Morgunblaðið - 13.10.1968, Page 24

Morgunblaðið - 13.10.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 11968 klettaveggnum. Það var mikilt fyrirgangur, meðan verið var að koma sér fyrir. Graham stjórnaði því öl'lu og skipaði arabiskum þjónum og burðarkörlum fyrir verkum, en ráðgaðist við prófessorinn og Enid, og virtist hafa augun á öllu þarna í senn. — Hann er eins og hershöfðingi að skipa lið inu sínu fyrir, sagði Sandra við Jill, þar sem þær stóðu saman rétt utan við aðalþvöguna. — En hvílíkur staður! Það er rétt eins og við séiim komin á heimsenda! — Þú varst að þrá ævintýri og nú hefur þér orðið að ósk þinni, sagði Jill. En þá kom Suli- man og titkynnti, að eldhús- tjöldin væru tilbúin, og hvort hún vildi koma og búa til kvöld- matinn. Hálftíma seinna var ket kássan komin í stóra potta yfir eldinum, sem var kyntur af rafal sem suðaði þar einhversstaðar nærri; f hvert sinn sem Jill leit upp, sá hún einhverjar smá- vaxnar, sveipaðar verur að gægj ast til hennar, en barnalegar raddir skröfuðu án afláts. En ef hún sagði eitthvað við þær dreifðust þær eins og hræddir fugtar. Þegar Jil'l hafði borið fram matinn, með aðstoð Sulimans, gat hún gengið inn í næsta tjald og sezt að snæðingi með hinum. — Gerðu svo vel, sagði Davíð. — Ég geymdi stól handa þér. Hún sá, að nafnið hennar stóð á strigabakinu á stólnum. — Þetta er nú þitt sæti. Ungfrú Cater hefur útdeilt þeim öllum. Jill tók eftir því, að Sandra var enn við hliðina á Oliver. Svo áð Enid þotdi það þá og ætlaði sér að fyrirgefa það. Um klukkan átta var sólin næstum horfin og kaldur vindur blés utan af eyðimörkinni. Jill var fegin að hafa farið í stopp- í sjónhringinn til allra átta og brenna í síhitnandi morgunsól- inni. Vegurinn lá áfram og áfram. Jill varð fegin þegar stanzað var til hð fá sér morgunbita og henni fannst einhver huggun í því að heyra aftur mannamál, sem hún kannaðist við. Þegar hún brauzt gegn um sandinn að bílnum, sá hun, að Enid var að horfa á hana. — Er allt í lagi, Chadburn? Jill kinkaði kolli og henni tókst meira að segja að brosa. Hitt fólkið virtist taka hitanum og öðrum erfiðleikum sem sjálfsögðum hlut, svo að hún hafði von um að geta líka vanizt því. Sandra gekk við hlið Olivers, sem hafði aldrei vikið frá henni Jill horfði á þau stíga aftur upp í bílinn sinn, og velti því fyrir sér hvort þessi umhyggjá Ohvers stafaði eingöngu af af- brýðissemi, eða hvort hann væri bara að forða Söndru frá öllum háska, eins og hann hafði lofað frú Fallowman. Kannski hvort- tveggja. Þrem stundum síðar beygðu þau fyrir klettanef, sem skagaði upp úr tilbreytingarlausum sand inum. Handan við þennan geysi- stóra klett yar ofurlítill gras- blettur. Þar voru líka nokkrir poílar af brúnu og óhreinu vatni en kaktusar og lágvaxnir rurrn- ar uxu þarna líka. Upp við klettavegginn var eitthvað, sem Jill hélt fyrst að væri leirkofar og íbúar þeirra stóðu úti fyrir þeim, til að fagna gestunum. Lestin hægði á sér og síðan var öllum bílunum komið skipu- lega fyrir. — Er þetta Tasmin-el Arouk? spurði Jilt. Rasmin kinkaði kol'li. — Já, hér er það sem stöðin okkar verður. Þú sérð, að hestarnirog úlfaldarnir og allur tilheyrandi útbúnaður er þegar komið hing- að. Hann benti á fjöldann allan af tjöldum, sem stóðu undir Leikfangaland VELTUSUNDI 1 kynnir nýja verzlun LEIKFAíftJAKJÖRBÚÐ. