Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 12 Spjallað um Hafís við ísland: Sdlin skapar hafísinn - Hætta á vorís Hafís við ísland heitir ein af hókunum, sem út er komin fyr- Ir þessi jól. Það mun vera fyrsta bókin um „landsins forna fjanda", sem undanfarin ár hef- nr tekið að heimsækja okkur á hýjan ieik og lætur sér ekki nægrja að gista grestanæturnar þrjár. Þeir Kristján Jónsson, borgardómari, séra Sveinn Vík- ingur og Guttormur Sigurhjarn- arson, jarðfræðingur, réðust í það á sl. sumri að stíga fyrsta sporið til að bæta úr skorti á prentuðum heimildum um hafís- Inn við fsland. Fréttamaður Mbl. hitti þá að máli til að fræðast um tilefnið og bókina og svör- uðu þeir frambornum spurning- um á þessa leið: Kristján: Tilefnið er það, að í tnaímánuði í vor renndi bíll upp að mér á Hjarðarhaganum og Matthías ritstjóri Morgunblaðs- ins kallaði út ti'l mín: — Krist- Ján, því gerirðu ekki bók um hafísinn! Þetta kom ekki alveg flatt upp á mig, en ég fór að hugsa meira um þetta. Guttorm- tir var þá nýbúinn að skrifa í Mbl. athyglisverða grein um haf Is og hafísspár og hann tók vel I að vera með. En það nægði þó ekki. Séra Sveinn Víkingur hef- Ur reynzt Kvöldvökuútgáfunni bezt, þegar á hefur reynt og hann tók einnig vel í erindi mitt. Þannig upphófst vinnan við bók ina. Fljótlega kom í ljós, að þarna var eyða í íslenzkar bók- menntir. Saga hafíssins hefilr ekki verið skráð, ef frá er tek- in bók Þorvaldar Thoroddsens, Árferði á íslandi. Sveinn: Þó við höfum búið við hafís í margar aldir, hann var t.d. landfastur 16 sinnum á sl. öld, þá eru heimildir dreifðar. Og þegar ísinn kom aftur 1964- 65, og hafði ekki verið hér síð- an 1918, þá vissi fólk lítið um hann. Þess vegna fannst okkur fróðlegt að fá glöggar og sann- ar sagnir af því hvernig ísinn er og hvaða hætta stafar afhon- um. Kristján: í þessari bók eru Bamtíma heimildir. Hún hefst á grein eftir Guttorm Sigurbjarn- arson um hafís og hafstrauma. Siðan kemur annáll hafíssins 1967 og 1968 og þá farið eftir blöðum. Aldrei fyrr i sögu ís- lands hefur það komið til að menn hefðu svo glöggar fregnir af hafísnum, ekki aðeins úr landi, heldur líka úr lofti og af hafi. Þá eru persónulegar frá- cagnir. Við leituðum ti'l grein- argóðra manna á hafíssvæðinu, ’allt frá Horni til Hornafjarðar. Þeir segja frá, ýmist í greinum eða viðtölum. Bókin á því að vera lifandi mynd af því, sem var að gerast með ströndinni undanfarna vetur og þó einkum síðastliðinn vetur. í sambandi við frásagnirnar rifja eldri menn upp sagnir frá gömlum tíma og lýsa dýralífinu við ströndina og á ísnum. Sveinn: Þessi ís var undar- lega dauður. Þeir hefðu kallað það gagnslausan ís í gamla daga. Hafís var annað hvort gjöfull eða gagnslaus, sögðu menn. Með gjöfúlum ís komu hvalir og hvít- uði þá fór ég að velta fyrir mér hvort ekki væri orsaka samband þarna á milli og ég tók að kynna mér hafís og hin náttúru- fræðilegu skilyrði á Norðurslóð um. Ég hafði verið í Bandaríkj- unum við nám, m.a. við að spá fyrir um rennsli vatnsfalla út Tryggvi Blöndal, skipstjóri, segi Gerpi 7. apríl, en þá tók ljósm. ir blöðruselskópar, sem kæpurn ar höfðu hlaupið frá á ísnum. Og sagt var að jafnan væri góð fiskveiði við