Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 7 HJÁLPARSJÓÐIR ÆSKUFÓLKS Á tónleikunum i Háskólabíói, sem hefjast kl. 3 í dag, koma fram um 170 tónlistarmenn. Á myndinni rér að ofan sést Jón Ásgeirsson stjórna kórnum í Kennaraskólanum. Hér á eftir er nánari kynning á því góða fólki, sem tekur þátt í tónleikun- um. Nemendakór Kennaraskólans hef- ur verið æfður í 4 ár. Markmið hans er að vera uppeldisstofnun í söng. í kórnum eru um 120 manns. Kór- inn syngur 6 jólalög frá ýmsum löndum, öll með íslenzkum text- um. Jón Ásgeirsson hefur stjórnað kórnum frá upphafi. Kórinn hefur haldið eina tónleika og komið fram bæði í sjónvarm og útvarpi. Björn Ólafsí»n, korsertmeistari, stjórnar 25-30 manna hljómsveit, sem heitir .Hljómsveit Tónlistar- skólans“. Hún var stofnuð af hon- um 1942. Hljómsveit Bjöms Ólafs- sonar er skipuð eldri nemendum en hljómsveit Ingvars Jónassonar. Hefur komið fram á átal tónleik- um á vegum skólans og í sjón- varpi og útvarpi. Ingvar Jónasson, fiðluleikari stjórnar 20 manna hljómsveit, ungl ingum á aldrinum 10—18 ára. Hljómsveitin hefur oft komið fram á nemendatónleikum. Tónleikarnir eru haldnir til ágóða fyrir Hjálparsjóð æskufólks. í stjórn sjóðsins eru, séra Ingólfur Ástmarsson, Gunnar Guðmundsson, skólastjóri og Magnús Sigurðsson skólastjóri. Að lokum: Styrkið gott málefni. Sækið þessa tónleika. Reykvíking- ar. Aðeins þessi hvatning að síð- ustu frá Hjálparsjóði æskufólks: Fyllum Háskólabió kl. 3 í dag. KRISTNIBOÐI Trúboðinn Willy Hansson frá Nýja Sjálandi hefur talað á nokkrum samkomum að undan fömu í Filadelflu í Reykjavík við góða aðsókn. Þá hafa einn- ig orðið greinilegar lækningar fyrir bænir hans. á samkomum þessum, því að hann hefur beð- ið fyrir sjúkum. Meiningin var, að rann talaði hér að síðustu á samkomu á s.l. fimmtudags- kvöld. En nú hefur það ráðizt að hann tali bæði í kvöld og annað kvöld — laugard. og _ sunnudag — í Fíladeifíu, kl. 8 bæði kvöldin. Á sunnudaginn verður bænadagur í Fíladelfíu- söfnuðinum og fórn tekin í kvöldsamkomunni vegna kirkjubyggingar safnaðarins. Safnaðarsamkoma verður kl. 2. (Fréttatilkynning) FRETTIR Kvenfélagið Aldan Jólafundurinn verður mánudag- inn 3. des. kl. 8.30 að Bárugötu 11. Húsmæðrakennari og blómaskreyt- ingamaður koma í heimsókn Systrafélag Keflavíkurkirkju : heldur basar sunnudaginn 1. des 1 Ungmennafélagshúsinu kl. 3 Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólanum þriðjudaginn 3. des. kl. 8.30 Góð skemmtiatriði og kaffiveitingar. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju Jólafundurinn verður í Alþýðu- húsinu þriðjudaginn 3. des. kl. 8.30 Jólahugleiðing einsöngur, happ- drætti. Kaffi. Kvenfélagskonur, Keflavík Fundur í Tjarnarlundi þriðjudag inn 3. des. kl. 9. Spilað verður Bingó til ágóða fyrir barnaheimil- ið. Sunnukonur, Hafnarfirði Jólafundur félagsins verður I Góðtemplarahúsinu þriðjudaginn 3. des. kl. 8.30 stundvíslega. Austfirðingafélag Suðurnesja heldur aðalfund sunnudaginn 1. des. í Sjálfstæðishúsinu kl. 2 Vestfirðingafélagið heldur aðalfund laugardaginn 30. nóv. kl. 2 í Tjarnarbúð uppi (Odd fellow). Kaffidrykkja. önnur mál. Mætið stundvíslega. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Jólafundurinn verður að Hótel Sögu miðvikudaginn 4. des. kl. 8 Aðgöngumiðar afhentir að Hall- veigarstöðum mánud. 