Morgunblaðið - 05.01.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1969 1 öilum þeim umræðum, sem fram hafa farið hér á landi sáð- ustu mánuði um æskuna ag áhrif hennar í stjómmálunum hefur ein veigamikil staðreynd gleymzt, sú, að hið raunverulega forustuihlutverk í málefnum ís- lenzku þjóðarinnar á næstu ár- um mun alls ekki falla í hlu.t ihinnar „ungu, upprennandi kyn- slóðar“ eins og unga fólkið milli tvítugs og þrítugs er gjarnan kallað heldur annarrar kynslóð- ar sem kannski mætti kalla „gleymdu" kynslóðina vegna þéss, að á hana hefur ekki verið minnzt í um- ræðum um kynslóðaskipti í stjórnmálunum, en fremur ber þó að nefna lýðveldiskynslóðina vegna þess, að það féll henni í skaut að lifa í blóma æsku sinn- ar þau tímamót, þegar lýðveldi var stofnað á Islandi og „unga“ kynslöðin var enn í vöggu. Með lýðveldiskynslóðinni er átt við þá menn og konur, sem nú eru á miðjum fertugsaldri og fram á miðjan fimmtugs- aldur eða þar um bil. >að liggur í hlutarins eðli, að þegar þeir menn, sem um nær þriggja áratuga skeið hafa með einum eða öðrum hætti farið með málefni þjóðarinnar, taka sér vedðskuldaða hvíld, sem verð ur í vaxandi mæli á næstu árum, einfaldlega fyrir aldurs sakir, mun það verða hlutskipti lýð- veldis'kynslóðarinnar að taka við. Það verður ekki með nokkru móti „hlaupið yfir“ þetta fólk, enda hefur það öðlazt þann þroska, þá menntun og reynzlu, sem veitir því talsverða yfirburði yfir þá æsku, sem kvatt hefur sér hljóðs með svo eftirminnileg- um hætti á undanförnum mán- uðum. Með þessu er engan veginn gert lítið úr ungu kynslóðinni eða dregið úr þvi að veita eigi henni meiri hlutdeild á vettvangi stjórnmálanna en verið hefur. Með þeim breytingum, sem urðu á forustu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir nokkrum vikum voru ungum Sjálfstæðismönnum veitt mikil áhrif í málefnum flokks síns í Reykjavík en áhrif I innri málefnum stjómmála- flokks og forusta á sviði þjóð- mála er ekki eitt og hið sama, þótt hið fyrra sé oft undanfari hins síðara. Ekki er úr vegi a@ gera sér nokkra grein fyrir því, hvaða menn lýðveldiskynslóðarinnar eru líklegastir til þess að skipa Lýðveldiskynsló&in, hin nýja forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins hina nýju forustusveit Sjálfstæð- isflokksins, sem vafalaust mun í vaxandi mæli koma fram á sjónarsviðið á allra næstu árum. Sumir þessara manna hafa þeg- ar setið á Alþingi um nokkurt skeið, aðrir eru með annan fót- inn innan dyra en hinn fyrir ut- an, þ.e. hafa vaUzt til þingfram- boðs og eru nú varaþingmenn. Enn aðrir hafa valizt til áhrifa- mikilla trúnaðarstarfa í ýmsum voldugum samtökum éða þýð- ingarmiklum stofnunum en öll- Geir HallgTímsson Pétur Sigurðsson Eyjólfur Konráð Guðm. H. Garðarsson Davíð Sch. Thorsteinsson Gísli Jónsson vettvangi eins og tátt er um slíka menn. En til góðs eða ills, til lofs eða lasts, eiga aliir þess- ir menn og konur það sameigin- legt að skipa þá sveit, sem smátt og smátt hefur verið að koma fram í dagsljósJð, sem arf- taki þeirra, sem um langt skeið hafa verið í forustuliði Sjálfstæð isflokksins á vettvangi þjóðmál- anna. Fyrstan þeirra manna, sem til- heyra lýðveldiskynslóð Sjálf- stæðisflokksins ber að telja Geir Matthías A. Mathiesen Matthías Bjarnason Sverrir Hermannsson Þorsteinn Gíslason Gunnar Helgason Gunnar G. Schram enn lent í þeirri eldraun, sem herðir stjórnmálaimenn og sýnir bezt mannkosti þeirra. Sú eld- raun kann að bíða Geirs Hali- grímssonar á næsta ári. Fjórir ungir allþingismenn skipa þenn- an flokk, þeir Matthias Á. Mat- hiesen, Pétur Sigurðsson, Pálmi Jónsson og Matthías Bjarnason. Matthías Á. Mathiesen vann ungur að árum frægan kosninga- sigur í Hafnarfirði og hefur sáð- an verið valinn helzti forustu- maður Sjálfstæðisflokksins í Palmi Jónsson Pétursson Baldvin Tryggvason Bragi Hannesson Guðjón Sigurðsson Höskuldur Ólafsson Matthías Johannessen Már Elísson Pétur Sæmundsen Ragnhildur Helgadóttir Þór Vilhjálmsson um er það sameiginlegt, að þeir gegna