Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MBÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1968
Simi 22-0-22
Rauðarárstig 31
siM' 1-44-44
mUF/Ðlfí
Hverfisgötu 103.
Siml eftir lokun 31160.
MAGIMÚSAR
iKiPHotn 21 mmar21190
íhir lokun-V 40361
LITLA
BÍLALEIGAN
Bercstaffastræti 11—13.
Hafstætt leicucjald.
Símí 14970
Eftir lokun 14910 effa S174S.
Sicnrður Jónsson.
Gaffullyftari
til sölu
Vel með farinn tveggja tonna
gaffallyftari til sölu. Upplýs-
ingar í síma 14025 milli kl.
17.00 og 18.30.
THHIGE - TITABI
JAFNSTRAUMS- OG
110 - ZZO volt
Stjörnu-þríhyrnings
gangsetjarar fyrir
I - 30 hö.
r V ■ ’s 1
r i LUDVIG STORR . T Á
L 4
Laugavegi 15.
Sími 1-33-33.
0 Vitleysu-örnefni eru
títt notuð
Ofangreinda fyrisögn setur
Steinðór Björnsson frá Gröfbréfi
sínu, sem birtist hér á eftir, þótt
það sé nú réyndar í allralengsta
lagi til þess að geta fengið rúm
í þessum dálkum.
Velvakandi sæll Morgunblaðs-
ins! Að gefnu tilefni í Mbl. 8.
þ.m. hef ég hripað þessar llnur
til að senda þér og bið þig að
koma á framfæri til birtingar.
Því svo virðist sem það, sem þú
kemur á framfæri, komi flestum
fyrir augu. Reyndar sýnist mér
að þú hafir heldur takmarkað
rúm í blaðinu. En gætir þú ekki
fengið lángar greinar birtar ann-
ars staðar í blaðinu og aðeins
vísað á þær, vakið á þeim at-
hygli, í dálkum þínum?
í smá frétt á öftustu síðu í
Mbl. 8. okt. stendur þetta um
bílaveltu: „ .. . missti ökumaður
vald á bíl sínum .... skammt
austan Korpu .... og valt bíll-
inn“
Korpa. Hvað þýðir þetta orð
og er það gamalt í íslenzku máli
eða er það nýtt? — Þessu má
svara með „Já“ í báðum tilfell-
um.
í fornu máli hafa óeðlilegar
fellingar í andlitshúð manna heit
ið: korpa, korpur.
Vafalítið hefur þetta verið sjald
gjæft alla tíð. Orðið hefur því
verið lítið notað og fallið í
gleymsku með tímanum. En allt
af hefur það lifað hér á landi
í einu bæjarnafni. Hefur bærinn
verið kenndur við mann þann,
er líklega hefur byggt þar fyrst-
ur. Maður þessi hefur heitið Úlf-
ur, hefur haft í andliti slíka ó-
eðlilega andlits húðfellingu og
því verið kallaður: Korpuúlfur.
Það nafn hefur auðvitað fljótlega
breytzt í framburði og orðið:
Korpúlfur, — u-ið fallið burtu
á undan ú-inu. Því hefur bærinn,
jörðin, síðan heitið: Korpúlfsstað
ir. Við bæjarnafn þetta munu flest
ir kannast. Og hefur jörð þessi,
þessi bær, verið innan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur síðast lið-
in nærri því þrjátíu ár, — í norð-
austur horninu. En áður hafði
jörðin, og 10 jarðir aðrar verið
frá því skömmu eftir landnáms-
tíð suð-vestasti hluti Mosfells-
sveitarinnar. Sýslumörk milli Gull
bringu- og Kjósar-sýslna voru um
Elliðaárnar þar til nálægt síðustu
aldamótum að þau voru færð —
eftir beiðni Seltjarnarnesshrepps
manna — suð-vestur að Arnar-
nesslæk og þaðan til fjalla um
hreppamörk Seltjarnarness- og
Garða-hreppa. Þá var Reykja-
vík, með þáverandi mörkum, fyr
ir nokkuð löngu orðin sérstakt
lögagnar-umdæmi út úr Seltjarn-
arnesshreppi og Gullbringusýslu.
Um neðan-verða Mosfellssveit,
nú á kafla á mörkum Mosfells-
sveitar og Reykjavíkur, hefur alla
fslands byggð runnið lítil á: Úlf-
arsá. Er hún nefnd í Landnámu
í sambandi við landnám Þórólfs
(?) skeggja, sem að ráði Ingólfs
Arnarsonar „nam land á milli
Úlfarsár og Leiruvogsár og byggð
að Skeggjastöðum". (Ég held að
ég muni þessa setningu orðrétta
þótt ég muni ekki fyrir víst eig-
innafn Skeggja. Og get ekki gáð
að því af því að ég næ ekki,
Skiptafundur
Skiptafundur verður haldinn í þrotabúi Þorkels Helga
Pálssonar, Þin-ghólsbraut 41 Kópavogi, í skrifstofu
réttarins, Digranesvegi 10, miðvikudaginn 27. nóvem-
ber 1968 kl. 14. Meðal annars verður tekin afstaða
til málshöfðunar á hendur búinu.