2. des. kl. 2—5 Húsmæðrafélag Reykjavíkur Jólabasarinn er laugardaginn 30. nóv. ki. 2 að Hallveigarstöðum. Margt fallegra og ódýrra muna til jólagjafa. Hvítabandið heldur basar og kaffisölu þriðju daginn 3. des. að Hallveigarstöð- um. Húsið opnað kl. 3. Félagskon- ur vinsamlegast afhendið muni fyr ir hádegi sama dag á Hallveigar- stöðum Kvenfélag Árbæjarsóknar Stofnfundur félagsins verður þriðjudaginn 3. des. kl. 8.30 í and- dyri Árbæjarskóla. Kaffiveitingar. Kvennadeild Skagfirðingafélagsins I Reykjavík heldur jólafund í Lindarbæ mið- vikudaginn 4. des. kl. 8.30 Lesin jólasaga. Skreytt jólaborð. Sýndir mundir, sem unnir hafa verið á handavinnunámskeiði í vetur. Heimiit að taka með gesti. Aðventukvöld. í Dómkirkjunni á vegum kirkjunefndar kvenna 1. sunnudag í Aðventu, 1. des kl. 8.30 Fluttur verður kórsöngur karla og barna, einsöngur og orgelleikur. Stutt erindi og sameiginlegur söng- ur Dómkórsins og viðstaddra. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, kvennadeild. Basarinn er að Háaleitisbraut 13 kl. 2, laugar- daginn 30. nóv. Kvöldvaka ungs fólks Ungt fólk, 18 ára og eldra, held- lir kvöldvöku í Safnaðarheimili Hall grímskirkju (nyrðri turnálmu) laug ard. 30 des kl. 20.30. Þar verður upp lestur og söngur. Próf. Jóhann Hann esson rabbar um byltingar unga fólksins og skeggrætt verður yfir kaffi og kökum. Kvenfélag Óháða safnaðarins Basarinn verður sunnudaginn 1. des kl. 3 í Kirkjubæ. Félagskonur og aðrir velunnarar safnaðarins, sem ætla að gefa á basarinn, góð- fúslega komið munum í Kirkjubæ laugardag 4-7 og sunnudag 10—1 Kvenfélagið Fjóla, Vatnsleysuströnd Basar félasgins verður laugar- daginn 30. nóv. kl. 2.30 í Glað- heimum Vogum. Margt góðra muna KFUK í Reykjavík minnir félagskonur og velunn- ara félagsins á basarinn, sem verð ur haldinn laugardaginn 7. des. Kvenfélag Hallgrímskirkju Hinn árlegi basar verður haldinn í félagsheimili kirkjunnar 7. des. Fé- lagskonur og aðrir, er vilja styrkja gott málefni sendi gjafir sínar til formanns basarnefndar Huldu Norð- dahl, Drápuhlíð 10 og Þóru Einars dóttur, Engihlíð 9, ennfremur í Fé- lagsheimilið fimmtudaginn 5. des. og föstud. 6. des kl. 3-6. Prentarakonur Basarinn verður 2. des. Gjörið svo vel að skila munum sunnu- dag 1. des. milli kl. 3—6 í Félags- heimili HÍP. Konur í Styrktarfélagi vangefinna. Basar og kaffisala verður 8. des. í Tjarnarbúð. Vinsamlegast skilið basarmunum sem fyrst á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11 Basar Sjálfsbjargar verður í Lindarbæ sunnud. 8. des. 1. 2. Velunnarar félagsins eru beðn- ir að koma basarmunum á skrifstof una eða hringja í sima 33768 (Guð rún). Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk í Félagsheimili kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir í síma 12924. Kvenféiag Kópavogs heldur basar í Félagsheimilinu laugardaginn 30. nóv. kl. 3. Félags- konur og aðrir velunnarar félags- ins geri svo vel að koma munum til Rannveigar, Holtagerði 4, Helgu Kastalagerði 5, Guðrúnar, Þinghóls braut 30, Arndísar Nýbýlavegi 18, Hönnu Mörtu, Lindarhvammi 5 eða Líneyjar Digranesvegi 78, eða hringi í síma 40085 og verða þá munirnir sóttir. Gullbrúðkaup eiga í dag Kristín Einarsdóttir og Finnbogi Einarsson, Prestshúsum í Mýrdal. 80 ára er í dag Jónas Andrés- son fyrrv. kaupmaður, Hann dvelst nú á Hrafnistu á A gangi 401. 