Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 3 SVAVAR Guðnason, listmál- ari, mun sýna allmörg verk sín um vikutíma í nýbygg- ingu Menntaskólans í Reykja vík. Verður sýningin opnuð kl. 4 síðdegis í dag. Hún er haldin á vegum Listafélags MR. Blaðamaður Morgunblaðsins leit inn í sýningarsalinn í gær og var Svavar þá að hengja upp myndir sínar og naut hann aðstoðar pilta úr Listafélaginu. Svavar Guðnason sagði, að 37 myndir yrðu á sýningunni þar af hefði um helmingur þeirra ekki verið sýndur áð- ur. Myndirnar eru frá ýms- um tímum, þær nýjustu frá því í sumar, en nokkrar þær eldri hafa ekki sézt opinber- lega áður. Síðasta sýning Svavars hér á landi var haldin í Listasafni Listamaðurinn kemur fyrir myndinni „Tunglna“ og nýtur aðstoðar Gústafs A. Skúlasonar (t.v.) formanns Listafélaga MR, og Ólafs Guðgeirssonar (t.h.) formanns myndlistardeildar Listafélagsins. „Mér finnst ég þurfa að mála fleiri myndir" Segir Svavar Gubnason, sem sýnir 37 verk i nýbyggingu MR ríkisins um áramótin 1960-61. Hins vegar hefur listamaður- inn svnt verk sín erlendis nokkrum sinnum frá þeim tíma, nú síðast hjá Grönning- Svavar við eitt verka sinna á sýningunni, „Verndarandi“ kallar hann það. Ljósm. Sv. Þ. en í Kaupmannahöfn í byrj- un þessa árs. Svavar hefur iðulega tekið þátt í sýningum Grönningen-samtakanna, sem hafa starfað í meira en hálfa öld. Einn íslenzkur málari hef ur verið meðlimur í Grönn- ingen auk Svavars, en hann var Jón Stefánsson. Svavar skýrði frá því, að honum hafi verið boðið að taka þátt í sýningu Grönning- en í janúar n.k., en hann kvaðst ekki viss um að hann gæti það. Það færi talsverður tími í sýningarstúss, en „mér finnst að ég þurfi að mála fleiri myndir á næstunni", sagði Svavar. Svavar var spurður um bók þá, sem Halldór Laxness hef- ur skrifað um hann fyrir Gyld endal. Hann sagði, að bókin hefði komið út í byrjun nóv- ember í flokknum „Vor tids kunst (List vorra tíma)“ og væri 67. bókin í þeim flokki. Listamaðurinn kvaðst mjög ánægður með bókina, en í henni eru ca. 30 myndir. „Mér er sönn áængja að verða við óskum Listafélags MR um að sýna verk mín hér. Það er menningarlegt starf, sem unga fólkið í Listafélag- inu hefur tekið sér fyrir hend ur. Þetta er myndarlegt og vakandi fólk. Það er vafa- samt, að á einum stað, jafn- litlum bletti, séu jafn vak- andi sálir og spenntar af á- huga“, sagði Svavar Guðna- son. „Og það er gott fyrir gamla fauska að komast í sam band við svona áhugasamt ungt fólk“, bætti hann við. Sýning Svavars Guðnason- ar í nýbyggingu MR verður opin frá kl. 2—22 á degi hverj um. Sumar myndirnar eru til sölu. % ii\ FERÐASKRIFSTOFA * RfKISIIVS rouRist Handunnar ullarvörur, silfurmunir, brúður í þjóðbún- ingi, gestabækur o. fl. Pökkum, tryggjum, sendum jólagjafir til allra landa. Listaverkakort úr Ásgrímssafni er sígild jólakveðja. Myndabækur fáið þér einnig í miklu úrvali og meðal þeirra hina undurfögru sígildu litmyndabók „íslenzkir hestar“. — Kaupið jólagjafirnar í Baðstofunni. BAÐSTOFAN HAFNARSTRÆTI 23. LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SIMI 11540 / BAÐSTOFUNNI ER ÁVALLT FYRIR- LIGGJANDI ÚRVAL ÞJÓÐLEGRA MUNA TIL JÓLA- OG TÆKIFÆRISGJAFA STAKSTIiniAR Hvers konar flokkur? Haraldur