Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. DBSEMBER 1968 osnik Bjóðið gestum ykkar upp á ostapinna með öli eða sem eftirrétt. Auðvelt °g fljótlegt er að útbúa pá og pér getið verið viss um, að peir bragðast vel. Notið pað sem til er á heimilinu og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Hér fylgja nokkrar hugmyndif, 8. Setjið mandarínurif eða appelsínu- bita ofan á fremur stóran tening af ambassadorosti. 9. Festið fyllta olífu ofan á tening af ambassador osti. Skreytið með stein- selju. OMar-og ám/öMcUan nefnilega eitt af fáu sem rétt er í grein SM, að „þegar að þreng- ir, hugsar almenningur mikið um, hvernig hann getur orðið sér úti um sem ódýrastar vörur.“ Fólk hefir þess vegna kynnt sér vöru verð, áður en það kamur hér, og það kemur hingað aftur og aft- ur, af því að það veit að það er ekki út í bláinn sem Vörumark- aðurinm, getur leyft sér að aug- lýsa að hér sé flest undir búðar- verði. Viðbrögð almennings hafalíka sýn't, að hér var rétt stefnt og að hinn almenni kaupandi finn- ur, hvaða hagnað hann hefir af að verzla hér. Þetta kemur fram í því að á þeim rúmum 14 mán- uðum, sem verzlunin hefur verið starfaaidi, hefir umsetningin ekki tvöfaldazt heldur margfald azt miðað við tvö jafnlöng tíma- bil — í upphafi starfseminnar og nú að undanförnu. Þess má einnig geta, að starfs- mannafélag eins stærsta fyrir- tækis landsins hefir nýlega und irritað samning við Vörumarkað- inin um innkaup fyrir meðlimi sína, en á vegum þeirra munu vera hvorki meira né minna en 2000 neytendur. Þessi aðili hef- ur að sjálfsögðu kannað vand- lega, áður en slíkt skref er stig- ið, hvar hagkvæmast sé að verzla og niðurstaðan er þessi. Og ekki er ósenni'legt, að fleiri slík félög eigi eftir að sigla í kjöl- far þess með viðskipti sín. Ekki virðist SM hafa mikið á- lit á neytendum, því að á einum stað í grein sinni segir hann: „Eða er ekki mikill möguleiki á því heimili þar sem geymslur eru fullar af alls konar niðursuðu- vörum eða pakkavörum, að neyzl an verði að sama skapi miklu meiri.“ Hér er skringilega hugs- að og ritað, svo ekki sé meira sagt. SM virðist hafa miklar á- hyggjur af því, að neytendur eti sér til óbóta ef þeir kaupa meira magn af einhverri vöru en það, sem þarf í næsta mál. Hvers vegna berst hann þá ekki fyrir því innan Kaupmannasam- takanna, að kaupmenn neiti að selja viðskiptavinum sínum meira en alllra minnsta skammt af hverri vörutegund? Eða er þetta fyrirboði þess, að hann fari að krefjast skömmtunar til að koma vitinu fyrir neytendur og vernda þá fyrir þeim voða, sem þeim stafar af að vera nokkurn veginn frjáisir að því, hvar þeir verzla og hve mikið þeir kaupa? Þá skal vikið að því, sem á að heita uppistaðan í grein SM. (Mér kemur ekki til hugar að nefna grein hans „atlögu" eða „árás“ á fyrirtæki mitt í þágu Kaupmannasamtakanna, því að ég er sannfærður um, að kaupmenn munu telja hana neikvætt fram- lag til þessara mála.) Þetta er tvenns konar verðsamanburður, sem hann ber á borð fyrir les- endur. Raunar slær hann vopn- in úr hendi sér, um leið og hann býst til að greiða mér rothögg- ið. Hann segir nefnilega á ein um stað: „Eða hvað um rafmagns tæki, sem flutit eru til lamdsins á mismunandi gengi hinnar ís- lenzku krónu?