Morgunblaðið - 18.01.1969, Side 24
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGR EIÐSLA* SKRIFSTOFA
5ÍMI
LAUGARDAGUK 18. JANUAR 1969
17700 “l1S22a*lr
ALMENNAR
TRYGGINGAR P
Yfir 30 Eyjabátar
á sjó í gær
— Afli upp í 10 tonn á línu
UM 30 Eyjabátar komust á sjó
í gær, en að undanförnu hefur
verið bræluskratti og ekki gefið
á sjó. Nokkrir Eyjabátar lágu þó
tóti á meðan óveðrið gekk yfir,
en þeir lönduðu litlum afla í gær.
Hofís sóst
víða í gær
HAFÍS gást allvíða frá landi í
gær og barst Landhelgisgæzlunni
tilkynning frá Kópaskeri um að
þaðan sæist til hafísjaka, sem
italið var að gætu verið hættu-
legir skipum. Þá var Veður-
stofunni tilkynning um að ísjak
ar sæjust frá Grímsey og frá
Hrauni á Skaga, og voru þeir
þar á reki að landi og nokkrir
komnir á fjörur.
Frá Látravík sást móta fyrir
ísbreiðu og við Galtarvita hafði
íshroða borið upp á fjörur. Einn-
ig sást ís frá Ingjaldssandi, og frá
Svalvogum, milli Arnarfjarðar
og Dýrafjarðar var tilkynnt að
ísjakar sæjust á siglingaleið.
í gær var logn í Vestmanna-
eyjum en ylgja allt um kring
Eyjar. Bregður svo við stundum
í norðaustanátt að Eyjarnar
verða á milli vinda. Eyjabátar
róa nú með línu, net og troll.
Afli var misjafn hjá línubátum
t gær, en komst allt upp í 10
tonn, sem er mjög gott. Neta og
trollbátar komu ekki að í gær,
en þeir voru í hálfgerðri brælu
á miðunum fyrir austan Eyjar.
(Ef gefur á sjó í dag verður þar
næstsiðasti róður hjá línubátum,
fyrir verkfall, ef ekki semst áður.
Mestur hluti bátaflotans í Vest-
mannaeyjum er nú klár á veiðar
eða við það að vera klár, en
menn bíða nú og sjá hvað setur
í samningamálum.
ÞÝZKI togarinn Dortmund kom
til Reykjavíkur í gærmorgun
með þrjá sjómenn, sem höfðu
slasazt er skipið fékk á sig brot-
sjó. Voru þeir fluttir í Landa-
kotsspitala, en þar var gert að
meiðslum þeirra, sem reyndust
ekki alvarleg. Fóru tveir þeirra
aftur um borð í togarann, en
einn liggur í Landakotsspítala.
Enffinn sáttn-
fundur boðaður
NÝR sáttafundur hefur ekki
verið boðaður í deilu sjómanna
og útgerðarmanna að því er Torfi
Hjartarson, sáttasemjari ríkis-
ins tjáði Mbl. í gær.
Á mi'ðrnætti í nótt átti að hefj-
ast verkfall Skipstjóra- stýri-
mannafélagsins Öldunnar í
Reykjavík, Kára í Hafnarfirði
og Vísis í Keflavík.
Batnandi veður:
Innanlandsflug hafið
aftur eftir óveðrið
— Fcerð á vegum könnuð í gœr
— sagði Bjarni Benediktsson, forsœtis-
ráðherra í gcer — Forustumenn verka-
lýðs og vinnuveitenda láta í Ijós von
um að ekki komi til vinnustöðvunar
Þ E G A R samkomulagið
um aðgerðir í atvinnumál-
um hafði verið undirritað
í Alþingishúsinu í gær
sögðu forsvarsmenn aðila,
Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, Benedikt
Gröndal, formaður Vinnu-
veitendasambands íslands
og Hannibal Valdimars-
son, forseti ASÍ, nokkur
orð.
Þeir aðilar, sem að þessu
samkomulagi standa eru:
Ríkisstjórnin, Alþýðusam-
hand íslands, Vinnuveit-
endasamband íslands,
Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna, Félag ísl.
iðnrekenda, Verzlunarráð
íslands og Landssamband
ísl. útvegsmanna.
Hér fara á eftir ummæli
hinna þriggja ofangreindu
aðila:
Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra: „Ég vil þakka
þann anda skilnings og góð-
vildar, sem hefur leitt til
þessa samkomulags og óska
þess af heilum hug, að það
verði íslenzku þjóðinni til
góðs“.
