Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1968 11 Kennsluhættir Skólaljóia ÞEGAR ég var strákhnokki í barnaskóla, var ekki minni á- herzla lögð á að kenna börnuna skólaljóð en nú er gert. Ekki man ég hvort þau voru kölluð Skólaljóð þá, en ljóð voru það eigi að síður og samin af ekki minni höfundum en Jónasi Hall- grímssyni, Grími Thomsen og Steingrími Thorsteinson, svo að ^ einhverjir séu nefndir. Ég man hversu námsgrein þessi var mér' hvimleið alla jafna og lá nærri að hún hefði það í för með sér, að ég fengi svo mikla andúð á Ijóðum, að ég óskaði þeim öllum út í yztu myrkur, ásamt höfund- um þeirra. Andúð þessi vaknaði fljótlega eftir að „plága“ þessi kom til sögunnar og jókst að mun er frá leið. Ástæðuna tel ég vera þá, að það olli mér oft miklu hugarangri að þurfa að: læra þessi, að allra dómi yndis-\ legu ljóð, svo sem Gunnars- hólma, Skúlaskeið o. fl., utan að, frá orði til orðs. Þótt mér sé margt til lista lagt, hefur minni' þá, sem þungu fargi sé af þeim létt. Að þau hafi nokkurt gagn af þessu, er af og frá. Þakka má fyrir, ef börnin kunna ljóðið viku eftir að það var lært. Ég álít, að utanbókarlærdómur ljóða, stuðli á engan hátt að skerpingu minnis. Það tel ég vera meðfæddan eiginleika (mikla náðargjöf), sem hægt sé að viðhalda fram eítir ævi, án þess að sérstök „hjálparmeðul" komi til. Skólaljóðin eiga að mínu viti, ekki að vera ein af námsgrein- unum í barnaskólunum, heldur eins konar dægrastytting. Allar þvinganir skapa leiða og áhuiga- leysi. Það á að leggja aukna á- herzlu á að glæða áhuga barn- anna fyrir íslenzkri ljóðlist, með því, í fyrsta lagi: Að koma þeim í skilning um, hversu menning- arlegt gildi ljóðin hafa fyrir þjóðina, í nútíð og framtíð. í öðru lagi: Að útskýra fyrir þeim merkingu þeirra orða, sem fyrir- finnast í flestum ljóðum og eru mitt aldrei verið margra fiska virði og oftar en einu sinni kom- ið mér í vandræði, ef ekki hrein- ar ógöngur. Ég leið oft fyrir það í æsku og ósjaldan hélt ég kvíða- fullur af stað í skólann, þegar ég, ásamt bekkjarsystkinum mín- um, hafði verið dæmdur til að læra eitt ljóðið heima. Þótt ég legði mig allan fram við að f-esta mér þessi hugljúfu, en oft há- fleygu orð í minni, vildi röðin á þeim oft brenglast í hugskoti mínu, svo að úr varð einn óað- •gengilegur hrærigrautur, sem engin leið var að bera á borð fyrir kennarann. Ég vissi hvað beið mín, ef ljóðið rann ekki orðrétt af vörum mínum, þegar röðin kom að mér að ,,stynja“ því upp, í kennslustundinni. \ Vægasta og sjálfsagt sanngjarn- asta hegningin var að sitja eftir í 3—4 klukkustundir eða þar til Ijóðið var samhljóða bókinni. Það skal ekki í efa dregið, að mörg börn (og fullorðnir) eiga jafn auðvelt rneð að læra ljóð utan bókar og að fara í sokkana sína. Þó held ég að þau séu fleiri, sem eiga jafn erfitt með það og ég í æsku. Það lítur ekki út fyrir, að hið háa menntamála- ráðuneyti hafi hug á að glæða áhuga barna fyrir þeim perlum bókmenntanna, sem mörg ís- lenzku ljóðin eru. Ef svo væri, mundi ekki vera beitt jafn úr- eltum aðferðum í þá átt og nú er gert og hefur verið, allt frá þvi er ég var strákur í skóla og sjálfsagt miklu fyrr. Að mínum dómi á alls ekki að þvinga börn til að læra Ijóð utan bókar —, aðeins gefa þeim kost á því, ef þau vilja það sjálf. Þau, sem það vilja, eru vafalaust teljandi. En börnin leggja oft mikla vinnu í og vökur, við að læra Ijóðin, sem þau gera oftast til að þóknast kennaranum og foreldrum sín- um. Þau, sem ekki hafa. því öfl- ugra minni, vaka oft yfir þessu lanigt fram á kvöld og vakna svo fyrir allar aldir þann dag, sem Ijóðinu á að skila. Þau tönnlast á verkefninu, allt þar til þau hafa skilað því af sér og finnst mörg svo þung í vöfum og tor- skilin, að jafnvel góðir málfræð- ingar eiga erfitt með að skil- greina þau til fulls. í þriðja lagi og jafnvel umfram allt: Að kenna börnunum að lesa ljóðin fallega upp, með tilfinningu og réttum áherzlum, sem ævinlega fylgir fQgrum ljóðaupplestri. (I því sambandi vil ég minna á ljóða upplestur Ævars R. Kvaran í hljóðvarpinu öðru hvoru og á hann þakkir