Morgunblaðið - 13.10.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 13.10.1968, Síða 15
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1968 15 Fljótshlíðarsafnið kemur af fjalli. Safnið er fyrir neðan Hlíðarenda. (Ljósm. Ottó Eyfjörð). REYKJAVIKURBREF —^^Laugardagur 12. okt. Þrenn afmæli Eftir því sem mönnum miðar lengra á lífsleiðinni, verða æ fleiri á vegi þeirra. Eflaust verð- ur mörgum það þá ölðru hvoru íhugunarefni, hverjum einna helzt eða mestur vinningur hafi verið að kynnast. Um þessar mundir eiga meiriháttar afmæli þrír þjóðkunnir Islendingar, sem flestum, er þeim hafa kynnzt, kemur saman um, að verulegur ávinningur hafi verið að eiga samleið með. Hinn elzti þessara þremenn- inga, herra Ásmundur Guðmunds son fyrrv. biskup, varð áttiræður sl. sunnudag. Herra Ásmundur er tvímælalaust einn fremsti lær dómsmaður í gu'ðfræði á meðal hérlendra samtímamanna sinna. Vísindaleg þekking hans og sann leiksást bera af. Nemendur hans róma mjög umhyggjuna, er hann hafi ætíð sýnt þeim. En miklu fleiri kunna að meta mannkosti herra Ásmundar. Hann er einn þeirra manna, sem í engu mega vamm sitt vita. Fornólfur kvað uim Stefán biskup Jónsson: Vinur falslaus var hann guðs — veraldarmaður um leið. Um Ásmund biskup dregur enginn í efa, að hann sé falslaus vinur guðs, meira orkar tvímælis hversu mikill veraldarmaður hann hafi verið. Ekki svo að skilja, að hann hafi ekki reynzt ágætur biskup, en hans óverald- lega sakleysi í sumum efnum hefur orðið til þess, að vinum hans þykir enn vænna um hann en ella. Næstelzti þremenningurinn, Páll Isólfsson, vei'ðúr 75 ára gam all í dag, 12. okt. Páll náði ung- ur að aldri einstæðri viðurkenn- ingu hinna dómbærustu manna á framúrskanandi orgelleik sín- um. Honum stóðu opnar dyr til mikils frama í hinum stóra heimi. En hann kaus heldur að hverfa heim til ættlands síns og hér hefur hann unnið ómetan- legt starf sem forystumaður hljómlistar. Páll er þó síður en svo einhæfur listaforkólfur held- ur flestum öðrum fremur alhliða menningarmaður og hinn skemmtilegasti sögumaður, sem hér hefur lifað síðustu áratugi. Hinn yngsti þessara þriggja heiðursmanna, Gúðmimdur Haga lín, varð sjötugur hinn 10. okt. Guðmundur er á meðal mikil- virkustu rithöfunda á Islandi fyrr og síðar. Hann er í senn víðmenntaður og rammþjóðleg- ur. Kraftur og styrkleiki hinna harðduglegu vestfirzku sjósókn- ara er honum runninn í merg og bein. Enda hefur hann án þess að láta á sjá, staðið af sér erlend gemingaveður, sem mikil hæfir samtímamenn hans hafa sumir ýmist villzt í um sinn eða með öllu orði'ð úti í. Guðmund- ur er ekki einungis mikill rit- höfundur, heldur eru lögin um almenningsbókasöfn og endur- bæturnar, sem þau hafa haft í för með sér fjrrst og fremst hans verk. Margir höfðu því talið ein- sætt, að Guðmundur mundi öll- um öðrum fremur hljóta að fá viðurkenningu af því fé, sem veitt er til verðlauna í skjóli al- menningsbókásafnanna. Þetta var þeim mun eðlilegra sem fyrsta verðlaunaveitingin var ákveðin skömmu fyrir sjötugs- afmæli hans og nokkrum mán- uðum eftir, að út hafði komið ein hans bezta bók. Af óskiljan- legum áistæðum hlutu aðrir þessa viðurkenningu og dregur sú ákvörðun óneitanlega mjög úr gildi verðlaunanna. Ekki 89. þíngið Alþingi var lögum samkvæmt kvatt saman til fundar hinn 10. okt. og setti forseti íslands það með hátíðlegri athöfn, eins og tíðkazt hefur. Forseti gat þess í ræðu sinni, að nú eru 1038 ár frá því að Alþingi fyrst var sett, og minnti einnig á að þótt um nokkurt skei’ð yrði hlé á fund- um þingsins og