Hannibal Valdimarsson, for-
seti ASÍ: „Ég þakka það að
þetta samkomulag hefur
náðst, þótt ég harmi það hve
langan tíma það hefur tekið,
en atvinnuástand farið hríð-
versnandi á meðan. Þessar við
ræður hafa snúizt um at-
vinnumál en ekki kaupgjalds
mál. Ég vona samt að þetta
samkomulag verði til þess að
milda andrúmsloftið þegar
kemur til viðræðna um þau
mál. Alþýðusambandið óskar
þess að stefna þess í launamál-
um nái fram að ganga án þess
að til vinnustöðvunar þurfi
að koma“.
Benedikt Gröndal, formað-
ur Vinnuveitendasambands
íslands: „Við vinnuveitendur
erum ánægðir með þennan
fyrsta áfanga og vonum að
haldið verði áfram í jafn góð-
um anda. Meginatriði er að
atvinnuvegirnir hafi skilyrði
til að starfa áfram og að ekki
komi til stöðvunar og þannig
verði að þeim búið að þeir
verði samkeppnisfærir“.
Bjarni Hannibal Benedikt
„Vona af heilum hugað samkomu-
lagið verði þjóðinni til góðs“
VEÐUR fór batnandi um allt
land í gær og hófst innanlands-
flug á ný eftir tveggja daga
stöðvun vegna óveðurs. Þá varð
og aftur ferðafært á Iandi og
hægt var að kanna færð á veg-
um. í gærmorgun var talin hætta
á því að gríþa yrði til rafmagns-
skömmtunar á orkuveitusvæði
Sogsvirkjunarinnar vegna mik-
illar krapamyndunar, en er á
daginn leið rættist úr og kom
ekki til skömmtunar.
Samkvæmt upplýsingum Veð-
urstofunnar eru horfur á að áttin
verði austlægari um norðan og
vestanvert landið og mildara
loft vinni á. Hefur veður mjög
gengið niður og komst veður-
hæðin í gær mest í 7 vindstig
á Vestfjörðum. Kaldast varð í
Æðey, 10 stiga frost en á Kamba-
nes'i og Fagurhólsmýri komst hit-
inn í 3 stig.
Áætlunarflug var nokkurn veg
Framliald á t>ls. 23
Inflúensan virðist
í rénun í Reykjavík
MBL. hafði samband við Braga
Ólafsson aðstoðarborgarlækni í
gær og spurði um inflúensuna
og sagði hann að svo virtist ,sem
hún væri að byrja að réna. Virð-
ist kuldakastið ekki hafa haft
áhrif á útbreiðslu hennar enn
sem komið er.
Á Akureyri er lítið um inflú-
ensu og eru fjarvistir í skólum
síður meiri en venja er um þetta
leyti. Var t.d. aðeins um 5%
nemendanna fjarverandi í Gagn-
fræðaskólanum í byrjun vikunn-
ar-,
Á þeim stöðum, sem Mbl. hefur
haft fregnir af úti á landi, sting-
ur inflúensa sér niður, án þess
að hægt sé að tala um faraldur.
Á Raufarhöfn hefur verið all-
mikið um kvef og veikindi, en
fólk heldur nú frekar að ekki sé
um Hong Kong inflúensuna að
ræða.
Brutust 45 mín-
útna leið
— og kól á höndum,
VOPNAFIRÐI 17. janúar. —
Alla þessa viku hefur verið stór-
hrið hér og engar samgöngur
hingað á aðra viku, hvorki á
landi, sjó né í lofti.
Hefur frost verið mikið og
á sunnudag, er bíl tókst að brjót-
ast frá Bakkafirði til Vopna-
fjarðar var hann 7 tíma á leið-
inni, en venjulega er þessi leið
faTÍn á þremur stundarfjórðung-
um. Þurftu þeir, sem í bilnum
á 7 klst.
fófunt og andliti
voru oft að fara út og ýta og kól
suma af mönmunum til nokkurs
skaða á höndum, fótum og í and-
liti.
Vegna veðurofsans féll skóli
niður í tvo daga.
Nýlega var komið með oliu og
fóðurbæti svo að ég ætla að
Vopnfirðingar verði sæmilega
settir að þessu leyti þótt hafís
leggist að landi. — Fréttaritari