Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.1968, Blaðsíða 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 196« Síðan fór hann með Jill og sýndi henni matarbirgðirnar og lausu eldavélina og hin ýmiálegu eldhúsáhöld, sem leiðangurinn flutti með sér út í eyðimörkina. lún spurði um ýmislegt, en komst að því að loknu að þeirri niður- stöðu, að þetta mundi nú ekki verða svo sérlega erfitt. Hún skoðaði þetta sem ögrun við sig, sem hún skyldi svara með öllum þeim hæfileikum, sem henni væri gefnir. Graham kynnti hana fyr- ir Suliman, aðál-burðarkarlinum, sem var stór maður og skeggj- aður. Hann hneig’ði sig fyrir henni, af miklum virðuleik og lofaði henni að kenna henni að búa til hina og þessa þarlenda rétiti matar, auk þeirra ensku, sem hún kunni. Allt í einu sagði Graham: — Ég er að fara út að uppgreft- inum. þú ættir að koma með mér og sjá, hvernig þetta gengur til. Áttu nokkra hælalausa skó? Þú þarft að ganga á grjóti. Þau gengu um borgargöngin út úr húsagarðinum og út í krók- óttu götusmugurnar, sem voru iðandi af lífi, og hávaða. — Ekki get ég skilið, hvernig þú ferð að því að rata þetta, sagði Jill, er þau beygðu fyrir enn eitt hornið og tróðu sér áfram mi'lli þakinna sölupalla, og framhjá gömlum úlfalda, sem var klyfj- aður ullarpokum. — Þú venst hþessu fljótlega, svaraði hann, og hún varð fegin þessu trausti sem hann sýndi hæfileikum hennar. Þegar þau komu að torfærum tröppum, tók hann í hönd henn- ar og leiddi hana vailega nið- ur. Snertingin af fingrum hans var hlý og sterk. Jill fann, að hún svaraði henni ósjálfrátt. Hún fékk ofurlítinn skjálfta í sig og datt í hug hvobt hún væri raun- verulega að verða ástfangin. Þau komu upp á hásléttu með himinháum klettum upp úr, og útsýni yfir sjóinn. Nú urðu þau að leiðast, af því að Jill var dá- ilítið óstöðug á fótunum. Efst á hæðinni komu þau að kastala- rústum, þar sem veggirnir voru hröilegir og veðraðir, en stóðu samt furðu vel uppi. Einn burð- arkarlinn frá þeim sait við hlið- ið og át döðlur. — Prófessorinn hefur fasta stöð hérna, útskýrði Graham. — Þeir eru að rannsaka undirstöðurnar, hvert lagið eftir annað. Svo rannsaka þeir það, sem þeir finna og bera það saman við það, sem finnst í Khalida. Það getur gefið bendingu um, hvað við gætum fundið hérna og fræðzt um menn Unglingspiltur óskast til sendiferða og innheimtustarfa. Æskilegt að viðkomandi hefði reiðhjól eða skellinöðru. FÖNIX, Suðurgötu 10.N Óskilahestar 1. Gráskjóttur hestur, 6 eða 7 vetra mark fjöður aftan hægra, sýlt eða stúfritað vinstra. Gæti verið sneið rifað aftan vinstra. 2. Brúnn hestur 6—7 vetra, mark biti aftan bæði eyru, gæti verið stig aftan bæði eyru. Hestamir em í geymslu hjá hreppstjóra Lundar- reykjadalshrepps, sem gefur allar nánari upplýsingar. Hestar þessir verða seldir á óskilafjámppboði laugar- daginn 12. október n.k. HREPPSTJÓRINN Sími um Skarð. inguna frá þessum tímum. Eða, svo að ég segi það á skiljanlegri hártt: ef við finnum áhöld úr eir eða jámi, þá hlýtur efnið í þau að hafa komið úr málmæðum, sem eru ekki langt í lturtu héðan. — Ég skil. Þetrta er allt mjög fornt, er þaS ekki? — Byblos er talin vera elzta borg í heimi, sagði Graham. — Þar var stafrófið fundið