Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1968 —e-, U i — -------------í--i-í l LLU. Séra Bjami Sigurðsson: FARARSKJÚTINN Við sátum inni í faílegri stofu og virt- um fyrir okkur skeifu yfir dyrunum, gæfumerkið á heimili hestamannsins. Og háaldraður maður tók til máls og sagði: Þegar ég var dren,gur, brýindi faðir Trjirm fyrir oidcur systkinunum, ef við legðum beizli við hest nálægt vatni, að gæta vel að hófum hans áður en við lærum honum á bak. Alltaf gat viljað til, að nykur úr vatninu væri á beit í grennd við það, og þeim, sem sté hon- um á bak, varð ekki við bjargað, því að þessi óvættur æddi þá með hann beint í vatnið, og dagar hains voru tialdir. En nytkurinn varð bezt þekktur á því, að hófar hans sneru öfugt, það vissá fram, isem aftur veit á hestum. Einaitt er því svo farið í lífinu, að í andvarafeysi göngum við á hönd þeim öflum, sem okkur reynist seinna meir ofviða að losast undan, þegar við sjá- um, aíS stefmt er í tvísýnu. Fararskjót- inn, sem við kusum okkur til að bera okkur að marki, reyndist við nánari í- hugun annar en við hugðum í upphafi. Týndi sonurinn í dæmisögtumni fór ekki að heiman til að gjörast svína- hirðir. Það var nú eitthvað annað. Fyrir- ætianir hans voru bundnar hamingju, frelsi, sjálfræði, ævintýrum — allt heið- arieg markmið, sem hægurinm var hjá að skýra og réttlæta fyrir fjö'lskyldu sinni. Hann átti sér allra snotrustu drauma, en fararskjótinn, lífsstefnan, sem hann valdi sér að markinu, bar hanrn á ann- arlegar slóðir. Líf okkar er barmafullt af þvílíkri reynslu. Dag eftir dag giftast ungir elsk- endur. Það má lesa hjartsláttinn í aug- um þeirra. Og þau þrá ö'll friðsælt heim- ili og von þeirra snýst um lfitil böm. En þegar frá líður, sjáum við allt of marga þessara bjartsýnu ferðalanga, sem ætluðu til fyrirheitna landsins, lenda í fúafenjum. Fararskjótinn, sem þau stigu á bak, vilíti á sér heimildir. Lífs- hættirnir, sem þau kusu sér fúll vonar og bjartsýni, báru þau á annarlegar slóðir. Við skulum horfast í augu við þá stað reynd að áfamgaistaður okkur í lífimu er að óverulegu leyti kominn umdir þokkalegum fyri.rætlunum, heldur þeim fararskjóta, þeirri lífsstefnu, sem skiilar okkur á íeiðarenda. Óskir okkar eru yfirleitt hreinar og heilar: Gott heimi'li, heiðarleiki, nota- drjúgt líferni ekki alls ósnortið af fórn- arlund Krists, og ef guð lofar, vammlaus elli. Við óskum að komast í góðan á- fangastað. En við látum oft staðar num- ið við þá frómu ósk, en gleðjum hjarta okkar við ybnn frá grandvörum mark- miðum án þess að svara þessari grund- vallarspurn: Förum við þann veg, sem 'liggur í þennan áfanga, núna í dag, í venjum okkar og breytni? Er farar- skjótinn, leiðin, lífsstefnan líkleg til að skila okkur að marki? Vafalaust viðurkenna allir kristnir menn með sjálfum sér, að keppikelfið sé að Mkja í sem flestu eftir Kristi, en leiðirnar, sesm við ve'ljum, eru oft víðs fjarri að samsvara þeirri kröfu. Draum- ur, óskhyggja, hugsjón vill einatt verða af öðru sauðahúsi en veruleikurinn sjálfur, og við gleymum okkur við leik lítilsverðra skeljabrota á ströndinmi. Líkast til verðum við aldrei fulíkom- lega ánægð með okkur sjálf, og meðan svo stendur, erum við ekki víðs fjarri réttri leið. Og það er reynsla þeirra, sem farsælastir eru í lífi sínu, hvort sem er í gleði eða sorg, stríði eða friði, að trúin veiti það svar, sem er viðhlítandi