Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 18

Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1»6S Jóhann Hjalfason: „LANDID ÞITT“ — Nokkrar athugasemdír - FYRIR JÓLIN 1966 kom út bók- in „Landið þitt“ eftir Þorstein Jósepsson rithöfund og blaða- mann, er einnig var mjög kunn- ur áhugaljósmyndari og bóka- safnari. Bókin varð metsölubók eins og von var til, þar sem hún er samin af þjóðkunnum höf- undi og ferðamanni, og auk þess hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Skömmu síðar kom hún út í annarri útgáfu, óbreytt með öllu frá hinni fyrstu. Af formáls orðum höfundar er þó bersýni- legt, að honum hefur verið vel ljóst, að eitthvað myndi missagt í fræðum hans. Við því hefði mátt búazt, að útgefendur hröp- uðu ekki svo að annarri útgáfu bókarinnar, að eigi ynnizt tími til leiðréttinga á þvi, sem óná- kvæmt eða ranghermt kynni að vera. Það kom þó á daginn, enda mun höfundur þá hafa ver- ið látinn. Engan þarf að furða, þó að smámissmíði séu á svo miklu verki, annað væri nálega yfir- náttúrulegt, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna, stærðar rits- ins, sem er hátt í 30 arkir, skamms ritunartíma, og þess, að höfundur var einn að starfi í kapphlaupi við dauðann. Raun- ar kveðst höf. hafa stuðzt við fjölda prentaðra bóka og upp- lýsingar allmargra nafngreindra heimildarmanna, en þrátt fyrir t Dóttir mín, Dagbjört Guðmundsdóttir bankaritari, Túngötu 32, lézt 26. þ.m. Guðm. H. Guðmundsson. t Konan mín, Ragnheiður Elín Jónsdóttir andaðist á heimili sínu Dun- haga 20, föstudaginn 25. okt. Kjartan Stefánsson. t Móðir okkar, Sigurlína Jónsdóttir frá Norður-Flankastöðum, Sandgerði, verður jarðsimgin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 29. þ.m. kl. 1.30. Börnin. t Jarðarför, Guðmundínu Árnadóttur frá Bíldudai, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. þ.m. kl. 3 eftir hádegi. Börn, tengdabörn og barnaböm. það má kalla undrunarefni hve feiknamiklum eigin fróðleik hann hefur búið yfir, um stað- fræði landsins alls. Til þess að gera efni bókarinnar sem fjöl- breyttast, eru frásagnir yfirleitt stuttar um hvern stað og að von um ekki ítarlegar. Þó að vissu- lega sé ekki mikið um bein rang hermi að ræða, að því sem mér er kunnugt, að minnsta kosti ekki í samanburði við þann mikla fjölda staða, sem frá er sagt, þá er þó þess að vænta, þegar svo mikið og gott verk á í hlut, að útgefendur bókarinnar láti sér annt um að laga í þriðju útgáfu þær misfellur, sem finn- ast kunna á hinum fyrri. Bók Þorsteins Jósepssonar er mikil fróðleiksnáma, ekki hvað sízt fyrir ferðamenn, sem litast vilja um á sér áður ókunnum stöðum, enda víst einkum þeim ætluð. Útgefendum hinnar vin- sælu Ferðahandbókar, er einnig gáfu út „Landið þitt“ hlýtur að vera það metnaðarmál vegna sín og hinna víðkunnu höfunda, að þessi fyrsta íslenzka staðfræði- orðabók verði sem fullkomnust að gerð allri. Þótt ég hafi að vísu hvorki heyrt né séð aug- lýst eftir leiðréttingum staðkunn ugs fólks við fyrrnefnda bók, hefi ég samt sem áður tekið sam- an fáeinar athugasemdir við það efni hennar, sem mér er nokkuð kunnugt. Er það gert í þeirri trú að e.t.v. vildu fleiri gera slíkt hið sama um sína átthaga, að það megi koma merku riti til góða í nýrri útgáfu. 1. Á bls. 11 segir, að Norð- menn hafi haft 3 bækistöðvar í Álftafirði vestra, og hafi þær ýmist verið hvalveiði- eða síldar söltunarstöðvar. Þetta er dálíitð ónákvæmt og má valda misskiln ingi, því að Norðmenn höfðu aldrei nema 2 hvalveiðistöðvar í Álftafirði, á Langeyri og Dverga steinseyri, þriðja hvalveiðistöðin var í næsta firði fyrir innan, Seyðisfirði, á svonefndri Upp- salaeyri. Á Hattareyri í Álftar- firði var eingöngu síldarsöltun- arstöð, sem ekki var reist fyrr en nokkru eftir að fyrrnefndar hvalveiðistöðvar voru hættar starfrækslu. 