upp. Hann kveikti á stóru vasaljósi. — Við skulum fara gegn um þessar dyr, Jill. Þetta var einu- sinni krossfarakastali, enda þótt þeir fyndu hann byggðan þegar þeir komu hingað, svo að þú getur hugsað þér riddarana á ferli þar sem við göngum núna. Það var mjög dimmit þarna inni og Jill var nokkra stund að venj ast myrkrinu, en fótatak þeirra bergmálaði á steinunum er þau gengu að bratta stiganum, sem höggvinn var í klettinn. Jill hálf rann og hálfskreið niður, og Gra ham á eftir henni. Neðst var mik ill hellir og þakið á honum hvarf út í myrkrið, en á gólfinu voru nokkur ljós á stólpum. Þarna var frú Fallowman og aðrir þátt takendur í leiðangrinum, flest á hnjánum. — Þau eru að ramn- saka leirbroit, sem þau hafa fund ið, útskýrði Graham. — Nú ætla ég að afhenda þig honum Davíð. Hann gætir þín svo. Dttvíð var vopnaður einhverj- um svörtum kassa, sem einhvers- konar armur srtóð út úr. Hann sýndi Jill, hvernig hann færi að rannsaka byggingu klettsins, með því að lárta arminn snerta vegg- inn og gólfið og skrifa hjá sér viðbrögð hans. — Þú gætir nú gert gagn með því að skrifa nið- ur það, sem ég finn — en það er á þessu stigi eintómar tölur. Jill tók bókina, sem lítill lampi var festur við og ellrti hann síð- an um þennan óhugnanlega stað. Einusinni straukst eitthvað við andlitið á henni og hún hrökk við. — Þetta er bara fluga, sagði Davíð. — Hér eru engar leður- blökur. Við erum búin að út- rýma þeim. Um klukkustundu síðan til- kynnti hann, að tími væri ti‘1 kominn að fá sér einhverja hress ingu. Þau gengu gegn um stóra hellinn og inn í annan minni, þar sem var ofurlítil glufa, sem gaf dálitla birtu. Þarna var tré- borð með matarkössum og brús- um með heitu te, sem Suliman var að útbýta. Frú Fallowman kom til þeirra og leit nú skríti- lega út, því að nú hafði hún sveipað gráum bómullardúk um höfuð og herðar, í stað hattsins og rétt mótaði fyrir nefi og munni. En hún varð að taka þertta af sér meðan hún át og drakk. Hún sagði ekkerrt við Jill, en gekk jafnskjótt burt sem hún hafði kingt síðasta munnbitanum. — Þetta er til þess að verjast ryki, sagði Davíð er hún spurði hann til hvers þessi búnaður væri. — Það verður að hafa eitthvað tannduftið sem gerir gular tennur HVÍTAR svona sér til hlífðar, þegar ver- ið er að grafa upp. — Grafa hvað upp?, spurði Jill um leið og hún fékk sér bita af ósýrðu brauði, með osti á. — Það geta verið peningar, eða moilar af leirílátum. Það getur allt mögulegt komið upp úr jörð- inni á svona stað. Það verður að grafa með fingrunum og mjög varlega og hægt, til þess að brjóta ekki það, sem upp kemur. He'ldurðu, að þér muni þykja gam an að vera með okkur, Jill? — Já, áreiðanlega, svaraði hún. — Það er ég orðin alveg viss um. Hún fór að velta því fyrir sér, hvar Gralham mundi vera og tók að svipast um eftir honum, en hann var hvergi innan sjón- máls. Þegar þau sneru aftur til vinnunnar hafði hún hert nægi- lega upp hugann til að spyrja Davíð, hvað orðið hefði af Gra- ham. — Hann var að leiðbeina nýja aðstoðarmanninum okkar, seinasrt þegar ég sá hann, sagði Davíð brosandi. — Og það getur orðið dálítið erfitt mætti segja mér. En honum hlýtur samt að hafa þótrt gaman að því. Jill skildi ekki, hvað hann