Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1068 17 Einar Hannesson: Viðhorf í veiöimálum seinni hluti FISKRÆKTIN Fiskrækt í formi klaks hefur verið stunduð hér á landi frá því skömmu fyrir áldamót, en klakið hefur verið út lax- og sil- ungshrognum og þeim síðan ver- ið sleppt í ár og vötn að vorinu sem kviðpokaseið- um. Síðar kom til sögunnar eldi seiða um skemmri eða lengri tíma, en síðustu árin hafa laxaseiðin verið alin í göngu- stærð, 10—15 sm að lengd, og sleppt þá í árnar á göngutím- anum að vorinu eða snemma sum ars. Þessi gönguseiðaframleiðsla hefur vaxið mjög mikið síðustu 2—3 árin, er nú rúmlega 100 þúsund gönguseiði og fer hún vaxandi. Seiðunum hefur verið sleppt í um 50 ár, bókstaflega um land allt. Aukin tækni í flutn ingi seiða hefur gert auðveldara að flytja seiðin mjög langar vega lengdir. FISKVEGIR — UMBÆTUR Og menn hafa ekki látið nægja að sleppa seiðum í árnar og vötnin. Byggðir hafa verið mjög margir fiskvegir (laxastigar) og hefur göngufiski þar með ver- ið auðvelduð leið um árnar og ný ársvæði verið opnuð laxin- um til landnáms. Þá hafa árfar- vegir verið lagfærðir og síðast en ekki síst hefur í nokkrum tilvikum verið gerðar stíflur í útrennsli stöðuvatna ti'l að jafna rennsli ánna og auka það í þurrkatíð um göngutímann. Slík vatnsmiðlun gerir afar mikið gagn, ekki síst í vatsnlitlum ám. VEIÐIMANNAHÚS Víðast hvar við helztu lax- veiðisvæðin hafa verið byggð ágæt veiðimannahús og sumstað ar eru þetta glæsileg mannvirki, sem hafa haft gildi umfram þessi afnot, og þannig verið samkomu hús sveitanna — þess munu vera jafnvel dæmi að slíkt hús- næði hafi verið skóli! Þetta alilt, sem hér hefur ver- iS nefnt, er ánægjulegur vitnis- burður um þá aði'la, sem hér eiga hlut að máli; stofnanir, fé- lög og einstaklingar. Þessi mikli áhugi, dugnaður og ósérplægni, er lofsverður. Sannleikurinn er sá að ræktunarmaðurinn á afar mikil ítök í mörgum manninum og sú þörf, til að láta gott af sér leiða er sterk í mönnum, og sömuleiðis að búa í haginnfyrir afnotin (veiðiskapinn). Þá má ekk i gleyma þeirri miklu ánægju, sem menn hafa af veiði- skapnum og öllum umsvifum í tengslum við hann, þó að mér hafi oft fundizt að í stóru fé- lögunum hafi ekki tekizt að beizla nægilega vel þennan kraft til skipulegra átaka í sambandi við félagsstarfið. SJÁVARLÓN Á síðustu 10-20 árum hefur verið beitt nýjum aðferðum við fiskræktina. í því sambandi má minna á sleppingu laxaseiða í stöðuvötn, sem silungi var áður eytt úr, og sleppingu slíkra seiða og silungsseiða í sjávarlón. Á árunum 1954-1963 var þannig með sleppingu lax- og silungs- seiða í Bessastaðatjörn mörkuð tímamót í þessu efni. Bessastaða tjörn var hálfsölt. Döfnuðu seið- in þar afar vel og fengust síðar úr tjörninni laxar, er vógu allt að 8 pund. Þá má vekja athygli á hinni merku tilraun, sem verið er að gera þessi árin í Lárvaðli á Snæ- fellsnesi, og skýrt hefur verið rækilega frá hér í blaðinu. Þessi árin munu rúmlega tíu aðilar hér á landi klekja út laxi og silungi og flestir þeirra hafa einnig eldisaðstöðu. Þessi starf- semi gefur góða mynd af þeirri fjölbreytni, sem á boðstólnum gæti verið, hvað viðkemur gerð útbúnaðar og fiskræktar- og fiskeldisaðferðir. SILUNGSELDI SEM AUKABÚGREIN Mikill áhugi hefur gripið um sig hjá ýmsum fyrir því að sil- ungseldi yrði tekið upp sem aukabúgrein við sveitabæi og hefur margt verið spjallað um þetta mál m.a. hefur komið fram á