Morgunblaðið - 04.02.1969, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969.
Líkan af álbræðslunni í Straumsvík og höfninni þar.
- ALBRÆÐSLA
Framhald af bls 1
hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur
Is'Iendingum má líkja við geig-
vænlegar náttúruhamfarir hjá
öðrum þjóðum, sem eyðileggja
iðjuver og verðmæti svo að lang
an tíma tekur að byggja upp
aftur. Þrátt fyrir þessi miklu
áföll hafa menn ekki liðið skort
hér undanfarin 2 ár og einmitt
vegna þess, hversu vel hafði
tekizt að byggja upp efnahags-
kerfi og almenna velmegun. Við
höfðum eignast ný og mikil fram
leiðslutæki bæði til lands og
sjávar, nýjan skipastól og vél-
væðingu í iðnaði og öðrum at-
vinnuvegum, góðan húsakost og
staðið að mikil'li mannvirkja-
gerð. Einnig safnað verulegum
gjaldeyrisvarasjóði, og að öllu
þessu höfum við búið undanfar-
in tvö ár.
Síðan vék ráðherrann að því,
hvað nú væri framundan, og
mestu máli skipti að gera sér
grein fyrir því. Búið er að gera
mjög róttækar ráðstafanir í efna
hafsmálum, sem hníga að því, að
grundvalla atvinnulífið, miðað
við þær aðstöðubreytingar, sem
orðið hafa. Við eigum að geta
byggt okkar efnahag upp á
þeim grundvelli, sem við nú
stöndum og þannig að enginn
þurfi að líða neyð. Þvert á móti
mun það koma í ljós, að margir
nýir möguleikar eru fyrir hendi
ttl nýs hagvaxtar ef menn sam-
Stilla kraftana til að hagnýta
þá.
Ráðherrann vék að því, að
þess væri þegar farið að gæta, að
menn gerðu sér þess grein, að
þegar síldin hefði brugðizt svo
gjörsamlega eins og hún hefur
gert á síðastliðnum árum, þá
jrrðu menn að venda sínu kvæði
f kross og hyggja til annarra
Úrræða. Það er þegar farið að
koma í ljós, að menn sem eru
bjartsýnir og dugandi, og af
slikum mönnum er alltaf mikið
á íslandi, gera sér grein fyrir
hinum breyttu viðhorfum og eru
þegar farnir að aðlaga atvinnu-
hætti og áform í atvinnumálum
samkvæmt því. Ráðherrann vék
að því, að slíkt hefði komið
mjög skilmerkilega fram í grein
argerð atvinnumálanefnda kjör-
dæmanna á fundum, sem þær
hefðu nýlega átt innbyrðis og
sameiginlega með atvinnumála-
nefnd ríkisins. Menn töluðu um
nýjar fiskveiðar og nýjar fisk-
verkunaraðferðir og hagræðing
armöguleika. Til dæmis að fisk-
vinnslustöðvarnar kæmu sér upp
sameiginlegum geymslustöðvum.
Víða vildu menn koma upp ís-
framleiðslu, sem ekki er núna
fyrir hendi. í þessu felst hugs-
nnin um það að nýta betur afl-
ann, fá meiri gæðavöru á háu
verðlagi og sækjast eftir því að
geta selt betri vöru. Menn töl-
uðu um nýjar tegundir veiði og
vinnslu svo sem nýjar aðferð-
lr við vinnslu á kola, veiðar á
hörpudiski og vinnslu á dýrmæt-
um fiski úr honum á Ameríku
markað, ti'lraunir með vinnslu á
kræklingi til útflutnings, vinnslu
á spærling, sandsíli, kolmunna,
meiri loðnuveiði en áður, ef sá
möguleiki gæfist. Bent var á nýj
ar leiðir í miðursuðu á afurðum,
sem iítt hafa verið hagnýttar
undanfarið, svo sem lifur, en í
tveim verstöðvum eru að hefjast
tilraunir með slíkt. Rætt var um
nauðsyn frekari rannsókna og
leit að nýjum rækjumiðum bæði
á Breiðafirði, Húnaflóa og á
Austfjörðum og fleira slikt mætti
te'lja. Þá kom í Ijós að áform
eru uppi um nýja iðnaðarfram-
leiðslu, eins og veiðarfæragerð á
Austfjörðum, nýjar sútunarverk
smiðjur og meiri hagnýtingu ís-
lenzku ullarinnar en áður. Rætt
var um nýjar vinnslugreinar,
eins og þaravinnslu eða þang-
mjöl, tilbúna rétti með nýjum
aðferðum og loks var rætt um
vöxt nýrrar atvinnugreinar hjá
okkur, sem er ferðamálaþjónust
an. Þá vék ráðherrann að nýj-
um útflutningsmöguleikum ís-
lenzks iðnaðar og væri þegar
unnið að því. Félag íslenzkra
iðnrekenda hefði komið sér upp
skrifstofu til þess að aðstoða
iðnaðinn við útflutning á iðnað-
arvöru og ríkisstjórnin hefði þeg
ar veitt nokkra aðstoð við að
koma þessari starfssemi á fót.
