Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1068 13 Guðm. G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Þeir vildu gera það sem ógert var Per Olof ingin. Sundman: Loftsigl- Ólafur Jónsson íslenzkaði. Almenna bókafélagið. Reykja- vík 1968 Svo sem öllum er kunnugt, sem lesa blöð og bækur hér á íslandi og hafa einhvern snefil af áhuga á bókmenntum, voru höfundi þessarar skáldsögu, Sví anum Per Olof Sundman, veitt snemma á þessu ári hin virðu- legu bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs. Verður því ekki til annars eða minna ætlazt en að sagan sé állveigamikið og list- rænt skáldrit, enda mun hún almennt hafa hlotið þann dóm á Norðurlöndum og þá ekki sízt í heimalandi skáldsins, — um þá dóma. sem hún kann að hafa fengið utan Norðurlanda hef ég enga samfellda vitneskju. Sumarið 1896 hugðist Svíinn Salómon Andrée, yfirverkfræð- ingur Konunglegu einkaleyfa- og skrásetningarstofnunarinnar í Stokkhólmi fara í loftbelg frá Daneyju við Svalbarða norður á heimskaut, enda hafði hann sagt í frægri ræðu á fundi Vísinda- akademíunnar sænsku, að Svíar væru gæddir frábæru hugrekki og betur til þess fállnir en nokkr ir aðrir að ráða gátur heimskauts ins. „Þetta er köllun okkar,“ sagði hann „Heimurinr. gerir sér réttmætar vonir um okkur. Norð urþóllinn er sænskt má.efni. Við eigum skyldum að gegna “ f þessum orðum felst ekki ó- merkilcg lýsing á manninum — og ef til vill mætti draga ein- hverjar ályktanir af því, hve vel þessum orðum var tekið með Svíum. Andrée skorti ekki fé til far- arinnar, og var búinn til feikna- stór og vandaður loftbelgur, sem tálið var að flest, ef ekki allt mundi bola. Þeir, sem bezt þekktu til veðurfars í norðuri'öfum og raunsæjastir voru, höfðu ekki mikla trú á fyrirætlun Andrées, en hann hafði unnið það afrek að fara í loftbelg yfir Álands- haf(!) og oftar hafði hann brugð ið sér á loft og sloppið lifandi og óm°iddur.Hann taldi sig og vita manna mest um loftsigling- ar og var gæddur miklum hæfi- leikum til að koma því inn hjá þorra manna — og þar á meðal sjálfum Svíakóngi, hinum gáfaða Óskari öðrum, að sér væri trú- andi til frábærra og áður ó- heyrðra afreka. Já, ekki aðeins Svíar, heldur heimurinn allur stóð á öndinni af ofvær.i, þegar Andrée og félagar hans, Nils Ekholm og Nils Strindberg, biðu byrjar með loftbelg sinn norður á Daneyju við Svalbarða sumar* ið 1896. Þeim gaf ekki byr, og Andrée ákvað að hverfa heim að þessu sinni með loítbelginn. Skipið, sem fluttl hann, félaga hanis og belginn, hatnaði, sig fyrst í Tromsey í Noregi. Þá vildi hvorki betur né verr ti'J en að þangað hafði korr.ið þrem dögum áður Friðþjófur Nansen á skipi sínu Fram. Hann varð ungur heimsfrægur af för sinni á skíðum yfir Grænlandsjökla, og þó að honum hefði ekki í þessum leiðangri tekizt að kom- ast norður á heimskaut eins og ættlun hans var, var för hans mistakalaus, öll hin frækilegasta og vísindalegur árangur henn- ar mikill, cg lék nú slíkur Ijómi um hinn vltra, raunsæja, drengl- lega og djarfa Norðmann, að heita mátti. að allur hinn siðaði heimur liti á hann sem ofurmenni. Svo var þá 'lítið um dýrðir kringum Andrée, og þegar hann