í allri leit. Rúmgóður faðmur hennar hefir á öílum öldum borið lífsstefnu manna á rétta leið. Ég er vegurinn, ■ segir Kristur. En þann veg komumst við ekki, meðan hóf- ar fararskjótans isnúa öfugt. EFTIR EINAR SIGURÐSSON Þorskveiðarnar. Það er alltaf eitthvað, sem sérstaklega vekur athygli við hverjar veiðar, og má segja, að það sé einkum tvennt í sambandi við þorskveiðarnar núna, hinar háu sölur stóru stálbátanna í Bretlandi og siglingar togaranna. Nokkrir stórir togbátar hafa undanfarið verið að veiða fyrir brezkan markað og flestir selt fyrir geysihátt verð, allt upp í sem svarar % milljón króna. Þetta hafa verið 180 lesta bátar, og hafa þeir verið með &0—60 lestir af fiski. Svarar þetta til um 15 króna fyrir kg. og enn hærra verð hefur fengizt, ef mik iil koli hefur verið í aflanum. Það er ekki þar fyrir, að tog- ararnir hafa selt fyrir álíka verð í Þýzkalandi. Tíð hefur verið stirð til sjáv- arins hér sunnan lands og lítið um róðra undanfarið, en afli hef ur ekki verið sem verstur, þegar á sjó hefur gefið. Landanir togaranna eru nú al- veg að leggjast niður hér heima, nema þá bslzt á AkureyrL Tveir togaranna, Narfi og Þorkell Máni, landa samt enn heima. Er það tvennt, sem ræður þar mestu um. Þegar afli er lítill eins og oft á haustin í rysjóttri tíð, um og innan við 100 lestir, er ekki nokkur leið að koma skipunum út hér heima, þegar túrinn gerir 400—500 þúsund krónur. Af þessu fær fólkið um helminginn. Ólían er 200—300 þúsund krónur og svo veiðarfæri og allt annað. Þar að auki er þetta oft mjög lé- legur fiskur til vinnslu í frysti- húsunum. Sildveiðarnar. ■Það hefur gengið mjög brös- ótt á síldveiðunum og ómögu- legt að segja annað en að þær hafi brugðizt það sem af er. Þær eru ekki nema 14 hluti af því, sem þær voru í fyrra á sama tíma, og þótti þá ekki beysið. Það má segja, að fjöldinn af bát- um hafi ekki séð síld, o.g þó að hæstu bátarnir séu með 2500 lestir, þá er það ekkert borið saman við það, sem þyrfti að vera og það sem áður var. Undanfarna daga hefur orðið vart þó nokkurrar síldar hér fyr ir Suðvesturlandinu. Bátamir hafa verið að fá 50 til 150 lestir i róðri. Sildin er falleg og góð, hvort heidur til frystingar eða söltunar, sem er í þann veginn að hefjast. Lánamál og nýbygging „Fundur í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur 5.10 1908, skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að leysa nú þegar skuldamál sjávarút- vegsins á viðunandi hátt. Bend- ir fundurinn á með tilliti til fyrirhugaðra efnahagsráðstaf- anna, að ekki sé viðhlítandi lausn þessara mála nema 20% af útflutningsverðmæti sjávaraf- urða séu ætluð til þess að standa undir afborgunum og vaxta- greiðslum til stofnlánasjóða og gjaldeyrisbankanna. Eðlilegt væri að slík upphæð yrði lögð í sérstakan sjóð sjávarútvegs- ins sem stæði undir þessu hlut- verki og væri jafnframt nýbygg- ingarsjóður. Samþykkir fundur- inn að kjósa 3ja manna nefnd til þess að fylgja þessum málum eftir“. Tillaga Útvegsmannafélags Reykjavíkur um, að 20% af út- flutningsverði sjávarafurða verði lögð í sjóð til þess að standa und ir stofnlánum sjávarútvegsins og til nýbygginga, er mjög merkileg uþpástunga til þess að koma tveimur erfiðustu málum sjávar- útvegsins á heilbrigðan grund- völl. Við vaxandi erfiðleika sjávar- útvegsins hefur fjárhagslegt getu leysi hans bitnað einna harðast á greiðslu á