Morgunblaðið - 27.10.1968, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.10.1968, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 - MOGULEIKAR Framhald af bls. 11 aibitamarkaðinum, en hann er a’llstór bæði á Norðurlöndunum, í Þýzkaíandi og Austur Evrópu SJÓLAX Framleiðsla sjólax hófst í Nið ursuðuverksmiðju S.Í.F. 1940. Mest var framleitt af sjólaxi í Matborg h.f. árin 1955-1960 og var allmikið flutt út af þessari vöru, siðan hefur framleiðsla og útflutningur á sjólaxi verið sára lítill enda þótt um stöðuga eftir spurn sé að ræða. Niðursuðu- verksmiðjan Matborg var 'lögð niður, en ný verksmiðja gerð sérstakíega fyrir sjólax var sett upp hjá Júpiter og Marz h.f., en sú verksmiðja hefur ekki náð fullum afköstum vegna skorts á æfðu fólki. Við framleiðslu á sjólaxi er um meiri verðmætisaukningu hrá efnisins að ræða en í nokkurri annarri fiskiðngrein, sem stund- uð er hér á iandi. Markaður fyr ir sjólax er einnig fyrir hendi, og islenzki ufsinn er það bezta hráefni, sem hægt er að fá. Hér hafa íslendingar því einstæða að stöðu til að efla fiskiðnað, sem miðar að fullvininslu. GRASLEPPUKAVÍAR Fyrir nokkrum árum hóf SfS. niðurlagningu á grásíeppukaví- ar með aðstoð Rannsóknarstofu Fiskifélags íslands. Er þessi framleiðsla og útflutningur enn í fullum gangi og tvö önnur ís- lenzk fyrirtæki hafa nú tekið að framleiða þessa vöru til útflutn ings. Beztu grásleppuhrognin til kavíarframleiðslu koma frá ís- fandi, svo að erlendir framleið- endur eru háðir hráefninu héð- an. Höfum við þarna mjög sterka aðstöðu. Ættum við að geta lagt niður öll okkar grásleppuhrogn sjálfir og hætt við að flytja þau út óunnin. UMBÚÐIR f nefndarálitinu er fjallað ít- airlega um umbúðir og þann þátt sem þær eiga í að gera vör- una betur se'ljanlega. Kemur fram að síldartunnur hafa verið fluttar inn fyrir 66 millj. kr. að meðaítali á ári 1961-1965 og augljóst er því að innlenda funnusmíði má auka til stórra muna. Þá segir að alivel sé séð fyrir þörfum fiskiðnaðarins á pappírs og pappaumbúðum, en aðeins sé ein dósaverksmiðja starfandi og anni hún engan veg in.n eftirspurn. Þarf innlend dósagerð að þróast hér samfara niðursuðuiðnaðinum, á sama hátt og öskju- og kassagerð þróað- ist hér með frystiiðnaðinum. í nefndarálitinu segir að nið- urlagning og niðursuða í glös og vöxt, einnig hérlendis. Hér vant ar tilfinnanlega glerverksmiðju, sem framleiðir allskonar glerum búðir bæði fyrir niðursuðuiðn- aðinn og annan matvælaiðnað og vörudreifingu. Þarf að gera kostnaðaráætlun um slíka verk smiðju. Verksmiðjan ætti ekki að miðast við framleiðslu á rúðugleri eða öðrum hinum vandasömu greinum gleriðnaðar. Þá fer notkun íláta úr p'lasti stöðugt vaxandi og mun það veit ast Islendingum auðvelt að gera hverskonar umbúðir úr plasti, sem flytja má inn á ýmsum vinnslustigum. AUKIN FJÖLBREYTNII FRAMLEIBSLU FISKKÖKUR Enskar fiskkökur saman- standa af soðnum fiski, soðnum kartöflum, brauðmyísnu, eggj- um, kryddi og fl. Eru þær mjög vinsælar í Bretlandi og ýmist seldar ferskar eða frystar. Ekk- ert er því til fyrirstöðu að hefja framleiðslu fiskkaka hérlendis fyrir brezkan markað. Hráefnið er aðailega afskonningur frá flökum, þunnildi og fl. Hins veg ar ber að geta þess að fiskkök- ur eru að jafnaði tiltölulega ódýrar þannig að verðið er ekki hátt. FISKMULNINGUR (FISK FLAKES) Fisk fiakes eru gerðar úr þorskfiskum. Þetta er beinlaus eða beinlítil mylsna af fiski, og má nota til framleiðslunnar hvers konar úrgang úr fiskin- um, t.d. hausa, þunnildi og af- skurð. Framileiðs'lan er mjög ein föld og getur varan því orðið- ódýr, ef notuð eru afkastamik- il tæki. Fisk flakes wru eitt sinn framteidd hérlendis og nú standa yfir tilraunir á fiskmauki og fiskpylsum yfir hjá Rann- sóknarstofu fiskiðnaðarins. Er hugsanlegt, að á þennan hátt sé hægt að hagnýta fiskúrgang og lítt