Morgunblaðið - 05.01.1969, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1969
Aldarafmœli:
Vilhelm Bernhöft
TELJA má með nokkrum sanni,
að ný landnámsöld hæfist hér i
Reykjavík, þegar verzlunarein-
okuninni var af létt og bærinn
fékk kaupstaðarréttndi. Þá litu
ýmsir útlendingar (Danir og
Norðmenn) hýrum augum hing-
að og hugðu það mikinn gróða-
veg, að hefja verzlun í Reykja-
vík. Og svo lögðu þeir undir sig
á skömmum tíma alla atrandlengj
una frá Grófinni að læknum og
reistu þar samfelda húsaröð.
Þarna myndaðist þá hin svo-
nefnda Strandgade, er seinna
hlaut nafnið Hafnanstræti. Fæst-
ir þessarra kaupmanna höfðu að-
setur hér, heldur sendu þeir
hingað verzlunarstjóra, verzlun-
armenn og annað erlent starfslið.
En í þessum hópi voru þeir
ekki margir, sem festu rætur hér
svo að út af þeim sé kominn ís-
lenzkur ættleggur. Einn þeirra
var Daniel Tönnes Bernhöft bak-
arameistari. Hann var danskur
að ætterni og hafði fyrtst ráðizt
til verzlunarinnar í Vestmanna-
eyjum, en fluttist hingað 1834.
Þá hafði Knudtzon reist voldugt
bökunarhús og íbúðarhús „ofan
við læk“, beint suður af Kóngs-
garði (nú Stjórnarráði) og gerð-
ist Bernhöft forstjóri þessa fyrir-
tækis. Bftir 11 ár (1645) keypti
hann svo bökunarhúsin og íbúð-
arhúsið af Knudtzon og rak þar
iðn sína til dauðadags. Bernhöft
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar
Jón Jónsson
framkvæmdastjóri,
Vesturgötn 52,
andaðist á Borgarspítalanum
3. janúar.
*
Vilhelmína Kristjánsdóttir
og börn.
t
Fa'ðir okkar og bróðir
Þorbjörn Magnósson
frá Efri-Hömrum,
sem andaðist af slysförum 26.
des. 1968 í Landakotsspítala
verður jarðsunginn miðviku-
daginn 8. jan. 1969 frá Foss-
vogskirkju kl. 1.30.
Börn og systkin hins látna.
t
Móðir okkar
Theódora Jónsdóttir
Háaleitisbraut 31,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju þríðjudaginn 7.
jan. kl. 10.30 f.h.
Elsa Þorvaldsdóttir,
Anna Þorvaldsdóttir,
Páll Þorvaldsson.
t
Útför
Vigfúsar ísleifssonar
bónda Flókastöðum Fljótshlíð,
fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 8. jan. kl. 3 eh.
Vandamenn.
var hínn mesti atorkumaður á
öllum sviðum og heimili hans
var eitt af mestu menningar-
heimilum bæjarins.
Um Í870 þóttist Bernfhöít vera
farinn að þreytast og tók þá son
sinn Wilhelm í félag við sig
um rekstur fyrirtækisins. En það
stóð ekki lengi, því að Wilhelm
andaðist ári seinna. Ekkja hans
Johanne Bernhöft tók þfá við af
honum, og eftir lát ,,gamla“
Bernhöfts, 1873, rak hún fyrir-
tækið ein fram til 1898.
Þau Jóhanne og Wilhelm Bern
höft eignuðuist 12 börn, en hér
skal aðeins getið tveggja sona,
Ðaniels ög Wilhelms. Daniel tók
við brauðgerðarhúsinu eftir móð-
ur sína og rak það fram til 1'925.
Hafði ættin þá ráðið þarna ríkj-
um um 80 ára skeið og notið al-
mennra vinsælda í bænum.
Yngri bróðirinn, Wilhehn, gekk
menntaveginn. Hann var fæddur
5. janúar 1869, og eru því liðin
í dag hundrað ár frá fæðingu
hans. Þykir því vel við eiga að
hans sé minnzt að nokkru, þar
sem hann var um langt skeið
einn af kunnustu borgurum
þessa bæjar og hvert einaJsta
mannsbarn þekkti hann í sjón.