stofnlánum og endur nýjun flotans og endurbótum á hraðfrystihúsunum. Má segja, að hér sé rekið í fullkomið strand. Rikisvaldið hefur því í sívaxandi mæli séð sig tilneydd til að hlaupa hér undir bagga. Var það fyrst í vetur, þegar 124 millj. króna voru lagðar í sjóð til þess að standa undir vaxta- og afborg unargreiðslum af lánum smærri fiskiskipa, og svo aftur, þegar verið var að koma síldarflotan- um af stað í vor og lofað var greiðslu á afborgunum og vöxt- um af stofnlánum allt að % hlut um fyrir árið í ár. Áður var búið, að setja vá- tryggingar skipanna í svipað kerfi, þó að útvegsmenn greiddu sjálfir iðgjöldin með útflutnings gjaldi á sjávarafurðir. Á þessum þrengingartímum síðustu ára hafa útgerðarmenn og fiskverkendur aldrei haft fé undir höndum nema til allra brýnustu daglegra útgjalda, svo sem hlut skipshafnar, olíu og veiðarfæri og illa það. Allar stærri greiðslur hefur þeim ver- ið gjörsamlega um megn að ráða við. Það er heldur engin furða, þegar þeir hafa þurft að gamga í í gegnum eins miklar þrengingar og xaun hefur á orðið, mikið verðfall afurðanna, aflabrest og stöðugt hækkandi tilkostnað, enda hefur tapið verið gífur- legt, og skiptir það ekki hundr- uðum heldur þúsundum milljóna króna síðustu 2-3 árin. Það sýn- ir aðeins, hve sjávarútvegurinn var öflugur fyrir þessa kreppu, að hann skyldi standa þetta af sér, án þess að stranda alveg. Aldrei hefur önnur eins auðjöfn- un átt sér stað á íslandi og þessi síðustu ár. Skuldir sjávarútvegsins hafa ekki aðeins verið að hlaðazt upp með vöxtum og dráttarvöxtum í stofnlánasjóðunum, heldur líka í gjaldeyrisbönkunum, sem lán- að hafa oft og mörgum sinnum til að bæta úr sárustu neyðinni og átt hefur að vera til bráða- birgða, en síðan festzt og hlaðið á sig. Þær bætur, sem sl'étt hef- ur verið á skuldafat sjávarútvegs ins, hafa því engan veginn náð að hylja gatið, hvað þá meira, þannig að hér er komið í hrein- asta óefni og verður að bæta úr með róttækum. aðgerðum, ef ekki á enn verr að fara. En nýbygging og endurnýjun er engu siður mikilvæg frá sjón- armiði heildarinnar. Það er al- veg sama, hvað hver segir, það er engin atvinnugrein til í dag til þess að taka við sívaxandi fjölda fólks á vinnumarkaðnum svo meanju memi önmiur em sjáwarút- vegurinn, hvað sem síðar kann að verða. Það verður því að taka með raunsæi á þessum tveimur mestu vandamálum sjávarútvegsins í sambandi við fyrirhugaðar efna- hagsráðstafanir og þá dugir ekk ert minna en það, sem útvegs- m:nn í Reykjavík hafa lagt til, 20% af útflutningsverðmætinu. Þeir eru ekki að biðja um að gefa sér neitt eða fá opinberan styrk. Þeir ætlazt til, að það verði tekið af verðmæti útflutn- ingsafurða þeirra. En þeir ætlazt þá jafnframt til, að þeir búa við þann rekstrargrundvöll, að þeir geti samt gert út báta sína og rekið frystihús eða verksmiðju á venjulegan hátt. Slík sjóðsmyndun leysti ekki vanda lausaskuldanna, sem eru miklar, en þegar lagt væri til hliðar fyrir vörum og afborgun- um af stofnlánum og skuldum í gjaldeyrisbönkunum, ætti að vera auðvelt fyrir sjávarútveg- inn að ráða við lausaskuldirnar. Þegar vanskil við stofnlámasjóði og banka væru komin í lag, kæmi röðin að nýbyggingarsjóði. Markaðsleit. Norðmenn leggja nú mikla áherzlu á markaðsöflun og hafa nýlega ráðið tvo sérfræðinga til að afla nýrra markaða. Sérsfak- lega bera Norðmenn saltfiskinn og skreiðina