Morgunblaðið - 18.01.1969, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1969
■ÚitgiefaTidi H.f. Árvafcur, ÍReykjaviik.
Fxiamk,vaemdiastj óri Harailidur Sveinsaon.
Œtitstjórai' Sigurður Bjarwason frá VigW.
Matbhías Joíhanness'en.
Eyjólfur Konráð Jónssíon.
Ritstjómarfuilltrúi Þorbjöm GuðmundsBon.
Eréttaistjóri Björn Jóhannsson!.
Auglýsingaatjóri Áirni Garðan Krisitinsson.
Bitstjórn og afgtreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-109.
Auglýsingar Aðaistræti 6. Sími 212-4-BO.
Ásfcriiftargj'ald fcr. 150.09 á mánuði innanlands.
1 lausaaöiu kr. 19.00 eintakið.
AÐGERÐIR
í ATVINNUMÁLUM
A llir landsmenn munu vona,
að það samkomulag, sem
undirritað var í gær um að-
gerðir í atvinnumálum beri
góðan ávöxt og leiði til út-
rýmingar atvinnuleysi því,
sem nú ríkir í landinu og
verði jafnframt heilbrigðum
atvinnurekstri til eflingar.
Atvinnuleysi hefur farið vax
andi síðustu vikur og þess
hefur því verið beðið með
eftirvæntingu, hvort viðræð-
ur ríkisstjórnarinnar, vinnu-
veitenda og Alþýðusambands
ins leiddu til samkomulags
þesscu-a aðila.
Kjarni þess samkomu-
lags, sem undirritað var
í gær er, að ríkisstjórn-
in tekur að sér að útvega 300
milljónir króna, sem nota á
til atvinnuaukningar. Settar
verða á stofn í öllum kjör-
dæmum landsins atvinnu-
málanefndir og auk þess At-
vinnumálanefnd ríkisins en
hún mun taka ákvarðanir um
ráðstafanir til aukningar at-
vinnu og eflingar atvinnulífs
ýmist samkvæmt tillögum
hinna einstöku atvinnumála-
nefnda eða að eigin frum-
kvæði.
Augljóst er af samkomu-
laginu að sérstök áherzla
verður lögð á að nýta sem
bezt öll þau framleiðslutæki,
sem til eru í landinu en enn-
fremur er stefnt að uppbygg-
ingu atvinnulífsins m.a. með
nýjum atvinnugreinum, sem
tryggi betur næga atvinnu í
landinu en nú er.
Þá er því lýst yfir að gera
verði sérstakar ráðstafanir til
þess að útvega Byggingar-
sjóði ríkisins aukið fjármagn,
þannig að flýtt verði fram-
kvæmdum við þær íbúðir sem
nú eru í smíðum og mun það
að sjálfsögðu leiða til aukinn-
ar atvinnu í byggingariðnað-
inum, jafnframt því sem
bent er á nauðsyn þess að
Byggingasjóður fái nýja
tekjustofna.
Þær viðræður, sem leiddu
til þessa samkomulags snertu
einungis atvinnumálin en
ekki kjaramálin. Hins vegar
■ er augljóst að meginforsenda
þess, að þetta samkomulag
leiði til aukinnar atvinnu og
batnandi hags atvinnufyrir-
tækjanna er sú, að vinnufrið-
ur haldist í landinu. Vélstjór-
ar á fiskiskipaflotanum hafa
hafið verkfall og verkfall yf-
irmanna átti að hefjast í gær
kvöldi. Sjómenn hafa boðað
verkfall næstu daga. Nú verð
ur að leggja höfuðáherzlu á,
að samningar takist hið skjót-
asta við sjómenn, þaanig að
bátarnir hefji veiðar og
vinna verði næg í frystihús-
unum. Jafnframt verður að
vænta þess, að allir geri sér
grein fyrir því, að atvinna
verði næg. Þjóðin þarf á
öðru að halda nú en verk-
föllum.
