Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 Sím/ 22-0-22 Raubarárstlg 31 SÍM* 1-44-44 mmmfí Sc&ZíÆ&CQ.CZ' Hverfiscötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGMÚSAR iKIPMCXn21 S4MAR 21190 eftir lekvn ■> 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hagstaett leiguejald. Sffni 14970 Eftir iokun 14970 effa 81748. Sigurffur Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. iiiiiiiiiiiimiiii BÍLAR 0 Mikið úrval af glæsilegum notuðum bílum. — Mjög hagstætt verð, miðað við þá miklu haekkun, sem nú hefir orðið á nýjum bílum. Volkswagen 1300 árg. 1967. Gloria (japanskur) árg. ’67. Chevy II árg. 1965. RambleT Classic árg. 1965. Rambler Classic árg. 1966. Chevy II árg. 1966. Plymouth Belvedere árg. 1966. Plymouth Fury árg. 1966. Chevrolet Impala árg. 1966. Dodge Coronet árg. 1966. Volvo árg. 1962. Lítið inn í sýningarsali okkar, Hringbraut 121. Opið í dag 9—12 og 2—4. ■nil Rambler- uUli umLoðið LOFTSSON HF. Hringbrauí 121 — 10600 iiimiiiiimimi 0 Strangt uppeldi I. skrifar: „Kæri Velvakandi! Æskulýðurinn og vandamál hans eru ætíð ofarlega á baugi. Menn greinir á um, hvað sé vanda mál og hvað ekki, og viðbrögð- in verða því ólík. Við, sem eldri erum, verðum þó að gæta þess að aðstaeður eru ólíkar þvi, sem var, er við vorum unglingar, og viðhorfin hafa lika breytzt. En þar með er ekki sagt að mat okkar sé rétt, eða að unglingar hafi nú alltaf rangt fyrir sér. Mig langair til að leggja nú undir dóm lesenda tilvik, þar sem viðhorf uppalenda og ungl- inga rákust á. í síðustu viku var haldinn dans leikur í skóla einum í austur- borginni fyrir nemendur í mið- skóladeild, 13-15 ára gamla. Var það vissulega vel til fundið. En gagnrýni unglinganna beindist að nokkrum atriðum m.a., sem nú skulu rakin. 0 Kennararnir vildu heldur pínupils en síðpils Nokkrar stúlkur mættu til dans leiksins í svonefndum pilsbuxum, víðum mjög að neðan. Eru þær nýlegt tlzkufyrirbæri og ærið í- burðarmiklar. Er mér tjáð, að þær séu nú að ryðja sér til rúms í samkvæmislífinu. Þetta ofbauð kennurunum, sem þarna voru margir saman komn- ir til eftirlits, og meinuðu þeir stúlkunum um aðgang, þannig klæddum. Hins vegár gáfu þeir þeim kost á að aka þeim heim, svo að þær gætu haft faatskipti. Var það þeg- ið, og komu svo dömumar aftur til dansleiksins, flestar í peysum og örstuttum piisum. § Ekki mátti vanga Fyrir dansinum lék hljómsveit, sem dansgestir voru harla ánægð- ir með. Lék hún að sjálfsögðu nýj ustu popmúsik, sem unglingar hneigjast nú mjög að. Hins veg- ar voru lögin öll hröð mjög, og tók að gæta þreytu, er á kvöld- ið leið, svo að einhvrejir í hópi unglinga sneru sér til hljómsveit- arstjórans og báðu hann að leika hæg lög til tilbreytingar. Svarið var það, að forgöngu- menn dansleiksins hefðu lagt blátt bann við slíku og varðaði það fullkomnum launamissi, ef út af væri brugðið. Þegar leit- að var skýringar, upplýstist, að slík danslög sköpuðu stórhættu á því, að unglingar tækju upp þann ósið að „vanga", eins og það er nú kallað. 0 Ekki mátti vera rökkvað Þá var ljósadýrð svo mikil í danssalnum að við lá nauðsyn á sólglearugum til að varna sjón- skemmdum. Þetta var víst einn liðurinn í því að koma í veg fyr- ir, að dansgestir hættu á það að „vanga", enda stóðu kennarar vörð með öllum veggjum. í skóla þessum munu vera haldnir þrír slíkir dansleikir á vetri hverjum. Sigurður skólameistari á Ak- ureyri, hafði orð fyrir að vilja halda uppi góðum aga í skóla sínum. Xd. lá næstum þvi brott- rekstur við bameign, fyrir utan þá smámuni, að reykingar voru ekki einungis bannaðar i skóla- húsinu, heldur á allri skólalóð- inni. — En dansleikir voru mjög tíðir, mig minnir að þeir væru haldnir hálfsmánaðarlega. ,Hal- ur“ var oft skreyttur, a.m.k. á öllum meiri háttar hátíðum, og voru settir marglitir „krepe“- pappírsskermar um öll ljós og dregið mjög úr allri lýsingu. Ég man nú ekki hvort algengt var að „vanga" í þann tíð, en ekki man ég eftir, að skólameistari fyndi nokkurn tíma að slíku enda býst ég varla við, að hann hefði gert annað en að brosa sínu góða brosi, ef slíkt hefði borið honum fyrir sjónir. Þarna var um að ræða ungt fólk á aldrinum 14-20 ára, og hefi ég ekki heyrt um, að nemendur hafi hlotið van- þroska af dansleikjum í skóla þessum, og dvaldist ég þar þó í sex vetur. En ég er svo sem ekkert að mæla með því, að þetta unga fólk „vangi“ á skóladansleikjum, en ef það hefir einhverja þörf fyrir slíkt myndi ég halda, að betra væri, að hún fengi útrás á skóladansleik, en að unglingarn- ir séu reknir út fyrir veggi skól- ans til að fullnægja henni þar. I.