Morgunblaðið - 05.01.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1969 „Mér lízt annars vel á þetta“ — iætl við skipveija ó Erninum ú Ameiíkumiðum SKIPSHÖFNIN af Erninum RE kom heim í jólaleyfi fyrir jólin, en eins og kunnugt er hefur Örninn stundaff síldveiff ekkert gengið enda voru síld- arbátarnir þarna að hætta veiðum. Sævar sagði, að þeir hefðu fundið síld fyrstu dag- ana innan 12 mílnanna, en fyrir utan hefði þetta verið mjög dræmt og slæmar gæftir og aflinn tæp 300 tonn á ein- um mánuði. „Mér lízt annars vel á þetta“, sagði Sævar, „manni getur ekki annað en litist vel á það miðað við aflann sl. ár hjá þeim skipum sem stund- uðu veiðar þarna. Ugglaust er þetta árstíðarbundið, en mest allt sl. ár voru þarna 3 bandarískir og kanadískir bát ar með hringnót og þeir öfl- uðu vel. Við fórum þarna mikið um Island. Annars höfum við frétt af síld á þessu svæði eftir að við komum heim.“ „Hvenær farið þið aftur?“ „Við förum væntanlega fljótlega eftir 10. janúar og reynum eitthvað við þetta áfram. Ef útlitið verður dökkt býzt ég við að við komum heim og reynum við loðnuna, þegar hún kemur. Það er lík- lega eini mögulei'kinn fyrir þessa báta, að minnsta kosti eins og útlitið er. Annars er þetta orðið ótækt ástand með kjör sjómann- anna. Þegar þeir hlutu upp- grip á sínum tíma voru laun allra miðuð við allt á hámark- inu hjá sjómönnum, en svo þegar aflabrestur er sitja sjó- „Hvenær er venjulegur veiðitími á þessum slóðum?" „Veiðitíminn byrjar í raun- inni ekki fyrr en í apríl og endar í október. Það hefur aldrei verið réynd síldveiði þarna í nót fyrr á þessum árs- tíma, en Rússar og Þjóðverjar eru á þeissum miðum allt árið í kring á síldartrolli." „Fór öll síldin hjá ykkur í bræðslu?" „Já, síldin hjá okkur fór öll í bræðslu og síðan var mjöi ið notað til alifuglaræktar." „Hvernig var að vera í Gloster?" „Það var mjög lítið við að vera í landi og það er víst að þeir geta skemmt s'ér meir kanarnir hér, en við úti í Bandaríkjunum." „Farið þið allir aftur?“ Sævar Brynjólfsson, skipstjóri. Kristján Viffar Pétursson, 2. stýrimaður. ar viff austurströnd Bandaríkj anna síffari hluta október og fram í desember 1968. Viff ræddum stuttlega viff nokkra skipverja á Erninum þegar þeir komu frá Vesturheimi. Við töluðum fynst við skip- stjórann Sævar Brynjólfsson og sagði hann, að þetta hefði Skipshöfnin á Erninum á Keflavíkurflugvelli þegar þeir komu heim í jólaleyfi. stórt svæði og leituðum að síld, en þetta var ekkert. Við fórum lengst suður til Long Það voru spenntir synir, sem tóku á móti pabba sínum, Ein- ari Erlendssyni háseta frá Keflavík, þegar skipshöfnin kom heim fyrir jólin. menn með sárt ennið, en t. d. iðnaðarmenn halda sínum hlut óskertum en ekki raun- hæfum. Það er skárra fyrir háseta, sem hefur fyrir fjölskyldu að sjá að vera hreinlega á at- vinnuleysisbótum heldur en á síldarbát. Atvinnuleyisisbætur hjá t. d. síldarsjómanni með fjögur börn eru 9150 kr., en mánaðartrygging hjá sama manni á bát er 9600 kr. á mánuði, þegar fæðiskostnað- ur hefur verið dreginn frá. Með þessu fyrirkomulagi verður erfitt að fá góðan mannskap á sjóinn, en hvern- ig gengur fer ekki sízt eftir því hvernig manrnskapurinn er. Sjómaðurinn hlýtur að eiga að hafa hærra kaup en iðn aðarmaðurinn í landi og þar kemur m. a. til lengri vinnu- tími, fjarvistir frá heimilum o. fl. Eftir síðustu aðgerðir í þessum málum er betra að vera á bótum heldur en á bátum.“ ★ „Þetta var ágætt“, sagði Magnús Sigurðsson háseti, ,,en það var frekar slæm veðr- átta, og svo lóðaði frekar lít- ið á sild. Við vorum alltaf fyrir utan 12 mílna landhelg- ina, en við fáum væntanlega að veiða inn að þriggja milna mörkunum og þá væntanlega að landa við 3 mílurnar líka. Því sem við höfum landað höfum við orðið að landa við 12 mílurnar. Við fengum í allt tæp 300 tonn á einum mán- uði.“ „Við búumst við því að flest ir fari aftur, en þetta var mjög léleg útkoma og lítill hlutur. Annars er troll algeng- aista veiðarfærið á þessum slóðum og t. d. er kílóið af ýsu selt þarna á 98 sent.“ ★ „Þetta var helvíti aumt“, sagði Kristján Viðar 2. stýri- maður, „lítið við að vera og lítil síld. Að minnsta kosti í þessum mánuði, enda hefur síldveiði ekki verið reynd fyrr á þessum miðum í þessum mánuði. Rúss’ar og Þjóðverjar hafa veitt þarna í troll á Magnús Sigurffsson, háseti. svæði frá Nýfundnalandi og til New York. Það var slæmt veður í desember og er víst oftast í janúar líka. Nokkrum dögum áður en við komum fékk kanadískt síldveiðiskip 550 tonn á tveim nóttum, en svo brældi og sild- in hvarf og varð bara smá dreifð. Við hefðum haft miklu meira út úr þessu með því að selja aðgang að bátnum, held- ur en að vera að dunda við að veiða, því að fólk var mjög forvitið að skoða skipið, því að skipin þarna vestra eru ekki upp á marga fiska, sérstaklega trollbátarnir. Ég held að við ættum að hætta við að brenna okkar gömlu skip, heldur selja þau til Bandaríkjanna". „Fenguð þið þessa síld sem fékkst á stuttum tíma?“ „Við höfum fengið þessa síld, setn við fengum á 3 nótt- um. Hún fékkst bara með djöflagangi, með því að 'kasta oft.“ „Hvernig var að vera í Gloster?" „Æ, ég get ekki hælt því, þetta var lítill staður, en mað- ur var svo sem ekkert ónáð- aður með djöflagangi. En það er víst ágætt þarna um sum- artímann, því að þá er þar ágætis baðströnd." „Hvort líkar þér betur á heimamiðum eða fjarlægum?“ „Það er skemmtilegra á heimamiðum. Það er líka mjög dýrt að lifa þarna.“ Lokað vegna jaiðoifaiai Lokað fyrir hádegi mánudaginn 6. janúar vegna jarðarfarar Eiríks Gröndals bifvélavirkja. SKODABÚÐIN Bolhotti 4. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ H/F. ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI SKODA Elliðaárvogi 117. SKODA VERKSTÆÐIÐ H/F., Dalshrauni 5. VELJUM ÍSLENZKT Tóvinna — jurtalitun — listvefnaður og munsturteikning HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS efnir til nám- skeiða í ofantöldum námsgreinum 15. janúar n.k. Tekið er á móti umsóknum og upplýsingar gefnar í verzluninni íslenzkur heimilisiðnaður, Laufásvegi 2, kl. 10 — 12 f.h. sími 15500. HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.