Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1968 31 Sijfvaldi Hjálmarsson. „Eins og opinn gluggi“ Erindasafn eftir Sigvalda Hjálmarsson •ÚT er komin ný bók eftir Sig- -valda Hjálmarsson. Nefnist hún „Eins og opinn gluggi". Er það ritgerðasafn eins og undirtitill- inn „Tólf erindi um mystísk við- •horf“ gefur til kynna. Bókin til- einkar höfundur Gretari Fells, rithöfundi. Heiti erindanna eru: Allir veg- ir eru mínir, Hvað er einfalt líf?, Návist hins dulda, Hinn dular- íulli grunur, Sólskin í sálinni, Eins og þú sjálfur vilt, Skóhljóð fminninganna, Hinn grái hvers- dagsleiki, Vort daglega brauð, Ævintýri andartaksins, Að vera óháður og Þú átt að gæta bróður þíns. Bókin er 144 bls. að stærð. lÚtgefandi er Hliðskjálf. — Atvinnumálanefnd Framhald af bls. 31 grenni, þannig að hinir mörgu bátar og fis-kiðjuver nýtist sem bezit, sbr. sérstaka tillögu um útgerðarmiál, er sendist sjávarútjvegsmálar'áðherra. Reynt verði að láta togara BÚR landa seim mest í Reykja vík. 3. Aukið verði láwsfjármagn það sem Húsnæði'smálastjórn rik- isinis hefur haft til umráða, en það myndi fljótt bæta at- vinnu'ástandið. 4. Reynt verði að auka reksturs- fjármagn iðmfyrirttækja, þann- ig að þau geti sem fyrst og í sem rí'kustum mæili notið þeirra breyttu aðstæðna, sem gengisfellingin skapar, abr. tillögu um þetta efni, sem send er til Atvinnumálanefnd ar ríkiains. 5. Borgarstjórn reyni að haga röð framlkvæmda sinna, þann- ig að þær verði til að draga úr meisfa atvinnuleysinu í vet- ur, sbr. tillögu senda borgar- ráði. 6. Innkaupcum opinberra aðila á vörum og þjónustu verði sem mast beint til innlendra fram- leiðenda, sbr. tillögu sem send er til innkaupastofnana ríkis- borgar o.fl. aðiLa. 7. Hafin verði sem allra fyrst brúarsmíði yfir Elliðaár og varanleg vegagerð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. 8. Hraðað verði undirbúningi framkvaamda að stækkun Búrfellsvirkjunar og álverk- smiðju. 9. Opimberir aðilar stuðli að því með öllum tiltækum ráðum að flugfélögin geti flutt við- halds- og viðgerðarþjónustu sína sem mest til landsins. 10. Stuðlað verði að auikinni fjöl- breytni atvinnutveganna, sbr. tillöglu sem send er til At- vinnumálanefndar ríkisins. í tillögum sinum um úitgerðar- mál leggur nefndin til, að reynt verði að koma bátum á veiðar, sem legið hafa aðgerðarlausir, ýmsir vegna skulda eða skorts á fjármagni svo og síldveiðibátum, sem hingað til hafa legið aðgerð- arlausir fram eftir vetri, en gætu ef til vill farið á línu. Ennfrem- ur að kannað verði hvort mögu- legt sé að gera togarana Hval- fell og Geir sjófhæfa og senda þá til veiða. Jafnframt leggur nefndin áherzlu á að á komandi vertíð verði sem mest af hrá- efni frystihúsanna unnið í neyt- ind'apaklkningar. í iðnaðarmálum er lögð áherzla á nauðsyn aúkins reikstrarfjár- magns til iðnfyrirtækja og bend- ir nefndin í því sambandi á eft- irfarandi lánareglur: Iðnfyrir- tæki fái víxilkvóta miðað við tveggja til þriggja rnánaða fram- leiðsluverðmæti og j'afnframt sérstakt rekstrarlán t.d. í formi yfirdráttar er nemi þriggja mán- aða kaupgreiðslu fyrirtækis. Atvinnumálanefndin leggur áherzlu á að við röð fram- kvæmda borgarinnar á næsta ári verði haft í huga hversu at- vinnuaukandi hver framkvæmd er. Ennfremur að Reykjavíkur- borg og fyrirtæki hennar fái hluta af 'hugsanlegu fram- kvæmdaláni, sem rífkisstjórnin kynni að taka til þesis að draga úr atvinnuleysi. Lóks leggur atvinnumálanefnd in til að opinberir aðilar taki þá reglu upp í enn ríkara mæli að beina viðskiptum sínum til inn- lemdra aðila og að Leitað verði allra tiltækra ráða til þess að auika fjölbreyttni í