Alþingi tillaga í því efni. Afar mikillar bjartsýni hefur yfir- leitt gætt hjá mönnum og virð- ast sumir slá því föstu að þetta sé aðrvænlegt fyrirtæki. Því miður liggur nú ekkert slíkt fyrir, er sanni þá fullyrðingu. VÍTI TIL VARNAÐAR Ekki er úr vegi í þessu sam- bandi að minna á minka og refa- ræktaráhugann, sem greip um sig á árunum fyrir stríð. Þá skorti ekki bjartsýnina og fram- kvæmdaviljann, enda átti gróði fengu t.d. Skógræktin og Sand- græðslan um 100 millj. kr. til sinnar starfsemi. LAXELDISSTÖÐIN I KOLLAFIRÐI Með tilkomu laxeldisstöðvar innar í Kollafirði, sem hefur það meginmarkmið að gera til- raunir í fiskeldi og fiskrækt, er verið að vinna markvisst að því að skjóta stoðum undir fram tíðargrundvÖll þessara mála hér lendis. Veiðimálastjóri gerði sér þess fulla grein, þegar í upphafi starfsferils síns 1946, að nauð- synlegt væri að reisa slíka stöð, ef við ætluðum að ná verulegum árangri á þessu svðii. Vann hann ásamt öðrum að því að koma slíku í framkvæmd á ár- unum 1948-50 og skyldi sú stöð vera í sameign ríkisins Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Var gerð áætlun um byggingu og fyrirkomulag slíkrar stöðv- ar. Þessu tókst ekki að koma í höfn þá. — En sjónarmiðið um því er hér um ómengaðan lyga- áróður að ræða gagnvart vatn- inu í Kollafirði. Og s.l. vor lét stöðin frá sér 70 þúsund göngu- seiði og annað eins magn hefur nú þegar náð göngustærð í stöð- inni og mun bætast verulega við það vorið 1969. Eins og lesendur vita flestir, gengu 704 laxar í Kollafjarðarstöðina og 611 lax- ar 1967 og 203 í sumar, Þrír af löxunum, sem gengu í sumar, drápust eða innan við 2prs. sem er áreiðanlega algert lágmark þess, sem drepst af laxi, eftir að hann er kominn á árnar. Vitað er að sjúkdómar herja á laxinn, Sömuleiðis verða stundum slys, óhöpp og fleira þess efnis, m.a. skaddast fiskur stundum af veið arfærum, er leiðir af sér dauða fisksins. „FJÁRBRUÐLIГ Þessir þremenningar hafa séð ofsjónum yfir þeim fjárveiting- um, sem veittar hafa verið til Kollafjarðarstöðvarinnar, en á sama tíma skortir ekki hjá þeim Jesús kyrrir vind og sjó OG ER HANN steig í bátinn fylgdu lærisveinar Han-s honum. Og sjá, þá gjörði svo mikið veð- ur á vatninu, að bátinn huldi af bylgjunum, en Hann svaf. Og þeir komu og vöktu Hann og sögðu: Herra bjarga þú, vér för- umst. Og Hann segir við þá: Hví eruð þér hræddir, -lítil-trúaðir? Því næst stóð Han-n upp og hast- aði á vindana og vatnið, og varð blíða logn. Og mennirnir undr- uðust þetta og sögðu: Hvílíkur maður er þetta, að bæði vind- arnir og vatnið -hlýða honu-m. Matt. 8, 23-27, Mark 4,36-41, Lúk. 8, 22-25. Það er ekki erfitt fyrir þá, sem þekkja Jesú-m og vita að hann er Kristur sonur hins lif- anda Guðs, að trúa því að hgnn •hafi stöðvað vind og sjó, né önn- ur stórmerki hans. Jesús sagði: „Því að ef þér trúið eljki, að ég sé sá sem ég er, þá munuð þér deyja í s.yndum yðar“. „Enginn maður ræður yfir vindinum svo að hann :geti stöðv- að hann“, segir prédikarinn. Kristur var ekki sama eðlis og vér, ekki maður eins og vér. -Hann var getinn af heilögum anda í hreinum sið, fæddur af helgri meyju Maríu, heilagur og syndlaus. Þess vegna réð hann yfir vindum og vatninu, að hann var ekki af þessum heimi, heldur yfir öllu, Guð blessaður að eilífu, sem allt vald hefir á himni og j örðu“. „Hinn fyrsti maður, Adam, var af moldu, jarðneskur, hinn ann- ar maður, Jesús Kristur, er Drottin af