Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIiMMTUDAGUR 19. DBSEMBER 1968 3 IFrá vlnstri: Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri, Ólafur Ólafsson, kristniboði, Siffurbjörn OEinarsson, biskup, Jón Sveinbjörnsson, lektor, Björn Magnússon, prófessor og Hermann Þor- steinsson, fulltrúi. — Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Læknir segir sögu Lúkasarguðspjafl í endurskoðaðri þýðingu ISLENZKIR kirkjugestir geta ef til vill vænzt þess að heyra jólaguðspjallið með nýju orðalagi á þessum jólum. Endurþýðing á Lúkasarguð- spjalli er komin út á vegum Hins íslenzka biblíufélags, en þar er hluti jólaguðspjallsins þýddur á þessa leið: „Þá fór Jósef úr Gaiiieu frá Jborginni Nazaret upp til Júdeu, <til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var að lang- Jeðgum af ætt Davíðs, að láta bkrásetja sig ásamt Maríu heit- konu sinni, sem var þunguð. En meðan þau voru þar, kom sá 'timi, er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumget- inn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.“ Biblíufróðir menn munu strax gera sér þess grein, að hér er nokkur orðalagsmunur frá síð- ustu biiblíulþýðingu. Sigurbjörn Einarsson biskup, sem 'hefur ver- ið formaður nefndar, sem stjórn Hins íslenzka biblíufélagis kvaddj til endurþýðingar á nýja testa- mentinu 1962, sagði á fundi með fréttamönnum í fyrradag, að lögð hefði verið áherzla á að halda sérleik biblíumálsins, en orðalag gríska textans væri ekki þrætt jafn nákvæmlega og gert hefði verið í síðustu þýðingu Nýja testamentisins. Hefði nefnd in lagt áherzlu á að nýja þýð- ingin væri á vönduðu íslenzku máli. Lúka.sarguðspj a 11 sem í þessari útgáfu ber heitið Læknir segir sögu er gefið út sem pappírs- kilja. Prentun og frágang hefur Prenthús Hafeteins Guðmunds- sonar annazt. Allmargar teikn- ingar prýða guðspjallið. Eru þær teknar úr útgáfu Hins ameríska biblíufélags á Nýja testamentinu. 1 bókarformála segir, að end- urþýðing Nýja tesfamentisins hafi lengi verið tímabær. Árið 1962 hafi stjórn Biblíufélagsins kvatt prófessora guðfræðideildar til þessa starfs en auk þeirra sr. UMRÆÐUR urðu um utanríkis- mál á Alþingi í gær í tilefni þingsályktunai'tillögu Magnúsar Kj artanssonar o. fl. um endur- sikoðun á afstöðu íslands til At- lantshafsbamdalagsins. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, sagði í umræ*ðiunum, að ríkLsstj órnin hefði emgim áform uppi um breytta afstöðu til bandalagsins. Aðild okkar að þvi hefði reynzt þjóðinni heilladrjúg og eftir at- burði síðustu mánaða kæmi bet- ur í ljós hið veigamikla hlut- verk þess. Viiji þjóðarinnar í þessu máli hefði einnig marg- sinnis komið fram í alþingiskosn ingum, þar sem lýðræðisflokk- amir þrír, sem stóðu upphafLega alð aðild íslands að bandalaginu, hefðu jafnan fengið yfir 80% greiddra atkvæða. Þá lýsti ráð- herra því yfir, að hann m.undi flytja á Alþingi skýirslu um ut- Guðmund Sveinsson, skólastjóra, og Jón Sveinbjörnsson, fil. kand., eand. theol. en Sigurbjörn Ein- arsson, biskup, hafi verið for- maður nefndarinnar. Jón Sveinbjörnsson hefur ver- ið fastur starfsmaður þýðingar- nefndar, en auk hans hafa unníð að þessari þýðingu þeir: Sigur- fojörn Einarsson, biskup, Björn Magnússon, prófessor, og Jóhann Hannesson, prófessor. Dr. Finn- foogi Guðmundsson, landsbóka- vörður, hefur verið ráðunautur nefndarinnar. Unnið er að þýðingu á fleiri ritum Nýja testamentisins. Er Postulasagan tilbúih til prentun- ar og Markúsarguðspjall að nokkru endurskoðað. anirikismál fljótiega eftir jóla- leyfi. HEIMSKRINGLA hefur gefið út ritverk í tveimur bindum, sem helguð er hundrað og fimmtíu ára minningu Karls Marx. Verkið nefnist „Karl Marx og Fredrich Engels — Úrvalsrit." Bæði bindin eru um 890 blað- síður og síðara bindinu fylgir nafnaskrá og orðalisti. Útgáfa þessi styðst í meginatriðum við tveggja binda útgáfu hjá Dietz Verlag í Berlín, þó er nokkru Skákmót á Mallorca: Kortsnoi efstur, en Spnssky og Lnrsen 12-3 sæti SOVÉZKI skákmeistarinn Viktor Kortsnoi sigraði á alþjóðlega skákmótinu í Mallorca. Mótinu er þó ekki lokið, en sýnt þykir að Kortsnoi hljóti efsta sæti því hann hefur þegar 13'L vinning eftir 16 umferðir, en næstu menn þeir Spassky og Larsen að- eins 12 hvor, og aðieins ein um- ferð er ótefld. í 15. urhferð vann Kortsnoi landa sinn Boris Spassky en gerði svo jafntefli við Spánverj- ann Pomar í þeirri 16. Röð efstu manna á mótinu fyrir síðustu umferð er þessi: Kortsnoi 13% vinning, Larsen og Spassky 12 hvor, Petrosyan 11, Ivkov og Gligoric 9% hvor, Pomar 8Vz, Matanovic 8 (1), Benkö TVz (1), Gheorghiu 7 (1), Dr. Lehmann 6%, Medina 6, del Corral 5M> (1), Visier, Toran og Byrne 5 hver, Vesterinen 5 og lestina rekur Calvo með 4 vinninga. Snmeining hreppn í A-Hún. Blönduósi, 16. desember. SL. íöstudag var haldinn á Blöndu ósi fundur sem Jón ísberg sýslu- maður hafði boðað sýsluniefnd og hreppanefndir A.