atrvinnu- rekstri. Eftártaldir aðilar áttu sæti í nefndimni: Birgir fsl. Gunnarsson, formaður, borgarráð, Barði Friðriksson, Vinnuveitendasamb. fslands, Björgvin Guðmundsson, Alþýðuflokkur, Daði Ólafsson, Framsóknarflokkur, Guðjón Sigurðsson, Fulltrúaráð verklýðsfélaganna, Guðmundur J. Guðmundsison, Alþýðubandalag, Gunnar Helgason, Sjálfstæðistflokkur. Sigfinnur Sigurðsson var Skip- aður rita-ri nefndarinnar. - STJÖRN RUMORS Framhald af bls. 1 ins. 181 þingmaður kristilegra demókrata, sósíalista og lýðveld- issinna greiddu honum atkvæði, en 119 kommúnistar, nýfasistar og nokkrir aðrir þingmenn greiddu atkvæði á móti. Búizt er við, að fulltrúadeildin veitti hon um svipaða traustsyfirlýsingu fyrir jól. Umræðurnar í öldungadeild- inni tóku aðeins þrjá daga, og gagnrýndu stjórnarandistæðingar tillögur Rumors um umlbætur á skólakerfinu, ráðstafanir til að tryggja fulla atvinnu og breyt- ingar á embætfiskerfinu. í ut- anríkismálum hét Rumor fullum stuðningi við NATO. Dregið befur úr óeirðum á Ítalíu síðustu daga, hvort sem ástæðan er sú, að jólin nálgast, eða að stj órnarkreppan er leyst. Nýja stjórnin var mynduð 12. desember eftir samningaiviðræð- ur, sem stóðu í aðeins 1'6 daga og er 29. stjórnin frá stríðslok- um. Fáar stjórnarkreppur á Ítalíu hafa leysts á eins skömm- um tima. - TAKMÖRKUÐ Framhald af bls. 31 Gíslason, Lúðvík Jósefsson og Jón Skaftason. Eftir þær breytingar sem nefnd in gerði á frumvarpinu hljóða á- kvæði þess svo: Að fengnum tillögum Hafrann sóknarstofnunar fslands og Fiski félags fslands skal ráðherra heim ilt með reglugerð að veita vél- bátum allt að 200 brúttó-rúmlest- um að stærð leyfi til togveiða á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl 1969 innan fiskveiðilandhelginn- ar, þannig: Á svæði sem takmark ast að vestan af línu, sem dreg- in yrði réttvisandi í norður frá Horni (grunnlínupunktur nr. 1), og að austan af línu, sem dregin yrði réttvísandi norður frá Rauða núp (grunnlínupunktur nr. 6 allt að 4 sjómílum frá grunnlínu- punktum. Þá skal við útgáfu veiði leyfa verða tekið tillit til nauðsyn legrar friðunar fyrir botnvörpu á svæðinu frá Rauðanúp vestur að Gjögurtá. Á svæði, sem takmark- ast að vestan af línu, sem dregin yrði réttvísandi í suður frá Stokks nesi (grunnlínupunktur 19) allt að 3 sjómílur frá strandlengju. Heimilt er þó ráðherra að veita frekari heimildir til botnvörpu- veiða á svæði, sem takmarkast að austan af lengdarbaug 21° og 57 mín. vestur lengdar og að vestan af lengdarbaug 22° og 32 mín. vesturlengdar. Togveiðar skulu þó ekki heimilaðar á svæðinu frá Stokksnesi að Skaftárósum á tíma bilinu frá 1. marz til 30. apríl. Leyfi til togveiða má að öðru leyti takmarka hverju sinni við tíma og svæði, m.a. til þess að forða frá árekstrum á veiðisvæð- um við báta með önnur veiðar- færi, svo sem línu og net. Hrygn- ingarsvæði síldar og önnur svæði, sem Hafrannsóknarstofnunin tel- ur nauðsynlegt að vernda, skulu friðuð fyrir botnvörpu þann tíma, sem nauðsynlegt er talið. f nefndaráliti sjávarútveg- nefndar kemur m.a. fram að á fund hennar kom meðal annarra dr. Gunnar G. Schram, og gaf hann nefndarmönnum ýmsar upp lýsingar. Segir að hann hafi talið að líta mætti á frumvarpið sem framhald af annarri meginrök- semd íslendinga á erlendum vett vangi fyrir útfærslu fiskveiðiland helginnar, þ.e.a.s. þeirri, að við vildum nýta fiskimiðin inn henn ar á sem hagkvæmastan hátt frá efnahagslegu sjónarmiði. Dr. Gunnar tók þó skýrt fram, að slík löggjöf yrði að byggj ast upp á því, að veiðarnar væru stund- aðar undir vísindalegu eftirliti og að um takmarkaðar og tíma- bundnar heimildir væru að