Með gengisbreytingunni í
nóvember var nýr rekstrar-
grundvöllur lagður fyrir at-
vinnuvegina. Með því sam-
komulagi, sem undirritað var
í gær er stefnt að því að at-
vinnufyrirtækin geti notfært
sér til hlýtar þær aðstæður
sem gengisbreytingin skap-
aði. En til þess að svo megi
verða þarf vinnufriður að
ríkja. Takist að tryggja
hann hefur íslenzka þjóðin
öll tækifæri tii að brjótast
fram úr þeim erfiðleikum,
sem að hafa steðjað að und-
anförnu.
ALMENNAR
HEILSUFARS-
RANNSÓKNIR
17'jölmargar og fróðlegar
* upplýsingar fólust í grein
þeirri, sem Sigurður Samúels-
son prófessor ritaði hér í
blaðið í gær um almennar
heilsufarsrannsóknir og gildi
þeirra. Er það mjög góðra
gjalda vert, þegar læknar
taka sig til og skrifa slíkar
greinar, og veita almenningi
þar með aukna innsýn í það,
sem er að gerast á sviði heil-
brigðismála og heilsuvemd-
ar. Mun óhætt að fullyrða að
slíkum upplýsingum sé mjög
vel tekið og að fólk lesi al-
mennt mikið greinar um
slík efni. Það er líka auðsætt
að brýna nauðsyn ber tii þess
að milli fólksins og forvígis-
manna heilbrigðismálanna
sé góð og náin samvinnu.
Prófessor Sigurður Samú-
elsson segir í upphafi grein-
ar sinnar, að aðalmarkmið
almennra heilsufarslegra hóp
rannsókna sé fjórþætt. í
fyrsta lagi leit að sjúkdóm-
um og forstigum þeirra. í
öðru lagi leit að orsökum
sjúkdóma. í þriðja lagi
heilsuvernd og lækning sjúk-
dóma og í fjórða iagi athug-
un á því, hvaða þýðingu
uppgötvun sjúkdómsins hef-
ur fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið.
Frá leikmannssjónarmiði
Jan Voboril við stýrið á Hugo. í aftursætinu er ieikarinn George Segal, og var myndin tekin^
eftir komuna til Rómar.
Jan og Hugo eru á
leið tif Bandaríkjanna
ÞEGAR Rússar réðust inn í
Tékkóslóvakíu í ágúst sl.
ákvað Jan Voborii að taka
saman verkfæri sín og flýja
land ásamt heitmey sinni í
Fiatinum sínum, sem er af
árgerð 1926. Hann ók gegnum
sex vegatálmanir, sveitir skrið
dreka og hermanna, yfir
Iandamærin til Austurríkis,
og þaðan til Rómar.
Voboril bíður nú í Róm
eftir vegabréfaáritun til að
komast sem innflytjandi
tii Bandaríkjanna. En hann
setur skilyrði fyrir því
að fara: „Ef þið takið við
mér, verðið þið að taka við
bílnum mínum.“
— „Ég skal raka af mér
yfirskeggið,“ segir hann. „Ég
skal láta snoðklippa mig. Ég
skal standa í uppþvotti til að
gneiða farið, en Hugo verður
að koma með,“ sagði Voboril
um leið og hann klappaði vin-
gjarnlega á annað aurbrettið
að framan.
Hugo er afbökun á spurn-
ingunni: „hvað heitir ,hann“,
eins og hún hljómar á tékkó-
slóvakísku.
Þegar Voboril fylgdi for-
dæmi hundraða landa sinna
og flýði Prag eftir innrásina,
neitaði hann að skilja Hugo
eftir, þennan rúmlega fertugi
bíl, sem íhefur verið honum
til mikillar gæfu undanfarin
fimm ár.
Hann fann Fiatinn ryðgað-
an og gleymdan í garði
frænda síns. — „frændii hafði
hreinlega gleymt honum
þarna eftir langvarandi
drykkju. Lögreglan hafði lagt
hald á öll skjöl varðandi bíl-
inn,“ sagði Voboril.
