Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBBR 1908 Framhald af bls. 13 ei.nnig getið, af því, hve byggðarlagið var einangrað, hafi það stundum sloppið við plágur sem annars staðar herjuðu. Loks er sagt frá upphafi verzlunar á Siglufirði, og er auði3æ<tt, að Siglfirðingar hafa, svo sem fólk- ið í afskekktustu byggðarlögum Vestfjarða, batft mikið gagn af ólöglegri verzlun við þjóðir, — enda krefst hún þess, Anna Red zlev, sem Sigfús H. Andrésson skjalavörður telur verið hafa fyrstu kaupkonu á fslandi og tók við sitjórn verzktnaT á Sigliu- firði, að bónda sínum látnum ár- ið 1789, að sölunefnd konungs- verzlunarinnar leggi henni til fallbyssur, svo a ðhún geti klekkt rækilega á hollenzkum duggur- um! ... Er þessi þáttur bókar- innar ekki sízt forvitnilegur, svo mjög sem þar er vikið að ýmsu sem þorra manna er alls ekki kunnugt, og vonandi sér Sögufé- lag Siglufjarðar sér fært að láta taka saman frekari fróðleik um þetta tímabil £ sögu byggðarlags ins. Séð inn eftir Strákagöngnm. Annar hluti sögunnar heitir Þróun Siglufjarðar 1818—1918. Hann fjallar sem sé um það tíma bil, sem takmarkast annars veg- ar af þeim merkisatburði, að ein valdskonungur Danmerkur gaf út tilskipun um löggildingu Siglu fjarðar sem almenns verzlunar- staðar og hiins vegar af samþykkt Alþingis frá 13. maí 1918 um kaupstaðarréttindi handa Siglu- firði. Þessi hundrað áir voru svo sem öllum mætti vera Ijóst, hið mikla sóknartímabil í sögu ís- lendinga. Þá sóttu þeir frá eymd hungurdauða, umkomu- og getu- lieysi og erlendri óstjóm og harð- stjóm til breyttra og bættra at- vinmíhátita og lífskjara, frelais til ákvarðana og athafna og til þess sjálfstæðis, sem þeir áttu rétt til og á öllum öldum lifði í þjóð- nrvitundinni við yl og skímu frá Islenzkri tungu og menningar- erfðum, — en óvíða mun breyt- ingin hafa verið jafngagnger og einmitt í hinum afskekkta og þrönga firði.sem er nóttlaus vor- aldar- og sólskinsveröld á heið- ríkum sumardægrum, en á sorta- myrkum vetrardögum sem óvar- ið anddyri — opið fyrir hafís frostþoku og hamrömmum hríðar byljum Dumbshafsins... Það var árið 1788, sem Redz- levshjónin hófu verzlun á Siglu- firði. Þá voru í byggðarlaginu öllu aðeins 107 manns, þar af einungis 62 á þeim 9 bæjum, sem byggðir voru í Siglufirði ajálf- um. Auðsætt er því, að hjóna- komin dönsku hafa verið bjart- sýn á, að þeim mundi leyfast sitthvað í þessu afskekkta byggð arlagi, úr því að þau sóttust eft ir að koma þar upp verzlun. En þó a*ð maddama Redzlev væri ekki fyrirleitin, varð verzlunin gjaldþrota, og gekk síðan á ýmsu og engu góðu um verzlunarhætti — og þegar löggiltir vonu ýmsir verzlunarstaðir hér á landi 1816 var Siglufirði þar sleppt. En fyrir tilstilli hins gagnmerka manns, Stefáns amtmanns Þórar inssonar, var svo Siglufjörður löggiltur sem verzlunarstaður tveimur árum síðar. Árið 1816 voru og íbúar byggð arlagsins orðnir 160, þar af 16 manns í Hvanneyrarlandi, 8 á prestssetrinu sjálfu og jafnmarg ir á