fyrir brjósti. Gera þeir sér vonir um, að ef stríðinu í Nígeríu ljúki innan skamros, myndist þar markaður smátt og smátt á ný fýrir skreið. Og um- fram allt leggja Norðmenn nú áherzlu á vörugæði og segja: Menn standa aftur og aftur and- spænis því, að vörugæðin eru hæsta spilið, sem við höfum á hendinni, þegar keppt er um markaðina. Þorskveiðarnar við Vestur- Grænland. Veiðarnar við Grænland hafa brugðizt í ár. Norskir fiskifræð- ingar segja, að við Vestur-Græn- land sé þorskurinn á mörkum þess svæðis, sem hann heldur sig á. Þorskur hafi áður horfið gjörsamlega við norðanvert Grænland eftir því sem sögur herma á árunum 11850-60. Þetta getur nú stafað af sjávarhitan- um og ýmsu öðru, svo sem of- veiði. Það er enn of snemmt að segja um, hvort hér er um var- anlegt fyrirbrigði að ræða eða ekki. Norsku tanksíldveiðiskipin. Norðmenn láta mikið yfir, hve vel hafi tekizt til með veiði sumra tanksíldveiðiskipanna norsku. Þeir harma, að þeir skyldu ekki vera búnir að taka upp þessa geymsluaðferð á síld- inni, á meðan hægara var að veiða hana en nú. Reynsla Norð- manna af síldinni í sumar er sú sama og íslendinga, að hún stakk sér, þegar báturinn nálgaðist torf urnar. Tveir norskir bátar fengu sína nóttina hvor einhverju sinni í haust sína 4000 hektólítrana hvor og fylltu geymana. Síldin fór í flökun í Kristiansund. Áform Norðmanna í skipasmíði. Norðmenn eru nú að smíða skip fyrir Færeyinga fyrir 400 millj. króna. Annars er heldur lítið að gera hjá skipasmíða- stöðvum sumsstaðar í Noregi, sem smíða minni skip. Fjármagn segjast Norðmenn hafa nóg til skipasmiði. Nú eru uppi ráðagerðir um að smíða 170 feta síldveiðiskip, nokkru stærri en nýsköpunartog ararnir, sem yrðu verksmiðju- skip, sem unnið gætu úr aflan- um um borð. Norska saltsíldin. Alls voru saltaðar á hafi úti af norskum skipum 115.000 tunnur af síld. í landi voru saltaðar um 15.000 tunnur, svo alls hafa Norð menn saltað í sumar um 130.000 tunnur af síld. Norðmenn segjast ekkert hafa afgangs til að selja Rússum í ár. Ótrúlegt aflaverðmæti. Gamalt hvalveiðiskip, „Kos- mos“ hefur farið í lieiðangur á miðin út af Norðvestur-Afríku. Erá 1. jan. til miðs september í ár hefur „Suidenkrueus", eins og skipið heitir nú framleitt 30.000 lestir af lýsi og 101.000 lest af fiskimjöli. Skipinu hafa fylgt 20 snurpubátar til að afia því hráefnis, sem er pilchard- fiskur af síldarstofni, 15-20 cm. langur. Á skipinu voru 200 manns. Ef raynt væri að gera sér grein fyrir, hve mikið verðmæti þetta ofboðslega mikla magn er í ís- lenzkum krónum, væri hægt að áætla það um 900 millj. króna, eða 14 hluta af ársútflutningi ís- lendinga. Talið er, að mjölfram- leiðsla íslendinga í ár verði um 60.000 lestir. Þegar hún var mest, var hún 180.000 lestir. tfartrtiarkurtir INNI ÚTI BÍLSKLRS SVALA HURÐIR ýhHi- lr tftikuriir h .. ■ ■ ■ ý: .: - p|||Í|§ I. D. VILHJALMSSDN HANARGÖTU 12. SÍMI 19669 Rafvirkjar — atvinna Innflutningsfyrirtæki vill ráða nú þegar til starfa rafvirkja á aldrinum 25—-35 ára. Starfið felst aðallega í viðgerðarþjónustu, jafnframt sölu- og afgreiðslustörfum. Nauðsyn.'egt er að við- komandi hafi bifreið til umráða. Væntanlegir umsækjendur skili eiginhandarumsókn- um, með upplýsingum um fyrri störf, á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 19. þ.m., merktum: „Þjónustu- störf — 2207“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.