kom heim til Svíþjóðar réðst fé- lagi hans, dr. Eköolm, að hon- um sem fyrirhyggjulitlum skýja- glópi. En Salómon Andrée var eng- an veginn af baki dottinn. Hann lýsti því yfir, að næsta sumar endurtæki hann tilraun sína og virtist fullur bjar+sýni og trúar á, að fyrirætlun hans væri í fyllsta lagi raunhæf. Umdeildur var hann, en það var nú síður en svo, að hann ætti sér ekki enn traust og fylgi. Sætti Ek- holm al'lmiklu aðkasti, og ekki gat leikið vafi á því, að þar sem grunnt var mjög orðið á því góða milli Svía og sambands- þjóðarinnar hinum meginn við Kjölinn, þótti mörgum Svíanum nóg um frægð Nansens, enda reyndist hún og hinn mikli per- sónuleiki hans Norðmönnum ær- ið drjúg til framdráttar fám ár- um síðar, þegar kom til sam- bandsslitanna. Það mun því ó- mótmælanleg staðreynd að fylg ið við fyrirætlun Andrées átti sér sterkar rætur í sænskum þjóðarmetnaði. Og þrátt fyrir ó- trú margra raunsærra manna, er höfðu þekkingu á því, hve reynslu í loftferðum var raun- verulega skammt komið —• og eins þeirra, sem kynnzt höfðu íshafinu, skorti Andrée ekki fé. Ekki brást ríflegur styrkur frá hinum fræga og auðuga A'lfreð Nóbel, og svo var um fleiri, sem ríkir voru, og ekki hafði Andrés glatað nema þá að litlu leyti sinni konungshylli. Já jafnvel afreksmaðurinn Nordenskiöld, er varpað hafði björtu bliki á þjóð sína með ferð sinni á Vega, og fundi , norðausturleiðarinnar", trúði svo á fyrirætlun Andrées, að hann átti hlut að því, að téngdasonur hans var valinn vara maður, — rkyldi taka þátt í loft- siglingunni, ef annar hvor þeirra sem Andrée hafði valið ti'l ferð- ar með sér kynni að forfallast eða á seinustu stundu hætta við að taka þátt í förinni, en þeir voru eðlisfræðingurinn og ljósmynd- arinn Nils Strindberg, sem ráð- izt hafði til fararinnar sumarið áður, og hinn þrekmikli og trausti verkfræðingur, Knútur Frænkel, sem undir niðri virðist ekki hafa haft trú á Andrée og fyrirætlun hans, en Knútur Frænkel, sem Sundman lætur segja alla söguna, skýrir meðal annars þannig frá því viðtali sínu við Andrée, sem fram fór í Stokkhólmi, þá er Frænkel baðst þess að fá að taka þátt í förinni. Andrée sagði: „Ef Joftferðin tekst, verða And rée-menn hylltir í enr. meira mæli en Vega-menn“. Ég kinkaði kolli. „Hvers vegna?“ sagð; hann og lyfti portvínsglasinu „Vegna þess, að þeir lögðu undir sig norðurpólinn ‘ svaraði ég. „Sumpart vegna þess,“ sagði Andrée. „Bara sumpart vegna þess?“ „Heyrið mig nú,“ sagði hann, ,,Þeir verða mestu hetiur okkar tíma, ckki vegna bess. að þeir hafi komizt á norðurpóiinn, held ur hins, að þeir gerðu það, sem ógerlegt var. Kemst ég nógu skýrt að orði?“ spurði hann. „Það hygg ég,“ svaraði ég. .... Vert er að taka sérstak- lega eftir því, að blaðamaður- inn Georg Lundström, sagði við Frænkel: „Nú hef ég áhuga á yður, Frænkel verkfræðingur. Mér skilst að þér séuð venjulegur Karlungi — fyrst var sigurinn við Narva, síðan hinn örlagaríki ósig ur við Poltava. Nú á að bæta fyr ir Poltava með því að sigrast á norðurpólnum.