Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 Tékkóslóvakía verður samvizka heimsins Eftir Milovan Djilas Tékkóslóvakía er hersetin, en hún er ekki sigruð. So- vézkir snuðrarar vissu allt — eftir sólarmerkjum að dæma þekktu þeir einnig leyndustu hugsanir tékknesku leiðtog anna. En þeim reyndist ofviða að átta sig á og taka með í reikninginn einbeitni og vilja festu Tékka og Slóvaka. Her námsliðið var hvorki boðið velkomið með blómum né fall byssuskotum, heldur með móralskri, átakalausri and stöðu allrar þjóðarinnar. Þessi staðreynd hefur komið gervöllum heimi á óvart og veitt honum trú á óslökkvandi sannleiksþorsta, endurheimt trúna á vammleysi frelsisins. Hugsjónalegur, siðferðileg- ur og pólitískur ósigur So- vétríkjanna á sér enga hlið- stæðu. Forystulandið meðal sósíalista ríkja, áður þunga- miðja heimskommúnismans, frelsari Tékkóslóvakíu eftir hernám Hitlers, gat ekki fundið einn einasta lepp og það í kommúnistaríki, sem vildi taka að sér að mynda stjórn, og var því neytt til að semja við fangelsaða leið- toga landsins og afhenda þeim á ný fyrri embætti. Kommúnisminn er í upp- lausn, en tilvera hans og ör- lög eru óhjákvæmilega tengd öllum heimi. Togstreita komm únismans innbyrðis og sundr ung er í víðtækri merkingu aðeins ein hlið þeirra örðug- leika, sem hrjá einstakling- inn nú og veröldina í heild. í sundruðum heimi eru það kreddumennirnir og harð stjórarnir, sem sleppa heilir hildi frá. Hemám Tékkóslóvakíu er ekki hemám í hefðbundnum skilningi orðsins. Vopnuð inn rás hefur styrkt valdastöðu sovézku leiðtoganna, sem nú reyna að uppræta frelsi og sjá'lfstæði meðal tékknesku leiðtoganna, og grafa undan sjálfsmeðvitund og þjóðernis kennd Tékka og Slóvaka. Samtimis gætia þeir þeas að valda ekki tjóni á tékknesk- um iðnaði, sem er þeim mjög nauðsynlegur. Enn meiri gætni sýna þeir gagnvart stéttarbræðrum í röðum tékk neskra embættismanna, því aðeins þar eygja þeir von um stuðning og þeir eru smeyk- ir við að æsa og ögra þjóð, sem hefur svipaða skapgerð og lundarfar og þjóðir Júgó- slavíu og Rúmeníu. Það er ekki ósennilegt, að einhverjir tékknesku leiðtog anna missi taumhald á sér, meðan á hernáminu stendur og láti Sovét móta sig á ný og samkvæmt sínu höfði og svo munu aðrir gera tilraun til að standa styrkir og þeim verður fórnað á hægan og kvalafullan hátt. En örlög einstaklingsins skipta ekki máli. Það sem skiptir máli er það, sem er að gerast og það sem mun gerast. Neisti frels- isins mun halda áfram að loga og Tékkóslóvakía mun safna sér þrótti til að rísa upp á ný og daglangt og ár- iangt mun Tékkóslóvakía mkma heiminn á váíeg örlög sín. Stórkostlegur ósigur hefur orðið á tékkneskri grund. En örvæntum ekki, Engin von hefur brostið, enginn sann leikur hefur verið fótum troð iinn. Það verður þörf meira þreks, dýpri skilnings, og á- kveðnari baráttu. Það er allt og sumt. Tékkó'lsóvakía mun verða samvizka alls heimsins. Sovézku leiðtogarnir höfðu ekki mikið fyrir því að tryggja sér stuðning Todro zhivkovs í Búlgaríu og Jan- osar Kadar í Ungverjalandi. Sá fyrrnefndi lítiu- á það sem æðstu hugsjón að hlíta skip- un drottnara sinna og læri- meistara og sá síðarnefndi er það mikill raunsæjismaður, að hann skilur, að hjá því verður ekki komizt að Ung- verjar séu algerlega háðir boðum og bönnum Sovétherr anna. Og enn minni ástæða var til að óttast, að Gomulka í Póllandi yrði þeim erfiður í skauti, þar sem hann hafði nýlega barið niður með valdi allar hræringar, sem höfðu orðið meðal stúdenta í land- inu sem kröfðust aukins frelsis til orða og athafna. Hvað snertir Walter Ulbricht í Austur Þýzkalandi er hræðsla hans við nýjar hug- myndir svo augljós, að so vézku leiðtogarnir hafa átt í vök að verjast vegna ákefð- ar hans að grípa til hernað- aríhlutunar í Tékkóslóvakíu. Þegar á allt er