Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.11.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1068 5 Hver tekur eftir? í BLAðl yðar dags. 2. okt. birt- ist vel skrifuð grein undir fyr- irsögninni: „Víðtæka framkvæmdaáætlun þarf í ferðaniannai3naðinum“ og er hún undirskrifuð af „G“ og er miður farið, að svo víðsýnn maður skuli skrifa undir dul- nefni, því að gjarnan vildi ég hafa við hann samræður og fræð ast af honum. Þessa grein álít ég eina beztu grein, sem skrifuð hefur verið um aðdrátt útlendra ferðamanna til landsins og möguleika til að skapa arðvænlegan atvinnuveg fyrir þjóðina, og þar með tryggja betur efnahagsafkomu landsmanna á aflaleysisárum sjá- varútvegsins. Eins og „G“ bend ir á eru þessi fangbrögð okkar íslendinga við sjóinn alltof skeikul og óviss. Morgunblaðið sagði í dag á síðustu síðu „síldin horfin" og lýkur með þessari setningu: „búast sjó- menn við því, að síldin komi aft- ur“. Það er tvennt ólíkt að „búast við“ eða vita með vissu. Stað- reyndin er, að bæði sild- og fisk veiðar okkar yfirleitt eru ótrygg ar, bundnar við okkar óstöðugu veðráttu og ótryggar síldar- og fiskigöngur. Það er því óörugt og háð of mikulm sveiflum á aflabrögðum og útflutningsverð mæti afurðanna, að byggja af- korou landsmanna í svo ríkum mæli, sem 'hingað til hefur verið gert, á svo einhæfum og á- hættusömum atvinnuvegi, ef við gerum áframhaldandi kröfur til að lifa sómasamlegu menn- ingarlífi og þar með hafa ráð á að viðhalda frjálsri verzlun og viðskiptum við útlönd með næg- um handbærum útlendum gjald- eyri. Fyrir aðeins tæpum tveimur árum var því yfirlýst, að gjald- eyrisforði landsmanna væri um 2000 milljónir króna, en í dag mun nærri láta, að þessi sjóður sé svo til horfinn, vegna afla- brests og verðfalls á okkar að- al útflutningsvörum, fisk- og síldarafurðum. Við slíkar sveifl ur og öryggisleysi getur þjóðin tæplega sætt sig til lengdar, hér er allt of mikið í húfi fyrir alla landsmenn, vegna of einhæfra út flutnir.gsverðmæta. Nú eru liðin um 8 ár síðan Morgunblaðið vinsamlegast birti fyrstu grein mína um möguleika á að gera ísland að eftirsóttu ferðamannalandi og síðan hefi ég skrifað nokkrar greinar, sem fá- ir hafa veitt athygli, aðrir en kunningjai mínir og þeir land- ar, er vilja hafa allt landið fyr- ir sig, og helzt ekki sjá neinn útlendan ferðamann. Það er því stór ánægja fyrir mig að veita athygli hve vel og rökfast „G“ hefur skrifað um málið og er það von mín, að sem flestir hafi lesið grein hans og að áhrifa- menn í ferðamálum, svo og kaup sýslumenn og félög taki upp markvissa baráttu um framgang málsins. Ég er vissulega samþykkur „G“ í því, að öræfi landsins og heitir hverir okkar hafa stór- kostlegt aðdráttarafl fyrir út- lenda ferðamenn og ætti vissu- lega að stefna að því, að stað- setja 50 til 200 manna gistihús (hve mörg verður um efni og á- stæður að ræða) á hálendi lands ins, þar sem jarðhiti er nógur til að hafa sundlaugar, leirböð og leikvelli fyrir tennis, mini golf, cricket og marga aðra leilci, sem hægt væri að leika undir plast- eða glerþaki. Væri hægt að hafa þar gerfi háfjallasólir, til að fólkið gæti fengið þann lit á hör undið eins og það óskar, líkt og í suðurlöndum á sólskinsríkum baðströndum. Þetta getum við boðið upp á, sem er einstakt á okkar breiddargráðu, vegna hins ótakmarkaða jarðhita, sem kostar ekki neitt eftir hann er virkjaður. Öll þessi gistihús ættu að hafa herbergi sniðin við rekstur fyrir tvennt í herbergi, en vera hægt að leigja þau út fyrir einn við sanngjörnu milli- verði. Við enda Kleifarvatns ætti að rísa stórt gistihús fyrir minnst 5 til 600 gesti í svipuð- um sniðum, aðeins fullkomnara hvað öll þægindi snertir, sér- staka heilsudeild fyrir efnað fólk, er þess óskar, með gufu- böðum, leirböðum, nuddstofum, sérstöku mataræði og æfingum fyrir veiklað fólk undir ströngu lækniseftirliti. Vatnið mætti nota til siglinga á sumrum, skauta- ferða og sleða kappaksturs á vetrum. Skíðaferðir má og oft stunda á heiðinni austan vatns- ins. Þetta gistihús (ætti að vera okkar tilraun til að draga efn- aða ferðamenn að og þarf það því að hafa upp á góða skemmti krafta að bjóða og veita yfir- höfuð þá fullkomnustu skemmt- anaþjónustu, sem nokkursstaðar er að finna. Það er ekki hægt fyrir okkur að leggja útlendum ferðamönnum neinar lífsreglur um hneigð þeirra til skemmtana og hvernig þeir