Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1968 // Ég er guð vítisloganna" Á slóðum — segir Arthur Brown SAGAN HERMIR, að Arthur Brown hafi faeðzt í þennan heim árið 1868 og sé kominn í beinan karllegg af einum ridd- ara hringborðsins. Samkvsemt því á Arthur að vera 100 ára gamall, en eftir að hafa verið öskrandi kúreki í sirkus Buff- alo Bills, djöfladansari á Haiti, hirðdama hjá Victoriu Engla- drottningu og aðstoðarmaður sál fræðingsins Freud, seldi hann gömlum galdrakarli sálu sína og vísdóm og hlaut í staðinnblóma og hamingju æskunnar. Arthur var mjög ánægður með verzlun þessa, því að andi föður hans hafði sem sé sagt honum árið áður, að atburðir miklir og merkilegir myndu gerast á því herrans árið 1968 eður 1969. ,,Faðir minn ruglaðist svo árans oft á ártölum,“ útskýrir Arthur með vinsemd mikilli. Svona sögu á víst aldrei að bera á borð fyrir lesendur, því að þeir hrista bara höfuðið og tauta, að reynt sé verið að koma þessum hérna galdramálum aft- ur í tízku. Þess vegna er líka til dálítið trúverðugri saga um sokkabandsár Arthurs og inn- reið hans í heim vorn. Þann 24. júní 1944 eignuðust herra Fet- er Wiltons og frú hans, Monica frá Whitby í landi Engilsaxa, yndisfagran son, hvern hjóna- kornin ákváðu að skírður skyldi Arthur, hvað var svo staðfest mánuði síðar með vígðu vatni. Eigi fara sögur af frumbernsku hans, en alla vegana óx dreng- ur úr grasi og gekk í skóla, sem og önnur mannanna börn. En hann var ekkert sérdeilis nám- fús, einkum var vinátta hans við landafræðina takmörkuð: „Harold Wilson yrði betri stjórnmálamaður, ef hann færi að dansa á hnjánum.“ það fag hataði hann eins og pestina. En sem vasaþjófur sýndi hann aftur á móti ótvíræða hæfi leika. Svo leikinn var Arthur í þessari gömlu atvinnugrein, að hann ku hafa stolið fótbolta fyr ir framan nösina á afgreiðslu- manni einum án þess að hafa nokkuð til að fela hann í. Fékk hann brátt auknefnið „Fingers" hjá félögum sínum. Er Arthur hafði komizt klakk laust í gegnum tízku þá, sem fylgdi Tony Curtis (sitt, dökkt hár með mikilli feiti og tann- kremsbros) og síðustu dauða- teygur rocktímabilsins, fékk hann óstjórnlega löngun til að nema sálarfræði. Fyrirlitn- ingunni gagnvart skólanáminu var á burt ekið: stráksi lauk stúdentsprófi og hóf lesningu heimspeki við Oxford-háskólann. En eigi getum vér kinn- roðalaust sagt, að sú för hafi verið til fjár eður frama, því að Arthur tók á sprett frá öllum skólaaga, eftir að hafa háð nokkrar munnorrustur um beat- nick-sjónarmið Allan Ginsburgs og afstæðra skoðanabræðra hans bandarískra. Hóf Arthur nú nauðugur viljugur baráttu sína í atvinnulífinu. Hafði hann ým- ist sand af seðlum millum hand- anna eða minna en ekkert. Vann hann að ýmsum störfum gagn- legum þjóð sinni og föðurlandi, þó matarílát, starfaði sem ösku- karl og opinber salernisvörður, seldi alfræðiorðabækur, athug- aði sölumöguleika á hinum ýmsu vörum og pakkaði inn bókum. í tómstundum sínum tilbað Art- hur konur og zenbúddisma, hóf andlega íhugun og las sér til fróðleik um hinar flóknu stefn- ur og tilbrigði stjórnmálanna. Þá gerðist það mitt í hinni al- kunnu ringulreið þessara ára, sem nú ríða berbakt yfir öld- ina, að Arthur gein við tilboði hljómsveitar einnar, er bauð að veita honum og hans eldfjöruga (í bókstaflegri merkingu) skáld skap útrás. Og er Arthur hafði troðið nokkrum sinnum upp, var œskunnar I UMSJA Stefóns Halldórssonar og Trausta Valssonar hann „uppgötvaður“ af