litið hefur hræðslan við frelsið gripið heljartökum alla þessa fjóra þátttakendur í innrásinni, sem var framkvæmd á ábyrgð og undir verndarvæng herra þjóðar, sem allar stjórnir landanna fjögurra eiga tilvist sina undir. Þær eiga tilveru sína undir því einu, að þær hugsi og starfi í samræmi við það, sem kemur Sovétríkjun- um helzt að gagni. Þau áhrif sem hreyfingih innan Tékkóslóvakíu til frels isáttar hafði á hin kommún- istaríkin, láta ekki á sér standa. En þau hafa verið of metin, þó að Rúmenía — en þar er stefna stjórnarinnar og flokksins framkvæmd af enn meiri grimmd en í Ung- verjalandi — tregðaðist við að láta í ljós kvíða vegna að gerðanna. Sérstaklega hafði hættan verið mikluð í Sovét- ríkjunum, þar sem kerfið byggist á því að vairðveite og hlúa að arfi Stalíns. Hættan sem stafaði af lýðræðisþróun inni í Tékkóslóvakíu, jafnvel í því ljósi, sem sovézkir leið- togar sáu hana var ekki svo mikil og alls ekki svo opin- ská, að hún réttlætti vopnaða innrás í bandalagsríki. Hernaðarlega séð er átyll- an enn aumkunarverðari. Meira að segja sú stað- reynd, að ekki liðu nema fá- einir klukkutímar, unz land- ið allt var hernumið, sýndi að nágrannaríkin hefðu get- að komið Tékkóslóvakíu til hjálpar. Þessi staðreynd verð ur því skýrari, þegar það er bafit í huga, að hemámið var afráðið, þegar meira jafn- Milovan Djilas. vægi og meiri kyrrð var ríkj andi í Evrópu síðan í heims- styrjöldinni síðari — hún var gerð á tíma sem hafði um skeið einkennzt af vaxandi samvinnu NATO ríkjanna og Vars j árbandalagsr ík j anna. Tékkóslóvakía hafði ekki í huga að slíta sig úr tengslum við Sovétríkin, enda hefði henni orðið það um megn, hvernig sem á málin er litið. En þjóðin hafði sýnt lit á því að óska eftir meira sjálf- stæði og sjá'lfsákvörðunar- rétti um eigin málefni og móta ef til vill að nokkru nýja stefnu í utanríkismálum. Smám saman hefði þessi hreyfing getað breiðzt út til hinna ríkjanna og vakið upp ólgu með þjóðum, þar sem óá nægju er farið að gæta með ríkjandi stjórnarháttu. Fár ánleikinn sem einkennir Aust ur Evrópu stafar ekki hvað sízt af þeim óhagganlegu sannindum, að löndum sem eru í sjálfu sér þróaðri en Sovétríkin sem hefur verið haldið niðri með hervaldi. En hvernig sem við veltum málinu fyrir okkur, komumst við ekki hjá því að sjá, að hernám Tékkóslóvakíu ber að eins vott um eitt: aukna und- irokunar og útþenslusteínu Sovétríkjanna. Þess vegna virðist mér, að hernám Tékkó álóvakíu sé merki um breyt- ingar og tilfærslur á æðstu stöðaim og í mnstu hrimigum Sovétríkjanna, sem hlýtur að marka tímamót í sógu Ev- rópu og alls heimsins frá styr j aldarlokum. Vitað er, að innan Sovét- ríkjanna er þess farið að gæta meðal menntamanna, að þeir eru eins og ósjálfrátt farnir að hugsa lýðræðislegar og eru opniari fyrir nýjum straumum og nýjum hugmynd um, þó að þær eigi ekki upp á pallborðið hjá hugmyndafræð ingum þeirra. Þetta birtir enn eina hlið á Sovétríkjun- um, sem staðnað herveldi og hlekkjað í eigin kreddur og ofstæki. Sovétríkjunum er ekki nú — eins og á Stalíns- tímabilinu — stjórnað af blindum sauðþráum kreddu- mönnum, eða eins og á Krust joff valdaskeiðinu, af rugl- ingslegum en hugrökkum end urbótamönnum, heldur af hugmyndasnauðum þröngsýn um, lítilsigldum mönmum og fyrir þá er hugmyndafræði og hugmyndir aðeins meðul til að auka á spennu og kúg- un. Þó að sovézku leiðtogarnir hafi glatað nokkru af sjálfs- trausti sínu, staðfestir það, að hernám Tékkóslóvakíu stjórn aðist af ruddalegri og gráð- uigri ú tþ ensluste fnu. En jafn framt staðfestir það ósam- lyndið og veiku hlekkina og birtir þá sannreynd, að so- vézku leiðtogarnir eru ekki einu sinni sameinaðir á póli- tíska sviðinu. Innan æðstu hópa í Sovét- ríkjunum stendur þrotlaus og linnulaus barátta um völdin og það er hin eiginlega á- stæða