Morgunblaðið - 05.01.1969, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1969
17
Rætt um mat og annað við frú Nixon
„ÉG laerði að matbúa af móður
minni, sem vissi, bvað pínulítið
atf „þessu“ og dálítið af „hinj“
getur bragðbætt rnatinn", sagði
Pat Nixon. ,,Ég bragða alídrei á
matnum, meðan ég bý hann til,
en dætur mínar skilja ekki, þeg-
ar ég segi „dálítið“ af salti og
„örlítið“ af pipar. Þeim gengur
mikið betur, þegar þær fara ná-
kvaemlega eftir uppskrilftum", og
bros Pat Nixon nær til hinna
brúnu augna hennar.
„Matreiðsla er mjög skemmti-
leg. Mesta ánægjan er að sjá fjöl-
skyldu sína njóta einhvers, sem
maður hefur búið til, og ánægju-
áhrifin láta ekki á sér standa“,
sagði hún hlýlega. „Hiúsmóður-
starfið er göfugasta starfi^. En
það er hægt að sameina það öðru
starfi, það hef ég alltaf gert“.
Pat Nixon hélt hús og matbjö
fyrir föður sinn, sem þá var orð-
inn ekkjumaður, og bræður
sína, þegar hún var 13 ára gömul.
Síðar vann hún sem gjaldkeri í
banka, einkaritari, símastúlka og
afgreiðslu’stúlka, og vann á þann
hiátt fyrir sér og námi sínu í há-
skóla. Eftir brúðkaup þeirra Ric-
hard Nixon árið 1940, gerðist hún
kennari, og meðan á seinni heim-
styrjöldinni stóð, eftir að hafa
flutzt með manni sínum frá einni
herstöðinni til annarrar, fékk
hún stöðu hjá skrifstofu Verð-
lagsstofnunarinnar. „Hlvort sem
húsmóðir vinnur utan heimilis
eða tekur þátt í góðgerðarstarf-
semi, víkkar það sjóndeildar-
hring hennar og eykur álhuga-
mál, sem svo aftur verður heim-
ilislífinu til góðs“, sagði hún.
Heima fyrir vilja Nixon-hjón-
in helzt halda kvöldverðarboð
fyrir svona um 12 manns, þannig
að hægt sé að sitja til borðs.
Venjulegast eru þrír réttir, því
að húsbóndinn kærir sig ekki um
of langt borðlhald, 6 og 7 réttað
ein's og tíðkast sums staðar. Oft
hefst miáltíðin á kraftsúpu, og
út í hana settur biti af „avocado“
eða heitu oft siteiktu grape-aldini.
PAT NIXON
— saumar sjálf fötin á bömin.
Undir aðalréttinn hefur frú Nix-
on gríðarstórt fat, þar sem öllu
er komið fyrir, og er það síðan
látið ganga, það er ekki höfð
stúlka til þess að ganga um
beina.
Vimsæll réttur hjá þeim er
svinageiri með brúnuðum svepp-
um, fylltum tómötum, grænmeti
og svo auðvitað hrásalat með.
Nixon-fjölskyldan segilst vera sæl
kerar, uppáhaldsábætirinn er
„Engiapie1 (marenge fyllt með
súkkulaðikremi), hnetu- mokka-
terta eða vanillusoufflé. Upp-
skrift hennar af vanillusouifflé er
komin frá matreiðslumanni í
„Hvíta húsinu“, en þar er veit-
ingahús í Miami, Florida. Segist
frúin ekki vita, hvort veitinga-
staður sá sé enn við líði, en mat-
reiðslumaðurinn var srvo vingjarn
legur að gefa þeim uppskriftina,
enda þótt margir þeirra varð-
veiti slíkt eins og ríkisleyndar-
mál.
„Ég hef fengið uppskriftir alls
staðar að úr heiminum á ferða-
lögum okkar“, segir frú Nixon,
„húsbóndinn er mjög hrifinn af
brasilizkum hrísgrjónaréttum og
okkur líkar öllum mjög vel mexi
kanskur matur, frá því að við
vorum í Kaliforníu. Okkur fellur
vel fjölbreytni í mat. Þegar við
heimsóttum Sovétríkin árið 1959
og höfðum boð inni í bandaríska
sendiráðinu í Moskvu, komum við
með matinn með oikkur að heim-
an. Okkur langaði til að bera
fram mat, sem var einkennandi
fyrir Ameríku, en það er steik,
korn á heilum stöngli og bakað-
ar, stórar kartöflur. Ég átti að
vera eina konan viðstödd þessa
máltíð í Kreml, en hafði orð á
því, að mig langaði til að hitta
konur stjórnmálamannanna. Það
varð úr, að konurnar komu, og
matnum var ákaflega vel tekið,
sérstakliega bökuðu kartöflunum.