skilið fyrir þann skerf, er hann leggur þar af mörkum til aukningar á áhuga landsmanna fyrir ljóðlistinni). Það er ekki sama hvernig ljóð enu fram borin í upplestri, svo að þau missi ekki hluta af gildi sínu. Það er með þau eins og tónlistina. Ef hraði og taktur tónverksins er ekki réttur, fer túlkun þess öll í handaskolum. Segja mætti mér, að ef börnum væri kenndur fagur ljóðaupplest- ur og þau látin lesa þau (beint úr bókinni, ekki utan að) hvert fyrir annað (eða eitt fyrir öll hin) í kennslustundinni, mundi hin þrúgandi feimni, sem kvelur svo möng börn í dag, hverfa með öllu eða minnka svo, að hún yrði ekki til miska. Síðast, en ekki sízt, á að kenna börnum létt- ustu bragreglur, strax eftir að þau verða læs. Ég trúi ekki, að nokkur kennari sé svo aumur, að hann geti ekki kennt þær. Það á að láta börnin fá tækifæri til að spreyta sig sjálf í ljóðagerð —, fyrst með því að yrkja léttar vís- ur, eftir að þeim hefur verið kennt hvernig á að byggja þær upp. Slík verkefni mega börnin fá heim og er ég ekki í vafa um, að slíkt mundi mælast vel fyrir, bæði hjá foreldrunum og börn- unum sjálfum. Börnin ættu að skila blöðum, með frumortum vísum á, til kennarans, en hann á svo að leiðrétta það, sem mið- ur fer og benda börnunum á, hvað betur mætti fara. Að sjálf- sögðu ætti að hæla þeim börn- um, sem gera vel, því að hóflegt hól öðru hvoru, á sinn þátt í að vekja áhuga. Ég á tvær dætur i barnaskóla. Þetta er síðasti veturinn hjá þeirri eldri og má segja, að hún hafi komizt klakklaust í 'gegn um „hreinsunareldinn". Að vísu gekk henni ekki eins illa að læra Skólaljóðin og mér í æsku, en ég efast um að hún kunni nokkuð af þeim ljóðum, sem hún hefur lært á liðnum vetrum. Og hver er þá ávinningurinn af þessari kvöð, 'sem börnin verða að undirgangast? Eldri dóttir mín sýnir engin merki þess, að ljóð skipi háan sess í huga henn- ar, enda varla við því að búast, meðan kennsluhættir Skólaljóða eru óbreyttir. — Og nú er yngri dóttir mín byrjuð að feta í fót- spor systur sinnar. Ég efast um, að áhugi hennar fyrir ljóðum, í hvaða formi sem þau eru, verði meiri en hinnar eldri. í þessum málum verður einhver breyting að eiga sér stað, ef við eigum ekki að staðna í hinni gull- fallegu, hefðbundnu ljóðlist, sem æ færri og færri íslendingar spreyta sig á að yrkja. Ef skól- arnir og kennarar þeirra geta ekki vakið áhuga barna fyrir ljóðlistinni, getur enginn það og allra sízt foreldrarnir. En for- eldrarnir geta stuðlað að því, að viðhalda áhuganum og jafnvel aukið hann, eftir að hann hefur verið vakinn. Að lokum vildi ég óska þess, að þessi skrif mín mættu stuðla að því, að tilhögun þessarar um- getnu námsgréinar yrði sem fyrst breytt í samræmi við þaer ályktanir, sem ég ber hér fram. glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2VÍ” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Er ég ekki f vafa um, að sú breyting mundi, . auk þess að öðlast meiri og betri skilning á íslenzkum ljóðum og glæða á- huga þeirra fyrir þeim. Mikla ánægju mundi ég hafa af því, að heyra álit sem flestra foreldra á þessu máli. Fer ég því þess á leit við foreldra barna í efri bekkjum barnaskólanna, að þeir riti mér nokkrar línur og skýri mér frá sínum eigin sjón- armiðum í þessu efni, en ég mun leitast við að fá einhvern hluta bréfanha birtan í blaðinu síðar. Fyrsta vetrardag 1968. Sigurgeir Þorvaldsson, Keflavík. GARÐAR GISLASON HF. 11500 BYGGINGAVÖRUR Múrhúðunarnet Rappnet Lykkjur HVERFISGATA 4-6 GARÐAR GISLASON H F. 11500 BYGGINGAVÖRUR Hnglnskot cnl. 12 & 16 HVERFISGATA 4-6 10 ARA ABYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON *CO HF j 10 ÁRA ÁBYRGÐ Útgerðarmenn Óska eftir viðskiptum við tvo togveiðibáta nú þegar, eða á n.k. vetrarvertíð. Ef óskað er eftir getur aðstoð við línu- og netaútgerð komið til greina. EYJABERG, fiskverkunarstöð, Vestmannaeyjum, símar 1123 og 2291. HEKLA Hagsýn húsmóSir velur börn- um sínum Heklusokka, Heklu- buxur, Heklupeysur og Heklu- úlpur. Hún veit aS nú sem endranær má treysta Heklumerkinu. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.