Iðnþróunarráð hefði sett á 'lagg-
irnar sérstaka útflutningsnefnd
á síðastliðnu hausti til þess að
athuga þá möguleika, sem hér
væru fyrir hendi og mundi þessi
nefnd bráðlega skila áliti til iðn
þróunarráðsins um þau atriði
sem henni hefði þegar gefist
kostur á að kanna.
Þessu næst vék iðnaðarmála-
ráðherra, að stóriðjunni og þeim
möguleikum sem henni kynnu að
vera samfara. Hann minnti á að
álbræðslan í Straumsvík mundi
hefja starfssemi sína síðar á
þessu ári og á síðastliðnu hausti
hefði verið ráðgert, að haldið
yrði sleitulaust áfram með stækk
un hennar upp í 60 þús. tonna
afköst á ári á hæstu þremur ár-
um. Spurning væri, hvort meiri
möguleikar væru hér fyrirhendi
Það hefur vissulega verið haft í
huga, sagði ráðherrann, að ef ve'l
tækist til með rekstur hinnar
nýju álbræðslu, kynnu menn að
hafa áhuga á því að stækka
hana enn frekar. Ennfremur
skýrði iðnaðarmálaráðherra frá
því, að rætt hefði verið við
önnur álfyrirtæki og einmitt um
þessar mundir stæði yfir nokkur
könnun þess máls. Of snemmt
væri að fullyrða nokkuð um þá
möguleika, sem kynnu að vera
fyrir hendi, en Ijóst er að við
megum ekki láta tækifærin fara
fram hjá okkur ónotuð, en orku
lindir landsins biða þess að verða
beizlaðar. Menn verða að gera
sér grein fyrir því, að erlend
fyrirtæki bíða ekki við bæjar-
dyrnar hér hjá okkur íslend-
ingum til þess að hefja áhættu-
rekstur á yzta hjara veraldar.
Það tekur bæði tíma og erfiði
að sannfæra álíka aðila um mögu
leika, sem kunina að vera fyrir
hendi hér á landi. En eins og
ég hef oft að vikið áður, sagði
ráðherrann, þá eigum við fslend
ingar ekki að vera hræddir við
að semja við erlenda aðila um
hagnýtingu tækniþekkingar og
fjármagns og fram til þessa höf-
um við ekki haft nema góða
reynzlu af samvinmu okkar við
Svisslendinganna í sambandi við
álbræðsluna.
Ekkert það, sem gert hefur
verið í sambandi við byggingu
hinnar fyrstu álbræðslu á ís-
landi, hefur dregið nokkuð frá
annarri atvinnugrein, nema síð-
ur sé. í fjárlögum hefur hvergi
neitt frá öðrum dregið, það hef-
ur aðeins styrkt aðra atvinnu-
vegi að eignast nýtt og sterkt
fyrirtæki í þjóðfélaginu, sem vek
ur meira traust á landinu og
auglýsir það út á við að ýmsu
leyti meir en margt annað. Iðn-
aðarmálaráðherra sagðist vilja
árétta það, sem hann hefði áður
vikið að, að enda þótt stóriðj-
an væri yfirleiitt mjög sjálfvirk
í rekstri, og tæki þessvegna ekki
■eins mik(nn mannafla flil sín
'beinlínis og menn héldu, þá
hefði hún samt sem áður miklu
meiri áhrif óbeint á vinnumark-
aðinn. Öll uppbygging slíkra fyr
irtækja tekur auðvitað til sín
mikinn mannafia á byggmgartím
anum. En þar við bætist, að
samkvæmt því sem sérfræðing-
ar hafa gert grein fyrir, má
reikna með ,að þrír menn í öðr-
um atvinnugreinum í landinu fái
atvinnu í þjónustuiðnaði, bygg-
ingariðnaði, við rafvirkjanir eða
raforkuframkvæmdir, samgöngu
bætur og annað slíkt. Eftirþví
sem spáð hefur verið fram í tím
ann, munu á næstu tveim ára-
tugum bætast um 8 þús. manns á
vinnumarkaðinn í almennum iðn
aði, en jafnframt er þá gert ráð
fyrir, að við bætist um 24 þús.
