Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1968 íslendingar geta senn annað end- urnýjun fiskiskipaflota ns sjálfir Innlendum skípasmíðaiðnaði hefur verið veitt margháttuð aðstoð — 1 RÆÐU er Jóhann Hafstein, iðnaðarmáaráðherra, hélt á Al- þingi í gær, kom fram að nú eru 13—14 fLsklskip í smíðum í inn- Iendum skipasmíðastöðvum, og sagði ráðherra, að nærri léti að Islendingar væru komnir að þvi marki að geta endumýjað skipa- stól sinn sjálfir. Miðað við verð- lag sl. hausts hefði framleiðslu- geta skipasmíðastöðvanna numið um 400 milj. kr. á ári, og nærri léti að erlendur kostnaður við skipasmíðarnar væru um helm- ingur upphæðarinnar, svo gjald- eyrissparnaður við smíði skip- anna innanlands væri augljós. Ráðherra sagði það skoðun sína, að skipasmíðarnar mundu verða einn af veigamiklum þáttum í iðnaðaruppbyggingunni í fram- tíðinni, en sem stæði ættu þær í erfiðleikum, ekki sizt vegna þeirra áfalla er yfir útgerðina hefðu dunið. Ráðherra sagði í ræðu sinni, að stjórnvöldin hefðu á ýmsan hát)t reynt að styrkja þessa ungu en mikilvægu iðngrein og nefndi sem dæmi, að 1968 hefði verið ákveðið að veita og útvega þeim er vildu byggja skip sín innan- lands 10% viðbótarfjáröflun og hefði verið leitað til bankanna um bráðabirgðalán, unz tekin yrði upp fjáröflun til fjárfest- ingalánasjóða í þessu skyni. Ráð- herra sagði, að þeir sem létu byggja skip sín innanlands hefðu fengið allt upp í 90% lán út á framkvæmdirnar. Þá gerði ráðherra einnig að umtalsefni að 1967 hefði verið skipuð 5 manna nefnd, sem starf- aði að rannsóknum á búnaði og gerð fiskiskips, stöðlunarnefnd fiskiskips, hefði hún skilað bráðabirgðaáliti, og von væri á fullnaðartillögum hennar innan skamms. Ekki lægju fyrir ná- kvæmar tölur um sparnað við framleiðslu staðlaðra fiskiskipa, en sér hefðu verið nefndar þær tölur, að miðað við smíði 120 Afnotagjald útvarps verði nefskattur — Frumvarp á Alþingi TÓMAS Karlsson og Pétur Bene- diktsson hafa lagt fram frum- varp fyrir efri deild Alþingis, þar sem þeir leggja til að hætt verði að innheimta afnotagjald af útvarpi, með núverandi hætti, en i stað þess verði lagður skatt- nr á alla þá er greiða iðgjöld til almannatrygginga, nema þá, sem ekki hafa náð 18 ára adri í byrjun gjaldársins. Flutningsmenn frumvarpsins leggja til, að eftirfarandi reglur gildi um innheimtu afnotagjalds af útvarpi: Útvarpsgjald skal lagt á alla þá, sem gert er að greiða iðgjöld almannatrygginga sbr. lög nr. 40 30. apríl 1963, nema þá, sem ekki hafa náð 18 ára aldri í byrjun gjaldársins. Ennfremur skal gjaldið lagt á þá, sem eru 67 ára og eldri á gjald- árinu og hafa 150 þúsund kr. brúttótekjur árið á undan, mið- að við gjaldárið 1970, en tekju- mark þetta skal breytast til hækkunar eða lækkunar í sam- ræmi við vísitölu framfærslu- kostnaðar. Félögum og fyrirtækj- um, sem gert er að greiða kirkju garðsgjald skv. lögum frá 1963, skal og gert að greiða útvarps- gjald. Gjaldár telst frá 1. janúar hvers árs til 31. desember þess árs. Ráðherra ákveður upphæð útvarpsgjalds um eitt ár í senn, að fengnum tillögum útvarps- átjóra og útvarpsráðs. Útvarps- gjald skal innheimt samtímis þinggjöldum gjaldenda. f greinargerð frumvarpsins benda flutningsmenn á, að út- varpsnotkun hafi gjörbreytzt með tilkomu lítilla útvarpstækja, Landshappdrœtti Sjálfstœðis- flokksins 2 DRECIÐ EFTIR TVO DACA sem menn geti auðveldlega flutt með sér milli staða. Sé orðið erfiðara að framfylgja gildandi lögum og reglum um innheimitu afnotagjalda útvarps. Slæmt sé ástandið núna. þótt verulegt á- talk hafi verið gert með ærnum kosrtnaði til að fjölga skrásett- um útvarpsheimilum, en enn verra verði þó með þróun mála í þá átt, að með vaxandi kaupum á smátækjum erlendis verði hægt að komast framhjá að greiða afnotagjald. Flutningsmenn frumivarpsins benda á, að líkur séu til að eftir ákvæðum frumvarpsins mundu um 77 þúsund manns greiða af- notagjaldið, og ef tekjuþörf útvarpsdeildar