margvíslegar breytingar hafi orðið á starfs- háttum þess, þá er það enn sama stofnunin og hóf störf sín 930. Einniitt vegna þess, að Alþingi er enn að stofni til hið sama og frá upphafi, þá er einkennileg sú klausa, sem tíðkazt hefur að hafa við setningu þingsins, að talað er um hversu mörg ár séu liðin frá endurreisn þingsins, hvar í röðinni þetta löggjafar- þing sé og hvar í röð aðalþinga. Þegar í því sambandi er talað um löggjafarþing, e'ða löggefandi þing og aðalþing, er miðað við þinghald frá setningu stjórnar- skrárinnar 1874. En þetta er í sjálfu sér alrangt. Á hinum fyrri lýðveldisárum, þ.e. frá 930 til 1262 og raunar alllengi eftir það, var Alþingi einnig löggefandi ekki síður en nú og raunar að sumu leyti í enn ríkara mæli, a.m.k. til 1262, því að þá þurfti ekki staðfestingu konungs eða forséta á lögum. Miðun við end- urreisn þingsins 1845 og setning stjórnarskrárinnar 1874 hlýtur að byggjast á þeirri duldu hugs un, að í raun réttri sé þingið nú annars eðlis en það var á'ður fyrri. Auðvitað er það rétt, að um sumt er starf þingsins annað en áður, en í vitund íslendinga og Kristjáns konungs VIII. þegar hann endurreisti þingið, er þarna um að ræða sömu stofnunina eins og forseti Island nú áréttaði. Þess vegna ætti að fella buntu þessa romsu, miða einungis við 930, og þá annað hvort að fara eftir árunum eins og forseti ís- lands gerði nú eða telja saman þingin, er háð hafa verið frá upphafi, sem e.t.v. kann þó að vera erfitt, því að vera má, að Alþingi hafi einhvern tíma fallið niður á hinum fyrri öldum. Um það hlýtur að vera hægt að fá fróðra manna umsögn. Sumum finnst sennilega, að hér sé ein- ungis um orðhengilshátt að ræða. Svo er þó ekki, því a’ð orðin eiga að svara til rétts skilnings á því, að Alþingi er enn eitt og hið sama frá upphafi þrátt fyrir mis- jöfn örlög á þessu 1038 ára tíma- bili. Hugsanaruglingurinn, sem af þessu stafar, sést t.d. af því, að Tíminn skuli segja með stórri fyrirsögn „89. þingið sett.“ Hvern ig fær þetta samrýmzt því, að Alþingi skuli vera 103'8 ára, eins og við réttilegá stærum okkur af? Opinskáar umræður Sjaldan eða aldrei hefur verið gerð rækilegri gangskör að því að kynna sem flestum vanda- málin né opinskárra um þau rætt en einmitt að undanförnu. Algert öfugmæli er, þegar því er haldið fram, a'ð ríkisstjómin hafi ekki gert sér eðli vandans Ijóst og vanrækt-að leggja fram um hann nógu ljósar skýrslur. Ráðherrarnir hafa þvert á móti lagt á það megináherzlu að láta allan almenning jafnóðum fylgjast með hinum breyttu við- horfum. Minna má á greinar- gerð Eggerts Þorsteinssonar sjáv arútvegsmálaráðherra fyrir ráð- stöfunum til að greiða fyrir síld- veiðum á sínum tíma í sumar, og orsökunum, sem til þeirra ráð stafana lágu. Þá ættu stjómar- andstæ'ðingar ekki að vera búnir að gleyma ummælum Bjarna Benediktssonar í sjónvarpsvið- tali í ágúst, svo mjög sem þeir ærðust yfir því, að ráðherrann varð við óskum sjónvarpsins um að svara fyrirspurnum, er til hans var beint.. Þá gaf Magnús Jónsson skýrt yfirlit um örðug- leikana, þegar bráðabirgðalögin um innflutningsgjald voru sett í byrjun september. Því að það var ekki fyrr en um mánaðarmótin ágúst-sept. að ljóst varð, að sum- arsíldvei'ði mundi að verulegu leyti bregðast og verðlagsþróun hafði reynzt mun óhagstæðari en gert var ráð fyrir. Fyrst eftir að þessar staðreynd ir voru fyrir hendi var hægt að gera sér grein fyrir hvaða ráð- stafanir yrðu óumflýjanlegar þeirra vegna. Jafnskjótt og hin nýju viðhorf höfðu komið í ljós óskaði ríkisstjórnin eftir samráði vi'ð