2. Á bls. 23 segir, að eyðibýl- ið Augnavellir sé í Skutulsfirði, og má það e.t.v. til sanns vegar t Þökkum innilega auðsýndar samúðarkveðjur við fráfall og jar'ðarför móður okkar, Aðalheiðar Benediktsdóttur Lögbergi, Eskifirffi. Arnar Valdimarsson, Iugunn Valdimarsdóttir, Þóra Valdimarsdóttir, Jón B. Ólafsson. t Við þökkum hjartanlega sam- úð og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður, sonar og bróður, Jörundar Sveinssonar ioftskeytamanna, Litla-Landi, Mosfellssveit. Margrét Einarsdóttir og börnin. Hildur Jónsdóttir og systkinin. færa þó að villandi sé, því að býli þetta var alllangt inni í Hnífsdal, sem venjulega mun ekki til Skutulsfjarðar talinn, þótt dalurinn gangi raunar vest- ur í fjöllin yzt við fjarðarmynn- ið og tilheyri að vísu Eyrar- hreppi. Ártalið, sem tilgreint er í sambandi við snjóflóðið, er þar féll er og rangt, _ en það mun vera prentvilla. Á bls. 331 er svo aftur minnst á Augnavelli því líkt sem þeir hafi verið inni í fjarðarbotni, þar sem sagt er frá Kirkjubóli og Seljabrekku í sam bandi við líflát Kirkjúbólsfeðga vorið 1656. Þar er aftur á móti greint rétt ártal 1818, þegar snjó flóð féll á kotið Augnavelli. Þetta Skutulsfjarðar tal viðkom- andi býlinu Augnavöllum, staf- ar sennilega frá Árbókum Espó- líns eða Annál 19. aldar, en bæði rit segja býlið vera í Skutuls- firði, sem sjálfsagt stafar frá ó- kunnugleika höfundanna á stað- háttum. f ritinu „Frá yztu nesj- um“ 3. h. segir Gils Guðmunds- son ítarlega frá snjóflóði þessu og dauðaslysum, er það olli. Þar nefnir hann ekki Skutulsfjörð heldur aðeins Hnífsdal eins og málvenja er. 3. Á bls. 32 segir, að Jón bisk- up Vídalín hafi tekið banasótt sína á vísitazíuferð til Vestur- lands, en samkvæmt Biskupasög vun Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal var tilefni fararinnar að jarðsyngja mág biskups, Þórð þrófast Jónsson á Staðar- stað, „Að gera hans útför og lík predikun yfir honum eftir þeirra innbyrðis loforði, að þá þjón- ustu skyldi hvor veita öðrum, sem lengur lifði“, stendur þar. Sbr. og fsls. Msj. VI. bindi. 4. Á bls. 33 segir, að bærinn Goðdalur í Bjarnarfirði hafi lagzt í eyði eftir snjóflóð, sem á hann féll 1954 í staðinn fyrir 1948 eins og rétt er. En á bls. 105, þar sem enn er greint frá Goðdal er rétt með ártalið far- ið. Vafalaust er fyrra ártalið prentvilla og ekki sök höfund- ar, en samt sem áður er slíkt bagalegt fyrir ókunnuga, sem ekki vita hvað er rétt og hvað rangt. í greininni um Bjarnar- fjörð á bls. 33 er einnig talað um Urriðavatn, en þar heita Urr iðavötn, þó að meginvatnið sé að vísu aðeins eitt. Sama málvenja er um Bæajrvötn nokkru sunn- ar, sem liggja vestan undir Kjölnum á fjallveginum milli Kaldrananess og Bæjar . á Sel- strönd. Það er aðeins um eitt vatn að ræða, en skammt frá er annað miklu minna, kallað Leir- tjörn. Nafnið Urriðavötn er á Uppdrætti fslands, enda aldrei öðru heiti til að dreifa meðal kunnugra manna. 5. Á bls. 34 segir, að leiðin á milli Snæfjallastrandar og Grunnavíkur hafi áður legið yfir Bjarnanúp. Þetta er á misskiln- ingi byggt, leiðin lá á milli þeirra staða hét og heitir Snæ- fjallaheiði. Núpurinn er all- miklu utar og hefst ekki vestan megin fyrr en við svonefndan Súrnadal. Þegar Sumarliði póst- ur Brandsson hrapaði fram af Núpnum og beið bana, var það auðvitað vegna villu eins og rétti lega er tekið fram í greininni, t Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og samúðar- kveðjur við fráfall og jarðar- för, Ingibjargar Guðmundsdóttur Drápuhlíff 1. Börn og tengdaböm. þ.e. hann villtist af Snæfjalla- heiði og út á Núp. 6. Á bls 44 hafa mein- lega brenglazt nöfn þeirra, Skafta prests Þórarinssonar og Þorgils Oddssonar, þar sem seg- ir, að Skafti hafi veitt Hafliða áverkan, en það var sem alkunn ugt er verk Þorgils, aftur á móti mælti Skafti hin kunnu orð: „Dýr myndi Hafliði allur“ o.s. frv. 7. Á bls. 56 stendur: „Bæir, lítið bæjahverfi á Snæfjalla- strönd og hafa að undanfömu verið þar fjórir bæir í byggð.