til að ekki hefur tekizt að byggja upp nútíma efna- hagskerfi, sem grundvall- ast á samkeppnisfyrirkomu- lagi. Möguleikarnir eru sára- fáir, nema því aðeins, að öfga fullir byltingarsinnaðir hóp- ar verði hreinsaðir innan frá og komið úr öl'lum lykilstöð- um. En einmitt þessir menn munu nú reyna að treysta sig í sessi og að koma skoðun- uim sínum á fraimfæri, fyrst með því að reyna að koma á ró í kommúnistaríkjunum og því mæst með því að ná ið- naði þessara landa undir sig. Sovézku leiðtogarnir vissu fullvel, að lamgflestir komm- únistaflokkar heims myndu fordæma innrásina og því komu ramaikveim þeirra, Kremlherrunum engan vegin á óvart. En þeim láðist að gefa því gaum, að sovézka rík ið er ekki lengur byltingar þjóðfélag ekki lengur hug- sjónalegt stórveldi — Kína hefur fyrir löngu tekið við því hlutverki, — en það er orðið voldugra og hættulegra þar sem það stefnir sýnilega að heimsyfirráðum. Októberr byltingin hefur endanlega verið barin niður. Við fyrstu sýn virðist valdajafnvægið ekki hafa raskazt að neinu ráði við inn- rásina í Tékkóslóvakíu. En ef við tökum með í reikning- inn að hún hefur stöðvað al- þjóðasamvinnu, reynt að kyrkja metnað einstakra kommúnistaflokka til að öðl- ast meira sjálfstæði, þá hef- ur valdajafnvægið vissulega raskazt. Þar við bætiisit, að heimur þar sem lokað heims- veldi sameinar valdið á ein- um stað, er ekki sami heimur inn og sá, þar sem lönd fá sífellt meira og opnara frjáls ræði. Hernám Tékkóslóvakíu er aðeins ný hlið á ofbeldis- stefnu, sem hefur sniðgengið stofnskrá Sameinuðu Þjóð- anna og misboðið mannlegri samvizku. Sovézk útþenislu- stefna mun ekki stöðvast nema hún verði stöðvuð. Jafnvægi sem er grundvall að eingöngu á valdi hinna stóru hefur aldrei verið var anlegt og er það ekki heldur á okkar tímum. Hernám Tékkóslóvakíu getur orðið, en þarf ekki að verða upp- hafið að þriðju heimsstyrjöld inni. Meðal allra sovézku leið toganna og annarra leiðtoga leppríkjanna, sem tóku þátt í að undirbúa innrásina er eng inn sem er gæddur glögg- skyggnd sem nægir þeim til úrslitasigurs. Þeir eru ekki menn hárra hugsjóna. Þeir eru ekki heldur djarfir. Þeir berjast við hvern annan um völdin, það er eina sem máli skiptir, en það er hættulegt tómstundagaman fyrir svona menn. Siðferðilegar og sálrænar þvingunaraðgerðir hafa lítil áhrif á álíka menn, nema þær beri í sér pólitískt tjón fyrir þá. Ef siðferðilegur stuðning ur hefur á hinn bóginn mun meiri áhrif, þegar hann er veittur klókum og vænum mönnum, hvort sem þeir eru af rússnesku eða öðru bergi brotnir. Ofbeldisgjarnir ein- ræðisherrar virða aðeins valdið og ef þeir eru þeirrar skoðunar eitt andartaik, að valdbeitingu þeirra verði ekki svarað í sama eða með einn meira valdi, telja þeir sig hafa borið hærri hlut. Endurlífgun kalda stríðsins mun frekar koma slíkum mönnum að gagni en hitt, bæði heima og erlendis. Vopn aður friður er enn hugsan- leg lausn. Með öðrum orðum, það á að halda áfram efna- hagssamvinmu við Sovétríkin og ekki hvað sízt við Austúr Evrópulöndin. Jákvæðar og hreinskilnislegar tillögur skyldu lagðar fram um brenn andi vandamál, samtímis því að við lýsum andstyggð á of- beldisaðgerðum þeirra — en látum ekki púðrið vökna. (Þýtt og endursagt úr The Times. Nokkuð stytt). Ódýr strásykur 8,70 kg. — ÚRVAL AF JÓLAKERTUM Á GAMLA VERÐINU. Mikið úrval af ódýrum niðursoðnum ávöxtum. Súpur 17,90 pk. amerískt kaffi 70 kr. dósin, enskt tekex 18,60 pk. 20 teg. af kökudufti. Þýzkir búðingar 5—6 kr. pk. Mikið úrval af kryddi og bökunar- vörum á gamla verðinu. Flestar vörur cnnþá á gamla verðinu. — Opið til kl. 8 síðdegis alla daga vikunnar — einnig laugardaga og sunnudaga (ekki söluop). 1 kg. egg 89,- kr. Grenimel 12, sími 17370, Skipholti 70, sími 31275. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.