var að fara. Hún leit í áttina, sem Davíð hafði bent í, og sá móta fyrir einhverri kvenveru, sem sat með krosslagða fætur í bjarm anum frá litlum lampa og var í óða önn að klóra í mjúka æð í jarðveginum, með hanzkaklædd um höndum. Hún var sveipuð í gráan ullardúk. alveg eins og frú Fallowman. Eitthvað sem Jill sjálf hefði ekkj getað sagt, hvað var, kom henni til að ganga til hennar, til þess að siá hvað hún væri að grafa upp. En þá fann hún, að hún var sjálf að reka upp undrunaróp í annað sinn þann daginn. — Sandra, hvað í ósköpunum ert þú að gera? Gráa klæðið, sem Sandra var sveipuð í, gat ekki einungis leynt hinu sérkennilega augnatilliti hennar. Sandra lyfti nú augun- um, rétt eins og hún væri á leik- sviði og settist á hækjur sér. — Halló, Jill, sagði hún og dró gráa klæðið ofurlírtið frá andlitinu. — Ég er hér til reynslu Þetta er allt andstyggilega skít- ugt og ég er viss um, að ég er þegar búin að eyðileggja á mér neglurnar, en ég verð að þrauka það út í dag ,annars get ég ekki orðið ráðin hér. Það seg- ir hann að minnsta kosrti, bann- settur harðstjórinn. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Óþolinmæðin getur orðið þér mikill þrándur í götu. Ef þú ferð þér hægt, geturðu bætt hag þinn talsvert. Reyndu að fara dálítið smekklega að, ef þú vilt slá vopnin úr hendi keppinauta. Nautið 20. apríi — 20. maí Þetta er góður dagur í heimilisllfinu. Samböndin eru viðkvæm og vandmeðfarin. Nú er EKKI tíminn til að framfylgja furðuleg- um hugmyndum. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Ef þú hefur þolinmæði er hægt að bægja vandamálum frá, sem kunna að skapast milli heimiils og atvinnu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Gerðu ráð fyrir þvf að fólk sé ágengt, eins í umferðinni. Farðu vel að fólki, sem er á einhvern hátt tengt þér eða atvinnu þinni. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þér gengur vel í öllu nema fjármálum. Gefðu rómantíkinni svo- lítið tækifæri i kvöld. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Stundum er ómögulegt að ráða við kringumstæðurnar. Þú nærð betri árangri, ef þú athugar árangurinn af ráðagerðum annarra, og kostnaðinn lika. Vogin 23. sept. — 22. okt. Það hefur verið gengið á hlut einhvers, sem svo er þungur á brúnina. Ekki þýðir að troða sér fram. Fáðu þér smá hvíld til að forðast of mikið áLag. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Sittu á þér og vertu orðvar. Reyndu að sinna skapandi störfum og sýndu smekkvísi. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þér reynist auðvelt að hafna. Reyndu að halda jafnvægi opin- berlega og heima fyrir. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Skipuleggðu daginn vel. Því minna, sem þú átt við vini og ætt- ingja, því betra fyrir þig. Haltu þig við áform þín, a.m.k. framan af degi. Vatnsberinn 21. jan. — 18. febr. Reyndu að athuga vinnuvélar vel. Reyndu síðan að ljúka verki þínu sem fyrst. Sinntu rómantikinni í kvöld. Fiskamir 19. febr. — 20. marz Mannlegt eðli er svo furðulegt, að það er hérumbil alveg sama upp á hverju þú bryddar 1 dag. Þvi verður öllu hafnað. Láttu þetta líða hjá, ef þú vilt vera skynsamur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.