Morgunblaðið - 05.01.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1969 Úitgefand; H.f. ÁrvafcuT', ÍReykjaiváik. Fmmkv-æm.d;aatj óri Haraldur Sveinsaon. 'Ritetjórar Sigurður Bjarniason frá Viguir. Malitolas Jdhanness’en. Eyj óMur Konráð Jónsson. Ritgtjórnarfulltrúi Þiorbjöm GuðmundssoiU Fréttastjóri Bjöm Jóíhannssom Auglýsingagtjóri Árni Garðar Kristin'saon. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sáni 19-109. Auglýsingar Aðiaili3.træit* 6. Sími 22-4-80. Áskriiftargjald kr. 160.00 á mánuði innanlands. í lansasjöiu kr. 10.00 eintakið. STÓRMINNKANDI AFLI FMskifélag íslands hefur birt 4 upplýsingar um heildar- aflamagn landsmanna á árinu 1968 og reyndist það vera um 550 þúsund lestir. Til sam anburðar má geta þess, að heildaraflinn árið 1966 var 1240 þúsund lestir og 1967 847 þúsund lestir. Heildaraflinn hefur því á aðeins tveimur árum minnkað um 686 þús- und lestir. Af þessum tölum má glöggt sjá, hve gífurlegt áfall sjávarútvegsins og þjóð arbúsins hefur orðið á þessu stutta tímabili. Þegar haft er í huga, að sjáv arafurðir eru yfir 90% af út- flutningsvörum þjóðarinnar og þar af leiðandi undirstaða gjaldeyrisöflunarinnar má öll um ljóst vera, að mikil um- skipti hafa orðið á högum þjóðarinnar frá því er bezt lét á árinu 1965 og fram eftir ári 1966. Slík breyting til hins verra í öflun útflutningsaf- - urða hlýtur óhjákvæmilega að skerða kjör hvers einasta manns. Á þeim árum þegar vöxtur sjávarútvegsins var sem mest ur höfðu margir ríka tilhneig ingu til þess að skella skolla- eyrum við þeim röddum, sem hvöttu til þess, að ekki yrði byggt á sjávarútveginum ein- um heldur leitazt við að nýta allar auðlindir landsins og þá ekki sízt fossaaflið með upp- byggingu orkufreks iðnaðar. Reynsla síðustu ára hefur von andi sýnt þeim, sem áður -vildu byggja allt á einní at- vinnugrein, að slíkt er ekki hyggilegt. Jóhann Hafstein iðnaðar- málaráðherra, hefur ítrekað varað við því, að nú séu síð- ustu forvöð að nýta afl fall- vatnanna til iðnvæðingar, vegna þess að nýir orkugjafar og ódýrari eru á næsta leiti. Þess vegna verður að hafa hraðann á og flýta svo sem kostur er öllu rannsóknar- starfi á þessu sviði. Þjóðin má ekki við því að missa af stræt- ' isvagninum að þessu sinni. Skýrsla Fiskifélagsins um heildarafla landsmanna á sl. ári og samanburður við fyrri ár hafa enn orðið til þess að undirstrika réttmæti þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin mark aði með samningunum um byggingu Búrfellsvirkjunar og álbræðslunnar í Straums- vík. Það eru blindir menn, sem ekki viðurkenna þetta nú. FJÓRVELDIN TAKI í TAUMANA Á standið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins er nú komið á það stig, að þar getur hvenær sem er komið til nýrra stórfelldra átaka. Arabar hafa í vaxandi mæli gripið til ýmis konar hefndar aðgerða og skæruliðastarf- semi gagnvart ísrael og við- brögð ísraelsmanna hafa ver- ið slík, að þar hefur lítils hófs gætt. Mestu máli skiptir hins vegar, að friður komist á í þessum löndum. Nú bendir margt til þess, að fjórveldin, Bandaríkin Sovétríkin, Bret- land og Frakkland telji mál til komið að grípa í taumana og hafa sameiginlegt frum- kvæði að því að koma á friði. Það stendur þessum þjóðum næst, einfaldlega vegna þess, að þær sjá Aröbum og ísraels mönnum fyrir þeim vopnum, sem gera þeim kleift að halda áfram þessum tilgangslausu hernaðarátökum. Ástæða er til að ætla, að grundvöllur fyrir friði í þess- •um löndum sé nú betri en oftast áður. Talið er að bæði Nasser, forseti Egyptalands og Hussein, konungur Jórdan íu séu fúsari til skynsamlegra viðræðna en áður, en á hinn bóginn hefur öfgamönnum á báða bóga einnig vaxið fiskur um hrygg. Varanlegur friður skapast ekki í þessum lönd- um nema viðunandi lausn finnist á vandamálum Palest- ínu-Araba, sem ekki hafa haft fast aðsetur