“ Farið var til Daneyjar eins og ir, en því ber ekki að gleyma, að Nansen hafði þjálfað sig af því nær ómennskum viljaþrótti, þreki og seiglu og búizt til far- ar af ótrúlegri skarpskyggni og fyrirhyggju, já, af hreinu beinu raunsæi — og valið sér förunauta, sem hann vissi sér óhætt að treysta Svo var þá aðeins sú hugg- unin, að þarna hefðu hetjur hnig ið til hinztu hvíldar, verðugir ar og skáldskapur forsfóristanna sænsku, sællar minningar — og þannig mun og vissulega fara fyrir sumum náfleygustu(!) hundakúnstaljóðskáJdurr Svía og frá seinustu áratugum, þótt ýms ir Norðurlandaljóðasmiðir utan Svíþjóðar Lafi glevpt við hinni sænsku sóttkveikju eins og hung aður rakki hendir á lofti bein, sem húsbóndinn flevgir í hann. Og hugsa sér, að Sundman skuli sumarið áður, og víst er um það, að þó að heimurinn starði ekki af jafnæsilegri aðdáun og eftir- væntingu á Ándré og féJaga hans I 1930, að jarðneskar leifar loft- að þessu sinni og þá vakti vænt- siglingarmannanna allra fundust anleg loftsigling þeirra feikna athygli. . En sögumaðurinn seg ir frá því, að tvö norsk veiði- skip komu í höfn á Daney, áður en lagt var til loft.s. Formaður- inn á öðru veiðiskininu Galskjöld að nafni, kom um borð í sænska fallbyssubátnum Svensksund, er þeir höfðust við í, leiðangurs- mennirnir, — og honum fórust þannig orð. synir mikillar og stórhuga hreysti1 hafa sleppt því einstæða tæki- þjóðar.. . færi, se.p honum hefur gefizt til Og alls ovænt gerðist það árið að á verulega kámugan hátt kvennafari, þar sem auðvitað er að kvenfólkið í Stokkhélmi hef- ur sveimað eins og flugur kring- á Hvitay við Svalbarða — einn- ig farangur þeirra og svo til ó- skemmdar rækilegar dagbækur. Mikil tíðindi. stór atburður í sögu hinnar sænsku þjóðar, sem hafði unnið sér sífellt aukið traust og álit sakir menningarlegrar sókn- ar og furðulegrar fjárhagslegr- ar blómgunar — og mátti teljast á þann hátt hafa „bætt fyrir Poltava." um hina væntanlegu og mjög svo umtöluðu loftfara! Eða að hann skuli ekki hafa fallið í þá freistni að lýsa allt að því guðbergs- lega kynórum þremem.inganna, sem voru að velkjast á hafísn- um í heilan ársfjórðung — vita- kvenmannslausir. Engum ætti að geta dúlizt, að Sundman hefur ekki aðeins „Eg var hér í fyrra. Eg þekki Dagbækurnar sýndu, að allt hafði gengið af mikilli samvizkusemi Per Olof Sundman Andrée. Hann þekkir mig. í fyrra fór eins og fór. . f ár,“ bætti hann við, „fer líka eins og það fer.“ Um bað bi'l, sem þremenning- arnir voru að stíga upp í loft- belginn, þann 11. júlí 1897, tók Andrée eftir því, að skammt frá stóð þessi sí-mi formaður. ..Þú hér.“ sagði Andrée. „Það er tilviljun,“ sagði for- maðurinn með stuttklippta skegg ið. „Og þú ferð á loft“? „Ég má til,“ sagði Andrée. „Hvers vegna?“ spurði Gal- skjold. „Það verður að fara því fram sem afráðið er,“ svarað; Andrée. „Ég skil,“ sagði Galskjold og greip báðar hendur Andrées í sigggróna hnefa sína.