“ Áður en ég vík að þessum til- greindu ummælum, vil ég fara nokkrum orðum um verðsaman- burð þann, sem SM birtir og tekur úr Frjálsri verzlun, en tímaritið lét gera hann á sl. ári. Þar er dregið fram verð, sem á að sýna hversu miklu óhag- kvæmara sé að verzla hjá „magn sala“ en kaupmamni, og eru þaa- taldar upp 14 vörutegundir. En við slíkan samanburð er margt að athuga. í fyrsta lagi er hér ekki um víðtæka, algilda „rannsókn“ að ræða, í öðru lagi er engin grein gerð fyrir því, hvort u*m — Fáein orð oð geínu tilefni SIGURÐUR Magnússon, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam takanna, ritar all'langa grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann gerir fyrirtæki mitt, Vöru markaðinn, og verðlag þar að umræðuefni og leitast við að færa sörnnur á að það sé vill- andi, þegar ég auglýsi verðlag fyrirtækisins svo, að hjá því séu „flestar vörur undir búðar- verði". En SM gerir sig sekan um svo fráleitar kenningar og villandi staðhæfingar í grein þessari, að ég leyfi mér mjög að efast um, að kaupmenn telji sér greiða gerðan með þessu skrifi hans. Ég mun nú svara grein þess- ari í stuttu máli og leyfi mér að byrja á að fara nokkrum orðum um uppbyggingu og starfsemi Vörumarkaðsins. Þess er þá fyrst að geta, að Vörumarkaðurinn er ekki verzl- un af venjulegu tagi. Hér hefir ekki verið kostað stórfé til að smíða dýrar innréttingar eða leggja húsakynnin harðviðarþilj um. Þess er ekki talin þörf, og það er alls ekki kaupandanum í hag, að verzlunin verji miklu fé í slíkt, því að vitanlega verð- ur viðskiptavinurinn að greiða slíkt með hærra vöruverði. Þá eru vörur verzlunarinnar í flest um tilfellum afgreiddar í hinum upphaflegu umbúðum sínum. Vörumarkaðurinn er starfrækt ur í þágu fólks, sem vill fyrst og fremst geta keypt allls konar varning — hinn sama og aðrir selja — við 'lægra verði en al- mennt gerist, og gildir jafnvel einu, hvort menn kaupa ein- hverja vöru í heilum kassa eða hálfum eða bara einataka ein- ingu. Verðið er í flestum tilfell- um lægra og fólk finnur þetta, þegar það verzlar hér. Það er t. Leggið heilan valhnetukjarna ofan á teninga af goudaosti. 4. Helmingið döðlu, takið steininn úr og fyllið með gráðostlengju. 7. Setjið ananasbita og rautt kokkteilber ofan á geira af camembert osti. 5. Skerið tilsitterost í teninga, setjið lifrakæfubita ofan á ostinn og skreytið með agúrkusneið og stein- selju. 6. Mótið stafi úr goudaosti, veltið þeim upp úr þurrkaðri papríku og skreytið með sultulaukum. 2. Vefjið skinkulengju utan um staf af tilsitterosti, setjið sultulauka efst á pinnan og skreytið með steinselju. 3. Skerið gráðost i teninga, ananas f litla geira, reisið ananasinn upp á rönd ofan á ostinum og festið saman með pinna. Er framkvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna postuli ófrelsis og skömmtunar? sama vörumerki einstakra vöru tegunda sé að ræða hvarvetna — og þannig mætti lengi te'lja ýmis atriði, sem sanna að slík „rann- sókn“ hefir ekkert gildi — nema fyrir SM. . Þegar Frjáls verzlun birti sam anburð þennan á sínum tíma, reyndi ég að afla upplýsinga um það hjá ritstjóranum, hvar þetta kaupmannsverð væri í gildi. Ég vildi nefnilega koma á framfæri