ísröndina. Það er gamalla manna mál, að ætíð sé góð veiði kringum jaka, sem standa á grunni. Var sagt að fiskurinn sækti í birtuna frá ísnum. Sumir álíta að fiskurinn hafi gaman af ísnum, og á Húsa vík er sagt að rauðmaginn verði eineygður af að synda stöðugt kringum jakana. Kristján: ísinn getur farið hratt yfir. í bókinni kemur fram frásögn gamals manns á Akur- eyri. Veturinn 1918 hafði hann róið við annan mann á smábát út Eyjafjörð. Þeir voru að draga fyrir utan Svalbarðseyri og fóru þá að heyra einhvern nið í fjarska. Hann fór vaxandi og færðist nær. Undir myrkur sáu þeir fugla, hvali og hnísur, sem komu inn eftir firðinum og brátt mátti greina ísröndina fyrir ut- an. ísinn var á leið inn og rak á undan sér allt lifandi. Þeir biðu ekki boðanna, en reru lífróður í land. Stóð á endum, að þeir sluppu í land í Krossanesi áður en ísinn fór þar hjá. Sveinn: Venjúlega fylgdu stór viðri ísnum. Stórhríðar voru meðan hann var að koma, en síð- an tóku við hægviðri og þokur. Landhelgisgæslumenn segja líka að í ískönnunarfluginu sé alltaf versta veðrið við ísröndina. Gnttormur: Þá fáum við þessa hægu norðaustanátt, sem ríkir á Grænlandi. Hvernig ég fékk á- huga á hafísrannsóknum? Ja, ég var staddur í Noregi 1965-66 og frétti að ísalög hefðu verið ó- venjumikil við Spitzbergen um sumarið. í nóvember um haustið komu hvalfangarar með þær fréttir, að ísalög væru norðan við Jan Mayen. Þegar hafísinn barst svo til íslands í marzmán- r frá ísbirninum sem sást við Mbl. þessa mynd. frá snjó- og úrkomumælingum. Mér datt í hug að sömu aðferð mætti beita við ísaspár. Sveinn: Það væri óneitanlega skemmtilegt, ef hægt væri að spá fyrir um hafís hér við land. Jafnframt því sem maður fengi tima til að kvíða fyrir honum, þá mætti gera nauðsynlegar ráð stafanir. Lifnaðarhættir nú eru íssins með tveggja mánaða fyrir- vara. Guttormur: Hægt er að gera spá um það hve mikið hafísmagn verður fyrir hendi, en siglingar við Norðurland fara svo eftir veðurfari. Og hafís, sem kominn er að landinu, fer aldrei aftur norður í höf. Hann fer austur fyrir fsland og bráðnar þar. Sá ís, sem er kominn vestur fyrir Horn getur náð í Grænlandsís- inn, sem fer suður með Græn- landi og bráðnar þar. Ég býst við því að bezta ráðið til að fylgjast með ísnum í Norðurhöf- um, sé að gera einhverja stofn- un, eins og Veðurstofuna eða Haf rannsóknarstofnunina, ábyrga fyrir skipulagningunni. Sennilega þyrfti að ráða sérstakan mann í þetta starf, því það þarf að safna upplýsingum og athuga hvað vantar í þær. fskönnunar- flug er sjálfsagður liður í upp- lýsingasöfnun. Á þessum slóð- um eru lika hafrannsóknarskip og þyrfti kannski að skipuleggja ferðir þeirra eitthvað með tilliti til ískönnunar. Og á Spitzberg- en, Jan Mayen og Norðaustur- Grænlandi eru menn, sem geta sent upplýsingar. Þarna er um orkubúskap að ræða og það sem skiptir máli er sjóhitinn og loft- hitinn. Hafísspárnar mundu svo fara batnandi eftir því sem meiri reynzla fæst. Tilkoma raf reikna gerir líka mögulegt að fá miklu meiri hita en heim- skautalöndin. Þá tekur náttúran sjálf til sinna ráða við að jafna hitaorkuna og dreifa henni um jörðina. Hún gerir það í fyrsta lagi með vindum og í öðru lagi með hafstraumum. Og