1 dag verða gefin saman í hjóna band af séra Jóni Auðuns ungfrú Sigríður Arngrimsdóttir og Grettir Kristinn Jóhannsson, símamaður. Heimili þeirra verður að Stór- holti 21 í dag, kl. 4 verða gefin saman í hjónaband af séra Braga Frið- rikssyni í Garðakirkju ungfrú Mar- grét Sigríður Björnsdóttir Smára- flöt 11. og Baldvin Jónsson Sól- heimum 35. Heimili ungu hjónanna verður að Smyrlahrauni 43. Látum öll okkar verk "reynast ættlandi sterk. Léttum óbornum framtíðarstörf. Göngum frelsisins braut, stöndum sterkir í þraut, stofnum Guðsríki á heilagri jörð. Ef við ræ-kjum þau störf, sem að reynast svo þörf, verður reisn yfir íslenzkri þjóð. Þá mun frelsisins vor, marka framtíðarspor. Minning feðranna reynist svo góð. Felum Guði vort land. Styrkjum frelsisins band. Höldum fast í ann heilaga arf. þ Látum frelsið ei falt, vinnum Islandi allt. Allt vort helgum því framtíðarstarf. G. G. Óska eftir að. kaupa hand-plastvél. Tilb. merkt „Plast — 6578“ sendist Mbl. Tek að mér alls konar málningarvinnu. Pantið í síma 35648 eftir kl. 2. Volkswagen sendibíll 1962 til sölu, verð 35 þús. Upplýsingar í síma 81703. Herbergi við Grettisgötu til leigu. Sími 12467 eftir kl. 4 á daginn. Til leigu 3ja herb. íbúð við Tómas- arhaga. Lysthafar leggi nöfn sín á afgr. Mbl. fyrir mánudagskv. merkt „Engin fyrirframgreiðsla 6416“. Basar Systrafélag Keflavíkur- kirkju heldur basar sunnu- daginn 1. des. kl. 1-5,- í U. M. F. K. - húsinu. Góðir munir til jólagjafa. Honda 50 til sölu árgerð 1967. Upplýsingar í síma 92-8137. Keflavík óska etfir lítilli íbúð til leigu í Keflavík. Uppl. í síma 1918. Kona óskar eftir vinnu, helzt í Kileppsholti. Er vön af- greiðslustörfum. S. 30869 eftir kl. 1. íbúð til leigu Stór 2ja herb. íbúð til leigu, sérlóð fylgir. Voga- hverfi. Er laus strax. Uppl. í símum 41882 og 19800. Góð þriggja herb. íbúð að nokkru undir súð, með stórum bílskúr, til sölu milliliðalaust. Væg útb. Uppl. í síma 8-14-14 milli kl. 20.00 og 21.00. Húsnæði óskast Góð 5—6 herb. íbúð óskast til leigu, helzt í Austur- bænum. Tilb. sendist Mbl. fyrir mánudagskv. merkt „8168“. Buxnadragtir Sauma buxnadragtir og annan kvenfatnað. Sníð kjóla stutta og síða. Sími 52170. Árbækur Ferðafélagsins Ódáðahraun I-III bindl, Göngur og réttir I-V bindi ■til sölu. Upplýsingar í síma 10255. Til leigu 2ja og 3ja herb. íbúð í Vogahverfi. Upplýsingar í síma 33751 eftir kl. 1. Hnakkur til sölu. Upplýsingar í síma 30275. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Japönsk vöggusett tvær stærðir. Stök svæfil- ver og margt fleira ný- komið. Barnafataverzlunin, Hverfisgötu 41, sími 11322. NÝ FRÍMERKI Opið á morgun frá kl. 9 til 11 f. h. Umslög fyrir nýja frímerkin. FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN, BÆKUR OG FRÍMERKI, FRÍMERKJAHÚSIÐ. Eigum fyrírliggjandi LUMBERPANEL VIÐARÞILJUR: 250 x 30 og 20 cm. Limba — Gullálmur — Eik — Askur — Oregon Pine. DLH-PANEL 4x8 fet, 6 m/m. fulllakkeraður. Askur — Álmur — Palisander. ROYALCOTE VEGGKLÆÐNINGU 4 x 8 fet, 6 m/m. Hnota — Pekan — Marmari. PLYFA PROFIL KROSSVTÐUR, hurðarstærð. Oregon Pine — Afrormosia. HALLTEX LOFTPLÖTUR, 40 x 40 cm. SPÓNN: Teak — Eik — Gullálmur — Ahom — Askur — Mahogni. HARÐVIÐUR: Askur — Gullálmur — Abachi — BrennL PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. SÍMI 16412.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.