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. LEIKFANGALAND, Veltusundi 1 — Sími 18722. Málverkið af manni yðar, frú min, verður bráðum tilbúið. uðu treyjuna sína áður en hún fór inn í litla tjaldið. Það stóð þar-na í röð með tjöldum þeirra Enid og Söndru. Karlmennirnir voru í hinni röðinni og Fallow- manhjónin voru í því, sem Davíð kaflaði „Viðhafnarálmuna" sem var miklu stærra tjald, í nokk- urra skrefa fjarlægð. Jil! hafði mjóan bedda, ofurlítið járnborð og stól og þrjá stóra blikkkassa sem hún varð að geyma í allar eigur sinar. Það tók ekki langan tíma að ganga frá þeim og síðan gekk hún inn í þvottatjaldið, þar sem hún hitti Söndru. — Þetta er grútskítugt, sagði Sandra og horfði á brúna vatnið í könnunni. En það hefur verið hreinsað og Oliver sver, að það sé áigjörtega skaðlaust fyrir hör undið. Og það lítur annars út fyrir, að við verðum að drekka úr sama brunninum. Hann ætlar að fara með mér og sýna mér úlfaldana, rétt bráðum. Ertu með? Jill hafði verið vöruð við því að fcoma of nærri gripahúsunum nema í fylgd. — Þeir slá allir, asgði Christie læknir. — Og þeir eru heldur ekki beinlínis smurðir með arabiskum ifm- smyrSlum heldur! Hún gekk svo þangað með hinum tveimur og fann Graham, sem stóð þar og var að tala við eftirlitsmanninn. Það var nýbúið að gefa úlföld unum og nú lágu þeir og jótruðu, hinir rólegustu. Einn Breyttur viðtulstími Viðtöl framvegis aðeins eftir símapöntun kl. 10—12 í síma 18184 og kl. 2—3 í síma 18181, nema mið- Vikudaga og laugardaga. HÖRÐUR ÞORLEIFSSON, augnlæknir, Suðurgötu 3. "i 13. OKTÓBER Hrúturinn 21. marz — 1!J. apríl Fólk er góðgjarnara í dag. Betur gengur í fjölskyldulífi. Notaðu tækifærið til að segja meiningu þina. Nautið 20. apríl — 20. maí Fjölskyldulíf og félagsleg sambönd lifna við. Líflegt, og vert er að gefa börnum sérstakan gaum. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Þú virðisit hafa betri tíma. Atburðirnir heima fyrir munu draga athygli þína fra því hversdagslega. Ef þú ert í svelti verður þér kannske hált. Krabbinn 21. júní — 22. júlí ímyndunarafi þitt er frjótt í dag. Farðu í kirkju og heimsæktu svo einhverja vini þína. Kvöldið er vel fallið til að gera eitthvað mikilvægt, eða þá að sinna rómantík. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Ef þú lætur atburðina ganga sinn gang, verður dagurinn fram úr hófi skemmtilegur. Farðu með ástvini þína af stað að leita gamans. Fólk er samvinnuþýtt í dag. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þessi sunnudagur vecður þér lengi minnisstæður, vegna þeirra mörgu vina og kunningja, sem þú hefur eignast, eða jafnvel vegna ástamála. Byrjaðu snemma. Vogin 23. sept. — 22. okt. Góður dagur til að taka þátt í fjöldaskemmtun. Reyndu að skemmta fjölskyldunni, einkum þeim yngri. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þetta virðist vera dagur fyrir stutt ferðalög og ný viriáttu sam- bönd. Þetta verður þér góður dagur, því að allir sýna gagnkvæma alúð. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Trúarlegur innblástur breiðir um sig i félagslífinu, og verður tilfinnanlegur næstu daga. Stiengeitin 22. des. — 19. janv' Áform þín takast fremur vel. Njóttu þeirrar gestrisni, sem H kringum þig er. Þú skalt taka þér fri til að hugsa um málin á miðjum degi, en halda síðan áfram hress og endurnærður. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Þú hvílist í dag, þrátt fyrir einhverjar áhyggjur af heilsufari og afkomu. Taktu þátt í skemmtun yngra fólksins. Fiskamir 19. febr. — 20. marz Allir virðast í betra skapi í kringum þig. Taktu þátt í einhverri sóknarskemmtun. Rómantikin gerir vart við sig, er kvöldar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.