Skiptaráðandinn í KópavogL
Foreldrar yngstu lesendanna!
Hvetjið börnin til að æfa lestur-
inn vel! Kaupið lesefni við þeirra
hæfi! Annan hvem föstudag
kemur út barnablaðið Lestrar-
hesturinn, sem er sniðið við hæfi
6—9 ára barna. Fyrir utan að
innihalda góða hjálp við lestrar-
námið flytur það uppeldislegar
áiminningar í léttum tón, staf-
setningaræfingar og fl. Herdis
Egilsdóttir, kennari, sér um efnið
og teikningar. Blaðið er 8 síður
og kostar 12 krónur í lausasölu.
Þeir sem gerast vilja fastir
áskrifendur, hrinigi í síma 82143,
eða skrifi Lestr.arfhestinum, Prent
verk hf., Bollholti 6, Reykjavík,
Gleðjið ungu lesendurna með
lestrarefni við þeirra hæfi
sem stendur til bóka minna).
Á þessi er aðeins um 9 km.
að lengd. Hún fellur úr norð-
vestunhorni Hafravatns, rennur
svo mikið til i vestur þar til
hún beygir nærri í vínkil til norð
urs og fellur vestantil í Leir(u)
vog út í Blikastaðavík.
Efsta hluta ár þessarar kynnt-
ist ég þegar á barnsaldri (8—11
ára) og heyrði og lærði þá á
henni nokkur nöfn: Úlfarsfellsá,
Kálfakotsá, Lambhaga, Fossa-
leynisá, Korpúlfsstaðaá (5 nöfn).
Nokkru síðar heyrði ég enn 3
nöfn á ánni: Grafará Reynivatns
á og Óskotsá. 9 km löng smá-á
hafði þarna 8 nöfn og þó ekkert
þeirra hennar rétta nafn.
Löngu síðar skildi ég, að öll
þessi nöfn voru í raun og veru
nöfn vaðanna á ánni, aðeins end-
ingunni: vað verið sleppt, en end
ingunni: á verið skellt við í stað-
inn.
Ég var fluttur að heiman fyrir
nokkru og orðinn búsettur Reyk-
víkingur, orðinn Reykvíkskur,
ekki Reykvískur þegn 1) lík-
lega nær þrítugur, þegar faðir
minn sagði mér eitt sinn rétta
nafn árinnar: Úlfarsá, og hvar
það væri skráð. Hafði hann þá
fyrir nokkru rekizt á nafnið í
Landnámu, sbr. tilvitnunina hér
á undan um landnám Skeggja.
Og fljótlega mun föður mínum
sem hreppstjóra og sýslunefndar
manni m.m. í sveitinni hafa tek-
izt að koma rétta nafninu inn í
flest eða öll opinber plögg sveit-
arinnar og inn í huga og vitund
sveitarfólksins. Svo var líka öll
umferð þá horfin af vöðunum og
komin á brúna, sem þjóðvegur-
inn liggur um, og gerð var á
ána laust neðan við Lambhaga-
vað.
1) Ég hef aldrei verið reyk-
vís, slíkir nógu margir samt St.Bj.
Frá ómunatíð mun einhver lax
veiði hafa verið í neðsta hluta
Úlfarsár, þar sem jarðimar Korp
úlfsstaðir og Blikastaðir, að vest
an og austan, eiga land a* ánni.
En þar sem að bærinn Blikastaðir
sést ekki frá ánni nálægt vaffinu,
sem aðal þjóðvegurinn vestan og
austan lá þarna yfir ána, þá var
vaðið aldrei við þann bæ kennt
heldur aðeins við Korpúlfsstaði,
sem blasti vel við og skammt frá.
Og þá var eins um ána.
Kró til að loka inni í laxa-
torfur, er gengu í árósinn með
flóðum, hafa bændur á þessum
jörðum hlaðið um árósinn nokk-
uð snemma og þá líklega þver-
girt ána nokkru ofar til þess að
ná öllu, sem inn kom. Þannig
hefur verið séð fyrir því að Úlf-
arsá gæti orðið laxá, enda fór
ekki orð af henni sem slíkri.
Og víst sást ekki branda í henni
fyrir ofan Fossaleyni á áratugn-
um £ kringum aldamótin 1900.
En svo er það upp úr þvl, að
bræður tveir, Reykvíkingar, fengu
leyfi til að dorga í Úlfarsá sér
til dægradvalar, og úr því fór
smátt og smátt að „lifna“ I ánni.