Rússar virðast kunna vel að meta
matarmikla rét.tL
Sú matreiðslukonia, sem fylgir
„slumpaðferðinni", á auðvelt
með að breyta erlendum upp-
skriftum. Einhvern veginn hefur
mér alltaf tekizt að finna eitt-
hvað annað í staðinn fyrir það,
sem ekki er fáanlegt. Þegar við
vorum nýgift, og Dick var enn í
sjóhernum, buðum við 5 hjónum
í spaghefcti-máltíð. Á síðustu
stundu bauð Dick tvennum hjón
um_ til viðbótar, og ég varð að
þynna sósuna út til að drýgja
hana. En rétt áður hafði maður-
inn minn lýtat því yfir, að nú
gæfist gestunum kostur á að
bragða hina frægu spaghetti-
sósu mína. En þefcfca kivöld hefur
sósan áreiðanlega ekki þótt neitt
sérstakt og fljótlega gleymzt.
Venjulega er hægt að bjarga mál
um, ef óvænta gesti ber að garði,
því að ekki þarf að bera fram
hátíðamat. Aðalatriðið er, að það
sem fram er borið, sé bragðgott,
og að tekið sé á móti fólki með
hlýju, þá kunna gestirnir vel við
sig.
Þegar unga fólkið kemur heim
eftir leikhúsferð, þykir þeim gott
að fá egg og bacon eða þunnar
pönnukökur“.
Á Nixon-heimilinu vinna hjón,
en þegar þau eiga frí, fara Pat,
Julia og Tricia í eldhúsið. Uppá-
haldstími þeirra til matargerðar
eru sunnudagsmorgnar. „Meðan
á kosningabaráttunni stóð, urð-
um við eiginlega að borða á
hlaupum, og urðum fljótt leið á
hinum eilífu samlokum. Matur
varð eiginlega aukaatriði hjá
okkur, en þegar við erum heima,
gegnir öðru máli, þá njótum við
máltíðarinnar. Uppáhaldshvers-
dagsmatur Nixorus er bragðgóður
kjötbúðingur, búinn til úr hökk-
uðu nauta- og svínakjöti. Einnig
er mexikanski rétturinn „enchil-
ados“ vinsæll réttur, en upp-
skriftin er fengin frá Mlexico.
Fjölskylda Nixons nýtur þess
að borða í rólegheitum heima og
hafa þá gjarnan kertaljós og tón-
list. „Það er mjög mikilvægt fyr-
ir þá, sem þurfa að koma fram op
inberlega“, segir frú Nixon, „að
eiga þó þennan tíma með fjöl-
skyldunni, og er þetta oft eina
stundin á deginum, sem við er-
um öll saman“.
Uppskriftir frá frú Nixon
VANILLU-SOUFFLÉ
4 mafcsk. smjör
1 bolli heitt rjómabland
5 eggjarauður
6 eggjahvítur
2 matsk. hveiti
4 mafcsk. sykur.
4 tsk. vanilludr.
Bræðið smjörið, bætið hveit-
inu út í og hrærið vel saman.
Soðið þar til það hefur fengið á
sig lit. Bætið smám saman heitu
rjómablandi út í, hrærið vel í á
meðan, soðið í u.þ.b. 5 mín. Bœt
ið í eggjarauðunum, sem hafa ver
ið þeyttar með sykrinum. Bætið
vanilludropuinum út í og að síð-
ustu stífþeyttum eggjahvítunum.
Setjið deigið í eldfast mót, sem
hefur verið smurt og sykri stráð,
bakið í heitum ofni (4!50°) í 10
eða 12 mín. Minnkið nú hitann
niður í meðalhita (350°F) og
bakið í u.þ.b. 20 mínútur í við-
bót eða þar til þið getið stungið
þunnum hníf í miðjuna og tek-
ið hann hreinam úr. Borð fram
með vanillusósu. Nægir fyrir 8
manns.
VANILLU-SÓSA
180 gr. sykur
6 eggjarauður
% 1. mjÓlk
vanilla
Þeytið saman sykur, eggja-
rauður og vanillu, bætið mjólk-
inni út í. Setjið yfir hita (skálin
sett ofan í pott með vatni í) og
þeytið þar til sósan þykknar.