himni, himneskur". Jesús Kristur er hið sanna lífsins brauð, sem kom niður af himni, til að vera öllum, sem á hann trúa eilífur Frelsari frá synd og glötun. Þess vegna er það synd á móti heilögum anda að trúa ekki á Jesúm, heldur hafna honum, „sem keypti oss Guði til handa með blóði sínu“. Jesús sagði: „Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann sem hann sendi“. „Því brauð Guðs er það, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf. Þetta er brauðið, sem kemur af hjmni til þess að maður neyti af því og deyi ekki. Ég er hið lifandi brauð, sem kom niður af himni, ef nokkur etur af þessu brauði, mun hann lifa til eilífðar, og það brauð, sem ég mun gefa, er hold mitt heiminum til lífs“. Jóh. 6. Jesús sagði: „Sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér“. Raust Drottins er dýrleg, raust Drottins hljómar með krafti, raust Drott- ins hljómar með tign. Guð dýrðar innar þrumar, Drottinn yfir hin- um miklu vötnum. Sál-m 29. Fallið fram fyrir honum í helg um skrúða. Tignið Drottinn Jes- um Krist. Hann er vort réttlæti. Vér vorum íklæddir honum í helgri skírn, verum því stöðugt í 'honum. Hann er vort sanna brúð- kaupsklæði, hinn helgi skrúði. En varið yður á súrdeigi hinna frjálslyndu pregta. Fagnaðarerindi Krists er hið sama og í upphafi: „Himinn og jörð munu líða -undir lok, en mín orð ekki“. — Amen. Kristján Á. Stefánsson. Frá laxeídisstöðinni í Kollafirði. bændanna að verða mikill í þeirri nýju atvinnugrein, er þá var verið að stofna til með mikl- um trumbuslætti. Betur hefði þá til tekizt, ef skynsamlegri vinnu brögðum, byggðum á raunsæi o, þekkingu, hefði verið beitt. þessum tíma var stofnað félag áhugamanna um þessi mál, er lét þessi mál mjög til sín taka. f lögum félagsins sagði m.a. að fé- lagið vildi vinna á móti því að fluttar væru til landsins dýra- tegundir, sem gætu orðið t il tjóns. Má það kallast kaldhæðni, að það eina sem þetta félag hef- ur skilið eftir, er villiminkurinn. Er það vissulega ömurlegur við- skilnaður þessa refa- og minka- máls. Ljóst er að mörgum spurn- ingum er ósvarað um möguleika silungseldisins sem sérstakrar búgreinar, en svörin koma vænt anlega á næstu árum. Er því ekki ástæða að svo stöddu til að hvetja menn til stórfelldra átaka á þessu sviði. Þarf að und irbúa þetta mál sem bezt á allan hátt og rasa ekki um ráð fram. Að mínu mati er heppilegast að styðja og styrkja betur en nú er gert, allt það, sem lífvæn- legt er þegar fyrir hendi í fisk- rækt og fiskeldi, því að með því móti fæst vísast grundvöllur und ir silungseldi sem aukabúgrein, er bændur geti stundað á arð- vænlegan hátt við sína bæi. FJÁRVEITINGAR TIL VEIÐIMÁLA Fjárframlög til veiðimála hafa löngum verið við nögl skorin, enda þó að framkvæmd lax- veiðilaganna hafi hreint ogbeint hrópað á aukið fjármagn. Erhér bæði átt við þá stjórnunarlegu hlið málanna (Veiðimálastofnun in og fl.) og styrkveitingar, sem gefin er vMyrði um í lögunum, bæði hvað viðkemur fiskvegum og fiskeldisstöðvum. Til fróðleiks lesendum Mbl. skal þess getið, að á árunum 1946-1965 var varið til veiði- mála um 17 millj. kr., en þar af um 7 millj. seinustu tvö árin vegna laxeldisstöðvar í Kolla- firði. Á þessu 20 ára tímabili nauðsyn fiskeldisstöðvar var við urkennt af löggjafanum árið 1953, er samþykkt var tillaga á Alþingi um Klak- og eldisstöðv- ar ríkisins. Var þessi grein felld inn í lögin við hina ræki- legu endusrkoðun þeirra 1957. Og það