eftirsóttar fisktegundir. ÞORSKLIFUR Niðursoðin þorskiifur hefur verið á markaði í nokkur ár, og fer eftirspurnin vaxandi. Eink- um hefur hún verið mikið keypt í Frakklandi. Margar fyrir- spurnir hafa komið til íslands um þessa vöru og er framleiðsla hennar hafin hér í smáum stfl og hefur hún öll verið fiutt út. Framleiðsla á þessari vöru virð ist eiga mikta framtíð. Gera má einnig pöstu úr þorsklifur og er slík framleiðsia þegar hafin bæði í V-Þýzka- landi og Póllandi. Á Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins hafa verið gerðar tilraunir með fram- leiðslu á pöstu úr þorsklifur og þorskhrognum til samans. Er þar um nýja vörutegund að ræða, sem sennilega á framtíð fyrir sér. FLATFISKFLÖK Ein verðmætasta tegund af frystum fiskflökum, sem hér eru framleidd eru kolaftök, og ber að nota þessa verkunaraðferð, eins og framast er unnt. Um ára- bil hefur nær allur skarkolinn verið fluttur út héðan heilfryst- ur. f markaðslöndunum hefur hann síðan verið flakaður og ýmist endurfrystur sem flök eða farið á markaðinn ófrosinn. Ástæðan fyrir því, að hann hef- ir ekki verið flakaður á íslandi eru ýmsar, m.a. skortur á hæfu flökunarliði auk fámennis í frystihúsunum. Með komu nýrra flokkunarvéla hlýtur að verða á þessu breyting og mundi það óneitanlega skapa aukin gjald- eyrisverðmæti. SÍLDARHROGN OG SÍLDAR- SVIL Norðmenn sjóða niður mikið af síldarsviljum, sem þeir flytja út til Breflands. Þá kaupa Jap- anir einnig söltuð sildarhrogn og eru Norðmenn að athuga möguleika á því að bjóða þeim slíka vöru. Er sjálfsagt fyrir ís- lendinga að athuga þetta líka. Ýmis efnasambönd, t.d. hormón ar, eru unnin úr síldarsviljum og hafa íslenzk síldarsvil verið efni til slíkrar vinnslu. STEIKT SÍLD SÚRKRYDDUÐ Þjóðverjar framleiða súr- kryddaða steikta síld, og nota þeir sjálfir mikið af þessari vöru. Eftir steikinguna er síld- in lögð niður í súran kryddíög og hefur því talsvent geymslu- þo'l. Mögulegt á að vera að fram leiða þessa vöru hér og er þeg- ar farið að undirbúa slíkt. reyktur háfur Frystur háfur er fluttur út héðan og Mkar vel. Þjóðverjar gera úr háfnum mjög verðmæta vöru, sem þeir nefna sjóál. Er fiskurinn roðdreginn og reykt- ur. Mikið af framleiðslunni er selt þannig sem gerviáll, en í flökum. Þunnildin af háfnum eru verkuð sér á svipaðan hátt og nefnast Schil'lerlokkar, en það er mjög eftirsótt og verð- mæt vara. Er sjálfsagt að hefja framleiðslu á þessum vörum hér á íandi, því hægt mun vera að fá hér talsvert magn af háfi. GRÁSLEPPA í HLAUPI Við öflun grásleppuhrogna fell ur hér mjög mikið til af grá- sleppu, sem ekki er hægt »8 nota. Nokkuð er að vísu hert eða saltað, en meginhlutinm fer til ónýtis. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins, hafa sýnt, að fisk inn af grás’leppunni má sjóða niður í hlaupi og gera þannig úr honum ágæta vöru. Þetta er ný framleiðslugrein, sem þarf að athuga betur. KRÆKLINGUR Af kræklingi er víða mikið við strendur ísíands og er sjálf- sagt að mota hann til manneldis. Örðugt mun að flytja héðan út ferskan krækling, en niðursoð- inn kræklingur er útbreidd og vinsæl vara erlendis. Ber því að hefja þessa framleiðslu hér sem fyrst. Er hér talsverð reynéla fengin í pptöku og niðursuðu á krækl- ingi, nú síðast fyrir atbeina Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins. HÖRPUDISKUR Hörpudiskur er mjög eftirsótt ur til matar, bæði vestan hafs og austan. Einkum eru hörpudiska- veiðar stundaðar í miklum mæli frá Kanada og t.d. var aflinn þar árið 1962 62 þús. tonn, Lítið er vitað um magn hörpu- disks við íslandsstrendur, en þó hafa kúfiskbátar við ísafjarðar- djúp, komizt á góð hörpudiska- svæði. Hörpudiskurinn er lík- lega verðmætastur íslenzkra skelfiskstegunda. Sýmishorn af íslenzkum hörpudiski, sem send hafa verið til Bandaríkjanna hafa likað mjög vel. Á því er vissulega