Takið af hitanum, kælið áður en
borið er fram.
ENCHILADAS DE PALLO
(Enchiladas með kjúklingum)
1 bolli salatolía
1 smáttsaxaður laukur
1 tsk. salt
1 bolli smáttskorinn soðinn
kjúklingur
2 þeytt egg
12 tortillas (sérstök gerð af
mexikönsku brauði, líkist
litlum pönnukökum)
6 smiátfcskornir tómatar
2 smáttskornir piparávextir
•1/16 tsk. dökkur pipar
1 matsk. smáttskornar stein-
lausar rúsínur
3 matSk. smáttskornar grænar
ólífur
Hitið 3 matskeiðar af olíunni
í potti, bætið í tómötum, laukn-
um, piparávöxtunum, salti og
pipar. Látið krauma við lágan
hita í 20 mín og hrærið vel í á
meðan. Blandið saman kjúkling-
um, rúsínum og ólífum í skál.
Dífið kökunum í þeytt eggin.
Setjið u.þ.b. 1 matsk. af kjúkl-
ingablöndunni í miðið á köfcuna.
Rúllið upp og festið með pinna.
Setjið það sem eftir er aif olíunm
í pott, hitið vel. Steikið kökuna
í 3 mín, ta'kið úr feitinni og legg
ið á fat. Setjið tómatblönduna
yfir. Skreytt með salatiblöðum,
radísum, smáttskornum lauk og
avocado. Nægir fyrir 4. í stað-
inn fyrir þessar kökur mætti
sjálfsagt setja kjúklingablönd-
una í tartalettur.
KJÖTBUÐINGUR
1 pund hakkað nautakjöt
% bolli smáttsaxaður laukur
V\ tsk. mulinn dökkur pipar
3 sneiðar bacon
1 pund hakkað svínakjöt
lVs tsk. salt
1 dós tómatsósa.
Hitið ofninn upp í 350° F.
Blandið saman hakkaða nauta-
og svínakjötinu. Bætið í laukn-
um, kryddið með salti og pipar.
Blandi’ð dálitlu af tómatsósunni
saman við kjötið, þannig að hægt
sé að gera hakkið eins og brauð
í laginu. Setjið það í eldifast fat.
Setjið bacon-sneiðar ofan á og
hellið því sem eftir er af tómat-
sósunni yfir. Bafcið í u.þ.b. 1%
klst. eða þar til það er vel gegn-
um bakað. Nægir fyrir 8.
HUSNÆÐISMALASTOFNUN
RfKISINS
Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með
benda væntanlegum umsækjendum um
íbúðarlán á neðangreind atriði:
1. Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggj-
ast hefja byggingu íbúða á árinu 1969
svo og einstaklingar, sem ætla að festa
kaup á íbúðum og sem koma vilja til
grein við veitingu lánsloforða húsnæðis-
málastjórnar árið 1969, sbr. 7. gr. A laga
um Húsnæðismálastofnun ríkisins, skulu
senda umsóknir sínar, ásamt tilskildum
gögnum og vottorðum, til Húsnæðismála-
stofnunar ríksins, Laugavegi 77, Reykja-
vík, eigi síðar en 15. marz 1969. Um-
sóknir, sem síðar kunna að berast, verða
ekki teknar til greina við veitingu láns-
loforða á árinu 1969. Lánsloforð, sem veitt
kunna að verða vegna umsókna, er bárust
eða berast á tímabilinu 16. 3. 1968 til og
með 15. 3. 1969, koma til greiðslu árið
1970.
2. Umsækjendum skal bent á, að samkvæmt
2. gr. reglugerðar um lánveitingar hús-
næðismálastjórnar ber þeim að sækja um
lán til stofnunarinnar áður en bygging
hefst eða kaup á nýrri íbúð eru gerð.
3. Þeir, sem þegar eiga óafgreiddar umsóknir
hjá Húsnæðismálastofnuninni, þurfa
ekki að endurnýja umsóknir sínar.
4. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðin-
um, er hyggjast sækja um undanþágu
um komutíma umsókna, sem berast
eftir ofangreindan skiladag, 15. marz,
vegna íbúða, er þeir hafa í smíðum,
skulu senda Húsnæðismálastofnuninni
skriflegar beiðnir þar að lútandi eigi síðar
en 15 marz n.k.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RIKISINS
LAUGAVEGI77, SÍMI22453