Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEM!BBR 1968 Þeir sem keypt hafa Jólatré í Alaska og gróðurhúsinu geta nú vitjað ókeypis KLING-spjaldanna sem auðvelda jólatrjánum að halda nálunum. Litaðar Ijósaperur Raftœkjaverzlanir — rafverktakar Eigum ennþá litaðar ljósaperur. Söluumboð L.I.R, Hólatorgi 2 — Sími 16694. SnyrtivÖrur í miklu úrvali. — Fallegir gjafakassar frá Max Factor — Old Spice o. fl. Snyrtifræðingur til ráðleggingar frá kl. 1. Álfum/rl 1-Símar 8-1250 Ixknar 8*1251 varzlun B Ú S L w O Ð Skrifborðsstólar 20 gerðir Símastólar 5 gerðir Danskir pinnastólar Sófaborð — spilaborð Opið til kl. 10 í kvöld G.H.I skrifborðs- og fundarstóll. Trousfur og vandaður stóll. Verð kr. 3780.00. MESTA 0RVAL LANDSINS AF SKRIFSTOFU- OG FUNDARSTÓLUM. BÚSLÓÐ .5 HÚSGAGNAVERZLUN VIO N6AT0N — S(MI 18520 Allt að 24% munur var á skipta- verði sjómanna og útgerðarinnar í ráðherratíð Lúðvíks Aukinn kostnaður útgerðarinnar 1969 áœtlaður 17,9°/o — 29,4°/o að fiskverð til s'kipta skyldi hækka um 10 aura pr. kg. miðað við slægðan þorsk með haus, og tilsvarandi fyrir aðrar tegundir, en útgjaldaaukning fyrir útvegs- menn 6 aurar, fengu útgerðar- menn toætta í hækkuðu fiskverði A MÁNUDAGINN kom frum- varpið um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins til 1. umræðu í neðri deild Alþingis, en efri deild hefur þegar afgreitt frumvarpið með þeirri breytingu að gildandi hlutaskiptasamningar sjómanna verða uppsegjanlegir strax, en samkvæmt gildandi lögum voru þeir bundnir. Eggert G. Þorsteinsson fylgdi frumvarpinu úr hlaði í deildinni en sáðan tók Lúðvík Jósefsson til máls og flutti langa ræðu. Taldi hann hér farið inn á mjög var- hugaverða braut, sem aldrei hefði þekkzt áður hérlendis. Síðan tók Sverrir Júlíusson til máls og fer hér á eftir kaflar úr ræðu hans: Frumvarp þetta er nauðsyn- legt til þess að tryggja að at- vinnurekstur til sjávarins geti haldið áfram og er virðingarverð tilraun til þes's að hleypa nýju lífi í íslenzkan sjávarútveg og þar með um leið til að treysta aðalstoðir atvinnurekstrar þjóð- arinnar. Aðalóstæða þess að ég tek þátt í þessum umræðum við fyrstu umræðu málsins eru staðhæfing- ar sem fram hafa komið hjá stjórnarandstæðingum, að hér sé farin leið sem aldrei hafi áður þekkzt. Bátagjaldeyriskerfið var tekið upp á árinu 1948, þegar hinn svokallaði hrognagjaldeyrir var settur á, þ.e.a.s. útvegsmenn fengu leyfi til að fá hluta af gjaldeyrinum og selja þær vörur sem fluttar voru inn, og háðar ákveðnum lista, og fengu hagnað af því. Hvers vegna var þetta gert? Það var vegna þess að skiptakjörin voru þannig, að við- urkennt var af stjórnarvöldun- um að nauðsyn bæri til að hlaupa undir bagga með útgerð- inni. Frá þessum tíma hafa skipta- kjörin breytzt verulega og þó að margir tali um helmingaskiptinj sem svo mjög nauðsynleg ogí sjálfsögð þá hefur það verið við-; urkennt af löggjafanum í einu' og öðru formi, að nauðsyn hefur ’ borið til að hjálpa útgerðinni til ; þess éinmitt að hún gæti greitt ; sínum starfsmönnum nauðsynleg; laun og annað sem þarf til út-, gerðarinnar. Bátagj aldeyriskerf ið byrjar sem slíkt samkvæmt ráðuneytis- bréfi 24. janúar 1951 og það sýndj sig þá, þegar frá leið, að nauðsyn bar til að semja um ákveðið skiptaverð. 