alla stjórnmálaflokkana um nauðsynleg viðbrögð. Ýkjulaust má segja, að strax í upphafi þeirra viðræðna hafi verið gerð gleggri grein fyrir öllum mála- vöxtum en nokkru sinni áður hefur tíðkazt í slíkum viðræðum. Vegna þess hversu mikið er í húfi kom öllum saman um, að ítarlegri gagna væri þörf. Þeirra hefur siðan verið afla'ð í samráði við alla viðræðuaðila. Þessi gagna söfnun er miklu ítarlegri, heldur en nokkru sinni áður hefur ver- ið framkvæmd hér á landi af svip uðu tilefni. Enda tjáir stjómar- andstæðingum nú ekki að halda því fram, eins og þeir hafa stund um gert áður, og þá ekki sízt Eysteinn Jónsson á sl. vetri, að stjórnarandsitaðan hefði miklu örðugri a'ðstöðu til að afla sér slíks fróðleiks heldur en sjálf ríkisstjórnin. Nú sitja allir við sama borð að þessu leyti. I stað þess að meta slík vinnubrögð eins og vert væri, þá reyna stjórnarandstæðingar af öllum lífs- og sálarkröftum að gera þau sem allra tortryggilegust. Þeir hamra á því, að ríkisstjómin ha/i gefizt upp og annað í sama dúr, þegar leitazt er við að skapa sem jafnasta starfsaðstöðu og kanna'ð er, hvort samkomulag fáizt um lausn á alveg óvenjuleg um vanda. Forðað frá atvinnuleysi Stjórnarandstæðingar klifa iðu lega á því, að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við gömul og ný fyrirheit sín um það, að gera það, sem í hennar valdi stæði, til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi. Að svo miklu leyti, sem þær ásakamr eru ekki algjör- lega út í bláinn, er vitnað til svokallaðs a'ðgerðaleysis stjóm- arinnar, lánsfjárskorts o. s. frv. Þetta hjal hefur svo leitt til þess, að jafnvel sumir góðviljaðir menn tala um „hjöðnunarstefnu", sem fylgt hafi verið á undan- förnum tveimur árum, og trauð- laga verður skilið á annan veg en þann, að ríkisstjómin hafi á þessu tímabili átt hlut að því, að framkvæmdir hafi orðið hér minni en ella. Sannleikurinn er hins vegar allur annar. Væntanlega verður ekki um það deilt, að ríkisstjóm inni og stuðningsflokkum henn- ar sé að þakka — eða kenna — að ráðizt var í virkjun Þjórsár og byggingu álbræðslu. Andstæðing ar álbræðslunnar höfðu það ekki sízt á móti henni á sínum tíma, að með byggingu hennar, — og hún gerði virkjun Þjórsár mögu- lega — væri stefnt til óhæfilegr- ar þenslu í framkvæmdum. Hvernig sem á er litið, þá er víst, að þessar framkvæmdir horfðu síður en svo tíl hjöðnun- ar eða atvinnuminnkunnar held- ur þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur og ekki lát- ið sitja við þessar framkvæmdir. Óþarft er að rekja það, sem áður fyrr var gert. Lítum einungis á árið í ár. Með stórfelldum styrkj um til sjávarútvegs og fiskfram- leiðenda var ýtt undir útgerð og fiskframleiðslu, þrátt fyrir hið mikla verðfall á erlendum mörkuðum. Ef þessi stuðningur hefði ekki komi'ð til, þá mundi mikill og margháttaður samdrátt ur hafa átt sér stað. Hin gífur- lega verðlækkun á hval og síldar afurðum leiddi einnig til þess, að allar horfur voru á að hvorki yrði úr hval- né síldveiðum, svo nokkru næmi, í sumar, ef fyrir- heit um stuðning ríkisvaldsins hefði ekki komið til. Það er þann ig fyrir beina forgönigu rikis- stjórnarinnar, að undirstöðu at- vinnuvegirnir hafa getað haldizt þrátt fyrir óteljandi ör’ðugleika. Engu að síður hefur bólað á at- vinnuleysi á nokkrum stöðum í sumar. En menn hljóta að spyrja: Hvernig átti að vera hægt að koma í veg fyrir slíkt, ef vinnu- afl átti að vera fyrir hendi til þess að sinna síldveiðum, ef síldin hefði komið, eins og flestir vonuðu fyrirfram? „Þjóðlegir atvinnuvegir66 Þá er ekki síður