“ 0 Óþolandi afskiptasemi Velvakandi þakkar bréfið. Hann skilur vel, að kennararnir vilji heldur virða ungu stúlkurn- ar fyrir sér í örstuttum lærskjól- um en dragsíðum pilsbuxum. En að öllu gamni slepptu: Hvers konar afskiptasemi er þetta eig- inlega af hálfu kennaranna? Ætla þeir að reyna að fara að hafa einhver áhrif á kvenfatatízkuna í ár? Eða þykjast þeir standa á siðferðigæzluvakt á dansæfing- um? Ef svo er, eru þá síðu bux- urnar hættulegri siðferðinu en stuttu pilsin? Hver einstaklingur hlýtur að hafa rétt á því að klæða sig, eins og honum sýnist, án afskipta annarra, meðan hann ofbýður ekki eigin heilsu með klæðleysi eða ströngustu siðferðikröfum á almannafæri, þ.e. án þess að of- kæla eigin líkama og ofhita ann- arra tilfinningar. í æsku Velvakanda var ekki amazt við því, að unglingar dönsuðu vangadans, þegar líða tók á kvöldið, og alltaf þótti sjálfsagt að slökkva á sem ílest- um ljósum og vefja hin rauðum dulum. Og aldrei man ég til þess, að kennarar væru að skipta sér af klæðnaði nemenda á dansæfingum eða dansleikjum. 0 Rangar áherzlur Þórunn Guðmundsdóttir, Sund- laugavegi 28, skrifar: „Góði Velvakandi! Viltu koma því á framfæri við lesendur veðurfregna I útvarpið að æskilegt væri, að orð, sem jafn- oft er farið með og orðið^ „al- skýjað“ sé rétt borið fram. Ég er orðin þreytt á að heyra alskýjað alskýjað (með áherzlu á „skýj“) á hverju kvöldi, brot á þeirri ein földustu reglu málsins. að aðalá- herzla sé alltaf á fyrsta atkvæði orðs. 0 Rangar fallbeygingar Föstudaginn 22. nóv. hlýddi ég á frásögn af gerðum einhverrar stjórnar. Sú stjórn lýsti sig ,and- víg“ einhverju. Ég hélt fyrst, að þetta væri misbrestur, en á eftir kom: Stjórnin „lýsti sig reiðubú- in“ til einhvers. Ég held að þeir sem láta slíkar ambögur frá sér fara ættu að taka eitthvert gott lyf til að bæta málskyn sitt, t.d. eina af þjóðsögum Jóns Ámason- ar á hverjum degi þrisvar sinn- um. 0 Náðanir á stórhátíðum Ég sá í blaði, að undirbúa ætti heilmiklar náðanir afbrotamanna í sambandi við 50 ára afmæli ís- lenzka rikisins. Ég tók fram, að ég skrifa ekki þessi orð af neinni óvild til þessara manna, en mér finnst þessi náðunarstarfsemi stangast jafnt á við heilbrigða skynsemi og þann réttarfars- grundvöll, sem við búum við. Af- brotamál fara fyrir dómstóla. Sér fróðir menn dæma samkvæmt lög um, að metnum öllum aðstæðum. Mér skilst, að þessir dómstól- ar njóti fullrar virðingar, og að úrskurðir þeirra mæti ekki mik- illi gagnrýni. Hitt er annað mál, að stofnanir handa fólki til refsi vistar eru i alla staði ófullnægj- andi. Kvenréttindi eru hér á svo háu stigi, að konur virðast mega stela og jafnvel drepa óhamlað- ar, því að húsnæði er ekki til handa slíkum. Mér finnst sjálf- sagt að gera allt, sem hægt er, til að beina brotamönnum, eink- um þeim ungu, á heillavænlega braut. En það er önnur saga. Mér þykir fáránlegt að ríkisstjóm með forsetann i oddi geti gert að engu úrskurði dómstólanna, ekki í sambandi við neinar reglur eða skilyrði, heldur vegna þess, að haldin er einhver hátíð. Kóngar voru lengi fram eftir öldum næstum í goðatölu og mik il þeirra náð. Okkar þjóðhöfð- ingi á að vera vel menntur og löghlýðinn oddamaður lýðræðis- þjóðar. Mér finnst honum falið háðu- legt hlutverk, þegar hann kemur fram sem „deus ex machina" og strikar út dómkvæði á skálholts- hátíðum og ríkisafmælum. ! LITAVER Ný veggklœðning SOMVYL sem kemur í staff fínpússningar og málningar. Klæðir vel grófa og sprungna veggL SOMVYL hentar a.lisstaðar í íbúðina. SOMVYL lækkar byggingarkostnaðinn. Fundarboð SjálfstæSisfélag Ingólfur heldur fund að Hótel Hvera- gerði í dag, laugardag 30. nóv., kl. 4. Fundarefni: Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra og Grímur Jósafatsson kaupfélagsstjóri ræða STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ. Allt sjálfstæðisfólk í Ámessýslu velkomið. íbúð til sölu 2ja herbergja íbúð í Norðurmýri til sölu milliliSalauaL íbúðin er laus nú þegar. Upplýsingar í dag frá kl. 2—4 í síma 37542. Þórunn Guðmundsdótttr, Sundlaugavegi 28“. 0PIÐ í DAG 1 riL KLUKKAN 16 AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 30676. - annað ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.