þörf að kanna, hvort tök séu á því að hefja hér hörpu diskaveiðar. MANNELDISMJÖL Framleiðsla á fiskmjöli til manneldis hefur verið reynd á nokkrum stöðum erlendis. Hefur einkum verið stefnt að því að framleiða mjöl, sem væri lykt- arlaust og bragðlítið svo að hægt væri aö blanda því í brauð. Eft irtektarverð er aðferð sú við fram'leiðslu á manneldismjöli sem Magnús Andrésson hefur tek ið einkaleyfi á. Mjöl, sem fram- leitt er með þessari aðferð er látið halda sinu eðlilega fisk- bragði og lykt og sparast við það mikill kostnaður. — Aðferð þessa þarf að prófa nán- ar og senda sýnishorn af vör- unmi á þá markaði sem 'líklegir eru tfl að taka á móti henni. Nýlega hófust í Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins tilraunir með að mala skreið og pakka henni síðan í loftdregnar plast- umbúðir. Þessi aðferð virðist geta haft marga kosti og er ver- ið að byrja að sýna hana erl. skreiða kaupendum. HVALUR OG SELUR Nýlega hófst hér í hvalstöð- inni framleiðsla á kjötkrafti úr hvalkjöti að norskri fyrirmynd og hefur hún gengið vel. Mark- aður fyrir þessa vöru er þó ekki góður eins og er. Norð- ur talsvert af hvalkjöti, en þar menn og S-Afríkubúar sjóða nið ur taisvert af hvalkjöti, en mun vera um að ræða kjöt af ný- skotnum hvölum, sem skorn- ir eru um borð í hvalveiðiskip- um. Niðursuða á hva'lkjöti geit- ur vel komið hér til greina, eink um ef flutningaleiðir hvaíbát anna styttust og meira kæmi af 1. flokks hvalkjöti. Not af sel eru ekki mikil hér við land, ef borið er saman við það ógagm sem selurinn gerir. Hringormurinn sem sezt í hold nokkurn hluta ævinnar í sefn- um og getur því álls ekki án hans verið. Þegar þess er gætt, hversu mikilli fyrirhöfn og kostnaði þessir ormar valda hér við freðfiskvinnslu og hversu oft þeir spilla gæðum fiskafurða, þá kemur mjög til athugunar að útrýma selnum, að minnsta kosti í grennd við helztu fiskimið. EFLING MARKAÐA í nefndarálitinu segir að það sé lán íslendinga að fiskafurð- ir eru yfirleitt verðmætari vör- ur, en t.d. kornvara og græn- meti. Ber þar til að aðálnæring- arefnin í fiski eru prótím og ffeiri, sem eru miklu dýrari en þriðji flokkur næringarefni, kol vetnin. Framleiðsla fslendinga af fiskpróteini árið 1967 var 125 þúsund tonn. Þar af fóru aðeins 32 þús. tonn til manneldis. Hinn hlutinn, 93. þús. tonm, sem fór í fiskmjöl, hefði nægt til þess að fullnægja lágmarks próteinþörf 25 mi'lljóna manna í eitt ár. Framleiðsfan er alltaf háð markaðinum. Það væri t.d. þýð- ingarlaust fyrir íslendinga að vinna allan sinn þorsk í vand- aðar pakningar af frystum flök- um, því að það mundu ekki fást nógu margir til þess að kaupa svo dýra vöru. En eftir því sem efnuðum neytendum fjölgar í heiminum verður eftirspurnin eft ir dýrari fiskafurðum meiri. Milliríkjaviðskipti með fiskaf- urðir fara i stórum dráttum eft- ir framboði og eftirspurn, þá eru víðast hvar settar upp vissar hindranir til þess að beina við- skiptu.m á ákveðnar brautir. Eru þessar hindranir venjulega fólgnar í innflutningstakmörkun um, oftast í formi tofla, og verða þannig fslendingar að greiða töluverða tolla af flestum teg- undum útflutts sjávarafla. fslendingar hafa sterka sam- keppnisaðstöðu og hafa sýnt að þeir geta framl'eitt betri fiskaf- urðir en aðrar þjóðir. Þeir mega ekki slaka á kröfunum um vöru- gæði, og verða að fylgjast með tímanum hvað snertir fjöl- breytni i pökkun og umbúðum. Megin stefnan á matvæ'lamörk- uðum V-Evrópu og N-Ameríku er sú að létta neytendum sem allra mest matargerðina og Framleiðsla freðfiskflaka á Ban daríkjamarkað er veigamikill þáttur í ísienzkum fiskiðnaði. Myndin var tekin s.I. vor eir Karl Rolvaag, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi heimsótti fisk- vinnsluhús í Vestmannaeyjum. (Ljósm. Mbl. Sigurgeir).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.