Henrysson, sem kjör- inn var varaþingmaður fyrir Al- þýðubandalagið í þingkosningun- um 1967 og fyrir skömmu tók sæti á Alþingi, ritar athyglis- verða grein í síðasta tölublað „Frjálsrar þjóðar“, þar sem hann segir m.a.: „Alþýðubandalagið er nú orð- inn formlegur stjórnmálaflokkur. En hvers konar flokkur? Er það sá breiði fjöldaflokkur, sem menn létu sig dreyma um, er Alþýðubandalagsfélag var stofn- að í Reykjavík snemma árs 1966 þegar kommúnistar voru ofurliðl bornir á hverjum fundinum eftir annan? Eða var hér einungis verið að gefa gömlum flokki nýtt nafn? Það segir vissulega nokk- uð, að í 30 manna miðstjóm hins nýja flokks eru a.m.k. 20 meðlim- ir í Sósíalistaflokknum og flestir þeirra úr þeim hópi, sem ákafast reyndu að hindra að Alþýðu- bandalagið yrði gert að formleg- um stjómmálaflokki 1966. Hvers vegna voru þeir svo áhugasamir nú, tveimur árum síðar, um að stofna nýjan flokk?“ „Þröngui flokkur d valdi kommúnista" Síðan segir Haraldur: „I mínum augum er Alþýðu- bandalagið, eins og það nú er orð ið, ekki annað en þröngur flokk- ur á valdi þeirra kommúnlsta, sem áður stjórnuðu Sósíalista- flokknum og menn töldu að skil- yrðislaust þyrfti að einangra til að Alþýðubandalagið hefði nokkra vaxtarmöguleika og skil- yrði til að verða fjöldaflokkur vinstri manna. Fyrir okkur þjóð- vamarmenn t.d., sem vildum freista þess í samvinnu við lýð- ræðissinnuð öfl í Alþýðubanda- laginu að gera það að slíkum flokki, hlýtur þessi „nýi“ flokkur að vera jafn fjarlægur og frá- leitur og Sósíalistaflokkurinn var okkur áður. Þjóðvarnarmenn neit uðu árið 1956 að ganga til sam- starfs í Alþýðubandalaginu vegna þess að þeir töldu, að kommúnist ar myndu hafa þar öll tögl og hagldir. Þeir gengu til samstarfs 1963 og 1966 við hin lýðræðis- sinnuðu öfl í bandalaginu þegar þau voru ákveðin í þvi að láta til skarar skríða og falla eða standa með því, hvort tækist að gera Alþýðubandalagið að nýju, vaxandi afli í íslenzkum stjórn- málum. Það er því leiðinlegt til þess að hugsa, að nokkrir menn, sem einmitt gengu í Alþýðubanda lagið til að vinna að þessu, skuli nú láta nota nöfn sín til að hressa upp á andlit Sósíalistaflokksins. Ég hef þó ekki trú á öðru en þeir muni hið fyrsta sjá hvers kyns er og yfirgefa hið sökkvandi skip“. „Akveðið var, þrátt fyrir harða andstöðu forystusveitar Sósíal- istaflokksins, að landsfundur Al- þýðubandalagsins kæmi saman haustið 1966. Var það ætlan og trú þess fólks, sem í fyrsta sinm hafði skipað sér undir merki AI- þýðubandalagsins, að þar yrði haldið áfram því starfi sem byrj- að hafði verið á veturinn áður og Alþýðubandalagið á lands- mælikvarða yrði mótað í hinum nýja anda. En hér skipti sköp- um. Foringjar Sósíalistaflokksins voru því andvígir, að Alþýðu- bandalagið yrði nú gert að form- legum stjórnmálaflokki . . . Þeir aðilar, sem hingað til höfðu lýst yfir að þeir stefndu að þessu marki, létu nú hafa sig til samn inga um frestun ákvörðunar um þessi efni og í stað eindreginnar yfirlýsingar um stofnun nýs flokks sem færi nýjar leiðir, urðu menn að sætta sig við sama á- stand í reynd áfram. Að mínu áliti voru örlög Alþýðubandalags ins hér með ráðin . . .“ < *r ■»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.