störfum, seirn veita þeim mikil áhrif og leggja þeim jafn- framt mikla ábyrgð á herðar. Margir þessara manna hafa verið mjög umdeildir á liðnum árum og eru enn, bæði innan sáns flokks og utan. Sumir þeirra hafa sætt og sæta harðri gagn- rýni fyrir störf sín á opinberum Hallgrímsson, borgarstjóra í Reykjavík, sem varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík lýðveldisárið og lýðveldisdag- inn, einn af krónprinsum Sjálf- stæðisflokksins. Hann á að baki óvenju farsælan stjórnmálafer- il og ef nokkuð er má segja, að sá stjómmálaferill sé of sléttur og felldur, borgarstjóri hafi ekki Reykjaneskjördæmi, stærsta kjör dæmi landsins utan Reykjavíkur, því kjördæmi, sem Ólafur Thors veitti forustu síðustu ár ævi sirunar. Fáum ungum mönnum hefur verið sýndur sMkur sómi. Pétur Sigurðsson er áhrifamik- ill foruistumaður í verkalýðs- hreyfingunni og mjög vaxandi þingmaður, sem hefur treyst tengsl Sjálfstæðisflokksins við þýðingarmikla þjóðfélagshópa. Pálmi Jónsson hefur aðeins setið á þingi í rúmt ár en er líklegur til að verða farsæll for- ustumaður bænda innan Sjálf- stæðisflokksins. Matthías Bjarna son kemur úr því umhverfi, þar sem stjórnmálabaráttan hefur verið einna hörðust á íslandi og hefur mótazt af því, einn harð- asti baráttumaður flokks síns og áhrifamaður í röðum útgerðar- manna. Fimm varaþingmenn skipa þann hóp, sem hér ep til um- ræðu, þeir Ásgeir Pétursson, sýslumaður, Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Sverrir Her- mannsson, viðskiptafræðingur, Þorsteinn Gíslason, skipstjóri, og Guðmundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur. Allir hafa þessir menn sett sterkan svip á það umhverfi, sem þeir starfa í, Ásgeir, sem forustumaður í einu blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins og sá maður, sem flest- um betur skynjar hvernig vind- ar blása í íslenzkum stjórn- málum hverju sinni, Eyjólfur Konráð, sem harðskeyttur bar- áttumaður í ritstjórastóli stærsta dagblaðs landsins og líklega á meiri þátt í framgangi stóriðju á íslan'di en flestir gera sér grein fyrir, Sverrir sem skeleggur forustumaður verkalýðshreyfing- arinnar í landinu og mál- snjall talsmaður síns flokks, Þor- steinn landsfrægur aflamaður og nýjasta stjarnan á himni Sjálf- stæðisflokksins og Guðmundur, sem formaður stærsta launiþega- félags landsins um éuabil, full- trúi í æðstu stjórn verkalýðssam- takanna, jafnframt víðtækri þekkingu á mlálefnum einnar þýðingarmestu atvinnugreinar landsmanna, fiskiðnaðarins. Auk þeirra, sem nú hafa verið taldir má geta sér til um ýmsa aðra meðlimi lýðveldiskynslóð- arinnar, sem líklegt má telja að skipi hina nýju forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna menn eins og Þór Vil- hjálmsson, prófessor, Ragnhildi Helgadóttur, Baldvin Tryggva- son, forstjóra Almenna bókafé- lagsins, Höskuld Ólafsson, banka stjóra, Matthías Jóhannessen, ritstjóra, Braga Hannesison, bankastjóra, Pétur Sæmundsen, bankastjóra, Davíð Seh. Thor- steinsson, iðnrekanda, Gísla Jónsson, menntaskólakennara, Guðjón Sigurðsson, formiann Iðju, Gunnar Helgaison, borgiar- fulltrúa, Má Elísson, fiskimála- atjóra og Gunnar G. Schcam, atjómarráðsfullitrúa. Allir þessir menn eru með einum eða öðrum hætti í þeirri aðstöðu að balda um púlsinn á þjóðféiaginu. Bald vin og Matthías forystumenn á sviði menningarmála, Bragi, Pét ur, Davíð og Guðjón í tengslum við iðnað og iðnveiikafólk, Guð- jón og Gunnar með víðtæka þekk ingu á málefnum launþega, Hösk Framhald á bls. 16 HEIMDALLUR - ÚÐINN ÁRAMÓTASPILAKVÖLD ÁRAMÓTASPILAKVÖLIJ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANN A f REYKJAVÍK VERÐUR FIMMTUDAGINN 9. JAN. KL. 20.30 í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU. 1) SPILUÐ FÉLAGSVIST. 4) DREGIÐ f HAPPDRÆTTI. 2) ÁVARP: Formaður Sjálfstæðisflokksins 5) SKEMMTIATRIÐI. 3) dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. SPILAVERÐLAUN AFHENT. 6) DANS. Ilúsið opnað kl. 20. — Lokað kl. 20.30. — Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.