáfa bundin í alkálfa'skinn. Verk Hannesar Hafstein, ljóð og laust mál, öll ljóð skáldsins, nokkur viðauki, sem ekki hefur Ragnar í Smára með eintak af „Kristnihald undir jökli“. áður birzt, sögur, greinar, bréf og fl„ inngangur eftir Tómas. Grettissaga í útgáfu Halldórs Laxness, teikningar eftir Schev- ing og Þorvald Skúlason. Með nútímastafsetningu. Smásagnasöfn eftir Kristmann og Jón frá Pálmholti. Ný skáldsaga, hin fyrsta, eftir Jón Óskar. Kjarvalskver, samtalsbók Matt- híasar Johannessen við Kjarval. Innlönd, ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Ný ijóð eftir Vilborgu Dag- bjartsdóttur, og fleira. Halldór Laxness. Froskmenn fundu áfengiskassa — í Reykjavíkurhöfn senda 20 eintök til væntanlegra þýðenda í ýmsum löndum. Bók- in kostar 4‘90 kr. fyrir utan sölu- skatt og sagði Ragnar að miðað við stærð bókarinnar væri hún 10% lægri, en sams konar bókar- form í fyrra. Upplagið á þessari fyrstu útgáfu er 5000 eintök. Aðspurður kvað Ragnar mest seljast af bókum frá Helgafelli, og þar með ritverkum Laxness, á ísafirði. Síðan kæmi Akureyri, en þar seljast helmingi fleiri bækur, en í Reykjavík miðað við íbúatölu. Minnst sagði Ragnar seljast af bókum í Keflavík. Þá sagði hann að Borgfirðingar virt- ust kaupa meira af bókum held- ur en annað sveitafólk og taldi hann ekki ólíklegt að þeir gierðu af meiri gáska á stundum að til- brigðum máls en í þessari sögu. Eins og miklir höfundar einir geta, bregður hann stundum geiri skopsins gegn eigin list — gegn listinni sjálfri. Þetta er óhátíðleg bók og óbundin hvers- daigslegum formum. Hér ber allt fyrir augu á örum sjónhverfinga leik: hugmyndir, orð, hugtök, fólk, tíma og sögu. Höfundurinn leikur sér að formum, skýrslu, þjóðsögu, reyfara, leiksenu, goð- sögn, heimspekilegri og guð- fræðilegri viðræðu. Þessari sögu verður aldrei lýst í fáum orðum: Hún er full af andstæð- um speglum og endar í villu og þoku, þó að söguhetjan leggi af stað í þeirri von að finna „þjóð- í FRAMHALDI af því að skip- verji á Fjallfossi var tekinn á laugardag, er hann var að bera 72 flöskur af áfengi og 20 þús- und vindlinga út í bifreið sína, lét tollgæzlan fara fram rann- sókn á skipinu. Komu við hana mest í ljós hólf og leifar af varn- ingi. Töldu tollgæzlumenn þá líklegt að eitthvað kynni að hafa farið í sjóinn af smyglvarningi. í gær voru svo fengnir frosk- menn af varðskipunum og köf- uðu þeir niður með skipinu. Fundu þeir fljótlega tvo kassa af áfengi, sem talið er að vairpað hafi verið fyrir borð. Fjallfoss liggur við Örfirisey, framan við skemmuna og ekki þægilegt að kafa þar. Skipið hafði í síðustu ferð m. a. komið til Hamborgar, þar sem það stanzaði nöktora daga vegna viðgerðar. Höfðu toll- gæzlumenn grun um að þar hefði farið óeðlilega mikið áfengi um borð. # KARNABÆR TíZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. NÝKOMNAR VðRUR beint frn tízkumiðstöð ungn fólksins LONDON: Ég er sko enginn tízku- kóngur, en án þess að hafa mig fyrir því, hef ég sannfrétt að tweed sé að koma í tízku. HERRADEILD ★ STAKIR SKÓLAJAKKAR ★ STAKAR BUXUR — ULL OG TERYLENE ★ SKÓLAPEYSUR ★ SKYRTUR — BINDI — KLÚTAR DÖMUDEILD. ★ KÁPUR — TWEED ★ PILS — TWEED ★ BUXUR — TWEED ★ MINI-PEYSUR LANGERMA ★ SKYRTUBLÚSSUR O. M. FL. ALLT ENSK ÚRVALS FRAMLEIÐSLA STAKSTtl Wlí Framþróun í skólamálum Það er hættulegur hugsunarhátt ur að halda, að skólakerfi okk- ar sé á því stigi, að lagfæring- ' ar á námsefni eða einstökum af- mörkuðum þáttum skólastarfs- ins sé nægileg breyting. Fræðslu lterfi okkar er staðnað og úr- elt og stöðugt eru dregnir fram í dagsljósið fleiri og fleiri atriði til stuðnings þeirri fullyrðingn. f sjónvarpsþætti fyrir nokkrum dögum var athygli vakin á því, að hinir almennu starfsmenn í sjávarútvegi, fiskverkun, land- búnaði, verksmiðjuiðnaði og verzlun hljóta enga sérmenntun eða sérstaka þjálfun til undir- búnings lífsstarfi sínu. Á sama tíma og nær þriðjungur hvers aldursflokks í Sviþjóð leggur fyrir sig langskólanám er það aðeins rúmlega tíundi hluti hvers. aldursflokks á íslandi, sem það gerir. Háskóli fslands miðar menntun nemenda sinna enn við þarfir þjóðfélagsins fyr- ir hálfri öld. Hann útskrifar em bættismannaefni og lækna en lit ið annað og sinnir að sáralitlu leyti þörfum atvinnulífsins fyrir sérmenntað starfsfólk á tækni- sviði. Þeir, sem halda að við slík- ar aðstæður sé nægilegt að gera breytingar í skólunum „skref fyrir skref“ eru á rangri braut. Umræðurnar um skólamólin Um nær eins árs skeið hafa víðtækar umræður staðið yfir um nauðsynlegar breytingar á fræðslukerfinu. Þessar umræður hafa farið stöðugt vaxandi og kröfurnar um, að þessi mál yrðu tekin föstum tökum hafa sífellt orðið sterkari. Það þarf enginn að lialda, að þetta hafi verið alda, sem sé nú gengin yfir o" menn geti í rólegheitum dund- að við takmarkaðar breytingar hér og þar. Þessar umræður munu halda áfram og þær munu leiða til þess, að í hugum fólks mótast betur en nú er hvernig bezt er og hagkvæmast að breyta fræðslukerfinu. Það er nauðsynlegt að þessar umræður verði hafnar yfir alla pólitíska togstreitu og allir þeir aðilar sem hér eiga hlut að máli legg- ist á eitt um að gera íslenzka fræðslukerfið þannig úr garði, að það fullnægi nýjum kröfum. Aukið rannsóknarstarf Fyrir nokkrum árum var lagð ur grundvöllur að auknu rann- sóknarstarfi á sviði skólamála með stofnun skólarannsóknar- deildar menntamálaráðuneytis ins. Þetta var spor í rétta átt. Hins vegar hafa menn bundið ó- þarflega miklar vonir við þetta starf í ljósi þeirrar staðreynd- ar, að mannafli er mjög tak- markaður og fjármagn einnig. Það væri merki um góðan vilja opinberra aðila í þessum efnum, ef mannafli skólarannsókna yrði stóraukinn og einnig fjármagn til þessa rannsóknarstarfs. Þetta er raunar grundvallaratriði í sambandi við allar breytingar á skólakerfinu. En menn verða að gera sér grein fyrir því, að við höfum dregizt svo langt aftur úr að gera verður róttækar ráð- stafanir strax til þess að ráða bót á því. Þess vegna er þess að vænta, að ekki verði gerð til raun til að gera of mikið úr smá vægilegum lagfæringum hér og þar. Þær eru lofsverðar svo langt sem þær ná, en betur má ef duga skal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.