hlálegt talið um þa'ð, að ríkisstjórnin hafi van rækt á undanförnum árum hina „þjóðlegu atvinnuvegi," eins og sumar komast að orði. Að svo miklu leyti, sem reynt er að færa einhver rök fyrir þessum fráleita áburði, virðast þau byggj ast á því, að þorskveiðar hafi verið afræktar meira en efni stóðu til. Eftir að síldveiðar ganga treglegar en menn höfðu vonað, er slík eftir-á-speki ósköp auðveld. Spurningin er aftur á móti sú: Hvenær létu þessir spekingar í sér heyra um áð of mikið væri greitt ^fyrir síldveiðunum á meðan þær stóðu í mestum blóma? Þessir sömu menn ýttu þá undir allar framkvæmdir til aukinna síld- veiða og skömmuðu stjórnina fyrir að vera ekki nógu athafna söm í þeim efnum. Allir kunn- ugir vita og, að enginn mannleg- ur máttur getur staðið á móti því, að þeir, sem til þess hafa getu, reyni að nota sér þvílíká auðsuppsprettu sem síldveiðar eru, þegar bezt vegnar. Ríkis- stjórnin réði þá ýmsum aðilum frá of hröðum framkvæmdum. Þær a'ðvaranir og ráðstafanir rík isstjórnarinnar voru of oft að engu hafðar, enda sízt studdar af þeim, sem nú saka ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi að þessu leyti. Fráleitt er einnig, að hraðfrysti- iðnaðinum hafi hrakað fná árinu 1958, eins og sumir vilja vera láta, vegna forustuleysis ríkis- stjórnarinnar. I heild munu hrað frystihúsin og hafa haflt enn betri afkomu á tímabili eftir 1958, þrátt fyrir sína miklu framleiðslu þá. En sú framleiðsla varð af ástæðum, sem engir íslendingar gátu tryggt að héldist. Hin miklu karfamfð við Ný- fundnaland voru undirstaða afla magnsins þá. Þau mið reyndust sízt haldbetri en síldveiðarnar nú og jafn fráleitt að saka nokk- urn um óstöðugleika þeirra. Erfiðleikár fiskveiðiþjóða Islendinigar geta trauðla haft samtímis metveiði \á síld og þorski, mannafli okkar er tak- markaðri en svo. Áhuginn bein- ist að öðru hvoru hverju sinni eftir því, sem atvik þá standa til. Aðrar þjóðir hafa aftur á móti sumar einbeitt sér að þorsk vefðum og orðið okkur skeinu- hættar á erlendum mörkuðum, svo að hlutfall okkar, hvað sem magninu líður, er minna en áður var. Islendingar myndu raunar geta selt miklu meira aflamagn, ef þeir vildu lækka verð á sinni vöru niður í hið sama og keppi- nautarnir gera. Það er einmitt undirboð keppinautanna, sem skapar okkur erfiðleika. Hið háa verðlag, sem við keppum eftir, er aftur á móti undirstaða góðra lífskjara á íslandi. Lækkandi ver'ðfag, sem við verðum að sætta okkur við, hlýtur að bitna á okkur ekki síður en öðrum. Stærri þjóðir geta að nokkru leyti létt þessum örðugleikum af sínum fiskimönnum, með því að veita þeim margvíslega stjrrki, án þess að það komi mjög við þjóðarheildina, vegna þess hversu sjávarútvegurinn er lítill hluti af þjóðarframleiðslu þeirra. Þetta horfir allt öðruvísi hér, þar sem sjávarútvegurinn er sjálf undirstaðan. Norðmenn hafa t.d. nýlega auk ið styrk sinn til skreiðarfram- leiðenda, þannig a’ð talið er, að þeir hafi á þessu eina ári greitt úr ríkissjóði 180 millj. norskar, eða um 1438 millj. íslenzkar til skreið arframleiðenda. Á slíkum styrk- veitingum hafa Islendingar ekki ráð, nema með því að skerða lífs kjör þjó'ðarinnar í heild. Fróðlegt er og að lesa um það, að frambjóðandi í sjávarhéruð- um í Bandaríkjunum varð fyrir harðri aðsókn á kosningafundum, vegna þess að kjósendur heimt- uðu að hann lofaði því, að beita sér fyrir banni á innflutningi er- lendra fiskafurða af því a’ð banda rískir framleiðendur gætu ekki með nokkru móti sitaðizt sam- keppni þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.