-Húna. Var þar rætt um sameiningu hreppa í sýslunni. Unnar Stefánsson, riit- ari Sameiningamefndar íslenzkra sveitarfélaga, mætti á fundinum og flutti framsöguerindi. Á fund inum var samþykkt að kjósa nefnd, sem skipuð verði tveimur fulltrúum frá hverjum hreppi sýslunnar og skuli hún athuga möguleika á sameiningu viðkom andi hreppa í stærri sveitaifélög um. — Björn. sleppt úr þeirri útgáfu, en öðru bætt við. Efni bókarinnar er þýtt af 18 mönnum og hefur mikið af því birzt á íslenzku áður, m. a. Kommúnistaávarpið. Sem fyrr segir er það Heims- kringla, sem gefur ritverkið út, en það er sett í Druckhaus Frei- heit, Halie, en prentað og foundið í Leipziger Volkszeitung, Leipzig,- Austur-Þýzkalandi. STAKSTtllVAR Gleðin leynir sér ekki Kommúnistablaðið gat ekki leynt gleði sinni í fyrradag er það skýrði frá því að kommún- istar hefðu unnið sigur í auka- kosningum í Frakklandi og auk- ið fylgi sitt í Luxemborg. Sið- asta málsgrein fréttarinnar er þó einna athyglisverðust: „Sigur kommúnista í Luxemborg vekur mikla athygli fyrir þá sök, að flokkur þeirra var eini komm- únistaflokkurinn í Vestur-Ev rópu sem mælti innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu bót og höfðu ýmsir talið að það myndi kosta hann fylgi.“ Að vísu er þarna ekki farið alveg rétt með staðreyndir. Það voru fleiri kommúnistaflokkar í V-Ev- rópu, sem gerðu tilraun til að mæla framferði kommúnistarikj- anna í Tékkóslóvakíu bót, svo sem kommúnistaflokkurinn á Is- landi. En augljóst er af tílvitn- uninni í fréttina að kommúnist- um þykir það mjög eftirtektar- vert, að flokkur, sem hélt uppi vörnum fyrir glæpaverk kommúnista í Tékkóslóvakiu, hlaut aukið fylgi í kosn- ingum. Fer ekki á milli mála, að kommúnistar á Islandi vona, að þeir njóti góðs af þessum tíðindum og að einhverjir kjós endur á íslandi fáist til þess að taka svipaða afstöðu og kjósend ur í Luxemborg hafa gert. Gleði kommúnista yfir þessum tíðind- um er þeim mun meiri, vegna þess, að þeir hafa haft þungar áhyggjur vegna hrakfara komm únista í Svíþjóð í kosn’ingunum þar í haust. Þó gerði Kommún- istaflokkurinn í Svíþjóð ítrekaða tilraun til þess að bera af sér sakir vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Hin mikla gleði frétt frá Luxemborg verður þess vafalaust valdandi, að kommún- istaleiðtogarnir láta sér líða bet- ur um jólin en ella. Grípa í hvert hálmstrá Ánægja kommúnista á íslandi vegna kosningasigurs kommún- ista í Luxemborg er þó aðeins ein vísbendingin enn um það, að þeir grípa nú í hvert það hálm- strá sem þeir geta til þess að halda sér á floti. Það vakti ó- skipta kátínu manna í haust er Magnús Kjartansson skrifaði dag eftir dag greinar til þess að sanna, að kommúnistaflokkurinn hér á landi væri eiginlega sams konar flokkur og jafnaðar- mannaflokkurinn í Svíþjóð. Minnti þetta töluvert á tilraun- ir Tímans fyrir nokkrum árum til þess að sannfæra fólk um að Framsóknarflokkurinn á islandi væri raunverulega sams konar flokkur og Verkamannaflokkur- inn í Noregi. En kommúnistar misstu fljótlega tökin á sænskum jafnaðarmönnum og nú er greini legt að þeir ætla að leita hugg- unar í skjóli þeirra, sem þeim eru líkari, þ.e. hjá kommúnist- um í Luxemborg, sem ásamt fé- lögum sínum hér á landi grétu þurrum tárum vegna innrásarinn ar í Tékkóslóvakíu. Hálmstrá- ið frá Luxemborg mun þó ekki duga kommúnistum lengi ef að líkum lætur og verður fróðlegt að sjá hvar þeir grípa niður næst. Finnska glervaran „iittala" fæst aðeins hjá okkur. Mikið úrval af glösum, könnum, vösum, skálum, öskubökkum, ávaxtasettum og listmunum o. fl. Lítið inn, þegar þér eigið leið HUSGAGNAVERZLUN KRISTJANS SIGGEIRSSONAR HF. LAUGAVEG113, SIM1 13879 Obreytt afstaða til aðildar íslands að NATO Tveggja binda úrval úr verkum Marx og Engels Útgefið af Heimskringlu, en prentað i Austur-Þýzkalandi r i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.