Hann gekk ungur í Latínuskól-
ann og lau'k þar stúdentsprófi
þegar hann var tvítugur. Síðan
gekk hann í Læknaskólann og
útskrifaðist þaðan 1894. Að því
búnu hélt hann utan til Dan-
merkur og lagði þar stund á
tannlækningar. Kom síðan heim
t
Útför mó@ur okkar
Auðar Jóhannesdóttur
fer fram ’ frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 7, janúar 1969.
Kristín Bjarnadóttir,
Bjarni Bjamason,
Björgvin Bjaraason,
Charles Bjamason,
Karl Bjarnason,
Matthías Bjarnason.
t
Útför eiginmanns míns, föðux
okkar, tengdaföður og afa
Eiríks B. Gröndal
verkstjóra,
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 6. jan. kl. 10.30.
Sigrún Fr. Gröndal,
María Gröndal,
Hörður Helgason,
Kolbrún Ingólfsdóttir,
María Gröndal
og barnabörn.
aftur 1896 og stofnaði hér tann-
lækningastofu. Mun hann hafa
verið hinn fyrsti útlærði tann-
læknir, sem setttet að í Reykja-
vík. Stundaði hann þar lækning-
ar síðan um rúmlega 40 ára skeið
og aflaði sér bæði álita og vin-
sælda. Hann var skipaður kenn-
ari Læknaskólans í tannlækning-
um og síðan Háskólans, og gaf
Þórður læknir Bdilonsson honum
þennan vitnisburð: „Við, sem
nutum kennlslu hans, munum all-
ir bera hlýjan hug til hans, því
að hann var góður kennari og
drenglundaður með afbrigðum'*.
En í eftirmælum í Morgunblað-
inu segir svo: „Það má næsta
merkilegt heita, að þrátt fyrir
hinar miklu og margháttuðu
framfarir á sviði tannlækninga,
og samkeppni nýlærðra manna,
þá held ég að flestum komi sam-
an um það, að Wiihelm Bern-
höft hafi ætíð haft í fullu tré og
fylgst svo vel með í sinni grein,
að ekki þurfti um að vanda, enda
var samvizkusemi hans slík, að
hann mundi ekki hafa unað því,
að vita sig ekki fullfæran og
jafn.fætte öðrum í sinni grein“.
Kom það honum og vel í starf-
inu alla ævi, að hann hafði fulla
læknismenntun að baki.
Hann var glæsimenni að vall-
arsýn og hafði á sér þann
höfðingjabrag, að hann hlaut
að vekja eftirtekt hvar
sem hann fór. Þetta var
hvort tveggja meðfætt, og
sómdi honum vel, því að hann
var jafnframt hið mesta ljúf-
menni og gerði sér alla að vin-
um. „Hann lagði leið sína rak-
leitt inn í hvers manns hjarta,
þeirra sem áttu því láni að fagna,
að vera samvistum við hann, og
það jafnvel þó um skamman
tíma væri“, segir í Morgunblaðs-
greininni, og er það vel mælt og
alveg satt. Um það get ég borið
vitni af eigin reynd.
Ekki man ég hvernig við
kynntumst fyrst, en svo mun
hafa verið um fleiri, að þeir vissu
ekki fyr til en að þeir voru orðn-
ir málvinir hans og jafnvel alda-
vinír. Svo var það þegar „spanska
veikin" var komin í algleyming.
Ég hafði legið um tíma, en svo
veiktist konan og hafði þegar
fengið lungnabólgu, mikinn hita
og óráð. Ég reyndi að nó í læ'kni,
en enginn læknir svaraði í síma,
ýmist voru þeir veikir, eða á
þönum út um allan bæ að reyna
að hjálpa. Og sem ég sit þama
örvæntingarfullur og úrræða-
laus, þá vindur Wilhelm Bern-
höft sér inn úr dyrunum. Hann
spurði hvernig mér liði, en ég
sagði honum frá ástandinu.
Hann hafði þá engin orð um, en
snaraði sér úr yfirhöfn og jakka
og lét mig svo hjálpa sér til að
búa um konuna og hagræða
henni sem bezt. Síðan gaf hann
henni meðul, sem hann var með
í vasa sínum, sat svo og rabb-
aði við mig góða stund af sinni
alkunnu Ijúfmennsku og hlýleika
og sagði að ég skyldi engu kvíða,
en mér fannst sem hann væri af
guði sendur. Er svo ekki að orð-
lengja um það, að hann kom
heim til mín á hverjum degi og
stundum tvisvar á dag, þar til
konan var úr allri hættu. Það er
heldur veikt til orða tekið, að
ég hafi verið honum þakklátur,
en um það var ég sannfærður og
er sama sinnis í dag, að hann
hafi bjargað lífi konunnar.