“ Þótt litlu varði er þetta ekki að öllu rétt með farið. Lengstum munu bæirnir hafa verið aðeins tveir, Neðri- og Hærribær, en um s.l. aldamót bættist hinn þriðji við, sem nú hefur verið í eyði um nokkur ár. Árið 1710 eru bæirnir t.d. tveir, þó að fjór- ir ábúendur séu þá á jörðinni. 8. Á bls. 62 segir, að bærinn Drangar á Ströndum hafi verið einn afskekktasti bær á íslandi á meðan hann var í byggð, sem næst heil dagleið til næstu bæja, ef landvegur var farinn, og þá skemmst leið yfir^ þveran Drangajökul niður í ísafjarðar- djúp. Þetta er villandi frásögn, sem ekki getur átt við nema allra síðustu tíma og varla það. Drangar eru landnámsjörð, sem setin hefur verið í þúsund ár, en næsti bær fyrir innan er Dranga vík og aðeins um tveggja stunda gangur þar á milli. Frá Dranga- vík og inn að Ófeigsfirði er svo líklega nær tvisvar sinnum lengra, en þrátt fyrir það er leiðin frá Dröngum og vestur að Djúpi enn lengri, og auk þess fjallvegur. Eftir að Drangavík fór í eyði árið 1947 og Ófeigs- fjörður 1695 má sennilega til sanns vegar færa, að Drangar hafi verið orðnir afskekktasti bær á íslandi, en varla fyrr, enda er byggð þar nú niður fall in. Þá er og tæplega hægt að segja, að hinn venjulegi lesta- vegur frá Dröngum og vestur í Skjaldfannardal liggi yfir Drang jökul þveran, því aðeins er far- ið í suðurjaðri jökulsins. Aftur á móti eru ýmsar gönguleiðir yf- ir þveran jökul upp úr Kalda- lóni og víðar af Snæfjallaströnd norður til Reykjafjarðar eða Þar alátursf j arðar. 9. Á bls. 76 segir svo um Eyri í Seyðisfirði: „Nafnið Eyri kem- ur fyrir á ýmsum öðrum bæjum í fjörðum sunnan ísafjarðardjúps, og er þá oftast um góðar jarðir eða stórbýla að ræða.“ Það er mála sannast, að bæjarnafnið Eyri er mjög algengt í fjörðun- um sunnan Djúpsins, en hitt ork ar meir tvímælis, að þar sé oft- ast um góðar jarðir eða stórbýli að ræða. Yfirleitt eru þetta miðl ungs jarðir, 12-18 hundr. að dýr- leika f.m. nema Eyri í ísafirði, sem er 6 hundr. kot og Eyri í Seyðisfirði, er var 24 hundr. að f.m. og helzt gæti kallazt stór- býli nú á tímum vegna bygginga og túnræktar seinni ára og ára- tuga. 10. Á bls. 93. segir svo um Furufjörð á Ströndum: „ —þar var býli nokkuð frameftir þess- ari öld, en er nú í eyði.“ Þótt þessi umsögn sé rétt út af fyrir sig er hún frekar villandi, ekki sízt ef hún er borin saman við það sem höf. segir nokkru fyrr um Eyrarnar í ísafjarðardjúpi. Sannleikurinn er sá, að Furu- fjörður er meðal stærstu jarð anna á Ströndum, eða 24 hundr. að fornu mati og var rekinn þá að vísu metinn til 6 hundraða. Þar mun alloft hafa verði tvíbýli og jafnvel þríbýli og yfirleitt gestanauð mikil fyrrum vegna þeirra manna, er fóru að viðar- kaupum á Strandir. Svo var og einnig á síðari tímum, þó að ekki færu menn að viðarkaupum, því að bærinn liggur norðan undir fjallvegi, sem er á milli Austur- stranda og Jökulfjarða. Árið 1703 var tvíbýli í Furu- firði og heimilismenn alls 21 að tölu. Þar var fram yfir 1700 bænhús, sem lagðist þá niður eins og mörg fleiri slík guðshús, en var tekið upp aftur 1901 og stóð svo fram um 1950, er jörðin fór í eyði. 11. Á bls. 108 segir, að Gríms- ey á