“ Og svo var bá loftsiglingin hafin. Örninn lyfti sér og hvarf brátt ir augsýn þeirra, sem eft- ir stóðu á Paneyju. . . . Svo var þess beðið af mik- illi eftirvæntingu um allan hinn siðaða heim — og þá auðvitað fyrst Jg fremst í Svíaríki, að fréttir bærust af bví, að loft- belgurinn, sem hlotið hafði nafn ið Örninn — vitaskuld hlaut hann nafn þess háfleyga loft- fara — væri lentur í Alaska, eftir að hafa sigrazt á hinum mannskæða norðuipól og „bætt fyrir Poltava". Það var beðið og vonið vikum saman, því að loftbelg'irinn var ekki aðeins stór heldur með afbrigðum traustur og vandiður, — já, Andrée hafði sagt hann geta baldizt hátt á lofti í nokkrar vikur, hvað sem á dyndi í hinum illræmdu norð- urhöfum, og Andrée hafði búið hann segli og stýristaumum og fullyrt sig mundu geta stýrt hon um svo, að hann væri mun ó- háðari vir.dátt en annars hefði mátt ætla . . En Joks þraut all- ar vonir um, að það ógerlega" hefði tekizt, en lengi vel var haldið í vonina um, að loftsigl- ingamönnunum hefði þó lánazt að lenda þar, sem þeir hefðu getað dregið fram lífið vetrar- llangt og hugsanlegt væri, að þeir fynaust... En nei nei, —- þó að hinum 27 ára gamla Nan- sen hefði tekizt það ógertega, þegar hann fór á skíðum yfir Grænland, brugðust nú allar von brugðizt, sem Saiómon Andrée hafði fullyrt — og trú'lega að minnsta kcsti vonað. Loftbelg- urinn reyndist allt annað en stjórnhæfur mistök urðu mörg, enda höfðu þau hafizt strax og á stað var haldið, — og belg- urinn mikli og trausti hélzt svo sem ekki á lofti neitt svipað því eins lengi og jafnvel þeir, sem vantrúaðir eða veiktrúaðir voru, höfðu haldið. Hann seig til fulls niður á haf’sinn eftir eir.a sextíu og fimm klukkutíma. en svo hafði loftsiglingatæknin raun- verúlega \erið stutt á veg kom- in, að þetta var met! En mi'kl- um mun sunnar tenti belgurinn á hafís’.ium en Nansen hafði kom izt! Svo hófst þá þrotlaus barátta þremenninganna til að ná landi, en þar reyndist einnig forsjá og forysta Andrées einskis virði. Eng inn þessara manna þekkti til íshaf ísins, ekki hinnar óstöðugu veðr áttu þarna norður frá ekki til hafstra ima eða í raunmni neins, sem þeir hefðu þurft að kunna skil á. En barátta þeirra var háð af furðulegu þreki og seiglu, og hinn fjörutíu og tveggja ára Andrée reyndist nú gæddur meiri þrótti og baráttuvilja en vænta hefði mátt um miðaldra mann, með byrði hörmulegs ósigurs á herðum sér. .. Og þó . . Hann mun hafa allt til síðustu stundar notið getu sinnar til að sjá sig enn sem fyrr í gul'linni skikkju afburða hugsjónamanns og hetju! Eftir næstum ofurmannlegt erf- iði, vosbúð, mistök og vonbrigði náðu þeir félagar landi á Hvítey hinn 5. okt., veikir og raunar aðframkomnir. En ennþá virtist Andrée gæddur sínum frábæra hæfileika til sjálfsblekkingau’. Hann gerði sér vomr um, að þeir lifðu veturinn af og björg- uðust með vorinu. Fimm dögum síðar 'ézt Stridberg — og rétt á eftir dó Andrée. Kempan Fræn kel lifði ler.gst, en áður en langt leið, sá hann, að hans stund var að koma. . Dagbækurnar voru gefnar út í Svíþjóð vel og virðulega. Menn hrærðust svo almennt vfir hin- um mikla harmleik, er örlaga- nornirnar hefðu þarna sett á svið — og dáðu þann hetjuskap, sem þremenningarnir höfðu sýnt sem sannir sjmir hraustrar þjóðar. Dagbækurnar komu og út á ýms um þjóðtungum, og auðvitað urðu þær fréttamönnum æsilegur hval reki. .. Ekki minnist ég þess, að þá væri þess getið, að fordild og skýj íglópska, ásam* fölskum þjóðarmetnaði, hefði ef til vill átt eins mikinn