Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1068 niðri á horninu á Wallace breið- götunni. Og hún hefur ekki haft neitt samband við ykkur síðan? — Nei, ég skil ekki, að henni finnist nein ástæða til að vera að skrifa okkur. — Var nokkuð rætt um skiln- að? — Ég er búin að segja yður, að við erum kaþólsk. Auk þess er sonur minn ekkert að hugsa til hjúskapar héðan af. En ég skil ekki enn, hvaða erindi lögregl- an getur átt við okkur. — Mig langar að spyrja yður, frú, nákvæmlega hvað gerðist á þriðjudagskvöld. Andartak. Þið hafið stúlku, er ekki svo? — Nei. Eugénie hreingerninga konan, er hér aðeins frá níu til fimm. — Er hún hérna í dag? — Nei, þér hafi hitt á frídag- inn hennar, en hún verður hér á morgun. — Á hún heima hérna í ná- grenninu? — Hún á heima í Puteaux, handan við ána. Uppi yfir járn- vörubúð, beint fyrir brúnni. — Hún hefur sjálfsagt hjá'lpað tengdadóttur yðar að pakka? — Hún bar farangurinn henn ar niður. — Hve mörg stykki? — Eitt kofort og tvæi töskur, nákvæmlega til tekið En svo var líka skartgripaskrín og snyrtivörukassi. — Og fór Eugénie klukkan fimm, eins og venjulega? — Já, það gerði hún. Afsakið ef ég er eitthvað rugluð, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég er yfir- heyrð svona og ég skal játa, að. . . — Fór sonur yðar út þetta kvöld? — Hvenær kvöldsins, eigið þér við? — Við skulum segja fyrir kvöldmat. — Hann fór út að ganga eins og hann var vanur. — Hann hefur sjálfsagt far- ið að fá sér eitt glas? — Hann drekkur ekki — Aldrei? — Ekkert annað en eitt glas af víni með mat, og það vatns- blandað. Og sízt af öllu þetta hræðilega, sem menn eru að hvolfa í sig fyrir mat. Maigret þóttist finna Pernod- þefinn úr yfirskegginu á Boissi- er, sem sat þarna eins og brúða. Við settumst við matborðið strax þegar hann kom inn. Hann gengur al'ltaf sama vegarspott- ann. Þetta varð að vana hjá honum, meðan við höfðum hund, sem purfti að hreyfa daglega á vissum tíma og þannig komst þetta upp í vana hjá honum. — Þið hafið þá ekki hund lengur? — Nei, ekki síðan Bíbí dó, fyrir fjórum árum. — Eða kött? — Tengdadóttir mín hafði ó- beit á köttum. Þér sjáið þarna, að ég tala um hana í liðinni tíð, og það er vegna þess, að þann- ig hugsum við um hana. — Og þið borðuðuð saman öll þrjú? — Já, María kom niður rétt þegar verið var að bera fram súpuna. — Og þið rifuzt ekkert? — Alls ekki. Enginn sagði orð undir borðum. En ég vissi ósköp vel, að Guillaume var órólegur í skapinu. f fljótu bragði virð- ist hann kaldur, en raunveru- lega er hann af skaplega til- finninganæmur drengur. En þeg ar maður er búinn að lifa í ná- inni sambúð við einhvern í tvö ár. . . Maigret og Boissier höfðu ekkert heyrt. En gamla konan hafði skarpa heyrn. Hún laut höfði, rétt eins og hún væri að hlusta. En það var misskilning- ur og Maigret stóð á fætur og opnaði dyrnar. Þar stóð maður sem var stærri á alla vegu en Maigret sjálfur, og dálítið skömmustulegur, því að hann hafði sýnilega legið á hleri nokkra stund. Móðir hans hafði sagt satt, að hann hefði verið að 'leggja sig. Þunnt hárið á honum var úfið og hékk niður á ennið, hann hafði troðið hvítri skyrtunni niður í buxurnar og kraginn 10 var enn óhnepptur. Og hann var í inniskóm. — Viljið þér ekki koma inn, hr. Serre? sagði_ Maigret. — Afsakið! Ég heyrði manna mál og hélt. . . Hann talaði stillilega, og leit seinlega á þá sem inni voru á víxl. — Þessir herrar eru frá lög- reglunni, sagði móðir hans og stóð upp. Hann bað ekki um neina skýr ingu, en starði á þá aftur og hneppti að sér skyrtunni — Frú Serre var að segja mér Yspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður fimmtudaginn 21. nóvember kl. 21.30 í Sjálfstæðishúsinu. Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar. ___ NEFNDIN. I Orðsending til eigenda og vélstjnra Caterpillar-sjóvéla Ákveðið hefur verið að efna til þriggja daga námskeiðs sem sérstaklega er ætlað vélstjórum og eigendum CATERPILLAR-sjóvéla. Mun námskeiðið verða haldið dagana 11., 12. og 13. des. nk. í skólastofu okkar að Laugavegi 170. Þeir sem hug hafa á að sækja námskeiðið vinsamlega láti skrá sig eigi síðar en þriðjudaginn 3. desember næstkomandi. Oaterpifl!lair og CAT enu skrásetl vörurnerki. HEKLA hf Laugavegi 170-172 Simi 21240 .. . ■• jj :.