ræða. Hann undirstrikaði sérstaklega nauðsyn þess, að refsiákvæðum laganna væri fylgt, því að fátt gæti skaðað mólstað okkar meira við frekari friðunaraðgerðir utan 12 mílna fiskveiðilandhelginnar en brot á þeim lagaákvæðum og reglum, sem í gildi eru á hverjuim tíma. - RÁÐUNAUTUR Framhald af bls. 1 það gæti leitt til valdatöku komm- únista. Hann sagði, að ekkerf væri erf iðara fyrir utanaðkomandi aðila í samningaviðræðum en að ræða myndun samsteypustjórnar og slíkar tilraunir gætu leitt til rót- tækra og óafturkallanlegra breyí- inga á stjórnmálaþróuninni í Suð ur-Vietnam. Þar með yrði stríðið leyst með samkomulagi í máli, æm utanaðkomandi aðilar gætu haft minnst áhrif á, og hefðu minnst vit á. Afleiðingarnar gætu orðið langvarandi og erfiðar við fangs. Kissinger sagði, að ógemingur væri að gera sér í hugarlund að aðilar, sem borizt hefðu á bana- spjótum og setið á svikráðum við hvor annan í 25 ár, gætu starfað saman í eindrægni og stjórnað landinu. Bandaríkjamenn ættu að einbeita sér að gagnkvæmum brottflutningi erlendra hersveita og forðast eins lengi og hægt væri að semja um skipulag innanlands- mála í Suður-Vietnam. Hann sagði að Suður-Vietnamar yrðu sjálfir að gera út um þau mál sín í milli. Hann varaði við því að París- ar-viðræðurnar kæmust í algera sjálfheldu ef Bandaríkjamenn reyndu ekki að ná samkomulagi um framtíðarmarkmið og síðan að semja um hvernig hrinda setti þessum markmiðum í fram- kvæmd í einstökum atriðum, en slíka aðferð hefðu Bandaríkja- menn ekki venjulega notað í utan rikismálum heldur væri venjan sú, að þeir hefðu rígbundna af- stöðu áður en formlegar viðræð- ur hæfust og legðu óhóflega mikla áherzlu á tæknileg atri,ði þegar viðræðurnar hæfust. Um ágreining þan sem risið hef ur í Parísarviðræðunum um fundarborðið sagði Kissinger, að þref Saigön-stjórnarinnar um stöðu Þjóðfrelsishreyfingarinnar væri ekki aðeins þjark um til- högun ráðstefnunnar. Hann sagði, að Suður-Vietnam teldi stöðu Þjóðfrelsisfylkingarinnar eitt af meginatriðum styrjaldarinnar. Stjómin í Washington hlyti að bera nokkurn hluta óbyrgðarinn- ar á þessu þar sem hún hefði van metið alvöruna að baki þessum áhyggjum Saigon-stjórnarinnar. - APOLLO Framhald af bls. 1 aðfangadag og snemma á jóla- dag, en ferðalag þeirra er jafn- framt undirbúningur að annarri geimferð Bandarikjamanna á næsta ári, þar sem vonazt er til, að unnt verði að láta menn lenda á tunglinu. Öll hótel á strönd Florida — og þó einkum í grennd við Kennedyhöfða — eru nú yfirtfull af gestum, sem vilja vera við- staddir, er Appollo 8. verður skot ið á loft á laugardagsmorgiun kl. 7.5*1 að staðantíma (12.5il ísL tími). Sœgur af frægu fódki er þar á meðal, en einnig eru þar 1200 blaðamenn. Gagngerar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar í því sfcyni að koma í veg fyrir að nokkunt slys hendi á ferðalagi geimfaranna, sem veldnr kaflasikiptum í sögu geimiferðanna, ecf það tekst. Sér- fræðingar leggja enga dul á það, að þetta muni verða hættuleg- asta förin í sögu bandarískra geimrannsókna til þessa. Lítill fræðingar draga eniga dul á það, för með sér, að geimifararnir hljóti þau örlög, að geimfar þeirra snúizt umlhverfis tunglið það sem eftir væri af ævi þeirra, þ.e. unz súrefni þeirra væri þrotið. - VITNIÐ Framhald af hls. 1 Grikki, Konstantín Melitis því fram, að þeir hefðu verið neydd- ir til að bera vitni fyrir grísku stjórnina. Marketakis sagði í viðtali við sænska útvarpið í dag, að í Strass borg hefði hann komizt að sam- komulagi við nokkra menn um að þeir ækju honum að lyfjabúð, þar sem hann ætlaði að verzla. í stað 'þess var ég sleginn niður á götuhorni