Ríkisútvarpsins í afnotagjöldum væri áætluð um 40 millj. kr., sem ekki sé fjarri lagi, mundi útvarpsgjald ein- staklings skv. ákvæðum frum- varpsins verða um 520 kr. á ári, og útvarpsgjöld hjóna um 1040 kr. á ári. Ef farin yrði sú leið að hjón greiddu aðeins eitt og hálft gjald, mundi útvarpsgjald- ið, miðað við áðurnefnda tekju- þörf Ríkisútvarpsins, nema um 590 krónum á einstakling og úit- varpsgjald hjóna því um 885 kr. Fjárhæð afnotagjalds útvarps var sl. gjaldár 820 kr. Flutningsmenn frumvarpsins segja, að vafalaust megi telja, að kostnaður við innheimtu út- varpsgjaldsins mundi minnka verulega með því að innheimta það sem nefskatt samtímís þing- gjöldum gjaldenda, og að með frumvarpi þessu sé ekki á nokk- um hátt vegið að fjárhagslegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins. Kappræðuíundur d Seliossi FÉLAG ungra Framsóknar- manna í Ámessýslu og Fé- lag ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu efna til kapp- ræðufundar um „Stjórnmála- viðhorfið“ í Selfossbíói mánu- dag 25. nóv. kl. 9. Víðtækor bókmennturunnsóknir hufnor ó Norðurlöndum — rúmlesta skips, mundi smiði fyrsta skipsins kosta 16,5 millj. | kr., en ef fimm skip eins væru \ smíðuð mundi kostnaður á hvert nema 12,6 millj. kr. Þá sagði ráðherra, að í haust hefði verið gerð tilraun til þess að skapa skipasmíðastöð verk- efni með þeim hætti, að láta hana hefja smíði á fiskiskipi þótt kaupandi væri ekki fenginn, og Þorbjörn Broddason og Sigurður A. Magnússon sem mest vinna búast mætti við áframhaldi á við bókmenntarannsókirnar hérlendis. því. Um skipaviðgerðir erlendis; sagði iðnaðarmálaráðherra, að fyrstu 9 mánuði ársins 1968 væri 47% minni gjaldeyrir sem veitt- ur hefði verið til slíkra viðgerða en á sama tíma 1967. Á fyrstu 10 mánuðum ársins 1968 hefði heildarupphæð gjaldeyris vegna viðgerða erlendis numið 57,2 millj. kr. og þar af hefði farið 47,1 millj. kr. til viðgerða á far- skipum. Nú hefði útgerðum far- skipa verið skrifað bréf qS þess farið á leit að þau könnuðu að hvað miklu leyti hefði verið hægt að framkvæma viðgerðirn- ar innanlands, og yrði reynt í vaxandi mæli að stuðla að því að þær yrðu unnar hérlendis. Að lokum vék ráðherra svo að því, að nauðsyn bæri einnig til þess að íslendingar færu að byggja sín farskip sjálfir og gat hann þess að Eimskipafélagið hf. hefði leitað til Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri og kannað möguleika stöðvarinnar á smíði kaupskips fyrir félagið. UM þessar mundir fara fram á vegum Norræna sumarháskólans allvíðtækar rannsóknir á bók- taenntalífi almennings á Norður- löndum, og eru rannsóknirnar •unnar í sameiningu af norrænum hókmennta- og félagsfræðingum. I Upplýsingar um þessar rann- sóknir gaf Þorbjöm Broddason, sem stundar nám við háskólann í Lundi á blaðamannafundi í 'gær, og er aðstoðarmaður við 'þessar rannsóknir. Sigurður A. að í Finnlandi er um tvö tungu- mál að ræða. Það sem aðallega vakir fyrir forsvarsmönnum þessarar rann- sófcnar er að fá greinilega hug- mynd um dreifingarhraða bóka með tilliti til útgáfudags þeirra, umræðna um þær í fjölmiðlunar. tækjum, og auglýsinga, að ganga úr skugga um hvernig kaupand- inn (eða eigandinn) hefur fengið vitneskju um tilvist bókarinnar, •að komast eftir því, í hve mikl- Magnússon, ritstjóri er helzti! um mæli bókin er keypt til eigin hjálparmaður hans hérlendis, en bann hefur að auki notið aðstoð- ar margra annarra fróðra manna um bókmenntir. Sá hluti þessara rannsókna, sem nú fer fram fjallar um dreifingu nýútkominna hóka á íslandi, í Svíþjóð oS í Finnlandi, eða á 4 tungumálasvæðum, því Bláar nætur eftir Mögnu Lúðvíksdóttur NÝLEGA er komið á bókamark- aðinn smásagnasafnið Bláar nætur eftir Mögnu Lúðviks- dóttur, í útgáfu bókaútgáfunnar Grýtu, Hveragerði, en prentuð í Prentsmiðju Suðurlands hf. á ‘Selfossi. í bókinni eru 14 smásögur, létt ar skemmtisögur sem gerast í nútímanum. Heita þær: Messa, Heimurinn og ég, Ert þú á réttri