var einmitt á grundvelli þessa ákvæðis, sem að veiðimála- stjóri gerði tillögu um, að reist yrði tilraunastöð í Kollafirði, sem ríkisstjórn samþykkti árið 1961 fyrir ötula forgöngu Ing- ólfs Jónssonar. En téður ráð- herra hefur sýnt veiðimálum al- mennt meiri skilning og velvilja en nokkur annar ráðherra, að þeim ólöstuðum, og hefur í ráð- herratíð hans verið hlúð betur að þessum málum en nokkru sinni fyrr. Þetta þykir mér eðli- legt að komi hér fram, enda sanngjarnt að geta þess sem vel er gert. „GÍSLI, EIRÍKUR OG HELGI“ Eins og lesendum Mbl. hafa orðið varir við, hefur af vissum aðilum verið rekinn mikill áróð- ur gegn Kollafjarðarstöðinni og hefur þar verið fánaberi síðustu tvö árin Jakob sá, er ég nefndi í. fyrrl grein. Hefur hann aðal- lega róið einn á báti, en haft sér til trausts og halds, er mér sýnist, tvo „landmenn". Annar landmanna, sem ég nefni svo, tel ég vera Gísla Indriðason, fyrrverandi forstjóra Búðaóss h.f., en hinn er ónefndur fisk- eldismaður. Hafa þessir þremenn ingar verið ósparir á stóryrði, m.a. fjársóun, um ranga stefnu í fiskeldismálum, ónotbæft vatn í Kollafirði, allt væri að drep- ast þar eða væri dautt og ann- að af svipuðu tagi. Má segja að hér hafi ekki skort, hvorki illkvitnina né róginn. Afsökun fyrir hátterni þessara manna væri fyrir hendi, ef þeir vissu ekkert um ástandið í Kollafirði, t.d. gagnvart vatninu sjálfu. En ágæti þoss er hægt að sanna með heimsókn í Kollafjarðarstöðina. En nú er þessu ekki til að dreifa, því bæði Jakob og fiskeldismað- urinn vita betur, því að þeir hafa verið þar sísnuðrandi og gífuryrði um óhemju möguleika i sambandi við fiskeldið. Talað er t.d. um 2. milljarða tekjur innan 10 ára af fiskeldinu. Skýtur hér meira en lítið skökku við, ann- arsvegar um möguleikana og hins vegar varðandi fjárframlög til þess að unnt sé að undirbyggja með eðlilegum hætti framtíð þess ara mála. Það er vitað, að hvorki þessi mál né önnur þjóðþrifa- mál hafa byggst upp eða munu byggast upp á skýjaglópsku eða kaffihúsaspjalli. Það er trúin á fólkið sjálft, sem fyrst og fremst ræður, og sú reynsla, tækni og þekking, sem tekst að afla með þrotlausu starfi og bjartsýni, byggð á raunhæfu mati, sem málum þokar áfram. STÓRLAXAGLORÍA — SMÁLAXABIKAR í sambandi við hina röngu stefnu í fiskeldismálum staðhæf ir Jakob Hafstein í hinum mörgu greinum sínum hér í blað- inu að i Kollafjarðarstöðinni sé lögð höfuðáherzla á smálaxinn, en stóru og sterku laxastofnar- nir eins og hann orðar það, séu vanræktir. í einni greininni upp lýsir hann þó að stöðin hafi fengið hrogn úr ýmsum ám, m.a. Víðidalsá, en þar er meðalþungi laxins svipaður og í Laxá í Þing, sem Jakobi er sérstaklega hjartfólgin og hann virðist hafa fengið á heilann. Þessi stórlaxa- gloría sem virðist hafa altekið aumingja manninn, þannig að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, er hann ræðir þessi mál. Annars jaðrar þessi áróður gegn Elliða- árstofninum, ársfiski (smálaxi), úr sjó sem sýnt hefur glæsileg- an styrkleika, t.d. hvað fjölda snertir, við atvinnuróg, ef það er ekki þegar atvinnurógur. Það er spaugilegt að sjá þessar að- farir þegar maður veit um, að þessi maður hefur látið sig hafa það að veita opinberlega við- töku sérstökum bikar fyrir veiði á smálaxi og það í Elliðaánum! Við vitum það að Jakob þessi veiddi 36J punda lax á stöng í Laxá í Aðaldal, en við vitum Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.