Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968
UNDANFARNAR vikur hef-
ur sovézlki rithafundurinn
Bvgeny Bvtusjenko mjög ver-
ið í sviðsljósinu. Það er reynd
ax ekki óvenjulegt. Sí&an
þetta gjörvilega unga akáld
réðst fram gegn arfleifð Stal-
ínstímans í Rússlandi fyrir
tæpum áratug hetfur hans víða
og oft verið getið og þá otftast
farið um hann lofsamlegum
orðum fyrir kjark og einurð.
En nú er annað hljóð komið í
strokkinn. Deilur þessiar og
gagnrýni hófust í Bretlandi
síðari hluta októbermánaðar
um það leyti, sem Evtuisjenko
sótti um prófessorsemibætti í
ljóðlist við Oxfordiháskóla.
Fyrstur til að kveða upp úr
var ritihöfundurinn Kinsley
Amis. Hann bar Evtusjenko
þeim sökum að hann ásældist
prófessorsemíbættið til að
koma sér í hagkvæmari áróð-
ursaðstöðu og gæti það orðið
nokkuð mótvægi við neikvæð
um áhrifum innrásar Sovét-
ríkjanna í Tékkóslóvakíu.
í öðru lagi bar Amis hin-
um sovézka stéttarbróður sín-
um það á brýn, að hann hefði
setið hjá aðgerðarlaus þegar
innrásin var gerð. Að vísu
höfðu borizt atf því fréttir
seint og síðar meir, að Bvtu-
sjenko hefði sent skeyti til
BrezJhnevs og kó, þar sem
h-ann fór hörðum orðum um
ákvörðun Varsjárbandalags-
ríkjanna að grípa tf.il hernaðar
íhlutunar í Tékkóslóvakíu.
Þetta bréf var þó ekki birt
opinberlega fyrr en um miðj-
an október, en skáldið kvaðst
hatfa sent það hinn 22. ágúst,
eða daginn etftir innrásina.
Fjölmörg riiihöfundasamtök í
ýmsum löndium hötfðu sent
Evtusjenko hvaigsyrtar fyrir-
spurnir og meðal annars birti
júgóslavneskt bókmienntatíma
rit opið bréf til hans í septem
ber, þar sem sagði meðal ann
ars: „Evtusjenko, hvers vegna
Arthur Miller
þegir þú núna, þú sem annars
ert aldrei orðvana? Hefur
þú lagzt í vetrardvala eða ertu
í sumarleytfi? Þú hefur gefið
út handtökuskipan vegna
morðsins á Robert Kennedy
— þú hefur skýrt frá.bágum
kjörum bandarískra blökku-
manna — en hefur þú gleyrnt
heimkynnum þínum?“
f október lét Evtusjenko
birta bréf það, sem hann
kvaðst hafa sent til sovézku
leiðtoganina, þrungið réttlátri
reiði og hryggð. Þar kveðst
hann hafa sagt meðal annars:
„Verknaður akkar í Tékkósló-
vakíu eru hörmuleg mistök.
Ég fæ ekki- sotfið vegna
þeirra, ég veit ekki, hvernig
ég á að halda áfram að litfa.
Ég veit einungis, að mér ber
skylda til að tjá yður þær til-
finningar, sem eru að yfir-
buga mig .... Ég elska land
mitt og þjóð og ég er hógvær
arfþegi rússneskra bókmennta
hefða og rithöfunda, eins og
Pushkins, Dostojevskis og
Solzhenitsyns. Þessar befðir
hafa kennt mér að stundum
getur verið vansæmd að þögn
inni. Ég bið ykkur viresamleg-
ast að láta skrásetja þessar
skoðanir mínar, sem álits
heiðarlegs sonar þessa lands,
álit skálds sem eitt sinni orti
kvæðið „Æskja Rússar
„strífte?“.
Kinsley Amis var að sjálf-
sögðu kunnugt um þetta bréf,
etftir að texti þess var birtur í
brezkum blöðum. En hann
staðhætfði, að Bvtusjenko
hefði ekki sent það, fyrr en
hann var tekinn að renna
hýru auga til greinds prófess-
orsembættis og hafi þánn-
ig ætlað að nota sér það
til framdráttar. . Þessar
ásakanir Amis fengu mis-
jafnar undirtektir, en
skömmu síðar tók brezki rit-
höfundurinn Bernhard Levin
opinberlega í sama streng, og
tók jafnvel enn dýpra í ár-
inni. Levin minnti meðal ann-
ars á framkomu Bvtusjenko,
William Styron
meðan ytfir stóðu réttarhöldin
í málum þeirra Siniavskis og
Daniels. Þá skaut Evtusjenko
upp kollinum í Dakar í Sene-
gal, sat veizlur og samkvæmi
og dreypti á kampavíni. Hann
svaraði blaðamönnum þar og
sagði: „Ég er sammála því,
sem gerf var við þá, en ekki
hvernig það var framkvæmt.
Því skyldi þeim haldast uppi
að ótfrægja land sitt? Þó er ég
þeirrar skoðunar, að ekki
hefði átt að leiða þá fyrir dóm
stóla, heldur hefðu rithöfunda
samtökin átt að fara með mái
þeirra".
Þeir Levin og Amis gengu
svo langt í árásum sírtum á
Evtusjenko, að þeir skirrðust
ekki við að kalla hann „þæg-
an og auðsveipin flokksmann“
og segja að hann sé „auvirði-
legt viðriðni, þykist vera frjáls
lyndur, en hagi þó reyndar að-
eins seglum eftir vindi“.