■•■' - t ,■-- k CATERPILLAR að konan yðar hafi farið í fyrradag. \ Nú leit hann á gömlu konuna og hleypti ofurlítið brúnum. Stór skrokkurinn á honum var kvap- kenndur eins og andlitið en ólíkt mörgum feitum mönnum virtist hann ekki neitt léttur í hreyfingum. Hörundsliturinn var mjög fölur og gugginn og ofur- litlir hártoppar stóðu út úr nös- unum og augnabrýrnar voru mjög loðnar. — Hvað vilja þessir herrar eiginlega? spurði hann settlega. — Það veit ég ekki. Jafnvel Maigret komst í hálf- gerð vandræði. Boissier velti því fyrir sér, hvernig yfirmaður sinn færi að því að sleppa út úr þessu. Þetta var ekki fólk, sem hægt væri að beita þriðju gráðunni við. — Sannast að segja, hr. Serre þá barst konan yðar í tal af ti'l- viljun. Móðir yðar sagði okkur, að sér hefðuð lagt yður, og svo skröfuðum dálítið samar, meðan við biðum eftir yður. Við erum hér starfsbróðir minn og ég (Boissier var svo hrifinn af þessu starfsbróðurnafni) —ein- faldlega vegna þess, að við höf- um orðið þess vísari, að þér haf- ið orðið fyrir innbrotstilraun. Serre var ekki sá maður, að hann þyrfti að líta undan. Öðru nær, því að hann glápti á Mai- gret, eins og hann ætlaði að lesa innstu hugrenningar hans. — Hvernig datt yður það í hug? — Við fáum stundum trúnað- ar-upplýsingar. — Þér eigið náttúrlega við lögregluþefara? — Já, við getum orðað það þannig. — Afsakið, herrar mínir. — Hefur þá ekki verið brot- izt inn í húsið yðar? — Hefði svo verið, hefði ég ekki látið á mér standa að leggja inn kæru hjá lögreglunni á staðn um. Hann var ekkert að reyna að vera kurteis, og aldrei hafði brugðið fyrir brosi í svip hans. — En þér eigið samt sem áð- ur peningaskáp? — Ég held ég væri í fullum rétti til að neita að svara því. En ég get þar fyrir sagt yður að þannig skáp á ég. Móðir hans var að reyna að gefa honum einhverjar bending- ar — senniflega um að vera ekki svona geðvondur. Hann fann þetta og var áfram þögull. 20. NÓVEMBER Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Því vinnusamari sem þú ert, þeim mun meira fjarlægist róman- :íkin. Stilltu þig og hvíldu dálítið á tilhugalífi. Nautið, 20. apríl — 20. maí Vertu áfram jafn ópersónulegur, og e.t.v. dálítið stífur. Þér gengur betur, ef þú gerir ekki ráð fyrir aðstoð. Tvíburarnir, 21. mai — 20. júní Dálítið blendinn dagur. Ekki er svo með öllu illt. Að minnsta kosti er þér ljóst, að maka þínum stendur ekki á sama. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Auðveldara er að eiga við ókunnuga, en ættingja. Einbeittu þér að starfi þínu, og eyddu kvöldinu í að sinna þvi. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Gerðu þitt til þess að fólk megi sem bezt samlagast. Allir munu reyna að glepja þig. Meyjan, 23. ágúst — 22. september Arðvænlegt að hygla að eignum sínum. Rómantíkin getur ver- ið þreytandi, og kannski dálítið mislit, ef áherzla er lögð á hana. Leggðu einkamálin á hilluna í bili. Vogin, 23. september — 22. október Leynimakk á hvergi upp á háborðið, því að von bráðar kemst allt upp, og þú stendur berskjaldaður. Friðmælztu. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Efnishyggjan blómstrar. Rómantíkin er eilítið bæld. Sérstakt lag þarf í umgengni við ættingjana og tengdafólkið. Bogamaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Ef þú biður beinlínis um aðstoð, færðu miklu meira, en þér datt í hug. Allir koma til hjálpar. Njóttu ólátanna. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Samvinnan byggist á því, hvað þú vilt ganga langt til móts við aðra. Ef þú getur staðið einn, skaltu reyna eitthvað nýtt. Og í stað þess r.ð spyrja, skaltu hugsa um þessa tilraun þína til enda.. . einn. Vatnsberinn, 20.janúar — 18. febrúar Óvæntar erjur koma til skjalanna. Semdu með fullum virðu- leika. Gott kvöld til að kynnast nýju fólki. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Eyddu kröftunum í að fylgja eftir. Illa gengur í rómantík- inni og félagslífinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.