Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 1
Föstudagur 20. des.
isnp0mttírlat»l^
Blað II.
„NÚ SÉ ÉG EKKI BETUR EN
ISLENDINGAR SÉU VAKNADIR
Rætt v/ð Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörð, um fundinn
á bréfasafni Brynjólfs Péturssonar i Kaupmannahöfn
Steingrímur Thorsteins-
son, skáld, á að hafa látið
þau orð falla í ræðu, þegar
hann minntist 50 ára af-
mælis verzlunarfrelsisins
1904, að Baldvin Einarsson
hefði verið dagsbrúnin,
Fjölnismenn morgunroð-
inn og Jón Sigurðsson sjálf
sólaruppkoman. Því þóttu
það mikil tíðindi hér heima
á íslandi í sumar, er frétt-
ist, að Aðalgeir Kristjáns-
son, skjalavörður, hefði
fundið bréfasafn Fjölnis-
mannsins, Brynjólfs Péturs
sonar á Landsarkivet for
Sjæland í Kaupmannahöfn,
og þar væri að fá miklar
heimildir um morgunroð-
ann og sólaruppkomuna í
sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga.
í þessu safni eru bréf til
Brynjólfs frá helztu hug-
sjónarmönnum íslendinga
á þeim tíma, er íslendingar
vöknuðu eins og Jón Sig-
urðsson orðaði það í bréfi
til Brynjólfs. Má þar í hópi
nefna Jónas Hallgrímsson,
Konráð Gíslason, Grím
Thomsen og Benedikt
Gröndal. En fundur þessa
safns er þó sérlega mikill
fengur fyrir Aðalgeir sjálf-
an, því að hann hefur um
langt skeið sökkt sér niður
í rannsóknir á ævi Brynj-
ólfs, og þetta því kærkom-
in viðbót heimilda um
manninn, ævi hans og
starf.
Aðalgeir er nú kominn til
landsins fyrir nokkru og með
honum komu einnig ljósrit af
bréfum þeim, sem þarna fund
'■'t. hau er ” \
Þjóðskjalasafnsins. Morgun-
blaðið hitti Aðalgeir að máli
fyrir skömmu, og í upphafi
spjallsins spurðum við hann
um tildrögin að þessum merka
fundi.
— Þannig stóð á, sagði
Aðalgeir, að safninu hér barst
boð frá Landsarkivet for Sjæ
land að senda þangað skjala-
vörð til að kynna sér dönsk
skjalasöfn. Ég fór þessa för
og kom til Kaupmannahafnar
föstudaginn 30. ágúst. Byrj-
aði ég á safninu strax mánu-
daginn 1. september, og þá
strax um morguninn milli kl.
9 og 10 fékk ég þetta í hend-
ur Ég ætlaði að huga að skipt
unum á dánarbúi Brynjólfs,
og hafði mér verið sagt áður,
að með slíkum skjölum leynd
ust oft önnur skjöl.
í skjalageymslunni komu í
ljós tveir stórir bögglar, sem
reyndust hafa að geyma bréfa
safnið. Mér þótti þetta að
Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörður, í vinnuherbergi sínu í
Þjóðskjalasafninu með ljósrit af bréfunum (Ljósm.: Mbl. Ól.
K. M.).
sjálfsögðu heldur en ekki
fengur, sérstaklega með til-
liti til þess, að aldrei hafði
fundizt eitt einasta bréf til
Brynjóifs, og hélt ég, að þau
væru eyðilögð. En þá skiluðu
þau sér þarna.
EMBÆTTISMENX f
MEIRIHLUTA BRÉFRITARA
— Hvað télur þetta safn
mörg bréf til Brynjólfs?
— Þau eru sennilega ná-
lægt þvi að vera 1000 talsins,
frá 60—70 einstaklingum. Ég
hef enn ekki haft tíma til að
Jónas Hallgrímsson
lesa þau öll frá orði til orðs,
en er þó kunnugur efni þeirra
allra í meginatriðum. Þau eru
flest frá tímabilinu 1840—51.
Embættismenn eru í miklum
meirihluta bréfritara, því að
þarna rita læknar, biskupar,
sýslumenn og prestar fjölda
bréfa til hans, og einnig eru
mörg bréf frá fjölskyldu hans
heima á íslandi. í safni þessu
er mikinn fróðleik að finna
um stjórnmálaþróunina frá
endurreisn Alþingis til þjóð-
fundar, og víða gætir í bréf-
unum mikillar bjartsýni. Til
að mynda nefnir Jón Péturs-
son, bróðir Brynjólfs, það í
einu bréfa sinna, að nú þurfi
að fara að reisa háskóla á
íslandi. En sem sagt — þarna
er lítið af bréfum frá ajþýðu
manna, og nær eingöngu hugs
unarháttur embættismanna,
sem við kynnumst af þessum
lestri.