verzlunarstaðnum. Árið 1850 voru 214 manns í byggðarlag- inu og 1868 voru íbúarnir komn ir yfir 300, voru 303 — en að tröUkonur þjóðsagniammia voru sendar til Sighifjarðar tál að sækja hákarl hamda þeim menmsku möimum, sem þær höfðu í haLdi, sýnir 'líka hvert torleiði var talið þangað. En ekki virðist þessi fólks- fjölgun hafa verið að þakka bættri verzlun og framförum í atvinnuháttum, því að verzlunin var yfirleitt misjafnlega rekið útibú danskra verzlana á Ak- ureyri, Húsarvík ag loks Hofsós, og lifibrauð manna var búhokur og fiskveiði og þá ekki sízt há- karlaveiði, enda varð Siglunes- hákarl landsfræg gæðavara, svo sem menm þekkja af þjóðsögum. Það er svo í rauninni ekki fyrr en Siglfirðingar eignast þilskip til hákarlaveiða, að framfarir verða í atvinnuháttum þeirra. Fyrsta þilskipið var smíðað er- lendis, en flest hinna í byggðar laginu. Þau voru orðin 8 um 1870, en auk þess voru gerð út frá Siglufirði álíka mörg skip, sem voru eiign manma, er bjuggu í nálægum sveitum, og voru þau yfirleitt, eins og skip Siglfirðinga — eign bænd'a, en e'klki hinoa er- lendu verzlana. Mestir skipasimið ir í Siglufirði voru í þennan tímia Jóhaon bóndi Kröyer í Höfn og Páll sonur hans. Jó- hann var maður vel upplýstur og áhugasamur um flest sem til hins betra horfði. Hann var af- komandi hins danska Jóhanns Caapers Kröyers, sem varð „faikt- or“ á Siigiufirði 1797, en gerðist bóndi á Höfn við Siglufjorð átta árum síðar og bjó þar til bana- RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI lO-IOO dægurs. Hann var ættfaðir Kröy ersættarinnar svo kölluðu, sem af eru komnir ýmsir myndar- og igerðanmenn nyrðra — og eiininig á Auííturliandi. Um þetta leyti eða fimm ár- um síðar en Siglfirðingar eign- uðust fyrsta þilskipið, reyndist Hofisóskaiupimiaður sjáifuim sér oig og Siglfirðingum slík heillaþúfa, að hann gerði að „faktor" á Siglufirði Snorra Pálsson, prests og sáhnaskálds í Viðvík. Snorri var þá aðeins 24 ára gamall, en ekki virtist hamn ákorta þroeka að vitsmunum, innræti eða fram- taki. Áður hafði tilviljun oft sýnzt ráða því, bverjar vörur ©g hve mikið vörumagn væri flutt til Sigluf jarðar, en nú varð þar sú breyting á, sem bæði varð eiganda verzlunarinnar og Sigl- firðingum til hagsbóta. Þá þótti og heimili Snorra sómi og stoð byggðarlagsins, enda var hann kvæntur mikilli og góðri konu bóndadóttur úr Mývatnssveit Heimilið var einstakt að látlausri gestrisni og hjálpsemi án mann- greinarálits. Snorri var og utan heimiUs hjálpsamur og örlátur, þótt hann kynni um það fótum sínum forráð, og laginn var hann við lækningar og Uðsinnti mörg um sjúkum. Hann átti þátt í stofnun sparisjóðs á Siglufirði 1873 og sinnti honum ókeypis, og er sá sparisjóður enn tU. Snorri stofnaði niðursuðuverk- smiðju 1878 — og hann tók upp gufubræðslu á hákarlalifur, og fór þamniig stórum atf verðmiæti helztu útflutningsvöru fólksins í byggðarlaginu. Loks stofnaði hann einnig síldveiðifélag, en ár legar hafiskomuir uirðu þeim fé- lagskap að falU. Hann var bóka maður mikill og hlynntur al- Hdrgreiðsludama — utviuna Hárgreiðshidama með meistararéttindi óskast á nýja hárgreiðslustofu. Uppiýsingar sendist til Mbl. merkt: „6387“. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar og ýmissa lögmanna fer fram nauðungaruppboð að Síðu- múla 20. (Vöku h.f.), miðviíkudaginn 4. desember 1968, kl. 13.30 og verða þar seldar eftixtaldar bifreiðar: R. 7, R. 604, R. 1884, R. 2593, R. 2625, R. 3879, R. 4497, R. 4702, R. 4722, R. 4727, R.4877, R. 5796, R. 5830, R. 6069, R. 6360, R. 6419, R. 6478, R. 7237, R. 7458, R. 7590, R. 7993, R. 8428, R. 8723, R. 8851, R.9836, R. 10521, R. 10634, R. 11084, R. 11591, R. 11593, R. 11660, R. 12422, R. 12624, R. 12765, R. 12985, R. 13006, R. 13313, R. 13468, R. 13749, R. 13963, R. 13970, R. 14077, R. 14259, R. 14388, R. 14543, R. 14739, R. 15365, R. 15736, R. 16313, R. 16318, R. 16540, R. 16805, R. 16832, R. 17004, R. 17087, R. 17167, R. 17247, R. 17494, R. 17649, R. 17699, R. 17765, R. 17767, R. 17790, R. 17926, R. 17955, R. 18174, R. 18320, R. 18791, R. 18974, R. 19091, R. 19199, R. 19250, R. 19402, R. 19451, R. 19564, R. 19566, R. 19631, R. 19661, R. 19672, R. 19698, R. 20108, R. 20266, R. 20293, R. 20552, R. 20732, R. 20854, R. 21108, R. 21756, R. 21768 R. 21845, R. 21880, R. 21888, R. 21911, R. 22118, R. 22125, R. 22154, R. 22157, R. 22350, R. 22807, R. 23818, E 565, G. 1163, G. 2249, G. 2421, G. 4665, L. 529, Þ. 754, Opel Station árg. ’63, óskrásett, Volikswagen óskrásett og ennfremur 2 kxftpressur. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS minnir félagsmenn sína á áður boðaðan fund í dag klukkan 14 að Garðastrœti 41. D a g s k r á : Benedikt Gröndal form. Vinnuveitendasambamds íslands, ávarp. Björgvin Sigurðsson framkv.stj. Vinnuveitendasam- bands íslamds: „Samtök vinnuveitemda og ástand og horfur á vinnumarkaðnum“. Barði Friðriksson skrifstofustj. Vinnuveitendasam- bands íslamds: „Uppbygging Vinnuveitendasam- bandsins og dagieg störf þess“. Ágúst H. Elíasson og Magnús Gústafsson tæknifræð- ingar: „Markmið tæknideildar Vinnuveitendaeam- bands fsiands og áætlanir“. Sveinn Guðmundsson forstjóri: „Áhrif þátttöku í EFTA á innlenda atvinnuvegi". — Frjálsar umræður — Fundarstjóri verður Benedikts Gröndal form. Vinnuveitendasambands íslands. þýðumenntun, og átti hann sinn þátt í því, að barnafræðsla komst á fastan fót á Siglufirði þegar árið 1883. Svo mikils var hann metinn, ekki aðeins í sínu byggð arlagi, heldur og í Eyjarfjarð- arsýslu, að hann var kosinn ann arr þingmaður Eyfirðinga árið 1875 — en sama árið keypti Gránufélagið Siglufjarðarverzl- un, O'g var Snorri þar áfram sem verzlunarstjóri, enda hafði hann verið einn þéirra, seim umnu að stofnun Gránufélagsins nokkrum árum áður. Á Alþingi sat hann til 1879 og kom þar fram fjórum mikl- um nauðsynjamálum Siglfirðinga. Einangrunin hafði verið ef til vill þeirra mesta mein frá upp- hafi byggðarinnar. Nú fékk Snorri því ráðið, að landpóstar skyldu ekki