Þetta er ekki gleymt, og í dag
blessa ég minningu hans, sem
reyndist mér slíkur vinur í raun.
Og ég gæti trúað því, að margir
fleiri blessi minningu hans fyrir
auðsýnda vináttu og veitta hjálp
t
Innilegar þakkir færum við
öllum fjær og nær sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður
okkar og systur
Margrétar
Guðmundsdóttur
kaupkonu, Eskifirði.
Þóra Guðmundsdóttir,
Ævar Auðbjörnsson,
Guðmundur A. Auðbjörasson.
á þeim hörmungatímuim, því að
ég vissi, að hann kom víða við.
Willhetan Bernhöft var góður
drengur, falslaus og txölltryggur.
Hann var svo mikll mannvinur,
að ég held að hann hafi álitið
alla menn góða. Vegna' þess að
hann var sjálfur falslauts og vel-
viljaður, hélt hann að allir væru
eins.
Kona hans var Kristín Þorláks
dóttir Johnson og voru þau bæði
góðir Reykvíkingar. Þau áttu
fimm börn sem urðu einnig góðir
Reykvíkingar og íslendingar.
Ámi Óla.
- FLENSAN
Framhald af bls. 11.
framleiða það, eru í þann veg-
inn að framleiða geysileg
óáköp, en hafa orðið fyrir
ýmisuim erfiðtteikuim.
— Nýi vírutsinn kom seint
fnam á sjónarsviðið, til dæmis,
og það þýðir, að ekki var mik
ill tími til sitetfniu með að fram-
leiða mikið magn atf móteitri,
eða dreitfa því áður en inflú-
ensan var komin titt Oikkar.
Skortur var á frjóvguðum
eggjum, sam móteifrið var
skapað L
Og ioks vonu ýmiis vanda-
mál, sem í fyrs'tu héldu tforð-
anium atf móteitri úr hverju
eggi mjög niðri Tilxajunir og
rannsóknir hatfa niú auíkið
magnið, en allt tók þetta sinn
tíma. Þess vegna hatfa heitt-
br.ígðisyi irv öld ráðlagt lækn-
um að geyrna bingðir sínar
handa eldna fólkL sjúkum og
fólki með lanigvarandi kivilla.
— Hve margir verða spnaut-
aðir?
Um það bi-1 fimim milljónir
skammtar hafa verið sendir
útf til almennrajr notkuinar í
Bandarí'kjunum.
Seint í j'anúar álítur sam-
band lyfjatframleiðenda, að
19.8 milljónir verði fáanlegar
ihanda bongununum, auk 2.5
mililjón skamma handa hem-
um.
— Genutm nú ráð tfyrir þvi
að fólk í krinigum okbur sé að
veikjast, er þá oí seinit að láta
spraufa sig?
— Það kanm að vena. En
læknir myndi vilja láta spnauta
samt, væri það aldnað fólk
eða sjúbt, sem í hlut ætti, í
þeixri von, að það hefði ekki
tekið sóttina ennþá. En rétt er
að hafa í huga, að það tekur
móteitrið hálfan máruuð að
komast í hámark sem vamar-
lyf.
— Hver er munur á hegðun
þessa vírus og hinna fyrri?
— í Bamdaríkjunum gengur
inflúensa tvo til þrjú ár í einu
af A uppruna.
Vegna þess að landið er svo
stórt, höfum við séð það síð-
am 1957, að á vissu ári leggst
flensan á einm landshluta að-
eins, en ekki aðna. Síðan í
næstu vertíð (ef svo má að
orði komast), leggst veikin á
annan landshlúta, sem ekkl
smitaðist síðast.
í fyrra var faraldursár fyr-
ir vírus af A 2 gerð í Vestur-
ríkjunum, en lítið spurðist til
hans í Austurríkjunum. Núna
síðan gerðin hefur brejdzt svo
gagngert, segir af veikinni í
hérumbil öllum landshlutum.
— Hvað með B stofn af vír-
us?