Eftir að hann fann bílinn
í garðá frænda síns, vann Vo-
borii að því að koma honum
í samt lag. Fór hann svo til
lögreglunnar og óskaði eftir
að fá skoðun á bílinn og fá
hann skráðan. Neitaði lögregl
an að verða við ósk hans
vegna þess hve toppurinn
væri lélegur, en þá var bíll-
inn með stálþaki. Breytti Vo-
boril bílnum þá í folæjubíl og
fór með hann opinn í skoðun.
Gekk þá allt eins og í sögu.
Tók Voboril þá að stunda
leiguakstur á Fiatinum.
Bíllinn vakti strax mikla
athygii, og kepptust menn um
að fá að láta fara vel um sig
í svörtum leðurs'ætunum á leið
til Hradcany-hallarininar, eða
í smáferð upp í sveit. Svo
urðu þeir Voboril og Hugo
kvikmyndaleikarar, þegar
þeir óku saman í jarðarför í
ték'kóselóvakískrii kvikmynd,
sem nefnist „Hættuför".
Þegar vestrænir ferðamenn
tóku að venja komur sínar til
Praig voru þeir Voboril og
Hugo þegar orðnir frægir, og
þótti sjálfsagt að ferðamenn-
irnir fengj.u sér ferð um borg-
ina með þeim.
Þegar leikarar og starfs-
menn við bandarísku kvik-
myndina „Brúin við Remag-
en“, gem gerist í síðari heims-
styrjöldinnii komu til Prag,
réðu þeir Voboril sem opin-
beran bifreiðastjóra sinn. En
tveimur mánuðum seinna réð-
usit Rússar inn í landið, og
kvákmyndaleikararnir flýttu
sér á brott. Skildu þeir eftir
fjöldann allan af gömlum her-
gögnum, sem nota átti við
myndatökuna, þar á meðal
átta skriðdreka, brynvarðar
foifreiðir — og Volboril og
Hugo. Voboril gafst >ekki upp.
Hann ók nokkrum vestrænum
fréttamönnum um borgina, og
foauðst til að lána þeim fíuig-
mannahjálma til að sitja mieð
í aftursætinu.
„En loks gafst ég upp. Ég
hugsaði með sjálfum mér að
Tékkóslóvakía væri fallegt
land, en ekki þegar hvergi
væri þverfótað fyrir Rúss-
um.“
Voboril fyllti benzíngeym-
inn, tók saman pjönkur sínar,
og hélt áleiðis til landamær-
anna.
„Það var leitað í Hugo sex
sinnum, en svo hleyptu þeir
okkur loks 1 gegn,“ sagði Vo-
boril.
Þegar hann kom til Rómar,
Framliald k bls. 8
verður það strax ljóst, að
heilsuvemd og möguleikar á
lækningu sjúkdóma byggist
mjög á því að einstaklingarn-
ir láti fylgjast sem bezt með
heilsu sinni, en bíði þess ekki
að veikindin hafi heltekið
þá, áður en þeir leita læknis.
Verður það aldrei nógsam-
lega brýnt fyrir almenningi
að hlusta á raddir lækna um
nauðsyn heilsugæzlu og heil-
brigðiseftirlits.
Ástæða er til þess að
fagna því að settar hafa ver-
ið á stofn hér á landi rann-
sóknarstöðvar, er annast
rannsóknir á hjartasjúkdóm-
um og krabbameini. En báð-
ir þessir sjúkdómar eru ó-
hugnanlega algengir hér á
landi. Prófessor Sigurður
Samúelsson ræðir sérstaklega
um hjartasjúkdómana og or-
sakir þeirra. í því sambandi
gerir hann matarræði íslend-
inga mjög að umtalsefni.
Varar hann við einstökum
fæðutegundum, sem valdi
offitu, er aftur hafi í för með
sér stóraukna hættu á hjarta
sjúkdómum.
Enda þótt lækna greini á,
eins og aðra lærða menn, er
mikill fengur að upplýsingum
eins og þeim, sem fram
komu í fyrrgreindri Morgun-
blaðsgrein prófessor Sigurð-
ar Samúelssonar.