kaup- héðnum þeim, sem standa á bak við the Who. Sviðsframkoma Arthurs og hljómsveitar hans, the Crazy World of Arthur Brown, er hin furðulegasta, svo ekki sé meira sagt. Vér skulum líta inn á hljómleika hjá þeim félögum. Eft ir tíu mínútna samspil orgels- leikara og spriklandi trymbils, svo ægilegs, að oss rennur kalt vatn milli skinns og hörunds (það getur jafnvel komið hár- inu til að rísa á sköllóttum manni), heldur Arthur innreið sína á sviðið. Líkist hann einna mest gullgerðarmanni á miðöld- um, klæddur svartri asbest- kápu, er hann dregur á eftirsér. Litir andlitsins eru tveir, mjalla Auöur þeirra yrði 40 sinnum hærri en Hallgrímskirkja - ef honum væri sfaflnð upp í pundseðlum ÞAð VAR árið 1966, sem Bítlarnir John og Paul öðl- uðust titilinn: Milljónerar. Þegar það fréttist, byrjuðu enskir fjármálaspekingar að reikna út tekjur hljómsveit- arinnar. En Liverpool-dreng- irnir eru jafn fámálir um fjármál sín sem þeir eru marg orðir og berorðir um afstöðu sina til styrjalda og ensku biskupakirkjunnar, ung sína eigin hagi og viðhorfin til deyfilyfja og heimspeki og lífsins yfirleitt. George svar- aði einu sinni: „Ég hef reynt að finna út, hve mikið ég hef unnið mér inn. En ég gafst upp — Það er svo flókið.“ Og Epstein svar- aði á sama hátt: „Það er við- fangsefni, sem ég brýt ekki heilann um.“ John sagði: „Ég er svo fjarskalega Hla að mér í reikningi. Ég tel ekki peningana mína, ég vikta þá“. í september 1967 höfðu svo margir hlotið höfuðverk af þessum heilabrotum, að enska vikublaðið „Weekend" tók sig til og reyndi að komast til botns í þessu máli. Samkvæmt þeirra reikning um höfðu the Beatles þénað fyrir tveimur árum síðan 6200 milljónir króna ( (6200000000) — að frádregnum kostnaði (skv. núverandi gengi). Það gera 1550 milljónir til hvers þeirra. Ef þessum krónum væri breytt í pundseðla, og þeim síðan raðað ofan á hvern annan, myndi sú vega- lengd, sem þá kæmi út, svara til tveggja km. Er það 40 sinnum hærra en Hallgríms- kirkja, þegar hún hæst verð- ur. Ef John Lennon gerði sér það ómak að telja aðeins sinn hluta, myndi það taka hann fjóra mánuði — svo framarlega sem hann teldi tvo pundseðla á sekúundu. Verði honum að góðu. Byrjunarlaun þeirra Pauls og Johns voru 25 krónur fyr- ir kvöldið á skólaballi í Liv- erpool. f Hamborg fengu þeir sérdeihs miklu hærri laun, 3500 kr. á viku, sem skipt- ist miHi fimm manna. Nú er öldin önnur — og launin. Plötusalan nam fyrir tveimur árum 2300 milljónum kr. til þeirra fjórmenninga. Aðrar tekjur samfara plötu- sölunni hljóða upp á 16500 mUljónir kr. Þá höfðu þeir selt 250 milljónir platna. „Ser geant Pepper’s Lonely He- arts Club Band“-platan þeirra, sem út kom í íyrra, hefur aukið plötuhagnaðinn a. m. k. um 1200 milljónir. The Beatles hættu öllum hljómleikaferðum eftir hina mjög svo velheppnuðu hljóm- leikaför til Bandaríkjanna. Þá höfðu þeir gefið sín yeah á 350 hljómleikum. Reiknað í peningum: 1100 milljón kr. hagnaður. í Bandaríkjaferð- inni fengu þeir rúmar 16,5 mflljónir fyrir leik York, eða u. þ. b. 360.000 kr. á mínútu. Ferðin öll gaf þeim 70 milljónir. Það er svo sem hægt að skilja hótelstjórann í Kansas City, er kveinkaði sér við að selja aðdáenda þeirra lökin, sem þeir sváfu á, fyrir aðeins 60.000 kr. John Lennon er ekkert sér staklega vel að sér í frádrætti og samlagningu. Hann kýs heldur að vikta peningana sína. Tvær fyrstu Bítlakvik- myndirnar, „A Hard Day‘s Night“ og „Help!