Nú fór að komast verulegur
skriður á málið, fjölmargir
rithöfundar og menntamenn
bæði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum skritfuðu og tjáðu
skoðanir sínar á málunum.
Meðal þeirra sem tóku upp
hanzkann fyrir Evtusjenko
voru bandarísku ritlhötfundarn
ir Arthur Miller og William
Styron. Miller sagði: „Eivtu-
sjenko sýndi hugrekki, þegar
hann hóf á sínum tíma barátt-
una gegn arfleifð Stalínstím-
ans og gegn Gyðingahöturun-
um. Enginn vissi fyrir, hverj-
ar afleiðingar það kynni að
hatfa fyrir hann. Hver get-
ur gleymt ljóði hans Babi
Yar. Fram á þennan dag hef-
Kinsley Amis
Bemhard Levin
Evtusjenko er samkvæmismað
ur og drevpir óspart á kampa
vini í veizlum.
ur Evtusjenko verið rödd
samvizfcunnar meðal starfs-
bræðra sinna. Ég hef aldrei
heyrt neinn andmæla því í
Sovétrikjunum. Hanm var
fyrsti rithötfundurinn, sem.
reis öndverður gegn hinu sov
ézka s’kipulagi og þeim' regl-
um sem þar gilda. Þetta bar
vott um meira hugrekki en
margir gerðu sér grein fyrir
— og þetta skyldi aldrei falla
í gleymsku".
Fýrir skömmu ritaði blaða-
maðurinn Neal Anderison
grein um Evtuisjenko málið í
Observer og rekur þar baráttu
Bvtusjenkos að nokkru og
segir: „Fyrir sex árum var
Evtusjenko í hugum mennta-
manna pg listamanna um
allan heim, reiði ungi
maðurinn í Sovét, sein
hafði þann kjark til að bera
að standa upp í hárinu á þá-
verandi valdamanni, Nikita
Krústjaff. Síðan lagði Bvtu-
sjenko land undir fót, ferðað-
Evgeny Evtusjenko: Ljóshærður og bláeygður. Konur stand-
ast ekki bros hans.
ist til margra landa og sat
veizlur og margs konar gleði,
hvarvetna var honum fagnað,
hann var talinn boðberi nýrra
tíma og betri í Sovétríikjun-
um. Sannleikurinn er þó sá,
að Evgeny Bvtusjenko hefur
aldrei verið róttækur og hann
hetfur aldrei verið byltingar-
^innaður. Einhvern veginn
hetfur svo æxlazt til að hann
hetfur orðið tengiliður milli
ráðandi valdahópa annars veg
ar og róttækra afla hins veg-
ar. Annað veifið er hann í
uppreisnarhug, þess á milli
fylgir hann viðteknum venj-
um og skoðunum. Allur ferill
hans ber þessu vitni. Á árun-
um upp úr 1956 kom það
sér vel fyrir Krúsjeff að láta
Bvtusjenko ráðast gegn arf-
leifð Stalínstímans. Og 1962
birti Pravda meira að segja
hið magnaða Ijóð hans „Erf-
ingjar Stalíns". Þegar hann
ferðaðist til Frakklands
skömmu síðar seldi hann
frönsku tímariti útgáfurétt á
ævisögu sinni. Þar gagnrýndi
hann refsiaðgerðir kommún-
istaflokksins gagnvart þeim
höfundum, sem koma verkum
sínum á framfæri erlendi3,
þótt þau hafi ekki fengizt út-
gefin í Sovétríkjunum. Þegar
hann kom heim úr þeirri
ferð var ráðizt - á hann með
mestu fúkyrðum og hann kall
aður „endurskoðuniarsinni".
Evtusjenkó svaraði með háltf
velgingslegri og mjög ein-
kennilegri grein, þar sem
hann tók orð sín að nokkru
leyti aftur og olli greinin
mörgum vinum hans og
áhangendum sárum von-
brigðum. í nokkurs konar
ónáð í heimalandi sínu
var hann fram til ársins
1966, en ekki Vcir það djúp-
stæð ónáð og ferðafrelsi hans
virtist í engu skert.“
Evtusjenko hefur verið
lýst sem spjátrungslegu skurð
goði. Hann er hégómagjarn,
glæ.’imenni, örgeðja, óútreikn
anlegur, fljótfær. Stundum
sýnir hann næstum ótxúlega
hugprýði, stundum lætur
hann undan freistingum frægð
arinnar. Sem skáld kemst
hann að margra dómi ekki í
hálfkvisti við vin sinn Andrei
Voznesensky og flestum ber
og saman um, að Ijóð
hans séu engan veginn eins
góð og fyrir fáeinum árum,
frægðin hefur orðið til þess
að honum hefur nokkuð fat-
azt á fluginu.
Málið verður að sjálfsögðu
ekki útkljáð að sinni, þar
sem enginn getur sann-
að með óyggjandi rökum,
að Evtusjenko hafi ekki
sent margnefnt hréf til
Brezhnevs þann 22. ágúst.
Enda virðast deilurnar hafa
þróazt á annán veg, nú er
ekki aðeins deilt um það, held
ur um stöðu Evtusjenko
almennt, feril hans, einlægni
og afstöðu. „Hann er ekki
lengur goð á stalli, hann er
kann-iki spilltur einfeldning-
ur,“ segir Neal Andreson. En
fyrst og fremst er hann lista-
maður, kannski elkki eins
snjall og menn vildu vera
láta. En hann er þó umfram
allt afsprengi hins sovézka
þjóðskipulags og undan þeirri
arfleifð fær hann ekki losað
sig.
(Unnið upp úr Obgerver,
Time, Sunday Times og Int-
ernational Herald Tribune).