leið, Hver var Gunnþórunn?, Geym ei til morguns, Sólamæt- ur, í hita dagsins, Villit blóm, Bláar nætur, Dansað á KEA, Rauð gluggatjöld, Gef þú mér allt, í birtu dagsins og Skórinn. Ekið ó kyn- stæða bíla — EKIÐ var á Y 482, sem er Ford Cortina, mosagræn, þar sem bíll inn stóð í austasta stæðinu í miðröðinni á Hótel íslands-plan- inu á mánudagsmorgun. Var bíllinn skemmdur talsvert. Ekið var á R-22319, sem er Volk.swagen, blár að lit, þar sem bíllinn stóð á móts við Há- tún 6 á laugardag. Talsverðar skemmdir urðu á bílnum. Rannsóknarlögreglan skorar á ökumennina, sem tjónunum ollu, svo og vitni að gefa sig fram. nota og í hve miklum til gjafa, að athuga hvernig hin raunveru- lega sala og dreifing bókanna kemur heim við þær hugmyndir, sem útgefandinn hafði gert sér þar um, að gera ýtarlegan sam- anburð á dreifingu bókanna á hinum fjórum tungumálasvæð- ium. f Stuttu mál fer rannsóknin þannig fram, að valdar verða 3 ólíkar bækur á hverju tungu- málasvæði. Lagðar verða spurn- I ingar inn í hluta af upplagi ■hverrar bókar og mælzt til þess ] við kaupendur, að þeir leysi úr þeim og endursendi þær síðan í hjálögðu umslagi. Þegar nokkrir mánuðir eru liðnir frá útgáfu bókarinnar, verður unnt að hefja úrvinnslu þeirra upplýsinga sem hafa borizt. Fyrir utan skriflegu spurning- arnar er einnig ætlunin að velja •trvö þéttbýlissvæði á íslandi, þar •sem ræitt verður persónulega við 'hvern einstakan ’kaupanda um- iræddra þriggja bóka. Með því rnóti er vonazt til að fylla upp <í eyður og fá ýtarlegri svör, en <unnt er að krefjast í skriflegu spurningunum. Rannsókn af þessu tagi væri óframkvæmanleg án náinnar samvinnu við útgefendur bók- anna. Bæði sænskir og islenzkir bókaútgefendur hafa verið mjög hjálplegir við val á bókum og hafa sýnt málinu mikinn áhuga ög velvilja. Stjórnandi rannsóknarinnar er Harald Swedner, dósenit við fé- lagsfræðideild háskólans í Lundi. Alþjóðakommúnistaráð- stefna í Moskvu í vor Átelja þögn um útgóíu ís- lenzkra boka BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi áskorun til sjónvarpsins frá stjórn Rithöfundasambands ís- lands: „Stjóm Rithöfundasambands íslands leyfir sér að átelja það, að fréttastofa sjónvarpsins virð- ist með öllu ganga framhjá tíð- indum af útgáfu bóka eftir ís- lenzka höfunda. Stjórnin skorar á ráðamenn sjónvarpsins að breyta þesari afstöðu sinni.“ Búdapesrt, 19. nóv. — NTB FULLTRÚAR sextíu og sex kommúnistaflokka, sem sitja á fundum í Búdapest þessa dagana hafa komizt að samkomulagi um að alþjóðleg ráðstefna kommún- ista verði í Moskvu í vor. Sovét- ríkin hafa barizt fyrir því með oddi og egg að slík alþjóða ráð- stefna kæmist í kring, en hafa mætt verulegri andstöðu margra kommúnistaflokka, þar á meðal italskra kommúnista. NTBHfréttastofan segir, að árei'ðanliegar heknildiir í Búda- pest greíni frá því, að ítaJisfkiir, franskir, brezkir, spánskiir, be<lg- ískir, austurrískir, finnskir og skainidmavískir kommúnistafilokk ar hafi verið fúsir tii að falilaisrt á ákveðna tímaöeitniinigu fyrir alþj óðaráðstefnu. Áður bafði verið ætluinin að slík ráðstefna yrði haldim í Búda pest 25. nóvember nlk. Bfltir að innrásiin var igerð í Tékkósló- vakíu og Sovétríkiin sættu gagn- rýni ma'rigra kommúniisrtafloiklkia, var ákveðið að fresta ráðstefn- unni, unz öildur hefði lægt. Samkvæimrt fréttum NTB- fréttaisrtofurmar var það ung- verski fullltrúiinn sam laigði fram málamiðiiuiniantilliöguna, sem flall- izrt var á og í henini er gert ráð fyrir að fundiurinn srtiandi í Moskvu einhvem tíma miili marz og maí næsta vor. Af 66 komimúniistafuU'trúum, sem undirbúninigsfunid'imn í Búda pest siitja er vitað hvaðam 56 eru kommir, en himir tíu h'aifa ekfci verið tiligreindir. Er það vegna þess, að amdistaða gegn þáiflttöfciu þessara ftokikia er ríkjamdi í heimailöndum vi0komam<di flull- trúa, og þótti efcki hæfa að það fréttiist að þeir sætu þemmam fund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.