í tvo árat.ugi. Von andi taka fjórveldin þessi mál föstum tökum nú enda hafa þau í hendi sinni að draga a.m.k. verulega úr hættuástandinu á þessum slóðum með því að stöðva vopnasölur þangað. ATVINNU- LEYSISBÆTUR AUKNAR Oíkisstjórnin gaf út um ára- mótin bráðabirgðalög, sem leiða til þess að atvinnu- leysisbætur aukast verulega. Það var vissulega tímabær! Utgerðin neitar að taka við „Drottningunni" bínu'vélar skipsins í reyiisliu- siglinigurmi. Sir Basil bætti við, að túr- bínu'mar vaeru af heims- þbkktri gerð og hefðu verið LONDON. — Brezka skipa- félagið Cunard hefur neitaff aff veita viðtöku stórskipinu „Queen Elizabeth II“, hinu nýja flaggskipi félagsins, vegna ýmissa vandamála, sem upp hafa komið varðandi afl- vélar skipsins, og einnig telur félagiff, aff frágangi á farþega- klefum og ýmsum þægindum sé áhótavant. Lýsti forsjóri Cunard, Sir Basil Smallpiece, þessu yfir á blaðamannafundi um borff í hinu nýja skipi fyrir nokkrum dögum. Sir Basil sagði, aið Cumard mundi ekki veita „Drottning- unni við'töku frá skipasmíða- stöðinni 1. janúar, eins og ráð- gert heifði verið, en þann dag átti skipið að koma úr 10 daga reynsfuisiiglingu til Soutihamp- ton. Sir Basiil sagði, að tvær meginástæður lsegju til þess, að Cunard hefði tekið þessa ákivörðuin. Annans vegar væri, að imnréttiingar á farþeigaiklef- um væru ek'ki í þeim gæða- flokiki, sem óskað hetfði verið eftir, og mangar vikur mundi taka að breyta þeim í rétt horf. Hiin ástæðan væri sú, að upp hefðu komið mörg tækni- leg vandamál varðandi túr- settar í mörg önnur skip, en það myndi taka a. m. k. tvær vikur að lagfæra þá ágalla, sem fram hefðu komið í reynsil'uferðinni. h»i« HniHs «,,, Lúxusskipiff „Queen Elizabeth 11“ reyndist ekki hafa nægan lúxus þegar allt kom til alls. Carl Ross læt ur af störfum hringsins, útgerffarfélagsins brezka sem flestir fslendingar þekkja til, lét af störfum hjá Ross nú um áramótin. Frá breytingum þessum hjá Ross var skýrt í Fishing News nú skömmu fyrir áramót. Mr. A. S. Alexander, sem veriff hefur framkvæmdastjóri Ross tekur viff stöffu Ross sem stjómar- formaffur. Carl Ross er nú 76 ára gam- all. Hann gerðist meðeigandi í fiskverzlunarfyrirtæki föður síns, Thomas Ross Dtd., 1919 og varð stjórnarformaður þess félags 1929. Hófsit hann þá handa um að byggja upp þetta fjölskyldufyrirtæki úr litlu í 30 millj. sterlingspunda Stór- veldi með aðalsetur í Grimsby. Undir stjóm Oarl Ross hóf fyrirtækið fiskveiðar jafn- frarri't fiskverzlun og á síðari árum hefur Ross-hringurinn fært út kvíamar í ýmsum öðr- um greinum. Fyrir nokkru kom í ljós, að A. S. Alexander ýmis fyrirtæki, sem Ross hafði uppá síðkastið ráðizt í, vom síður en svo arðbær, og orð- rómur komst á kreik um að ágreiningur væri milli Alex- anders aðalframkvæmdaistjóra og Carl Ross. Carl Ross hefur ekkert viljað um þennan orð- róm segja, en sagði við Fishing News: „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að búa í Grims- by, en ég hefi ekkert frekar að segj-a í bili.“ Al'exander þverneitaði því hins vegar opinberlega að á- greiningur hefði verið með þeim Ross. VŒJ I ITfl iN Ú RH IEIMI ráðstöfun, þar sem atvinnu- leysisbæturnar hafa ekki ver ið í samræmi við verðlag í landinu fram til þessa. Verulegur fjöldi atvinnu- lausra er nú í landinu og er aukning atvinnuleysisbóta nokkur úrbót fyrir þá. Þó verður að leggja höfuðáherzlu á að koma atvinnulífinu um land allt sem skjótast í gang, þannig að næg atvinna verði. Um þessar mundir standa yfir viðræður milli ríkisstjórn arinnar, Alþýðusambands ís- lands og atvinnurekenda um ráðstafanir til þess og munu landsmenn allir vonast eftir jákvæðum niðurstöðum þeirra viðræðna. Atvinnu- leysi er ekki hægt að þola á íslandi í dag og allir verða að leggjast á eitt um að útrýma því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.