þegar það hrekkur ekki til, þá með ísnum. Það brotnar af jöklum í sjóinn, sem sér um flutning þeirra til suðlægari hafa, þar sem þeir bráðna. Og sjóinn leggur og allt- af brotnar úr ísröndinni. f grein minni í hafísbókinni sýni ég fram á að aðalflutninga- leiðin úr Norðuríshafinu liggur meðfram austurströnd Græn- lands. Ef ísinn þar eykst að ráði, þá getur Grænlandssund ekki flutt hann allan og nokkuð af ísnum verður að fara norður fyrir ísland. Sé lítið rúm á Græn landssundi og þrálát suðvestan átt, þá kemur ísinn norður fyrir fsland. Kristján: Greinarhöfundar lýsa svo hvernig þetta hafi litið út frá þeirra bæjardyrum séð og frá erfiðleikum á landi og á sjó vegna hafíssins. Eftir að við vor- um byrjaðir að vinna að bók- inni, fórum við að sjá tilgang með þessum skrifum. Við teljum fulla ástæðú til að almenningur fái glögga hugmynd um hve al- varlegur gestur ísinn er og þetta geti kannski ýtt undir upplýs- ingasöfnun og það að eitthvað verði gert til að koma í veg fyrir tjón það sem hafísinn getur valdið. Það er hreinn barnaskap ur að ætla að flugvélar geti annazt flutninga, ef lokast leið ir á landi og á sjó, því eins og við sögðum áðan, þá fylgja ísn- um óveður og stöðugar þokur. Sveinn: Hvort menn eru ugg- andi? Ja, hafísinn hlýtur að skapa vissan hugblæ eða kennd- ir. Menn finna til innilokunar- Haförninn á siglingu í ís fyrir Norðurlandi. Ljósm. Steingrímur. breyttir frá því sem var fyrir 50 árum. Þá voru bændur byrg- ir með matvöru fram á vor. Nú er vá fyrir dyrum ef tekur fyrir samgöngur, og kröfur eru um að byrgja allar hafnir norðanlands upp fyrir áramót. En það er ó- hemju dýrt að liggja með vörur allan veturinn. Því mundi mik- ið hagnýtt gagn að því, ef hægt væri að segja til um komu haf- ná betri árangri en á undan- gengnum tíma. Hafísinn er hitajöfnunarleið. Hann bindur hita og skilar hon- um aftur þar sem hann bráðn- ar. Það þykir kannski skrýtið að segja að það sé sólin, sem skapar hafísinn. En þannig ligg- ur í þessu. Sólarvarmanum er á- kaflega misskipt milli breiddar- gráða á jörðinni. Suðlæg lönd KJORGAR-ÐI SIMI. 18580-16975 kenndar að vera þannig einangr aðir af hafís. Það kemur fram hjá tveimur mönnum, sem skrifa í bókina, þeim Jóhanni vitaverði á Horni og Gesti frá Krossanesi á Vatnsnesi. Guttormur: Hverju ég spái um hafís á þessum vetri? Ég spái engu — enda hefi ég ekki upp- íýsingar til þess. En samkvæmt lauslegri athugun, mundi ég telja þó nokkra hættu á ís — og það heldur seint en snemma á vetrinum. Þar styðst ég mest við fréttir veðurfræðinganna í sjónvarpinu. Mér skilst að hafið austan við ísröndina sé að leggja 15-45 sjómílur út og ísinn þá að breikka um 15-20 mílur. Það þýð ir, að hafið er feikilega kalt. Og lofthitinn hefur verið ákaflega lít ill í októbermánuði á norður- slóðum. Ég er því hræddur við vorís, en tel ekki íshættu snemma. Sveinn: Jú, ef þessari bók verður ^fel tekið, þá gæti svo farið að það yrði upphafið að safnriti. Maður tæki þá hafísinn fyrir í heild. Hann hefur vafist svo inn í líf þjóðarinnar að hans er víða getið í annálum og sagnir eru til um hann, auk þess sem beztu skáld okkar hafa ort um hann sín beztu kvæði. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.