eiga endastoð á Hofs ósi, heldur fara al'la leið í Siglu- fjörð, póstskip skyldu hafa þar viðkomu og rudd var á kostn- að landssjóðs leiðin yfir Siglu- fjarðarskarð —■ og urðu vega- gerðarmeninirnir lítt varir við hinn áðurnefnda loftanda — og var þó ekki talið, að hinn and- ríki og bænlheiti tkferkur hefði náð ið niðurlögum hans til fulls. Loks var Siglufjörður gerður að lækn issetri fyrir tilstiHi Sriorra, og voru Siglfirðingar svo heppnir, að Helgi Guðmundsson, sem var lílkiipaðuir læknir þeinra, tðk tryggð við byggðarlagið ag dvaldist þar til æviiotoa, þó að ihairan haétti aKilöngu fyrr störfuan sem héraðslBéknir. Um Snonna Pálsson er fjialliað al'l- rækilega í eimum atf hiinum níu þáttum Kristins Hal ldónssonar, sem eru aftan við sjáiifa söguna í þessari bók. Mikill harmur rikti í Siglufirði þegar Snorri Pálsson lézt — að- eins 43 !ára gamaU, en oftast er það svo — igóðiu heiUi — að mað- ur eða menin kotma manms í stað. Fimm ánum áður en Smarri lézt — eða þegar stofnuð var niður suðuverksmiðjan, fluttist tfl Siglu fjarðar fyrir tUstilU Snorra einm frændi hans, Haffliði Guðmund- son, sem var blikksmiður að iðn. Hann varð svo, er tímar Uðu hreppsstjóri og virkt og vinsælt yfirvald Siglfirðinga. Hann naut mikillar virðingar sakir mann- dómis síns og drenigskaipar, og lengi átti hann sæti í hafnar- nefnd, en slík nefnd varð á Siglufirði næsta miikilvæig, svo sem þair varð þróuin lalt'viinn'U'lífs- ins. 5 árum eftir lát Snorra varð svo sá maður Merkur Siglfirð- inga, sem raunar mun hafa haft fullan hug á að vísa þeim veg til himnaríkis í fyllingu tímans, en að minnsta kosti var engu síðri forustumaður þeirra á braut framkvæmda og heillavænlegra umbóta á héTvistardögum þeirra, og var hann sýslunefndarmaður, hreppsnefndarmaður og oddviti hreppsnefndar um langt skeið, enda mátti hann sín ekki aðeins mikiln heima og út í frá sakir heillandi og sérstæðs persónu- leika, hugkvæmni og dugnaðar, heldur naut hann og á æðstu stöðum verðleika sinna sem tón- skáid og bjargvættur íslenzkra menningarerfða á sviði tónlist- ar. Þá var og ærið mikils virt eiginkona séra Bjarna, Sigríð- ur Lárusdóttir Blöndal frá Korns á, sem var manni sníum stoð og stytta, var ekki aðeins hin virðu legasta húsfreyja, heldur lengst um organisti í Siglufjarðarkirkju og st jómandi sönigkórsins. Ekki var Siglufjörður stór stað ur, þá er séra Bjarni fékk Hvann eyrarprestakall, — í sveitinni allri hafði á seinustu 20 árum aðeins fjölgað um 8 manns, enda höfðu brottflutningar fólks verið tíðari en áður fyrr. Á sjálfri Siglufjarðareyri bjuggu einungis 55 sálir, og fram að aldamótun- um var fjölgunin hægfara. En svo rann þá upp hið víðkunan skeið síldveiða og síldarvinnslu, sem breytti allri aðstöðu Siglu- fiarðar — og hafði meðal annars þau áhrif, að innan fárra ára hófst þar svo ör fólksfjölgun, að árið 1918, þegar Siglufjörður fékk kaupstaðarréttindi, var tala Sigifirðinga komin yfir 900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.