“ skiluðu í hagnað 700 miUjónum kr. Framleiðslukostnaður „A Hard Day‘s Night“ var skitn ar fimmtíu milljónir, og fyrir „Help“! var hann tæpar eitt hundrað milljónir kr. — hreinir smámunir! Enn ein stór-tekjulindin er útgáfuréttur Bítla-blaðanna. Hann hefur fyrirtækið North ern Songs Ltd., sem Bítarn- ir eiga svo að nokkru leyti. Þrír þeirra — Ringo undan- skilinn — eiga 45%. hluta- bréfanna. Arðurinn þar var fyrir tveimur árum orðinn 530 milljónir kr. Fjármála- spekúlantar segja, að þá tölu megi margfalda með tveim að stuttum tíma Uðnum. Dick James, einn hinna fjölmörgu umboðsmanna þeirra, segir, að á hverri einustu mínútu sól- arhringsins sé einhvers stað ar í heiminum verið að spila Lennon-McCartney-lag. Það, sem búið er að telja upp, eru aðeins helztu tekju- lindir fjórmenninganna heims frægu. George á t.d. sitt eig- ið fyrirtæki, Harrison Ltd., og Ringo á byggingarfyrir- tæki. Bítlarnir eru eigendur risakjörbúða — og núna á þessu ári hafa þeir sett á laggirnar samsteypuna Apple. Hún samanstendur af Apple- búðum, fyrirtækinu Apple Music Publishing, plötuútgáf unni Apple Records, Apple Films og Apple Electronics. Þá hefur John þénað per- sónulega tæpar fimm milljón ir kr. á bókum sínum tveim. Bítlarnir borga umboðs- mönnum sínum 25prs. af hagn aðinum — en refir eru þeir, því að þeir fá 2i% aftur, þar sem þeir eiga hlut í um- boðsmannafélaginu! Þegar Brian Epstein, aðal- umboðsmaður þeirra lézt í sept 1967, stóð hann svo sann arlega ekki á skyrtunni einni saman; hann skildi litlar 1600 miUjónir kr. eftir hérna mtg- in grafar. Það eru Paul og John, sem eru ríkustu Bítlarnir. Svo ríkir, að Northern Songs Ltd. hafði líftryggt þá fyrir 120 milljónir kr. árið 1965. Já, er það nema von, þótt maður fái hausverk af öllum þessum tölum. En í alvöru: Það þyrfti ekki margar svona hljómsveitir til þess að halda íslenzka rikinu uppi. hvítt og kolsvart (sjá mynd). Á höfðinu ber Arthur hjálm einn mikinn, hvar í gulir logarbregða sér á leik, hoppandi og sindr- andi, eins og í takti við trommu- slög , Carl Palmers. The Crazy World Of Arthur Brown er svo sannarlega réttnefni á hljóm- sveit þessari. Á mikilli músík-hátið eigi alls fyrir löngu gerðist það, að madd ama Óheppni sá sér leik á borði og kveikti í villtum lokkum Art- hurs, svo að mikfll hluti hárs- ins sviðnaði af. Það, sem bjarg- aði höfuðleðri hans í það skipt- ið frá vítislogum, voru tvær bjórflöskur. En the Crazy World Of Art- hur Brown heldur krossferðinni áfram. „Pop-músikin skiptir geysimiklu máli í dag,“ segir Arthur, „hún er eitt af mikil- vægustu sambandskerfunum 1 nútíma þjóðfélagi. E.t.v. það allra mikilvægasta. Kaupsýslumennir nir hafa komið sínum skoðunum á framfæri í blöðum og sjón- varpi með hjálp peningavalds- ins, en pop-músikin er aleinasta tjáningaform á skoðunum æsk- unnar í dag“. Þessi mynd var tekin á afmælis- móti Víkings hinn 7. þ.m., en þá léku sér og áhorfendum tU skemmtunar Lúðrasveitin og Hljómar. Myndin sýnir hinn vin- sæla Rúnar Júlíusson, en hann var á sínum tíma einn af snjöH- ustu knattspyrnumönnum lands- ins. Núna undir mánaðamótunum er væntanleg á markaðinn 12- laga Hljóm-plata í stereó. Platan var hljóðrituð I London. Þor- steinn Eggertsson samdi alla textana, en sex lög plötunnar eru eftir Gunnar Þórðarson. Ekki höfum við heyrt plötuna, en tefán Jökulsson, fyrrverandi trybill í Oríon sagði okkur, aS hann hefði hlustað á nokkur lag- anna og lét vel yfir þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.