Um þetta leyti og upp úr Ev-
rópuófriðnum 1914—18 fara að
koma hér fram LEIK-veiffimenn,
— fína nafnið mun vera: sport-
veiðimenn. (Leik-veiffi kalla ég
það, er menn taka að veiffa að
gamni sínu, drepa sér til gamans,
til ánægju, en ekki af þörf.). Þess
ir menn æfa sig og leika sér
að því aff drepa dýr eyða, tor-
týma lífi dýra. Og smátt og
smátt verður þessi dráps-leikur,
þessi dráps-lyst, finni og finni,
verður móðins og kölluð íþrótt.
Og löngunin vex. Til þess að
tryggja sér að hafa úr sem „mestu
að moða“, nóg til að drepa, fara
veiðimanna-hópar að binda sér
rétt til vissra á-a og svo rækta
þær til fiskigengdar. Við því er
ekki nema gott að segja. Það
likist því að græða upp land til
þess að auka heyaflann. — Þann
ig fór með Úlfarsá.
Eins og ég nefndi fyrr voru
það bræður tveir kaupmenn í
Reykjavík, sem byrjuðu hér á
þessu og leigðu sér neðsta hluta
Úlfarsár, þann hlutann, þar sem
áin hafði lengst verið kölluð:
Korpúlfsstaðaá — eftir Korpúlfe-
staðavaðinu á Úlfarsá. — Vafa-
lítið hafa þeir bræður ekki vitað
um annað nafn á ánni og haldið
að þetta fjögraatkvæða nafn ætti
við ána alla. Ekkert kært sig um
að vita meira.
Smátt og smátt útveguðu bræð-
urnir sér réttinda yfir ánni lengra
uppeftir, svo að þegar þá þraut
við veiði-dundið þá voru þeir
komnir uppfyrir Fossaleynis(vað)
á, upp fyrir Lambhaga(vað)á og
upp fjrrir Grafar(vað)á og farnir
að nálgast Kálfakots- og Reynis-
vatns(vöðin)á. Þar, og áfram upp
eftir allt að útfalls-ósnum úr
Hafravatni, er áin alveg skugga-
hylja-laus og fellur nærri alls-
staðar á meira og minna stór-
gerðum malar-hnullunga flúðum.
Brátt tóku aðrir leik-veiðimenn
við veiðiréttindunum í Úlfarsá
og auðvitað undir gamla, vitlausa
rángnefninu. Þeir voru ekki eins
TÓlyndir og bræðurnir gömlu og
gátu því ekki notast við þetta
lánga 5-atkvæða nafn á ánni:
Korpúlfsstaðaá. Því „bitu þelr
hausinn af, skömminni" og gerðu
á að a, öllu mið-„slenginu“ skirptu
þeir. Þar með var Ulfarsá búin
að fá 10. nafnið: Korpa — ó-
eðlileg húðfelling á andliti manm
Afar eðlilegt nafn á veiðiá!!!
Þetta er ekki einstakt fyrirbæri.
„Víða til þess vott og fann“ þvi
alltaf vex „kássan" af vanhugs-
uðu meiningarlausu staðar-ó-
skyldu örnefnunum sem eru fjarri
því að „beri-staðirnir-nöfn með
rentu“. Og fyrirferðarmest er
„hauguriim“ af síðari-tíma hverfa
og götu-nöfnum hér í Reykjavík,
sem svo bæirnir og þorpin úti
um landið taka eftir og „gleypa
ómelt“, því ,eftir höfðinu dansa
limirnir" — Það er svo gamal-
kunnugt. — Ekkert er litið til
landslags, legu, sögu eða gamalla
örnefna. Þau eru líka líklega
láng-flest „týnd og tröllum sýnd“
í byltinga umróti síðustu ára og
„þeir gömlu“ er þekktu, nær allir
dauðir. Þar af leiðandi verður
þorrinn af þessum nöfnum eins
og ambögur" og „axarsköft" í
ræðu og riti.
Þetta er nú orðið miklu lengra
og meira mál heldur en í upp-
hafi var ætlað — hef fléttað svo
mörgu sögu-legu inn í — og er
því bezt að setja hér „punkt"
með vísukorni Morgunblaðsins 11.
okt. 1968:
„Ef þú vildir, vinur minn,
vera‘ í nokkru prýði
stundaðu' allan aldur þinn
axarskafta smíði"
E.M. Canada."
Og munið nú öll — einkum
fréttamenn blaða — að árheitiff:
,KORPA“ er vitleysa, og að áin
heitir ÚLFARSÁ. Svo og að þjóð
vegurinn Vestur-Norður yfir ána
hefur síðan 1903—‘04 legið um brú
(upphaflega trébrú, sem Einar
heit. Finnsson, frá Meðalfelli, vega
verkstjóri, teiknaði í febr.— marz
1901) og sett var á ána laust
neðan við Lambhagavaffiff á Úlf-
arsá.
Steindór Björnsson
frá Gröf.
Nuddkona óskast strax
Sími 24077