Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 Haldið þér, að hann muni reyna að komast burt sjóleiðis? — Það er ólíklegt. Hann hef- ur aldrei stigið fæti um borð í skip. Mig langar að spyrja yður um nokkuð hr. Maigret, en þér verðið að svara mér hreinski'lnis- lega: Ef hann kemur aftur til Parísar, hvað verður þá gert við hann? — Viljið þér vita hvort hann verði tekinn fastur? — Já. — Fyrir innbrotstilraun? — Já. — Það er ekki hægt að taka hann fastan þar sem hann var ekki staðinn að verki, og í öðru lagi hefur Guillaume Serre ekki lagt fram neina kæru, og neitar því meira að segja, að nokkur hafi brotizt inn hjá sér. — Svo hann yrði þá látinn í friði? — Já, nema því aðeins að hann sé að ljúga og eitthvað allt annað hafi gerzt en hann segir. — Get ég lofað honum því? — Já. — Þá ætla ég að setja tilkynn ingu í bréfadálkinn. Hann les alltaf sama blaðið vegna kross- gátunnar. Hún leit sem snöggvast fast á hann. — Þér virðist ekki vera meir en svo viss um þetta. — Um hvað? — Um málið allt. Um sjálf- an yður. Ekki veit ég Hittuð þér tannlækninn aftur? — Já, fyrir hálftíma — Hvað sagði hann? — Ekkert. Hún hafði heldur ekkert meira að segja og notaði sér símahring inguna tii þess að kveðja. — Hvað er það? urraði Mai- gret í símann. — Það er ég. Gæti ég hitt T elpna-ullardragtir stærðir frá 8 ára. — Allar vörur á gamla verðinu. Laugavegi 31. FÉLAGSFUNDUR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund, laugardaginn 30. nóvember n.k. kl. 14.00 í Tjarnarbúð (niðri). Dagskrá: 1. Uppsögn samninga. 2. Kaup á félagsheimili. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. *UiÖ seljum afiur EKTA FRANSKAR KARTÖFUJR einnig höfum vió d boöstólum ÞÝZKT KARTÖFIXJ SALAT °g FRANSKAR KARTÖFLUR -s. ÚR DUFTI suðurlandsbraut 14 simi 88550 yður í skrifstofunni sem snöggv ast? Nokkrum sekúndum síðar kom Janvier hlaupandi inn í skrif- stofuna, sýnilega ánægður með sjálfan sig. - Ég er búinn að ná í fjölda bendinga. Á ég að gefa yður þær strax? Hafið þér tima til þess? , Það dró ofurlítið úr hrifn- ingu hans að sjá Maigret, sem var að fara úr jakkanum og losa um bindið á digra hálsinn. —• Fyrst fór ég í matsöluhús- ið sem þér töluðuð um. Það lík- ist dálítið hótelunum á vinstri bakkanum með pottapálma í for stofunni, og gamlar konur sitj- andi í körfustólum. Þarna eru fáir gestir undir fimmtugu. Flest ar eru útlendar — enskar, sviss- neskar eða amerískar — sem ganga á söfn og skrifa enda- laus bréf. — Nú? Maigret þekkti þetta. Það var ekki eyðandi tíma í það. 20 — Maria van Aerts bjó þarna í heilt ár. Þaiu imiuina eftir henni, því að hún virðist hafa verið heldur vinsæl þarna. Hún virðist hafa verið kát og síhlæjandi, svo að stóru brjóstin á henni hristust. Hún var alltaf að eta sætindi og sótti alla fyrirlestra í háskólanum. — Var það allt og sumt? sagði Maigret og gaf í skyn að hann sæi ekki, hvað gæti kætt Jan- vier svo mjög. — Næstum daglega skrifaði hún bréf, átta eða tíu síður á lengd. Maigret yppti öxlum, en leit svo á liðþjálfann eins og með of- urlítið meiri áhuga. Hann var tekinn að fylgjast með. — Og alltaf sömu konunni, gamalli skólasystur, sem á heima í Amsterdam og ég hef náð í nafnið hennar. Þessi vinkoma kom einu sinni að heimsækja hana, og þær bjuggu saman í herbergi í þrjár vikur. Ég komst að því, að María Serre hélt áfram að skrifa henni eftir að hún giftist. Þessi vinkona heitir Gertrude Oosting, og gift brugg ara. Það ætti ekki að verða erf- itt að hafa upp á henni. — Hringdu til Amsterdam. — Viljið þér fá bréfin? — Já, þau nýjustu, ef það er hægt. —Það datt mér í hug. Brux- m S Opið til kl. 4 í dcag Tómstundabúðin Aðalstræti 8, Laugavegi 164. elles hefur enn ekki neinar fregnir af Dapra Frissa. — Hann er í Le Havre. — Á ég að hringja þangað? — Það ætla ég að gera sjálf- ur. Hver er laus inni hjá ykk- ur? — Torrence kom aftur til vinnu í morgun. — Sendu hann hingað. Inn kom annar þungaflokks- maður, sem