eiga að eyða fjármunum sínum, heldur hafa allt á boðstólum, er þeir óska að eyða fé sínu fyrir, þeim mun meira, þeim mun betra fyrir gistihúsið. Ég er viss um, að með góðri auglýsingastarfsemi gæti slíkt gistihús verið fullt af gest- um árið um kring, því ég er viss um að margir efnaðir ferðamenn vildu eins leggja leið sína til ís- lands eins og t.d. til Monte Carlo (ef til vill ættum við að hafa þarna spilabanka) og eyða pen- ingum sínum á ævintýrastað, sem þeir hafa ekki séð áður. Ég er þeirrar skoðunar, að ríkis- valdið ætti að styrkja einstakl- inga með hagfeldum lánum til uppbyggingar slíks reksturs, þar í falið gistihús á hálendi ís- lands. Það er eins vitlegt líka af bönkunum að lána í slíkan rekstur eins og byggingu síldar- verksmiðja, sem stundum ekki einu sinni komast í gang, eða eru ekki reknar tímunum saman vegna aflabrests. Að kaupa 100 nýja fiskibáta er ekki lausnin á vandamálum hagkerfis landsins, þegar oft er ekki hægt að selja afla þeirra með hagnaði fyrir þjóðarbúið. Gistihúsin ættu að háfa sam- eiginlega þyrlu þjónustu (heli- copter) til að flytja fólk á milli staða fljótt og vel. Þjónusta í þessu er nauðsynleg, Helzt ætti að koma þessum gistihúsarekstri upp með söfnun hlutafjárs frá hinum almenna borgara í þjóðfélagi voru, því sem víðtækust þátttaka ætti að vera meðal þegna landsins að vera þátttakendur í þessari upp byggingu, til gróðavonar fyrir sjálfa sig í framtíðinni í sam- bandi við arð af rekstrinum og þegnskap að hrinda þjóðfélags- legu nauðsynjamáli í fram- kvæmd. Ríkisvaldið ætti hér að vera veruleg lyftistöng með að taka upp nýjar reglur í sambandi við skráningu sérstaks gengis á er- lendum ferðamanna gjaldeyri. Vegna dýrtíðarinnar hér, í sam- bandi við kosinað á húsnæði, mat og þjónustu á gistihúsum er ísland meðal hinna dýrari ferða mannalanda í dag og væri ekki nema eðlilegt að ríkið styddi þetta mál með lægra gengi á ís- lenzku krónunni til erlendra ferðamanna upp í 50 prs. til að hjálpa gistihúsunum að hafa sem bezta herbergisnýtingu. Þessi eftirgjöf á ódýrari krónu mundi margfaldlega koma til baka, vegna aukins ferðamanna straums, sölu á okkar innlendu afurðum til þeirra í fullbúnum mat á matsöluhússverði, þjónustu á gistihúsum, ferðum þeirra um landið og íslenzkum framleiðslu vöru er þeir mundu kaupa til heimflutnings. Þetta mundi verða veruleg lyftistöng fyrir margs- konar framleiðslu og þjónustu, sem nú er fyrir hendi hér, en annars á erfitt uppdráttar. Það er hagfeldara fyrir okkur að láta erlenda ferðamenn koma hingað og borða okkar land- og sjávarafurðir á fullu matsölu hússverði, en flytja þessar vörur út með stórum niðurgreiðslum, til þess að þær séu samkeppnisfær ar á útlendum markaði. Ég held að ,,G“ taki of grunnt í árinni að tala um 100 milljón kr. tekjur af eri. ferðamönnum 1067. Ef ég man rétt var sú tala samkv. fréttum dagblaðanna um 260 milljónir og hlýtur þá að vera miðað við raunverulegar gjaldeyristekjur, er bankarnir hafa fram talið. Rétt mun það vera er „GWW vitnar í að hér hafi komið um 38.000 erl. ferða- menn 1967 og mundi þá láta nærri að hver ferðamaður hefði eytt kr. 2.700.00 samkv. hans út réikningi. Þetta er allt of lág og óhugsanleg tala. Ekki er vafi á að jafnvel hinar opinberu skýrsl ur eru allt of lágar miðað við eyðslu erl. ferðamanna hér, því mjög margir ferðamenn skipta ekki sínum gjaldeyri öllum í bönk um, heldur í verzlunum og fyrir þjónustu, er þeir kaupa hér og þar. Fullvíst er þó að hinn er- Framhald á bis. 14 Anægður með Dralon Sölustjórinn Þorsteinn Þorsteins- son ber ábyrgð~a~þvi. hvort sala "fýrirtækisins i ár ~eráur meiri en hún var i fyrra. Hann hefur tekið mikið af litmyndum á ferðum sínum erlendis, til þess að geta á þann hátt sýnt fjölskyldu sinni hvað fyrir augu ber, þegar hann er að heiman. Hánn safnar gömlum bókum og á bókasafn, sem margir öfunda hann af. Hann veit, að sanna ánægju hefur maður aðeins af því bezta. Þannig er það einnig þegar um er að ræða peysu eins og þessa Öralon-peysu frá Heklu. Það gerir ekkert til þó hún sé þvegin í þvottavél. Ðralon hentar alltaf. Það heldur sínum faliegu björtu litum, lögun og stærð, þvott eftir þvott. Prjónavörur úr Dralon ... úrvals trefjaefninu frá Bayer... eru alltaf i hæsta gæðaflokki. Þetta kunna vandlátir karlmenn að meta. dralori BAYER Úrvals trefjaefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.