þátt í harmleikn um og hinar vondslegu nornir. Það ar sannarlega ekkert tízku snið á söguformi Surdmans í Loftsig'ingunni, og hanr er þar jneira að segja alveg óháður þeim hætti sumra, a ð mér hefur virzt lítið skapviturra sænskra höfunda, að menga sögur sínar hundleiðinlegri sýndarspeki í svo ríkulegum mæ'li, að söguþráður- inn antiað veifið týnist og sög- ur þeirra innan ekki sérlega langs tíma þykja álíka ólæsileg- og alúð að því að lesa ofan i kjölinn dagbækur Joftsiglingar- mannanna, og auðsætt er líka, að hann hefur kynnt sér vand- lega allt, sem gat sk.ýrt hinn tæknilega undirbúning ferðarinn ar, — ennfremur hvers konar gögn, trúlega utan lands og inn- an, sem gátu veitt honum fræðslu um upphaf loftsiglinga og hvað þær voru á veg komnar í hinum ýmsu löndum, þá er Andrée tók sína allt að því fáránlegu ákvörð un. Sur.dman hefur og aflað sér sem allra víðtækastrar raunhæfr ar fræðslu um íshafið, um hafís inn og samverkanir og gagnverk anir strauma og veðurfars á hreyfingar hans. Loks er auð- sýnilegt — eins og ljóst má verða af því, sem hér hefur verið skír- skotað til úr fyrsta þætti sög- unnar, að hann hefur l;-gt rækt við að kynna sér það ástand og þann hugsunarhátt, sem var ríkjandi í Svíþjóð og Noregi og raunar víðast á Vesturlöndum á hinu mikla sóknarskeiði vísinda margvíslegrar tækni, landkönn- unar og lc.ndvinnniga, enda er sumt það, sem persónurnar segja og að bessu víkur, með því snjall asta í allri sögunni. Þá eru og með afbrigðum skýrat* lýsingar skáldsins á öllu, sem til má rekja hver verða endalok loftbelgsins mikla og hvernig þau verða, en aftur á móti þykir mér ekki á- vallt sérlege mikið til koma frá- sagna hana af hrakningum þre- menningmna á hafísni-m. Þær verða stundum lit- og líflitlar, líkjast þá stuttorðri og tilbreyt- ingalítilli skýrslu, og mundi það valda, að höfundurinn hafi verið of háður dagbókunum til þess að láta gamm ímyndur araflsins geisa, bar eð hann rann sig skorta reynsluþekkingu sjónarvottsins á hliðs+æðum aðstæðurr og um- hverfi og þarna var til að dreifa. Lýsing hans á þremenningunum í þrengingum þeirra og þraut- um virðist mér heldur ekki vitna um frábæra innsvn og innlifun mikils skflds, þó að þær séu raunar stundum sniallar. svo sem til dæmis þá er þær birtast í bitrum og raunsæium ásökunum kempunnar Frænkels og svörum og öðrum viðbrögðum Andrée við þeim, en til bessa kemur í sögunni, þegar auðsætf er. að hverju stefnir og Frænkel, gædd ur stnum n ikla lífsþrótti og um leið ókafri lísflöngun, einmitt hef ur já+að innra með sér að það sem upp á hefur komið, vissi hann í reyndinni fvrir fram. én gat ékki staðizt að láta heillast af hinni ævintýralegu. hetju- björmuðu blekkingu. Og undir lok sögunnar færist skáldið í aukana — og þar verður tján- ing persónanna átakanleg jafnt í orðum sem framkomu. Ég hef ekki lesið söguna á frummálinu, en hafi þýðandanum tekizt það, sem ævinlega varðar ærið miklu máli, þegar bók er þýdd, sem sé að bregða sama blæ yfir málfar og frásagnar- hátt býðingar og frumrits, er stíll Sandmans yfirleit* hvorki sérlega listrænn né svipmikill, Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.