Steingrímsfirði liggi úti fyr ir Drangsnesi. Það er að vísu rétt, að eyin liggur fyrir landi jarðarinnar Drangsnes að nokkru leyti, en þó meir fyrir landi Bæjar á Selströnd og til- heyrir öll þeirri jörð, eða er hluti af henni. Ókunnugir munu taka þetta svo, að eyin liggi úti fyrir Drangsnesþorpi, en svo er ekki. 12. Á bls. 113 segir, „Fitja- annáll skýrir frá því, að í drep- sótt þeirri, sem geisaði 1495 hafi ekki verið uppistandandi í Grunnavíkur- og Aðalvíkursókn um nema einn maður og ein kven snipt. Hann var nefndur Ög- mundur töturkúfur, en hún Helga beinrófa. Þau tóku sam- an, „og brátt urðu þau aft ur tíu“. „Það er laukrétt, að Fitjaannáll segir frá drepsótt, sem geisaði um allt ísland árið 1945, nema Vestfjörðum. Aftur á móti segir í sömu annálsgrein, þar sem talað er um þau Ög- mund og Helgu: „Þetta mun verið hafa í þeirri stóru plágu, sem gekk þá datum var 1400.“ Það er með öðrum orðum nær 100 árum fyrr, þ.e. í Svarta- dauða 1402-1405, þó að ártalið sé þar ekki nákvæmt hjá annála- ritaranum. Þótt hér sé um að ræða þjóðsögu, sem vafalaust geymir þó einhvern forn minni, þá finnst mér alls óþörf gaman- semi, að vitna í því sambandi til alkunns slagara um negrastrák- ana tíu, einkum þegar litið er til mannfækkunar og allra ina dundu á fyrri öldum af völd þeirra hörmunga, sem yfir þjóð- um drepsótta og hallæra. 13. Á bls. 139 segir: „Fyrir mynni Hestfjarðar er Vigur önnur mesta eyja á ísafjarðar- djúpi“. Almennt mun Vigurey talin liggja í mynni Skötufjarð- ar og svo er gert í Jarðabófe Á.M. og P.V., árið 1710. í raun anna sameiginleg, frá Tjaldtanga og veru eru mynni beggja fjarð- í Folafæti og inn að Hvítanes- töngum vestan megin, en að norð anverðu frá Ögurnesi. í þeim sjó miðjum er Vigurey, og mun þvl vandséð til hvors fjarðarins ey- in verði með réttu talin. Réttast hygg ég að segja eyna liggja norður frá Hvítanestöngum, í mynni beggja hinna fyrrnefndu fjarða. 14. Á bls. 150 þar sem sagt er frá Hnífsdal, segir: „Þar er skóli og félagsheimili". En gjarna hefði mátt bæta þeim upplýs- ingum við, að þar er einnig vígð kapella, sambyggð skólahúsinu, og grafreitur hefur verið þar rfá árinu 1926. Fyrst minnst er á hafnarskilyrði hefði líka mátt geta þess, að þar er allstórt hrað frystihús og steinsteypt bryggja. 15. Á bls. 157 segir frá Hólma víkurþorpi í Steingrímsfirði og eru íbúar þess taldir nær 400, en fari nú fækkandi. Hér mun um að ræða íbúa hins tiltölu- lega unga Hólmavíkurhrepps, en þar eru a.m.k. sveitabæri, sem liggja langt frá sjálfu þorpinu. Raunar er það svo um flesta ef ekki alla þorpahreppa hér á landi, að íbúatala þeirra er lát- in gilda fyrir fjölbýlið eitt, þó að innan hreppsins séu e.t.v. all- margir sveitabæjir sem sumir liggjn langt fjarri. Þá segir, að Stefán skáld frá Hvítadal sé fæddur á Hólmavík. Þeir, sem ó- kunnugir eru staðháttum og fæð ingarári Stefáns hljóta að skilja þetta svo, að hann sé fæddur í Hólmavíkurkauptúni, en það er ekki rétt. Þegar Stefán fædd ist, haustið 1887, var Hólmavík- urþorp ekki til og ekki einu sinni kominn þar verzlunarstað- ur, heldur verzluðu lausakaup- menn að sumarlagi á næstu vík fyrir sunnan, þ.e. Skeljavík. Stefán fæddist í þurrabúðar- býli, sem byggt var í Kálfanes- landi um 1880 og kallaðist Hólma vík. Stóð það yzt í víkinni og allfjarri fyrstu byggð kauptúns- ins, sem skömmu fyrir 1900 reis á svonefndu Hólmarifi, innan til við víkina. Var verzlunarstaðúr inn fyrstu árin almennt kallað ur Hólmarif eða aðeins Rif, af almenningi þar í sveitum, en með komu símans árið 1908 festist Hólmavíkurnafnið .í munni manna, enda var það hið opin- Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.