leiðréttingum á rangfærslum, en ritstjórinn fór allur undan í flæmingi, og fékk ég engar upp- lýsingar hjá honum fyrr en sl. laugardag, þegar hann átti tal við mig um annað mál. Þá viður- kenndi hann, að samanburður- inn hefði ekki verið á rökum reistur. Svo merk var því þessi sörnnun SM. Mér þykir aðeins leitt að hinn ungi ritstjóri Frjálsrar verzlunar skuli hafa verið dreginn inn í þetta mál á þennan hátt, en varla getur hann sakazt um það við mig. Þá er komið að þeim saman- burði, sem SM hefir gert sjálfur, og minni ég nú lesendur á til- vitnuð orð hains hér að framan um „mismunandi gengi“. Þar fell ur hann nefnilega sjálfur í þá gryfju, sem hann þóttist vilja varast. Hann telur nefnilega í sömu andránni vörur, sem keypt ar eru iinn með tvenns konar ef ekki þrennskonar gengi og læt- ur svo sem þær hafi ailar verið keyptar á einu og sama gengi. Vörumarkaðurinn seldi t.d. til skamms tíma 12 pk. af Maggí- súpum á 225 kr„ en þær birgð- ir eru a'llar þrotnar, og nýju birgðirnar eru með verðlagi nýja gengisins. Sama máli gegnir um strásykurinn, sem næstur er í upptalningu SM, og ýmsar aðr- ar vörutegundir, sem hann nefn ir þarna verð á. Um síðast talda atriðið — 1 ks. af eplum — er það að segja, að hér eru einnig til epli á kr. 440 kassinn, en vit- anlega hefir SM ekki hentað að geta þess verðs. Af þessu er ljóst, að þessi sam anburður SM er mjög villandi, svo ekki sé meira sagt, og geri ég ekki ráð fyrir, að kaupmenn telji sér slíkar blekkingar hag- kvæmar. Eða telur SM sig geta tryggt mönnum til frambúðar það verð á Maggisúpum, sem hann nefnir þarna? Eiga kaupmenn að senda honum reikning fyrir þeim verðmismun, sem hann er að gefa neytendum fyrirheit um með þessum fullyrðingum sinum, sem eiga sér litla stoð í veru- leikanum? Ég hefi ekki haft tök á að gera svipaðan verðsamanburð og SM hefir gert, en þó hefi ég leit að upplýsinga um verðlag á fá- einum þeirra vörutegunda, sem SM athugar, en niðurstaðan varð t.d. sú, að verð á eplum hjá kaupmönnum er aíllt upp í kr. 685 kassinn, og sykur fer hjá einum yfir kr. 600, ef keypt eru 50 kg. Hjá einum kaupmanni kost ar Jacob’s tekex kr. 27,35 pakk- inn, hjá öðrum kr. 26,25, en vörumarkaðurinn selur það á kr. 25.00. Cheerios-konnmeti kostar kr. 36,35 pakkinn hjá kaup- manni, en Vörumarkaðurinn sel- ur sömu vöru á kr. 34.00. Fiski- bollur kosta nær undantekning- arlaust kr. 32.80 eða 32.85 heil- dósin, ekki 28,50 eins og SM seg- ir, en þessa vöru selur Vöru- markaðuriifh á kr. 30.00. Þetta er ekki vísindaleg könin uin á verðlagi, og hún er heldur ekki ýtarleg, en ég leyfi mér að halda því fram, að hún sé nær sanni en sú, sem SM birti í Morgunblaðinu. Hver maður get ur líka gengið nr skugga um þetta með símahringingu og marg ir hafa raunar gert það með því að verzla í Vörumarkaðinum. Ég vil þó engan veginm halda því fram, að kaupmenn séu of- haldnir af þeirri álagningu, sem þeim er skömmtuð, því að hún er alll’tof lág og engan veginn sambærileg við það, sem leyft er annars staðar. En hér kemur það til greina, sem fyrr er getið, að Vörumarkaðurinn er fyrirtæki, sem rekið er með allt öðrum hæitti en vemjuleg kaupmanns- Framhald á bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.