Pétur biskup Pétursson,
bróðir Brynjólfs á flest bréf-
in eða nær 100 talsins, en sam
tals eru bréf til Brynjólfs frá
fjölskyldu hans litlu færri en
250. f bréfum þeim, sem hvað
persónulegast eru skrifuð, má
finna ýmsar heimildir um líf
Brynjólfs sjálfs, og maður
kynnist þeim vonum, sem
menn bundu við starf hans
hjá stjórninni. Þá er þar einn
ig að fá mjög nákvæmar heim
ildir um allt hans daglega líf,
og viðskipti hans við nánustu
vini sína, þá Konráð, Jónas
og Grím Thomsen.
VARAÐU ÞIG A JÓNASI!
Við biðjum Aðalgeir að
greina nánar frá einstökum
bréfum og hann víkur fyrst
að bréfum Jóns, bróður Bryn
jólfs. Sýnir hann okkur fyrst
bréf, sem Jón ritaði í Norður-
tungu 16. febrúar 1850, og sýn
ir ljóslega, hve ful'lveldishug
myndin er í rauninni gömuL
Þar segir Jón m.a.
ég býst við bezti bróð-
ir, að ef eg tóri til sumars-
ins, fái ég að sjá þig í Reykja
vík, því eg get ekki skilið í
því, hvern stjórnin fyrir
sína hönd ætli að senda ann-
en á hann, er þig, jafnvel þó
eg sjái það, að sú staða ekki
verði sem þægilegust fyrir
þig, sem ert slíkur föður-
landsvinur, því mér finnst að
þingið ætti að óska að ís-
land sem mest yrði aðskilið
frá Danmörku, nema í því, að
hafa sameiginlegan konung
með henni, og eru þó íslend-
ingar, því miður, engan veg-
in svo menntaðir, að þeir séu
færir um að ráða lögum og
rétti, ef það ætti að fara í
nokkru lagi. — “
f öðru bréfi frá 1843 varar
Jón bróður sinn við Jónasi
Hallgrímssyni. Hann skrifar:
„Skal þá Jónas Hállgríms-
son hafa getað siglt í haust,
mikil ógn er gjört hér eink-
um þar eystra á því, hvað
hann hafi verið orðinn for-
fallinn, blessaður leggðu eigi
mikið lag við hann, því þó ég
sé sannfærður um, að slíkt
eigi spilli þér, og að þú hafir
gát á þér, þá missir þú samt
við það þinn góða orðstír hér,
og í hann er þó varið mikið,
ef maður ætlar sér að koma
híng'að, eður vera í nokkru
upp á menn hér kominn.“
Þá er að segja frá því, að
veturinn 1849 sat Brynjólfur
á grundvallarlagaþingi_ í Dan
mörku ásamt 4 öðrum íslend-
ingum. Fyrirfram var ekki
ljóst hvort þarna yrði fjallað
um málefni íslendinga eða
ekki, sem reyndar varð ekki
fyrir tilstilli Brynjólfs. í bréfi
sem Jón skrifar frá Hjarðar-
holti er hann að ræða um
ríkisfundinn, og spyr tíðinda
af honum:
„Mest langar mig til að
frétta af ríkisfundinum, hvað
þar hefir gjörst og sjá De-
batterne. Ég veit af því, að
þú hefir verið fyrir íslands
hönd þar, og að þú einn hef-
ir talað þess máli af hendi fs-
lendinga, er að nokkru liði
hefir verið, þó hefi ég dágott
auga með Jóni Sigurðssyni,
Jón Sigurðsson
og mikið á Alþing honum að
þakka. Á hinum, er nefndir
munu hafa verið, hefi ég allt
minna traust. Assessor John-
sen finnst mér aldrei vera
nema sérvitur grunnhygginn
þvaðrari og svo mun vera um
fleiri þeirra, því verr. Það
verður annars gaman að heyra
hvernig þeir nú fara með ís-
lenzku málefnin: ég vildi
hélzt óska, að Minister yrði
valinn fyrir hönd íslands. Vær
ir þú og viss með það að lík-
indum, því danskan Minister
vil ég engan hafa fyrir það.
Og svo langar mig til að
frétta, hver málefni verða bor
in upp fyrir Alþingið að
Framhald á bls. 2
fyrl, **■ A+f*' Cj
" Ihu Tx
f, . / / / r ‘ / S
vxV Jrvy fjfvx (U/tUff ífc+tjfA,
-.1 ÁL.. w- /uM*. AJftj, QíMÁaTv: h’HA. f/is
.. •k.C’ Jj'tr*. AJj,
rwa ~ /: f ~ - - /, 'P. « *■, áaax/
"TjtJ/LnU, /UJy,. JlY’ 7 'H~n VtAA • M / hxUdf.
Sýnishorn af einu bréfi Konráðs Gíslosnar til Brynjólfs Pét-
urssonar.
á