og fluttur til Andreasar Papandreaus og yfirstjórnar kommúnista, allra þessara bolsé víka, sagði hann. — Ég kom hingað frá Osló því að ég vildi kanna hvort ég gæti sett börn mín í skóla og leitað hæl is sem pólitískur flóttamaður. Ég vildi sleppa frá þessum kommún- istum, sagði Marketakis. Sænska Grikklandsnefndin skoraði í dag á lögregluna, utan ríkisráðuneytið og gríska sendi- ráðið að flytja Marketakis á hlut lausan dvalarstað, þar sem hann gæti fengið læknisaðstoð og kann að yrði hvað maðurinn vildi í raun og veru. Utanríkisráðuneyt- ið hafnaði boði gríska sendiráðs- ins um að hann yrði yfirheyrður í byggingu þess, þar sem tilgangs laust væri að ræða við hann und- ir eftirliti grískra sendiráðs- manna. Á það var bent, að sendi ráðið væri grískt yfirráðasvæði og armur sænskra yfirvalda næði ekki þangað. Eftir yfirheyrslurnar á flug- vellinum sagði talsmaður lögregl unnar, að frá sjónarmiði lögregl- unnar væri engin ástæða til að halda Marketakis eítir í Svíþjóð gegn vilja hans. Hann sagði, að Marketakis hefði viljað fara og neitað að gangast undir geðrann- sókn. Hann hefði komið eðlilega fyrir í yfirheyrslunum og engin ástæða væri til að ætla að hann væri beittur þvingunum. Marketakis hefur haldið því fram, að hans hafi verið gætt þeg ar að hann dvaldist í Ósló og að hann hefði farið til Stokkhólms til að flýja frá gæzlumönnum sín- um sem hefðu verið 20 stjórnleys ingjar. Geðlæknir sem talaði við Marketakis áður en hann fór frá Arlanda-flugvelli sagði að hann virtist vera í andlegu jafnvægi og ekki þurfa á sjúkrahúsvist að halda. TT hermir, að Marketakis óski eftir að fara aftur til Grikk- lands er hann hafi borið vitni fyr ir mannréttindanefndinni, en anin ars ríkir nokkur óvissa um fyrir- ætlanir hans. Talsmaður sænsku Grikklands- nefndarinnar sagði, að f jölskyldur Marketakis og Melitis væru í klóm grískra yfirvalda og hélt því fram, að þau hefðu hótað því að láta flótta þeirra bitna á fjöl- skyldum þeirra. Hann sagði, að andlegt ástand Marketakis væri svo óstöðugt að hann væri fáan- legur til alls. Hann sagði, að enn væri óljóst af hverju hann hefði leitað til gríska sendiráðsins. Marketakis fór til Ósló á sunnu daginn með járnbrautarlest, og á aðaljárnbrautarstöðinni átrti ann- ar grískur flóttamaður að hitta hann. Sá flóttamaður kom 20 mín útum of seint og þá var Marketa- kis farinn til gríska sendiráðsins. Svíi nokkur, sem hann hitrti á stöðinni, hjálpaði honum að skrifa „gríska sendiráðið" á miða og rétti hann miðann leigubílstjóra, sem ók honum þangað. Marketakis og Melitis voru færðir til Strassborgar í síðasta mánuði til að svara ásökunum fulltrúa Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Hollands í mannrétt- indanefndinni um pyntingar póli- tískra fanga í Grikklandi, en þeir hurfu og leituðu ásjár hjá Norð- mönnum. Þeir kváðust hafa verið neyddir til að bera vitni fyrir grísku stjórnina og báðu um að þeir yrðu fluttir til Óslóar, þar sem þeir ætluðu að leita hælis sem pólitískir flóttamenn. Talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að öll- um fulltrúum Noregs í Strass- borg hefði verið ljóst að Marke- takis hefði af fúsum vilja snúið sér til norsku sendinefndarinnar. Hann hefði einnig farið af fúsum vilja til Óslóar. Marketakis hefði verið mjög miður sín og haft á- hyggjur af fjölskyldu sinni í Grikklandi og viljað hafa sam- band við aðra gríska útlaga. ® Notaðir bílar til sölu Land-Rover diesel árgerð 1965. Land-Rover benzín árgerð 1966. Volkswagen 1200 árgerð 1968. Upplýsingar í sýningardeild okkar að Laugavegi 172. HEKLA HF,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.