— B stofn kemur sjálfstæð-
ur á þriggja til sex ára fresti.
— Er álitið, að flestar þess-
ar pestir séu Hong Kong flens
an?
— Ár hvert ganga einhverj-
ir kvillar í öndunarfærum á
veturna. Það er álitið vitur-
legt að bíða eftir því að vír-
usinn hafi verið fundinn, áður
en sagt er fyrir, að það sé
hann á hverjum stað.
|— Þessi vírus er sagður al-
gjörlega ólíkur.
Hvemig þá?
— Það er sagt, að hanm sé
mjög skæður, og átt er við það,
að eðlileg mótstaða fólks gegm
honum sé mjög lítil, miðað við
fyrri A 2 vírusa.
— Er vitað, hvað veldur
breytingunum í flensu vírus-
um?
— Nei.
— Þessir nýju angar virðaSt
skjóba upp kollinum í Asíu
fyrst?
— Ekki endilega. Þeir gerðu
það 1957 og ’68, en ekki er
hægt að sagja að það sé allt-
af!
— Hvenær er áætlað að þesisi
faraldur nái hámarki?
— Um miðjan janúar héma
í Bandaríkjunum.
— Hve lengi mun þessi far-
aldur standa yfir?
— Ekki mjög lengi í hverj-
um bæ um sig, en um það bil
þrjá mánuði yfir öll Bandarík
in.
Áhrif flensu vírus um Banda-
ríkin.
New York:
Á tveimur fyrstu vikum
flensunnar héma, er áætlað að
hálf milljón manna hafi sýkzt
— eða einn af hverjum sex-
tán borgurum.
Los Angeles:
Um hálf milljón íbúa Los
Angeleis sýslu hafa lagzt síð
an um miðjan nóvember — og
heilbrigðisyfirvöldin segja, að
það versta sé ennþá eftir. f
hámarki veikinnar er ótbazt, að
3 milljónir af 7.5 milljónum
íbúanna í sýslunni leggist í
einu. Óttazt er einnig, að
sj úkrahúsþ j ónusta geti brugð-
izt af þessum ástæðum.
San Francisco:
Veikin hefur ekki náð há-
marki ennþá, segja beilbrigð-
isyfirvöld Kaliforníu um
flensu faraldurinn. Sumir
hafa stungið upp á því að
stúdentar og vinnufólk haldi
sig heima vegna sýkingar-
hættu fremur en alvarlegra
veikinda.
Detroit:
Bell símafélagið sagði að
starfsfólk þess hefði orðið
verr fyrir barðinu á flensu
þessa árs en áður fyrr. í há-
skóla í austur Michigan höfðu
% af 13.500 nemieinduim tek-
ið einkennin.
Chicago:
Iðnaðarverbamenn, sem
lagzt höfðu í flensuna fyrir
jólin vom orðnir 200.000 og
óttaist var, að verzlanir myndu
stórtapa á þessu.
Hong Kong:
Einm staður í veröldinni er
þó blessunarlega laus við
Hong Kong flensuna, og það er
Hong Kong. Veikin gekk hér,
og drap beinlínis 32, og talið
er að fylgikvillar hafi sálgað
100 manns. Læknar segja, að
veikin hafi átt upptök sín í
mið-Kíma, og hafi borizt hin,gað
nneð ferðafólki í júlí. En héma
var veikin aldrei nefnd Hong
Kong flensa.
Sbarfsmaður borgarinnar
sagði kvartandi:
„Þetta kemur óorði á Hong
Kong. Hvers vegna má ekki
kalla hana sínu rétta nafni,
nefnilega — Kína flensuna?
eða Maó flensu?
Reykjavík:
Morgunblaðið hafði fregnir
af því, að flensan breiddist
hér mjög ört út. Ekki er þó
unnt að segja um heimtur í
skólum ennþá því að þeir eru
ekki byrjaðir. Apótek þau,
sem vaktir hafa, tjáðu Mbl.,
að heldur væri meira álaig en
venjulega og fólk keypti tals-
vert mieira af magnyl en vant
væri.
Verkstæði og skritstofur okkar
verða lokaðar mánudaginn 6. janúar vegna jarðarfarar
EIRtKS B. GRÖNDAL
verkstjóra.
Blikksmiðjan Sörli, Skúlatúni 4
BLIKKSMIÐJAN SÖRLI, Skúlatúni 4.