1954 var fyrir forgöngu Alþýðusam’bands- ins og Landsambands ísl. útvegs- manna teknir upp samningar á þann veg að skiptaverðið var annað en útgerðarmenn fengu. Síðan tóku svo við útflutnings- uppbætur sem var endurtekið af vinstri stjórninni. Frá mínu sjónarmiði er nokk- uð sama hvort millifærsluleiðin er farin eða gengisbreyting gerð. Það eru viss undirstöðuatriði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að útgerðin geti gengið. Það er staðreynd, að á ároinum 1956— 1959 þegar Lúðvík Jósefsson fór með sjávarútvegsmál að tals- verður munur var á skiptaverði og því verði sem útgerðarmenn fengu og vissúLega var það gert til þess að reksturinn gæti haldið áfram. Ég vil aðeins vitna hér í skýrslu Landsambands ísl. út- vegsmanna í árslok 1957. Þar er fjallað um fiskverð næsta árs og segir m. a. Samningaumleitanir stóðu yfir þar til á aðfangadagsmorgun og lauk þá með samkomulagi, sem fulltrúar nú töldu sér fært að mæla með fulltrúaráðsfundi. Að- alefni samkomulagsins varðandi áætlun L.l.U. vax í fyrsta lagi BÓKIN Á AÐ VERA í JOLAPAKKANUM Sverrir Júlíusson frá kaupendum. í öðru lagi: Beituverð sern átti að hækka um 20 aura pr. kg., skyldi vera óbreytt, þó þannig, að skráð verð skyldi vera 2,55 kr. pr. kg. af pakkaðri síld, en fiskkaup- endur skyldu greiða það niður um 20 aura. Hækkaðar voru tekjur útvegsmanna úr útflutn- ingssjóði úr 35% og 16% í 35,3% og 17,65%. Hins vegar fengust ekki uppborin þau 10% af brúttóafla, sem útvegsmenn höfðu gert kröfu til vegna á- hættu og sem hefur sýnt sig, að full þörf er á, og þar að auki þurftu útgerðarmenn að taka á sig fullkomlega hækkun á trygg- ingu pg að vertíðinni skyldi skipt í tvö tryggingatímabil, þegar skipt er um veiðiaðferðir, ef sjó- mannafélögin gerðu kröfu um það. Þarna er einmitt verið að skýra frá niðurstöðum og þetta staðfestist einnig í toréfi frá sjáv- arútvegsmálaráðherra þann 30. des. 1957, en þar segir m. a.: „Fyrirheit þau, sem að framan eru gefin, eru bundin því skil- yrði, að samkomulag takist milli Landssamtoands íslenzkra útvegs- manna eða félagsdeilda þess annars vegar og samtaka sjó- manna hins vegar um eftirgreind atriði. a) Fiskverð sjómanna hækki úr kr. 1,38 pr. kg. í 1,4® pr. kg. miðað við þorsk og hlutfallslega fyrir aðrar fisktegundir. b) Lágmarkskauptrygging sjó- manna frá 1. janúar til 15. maí verði kr. 2530 í grunn á mánuði og gildi þessi kauptrygging á isvæðinu frá og með Breiðafirði og austur að Djúpavogi, nema samkomulag verði um annað. Ef skipt er yfir á net á vetrarvertíð, skal sjómannaiélögum heimilað HAMRAKJÖR KJÖTBÚÐ SUDURVERS OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 22 Nýir ávextir í 5 kg. pokum I VÖrUVal — VÖrUgœðí á mjög hagstœðu verði | r j - - - ^ m m sími 3/077 I 5IMI 35645 SUNNUDAG OPIÐ KL. 10-18 Á horni Hamrahlíðar og Stigahlíðar, við Kringlumýrarbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.