engum hefði getað sézt yfir á gangstéttinni í auðri götu. — Þú ferð og verður á ferli í Bæjargötu og hefur auga með nr. 43. Reyndu ekkert að fara í felur. Öðru nær. Ef þú sérð mann, sem er stærri á alla vegu en þú, þá eltu hann og reyndu ekkert að leyna því, heldur lof- aðu honum að sjá þig. — Nokkuð annað? — Fáðu þér afleysingu ein- hvern hluta næturinnar. Það er maður frá Neúlly á verði skammt frá, rétt við bílskúrana. — En ef náunginn fer burt í bíl? — Taktu einhvern okkar bíl og leggðu honum við gangstétt- ina. Hann hafði engan kraft í sér til að fara heim í hádegismatinn. Nú var ennþá heitara en í gær. Það var þrumuveður í loftinu. Flestir karlmenn gengu um með jakkann á handleggn- um og smápattar voru að synda í Signu. Hann fór inn í Dauphine- krána til að fá sér bita. en fyrst drakk hann ein tvö glös af Pern od, eins og í ögrunarskyni. Síð- an fór hann að hitta Moers í tæknideildinni í dómshúsinu, und ir glóhituðu þakinu þar. — Segjum um klukkan ell- efu. Hafðu nauðsynleg áhöld með þér. og taktu einhvern með þér. — Já, herra. Hann hafði gert boð til lög- reglunnar í Le Havre. Hafði Dapri Fissi tekið lest á Norður- stöðinni, þrátt fyrir allt og ek- ið til dæmis til Lille, eða flýtt sér á Lazarestöðina, eftir að ’hafa hringt til Ernestinee? Hann hlaut að hafa leigt sér eitthvert ódýrt herbergi eða gengið úr einum barnum í ann- an og drukkið dvergflöskur af sótavatni, nema þá, að hann væri að reýna að komast á eitt- 30. NÓVEMBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Finndu þér tíma og tóm til að hugsa fyrir hlutunum. Ef þú undirbýrð eitthvað býrðu lengi að því. Nautiö 20. apríl — 20. maí Athyglin beinist að heilsufari þínu þennan mánuð. Þú skalt ekki láta freistast til að fara í langferð um áramótin Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Annríki hleðst á þig næstu mánuðina. Láttu gömlu vinina sitja í fyrirrúmi. Vertu ekki að gefa rausnargjafir til að fá þitt fram. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Nú verðurðu önnum kafinn í þrjár vikur, en gættu heilsunnar samt. Eldhættan er næstu 10 daga. Vertu smekkvís í fjölskyldu- málefnum á næstunni. Ijjónið 23. júií — 22. ágúst Næsti hálfi mánuður er bezti tíminn til að athuga heilsuna. Fáðu góðar ráðleggingar um matarkúra, sóttvarnir og fleira. Hættu að reykja, ef þú ert byrjaður á því. Meyjan 23. ágúst — 22. september Það veltur mikið á því, að þú sért skynugur og framsýnn (í tilfinningamálum). Rómantíkin er sterk, en fjárhagurinn þrek- aður. Engar breytingar eygjanlegar. Vogin 23. september — 22. október Þetta verður hvíldartími fyrir þig. Þér tæmist fé auðveldlegar en áður, en þú eyðir líka af meiri rausn. Þú virðist heilsugóður, en þú átt í erfiðleikum vegna heilsufars annarra. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Þessi mánuður er þrunginn óvenjulegum og innilegum augna- blikum. Farðu stutt ferðalög fyrrihluta mánaðarins, en langar ferðir seinni hlutann. Næstu 3 vikur áttu annrikt, en síðan hlað- ast áhyggjur á þig næstu tvær vikurnar þar á eftir. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. deseiiber Nú byrjar mjög annríkt tímabii, sem stendur í þrjár vikur og verður það bæði andlega erfitt og líkamlega. Þú skalt nota daginn £ dag til að hugsa málin. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þú færð betri skilning á sjálfum þér, meðan þú ert að reyna að skilja aðra. Vísdómurinn opnast fyrir þér, og mikið er það nú sjaldgæft og hefur verið erfitt. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Næstu þrjár vikur hellast yfir þig vizka og skemmtun. Á þessu tfmabili verða teknar ákvarðanir um helztu strauma og tækifærin næstu árin. Allt óafturkræft. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Afarmiklir fjárhagsörðugleikar næstu sex vikurnar. Þú ert hamingjusamur, en sleppir hendinni af meiru, en þú heíur ráð á á næstu þremur vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.