manns í þjónustuiðnaði, bygg-
ingariðnaði, virkjunarfram-
kvæmdum og samgöngubótum
eða öðru slíku. Nú er gert ráð
fyrir, að um 500 manns fái at-
vinnu í álbræðslunni við rekst-
ur hennar, þegar hún hefur náð
fullum afköstum. En séu áætlan
ir sérfræðinganna réttar, þá ætti
slíkt að skapa óbeint atvinnu
fyrir aðra 1500, eða alls mundi
atvinnuaukningin nema um 2
þús. manns. Þetta viðbótarvinnu
afl stendur í sambandi við ýmis
konar rekstur, sem leiðir af ál-
bræðslunni, það eykur verkstæð
Lsvinnu og viðgerðir, menn sem
fá fasta atvinnu í álbræðslunni,
fá betri aðstöðu til þess að aufca
framkvæmdir t.d. við íbúðar-
byggingar o.s.frv., og mundu
þar með skapa nýja möguleika
í byggingariðnaðinum.Að þetta
sé nokkuð nærri lagi styðja aðr-
ir útreikningar ,sem byggjast á
því, að vöxtur og velmegun í
20 árum, hafi alla jafnan staðið
í beinu sambandi við öflun nýs
gjaldeyris. Þjóðartekjurnar hafa
jafnan fjórfaldast miðað við þá
hreinu gjaldeyristekjuaukningu,
sem við höfum getað áunnið okk
í Straumsvík mun gefa okkur
með núverandi gengi um 7 hundr
uð millj. kr. á ári í hreinar
gjaldeyristekjur, og samkvæmt
fyrri reynslu ætti það að þýða
áukningu þjóðarteknanna, serr.
nemur að minnsta kosti fjónum
sinnum þessari upphæð, eða 2800
milljón kr., en sú aukning þjóðar
tekna mundi dreifast um allt hag
kerfið, og skapa þannig nýja at-
vinnumöguleika. Hvort tveggja
það, sem ég hef nú vikið að
bendir ótvírætt til þess mikla at
vinnuöryggis, sem í raun og
veru leiðir af því, að upp rísi
ný stóriðjufyrirtæki í landinu.
Þá vék iðnaðarmálaráðherra
að því, að ríkisstjórnin hefði
haft áhuga fyrir að koma upp
stóriðjufyrirtækjum á öðrum svið
Minnti ráðherrann á fyrri áform
um að koma hér upp sjóefna-
vinnslu og olíuhreinsunarstöð.
Að síðar talda málinu hefði veru
lega verið unnið fyrir nokkrum
árum, en því frestað í bili með-
an menn þurftu að einbeita sér
að álsamningnum. Að undan-
förnu hefði þetta mál verið tek-
ið upp aftur og sérstakar við-
ræður um möguleika til bygging
ar olíuihreinsunar hér á landi ver
ið ræddir á sl. sumri og nú stæðu
enn fyrir dyrum viðræður um
mögulieika til byggingar olíu-
hreinsunar hér á landi við
nýja aðila, sem við hefðum
ekki haft samband við áður.
Ráðherrann sagðist vilja vekja
athygli á þessu til þess að menn
gerðu sér grein fyrir, að á ýms-
an hátt væri leitast við að skapa
möguleika á einu eða öðru sviði,
sem allir stefndu að því, að
tryggja atvinnuöryggið í fram-
tíðinni. Við gerum þetta alveg
jafnt, sagði ráðherrann, þótt
kommúnistar bölsótist yfir því,
og jafnvel sumir Framsóknar-
menn líka, þótt þeim fari, að ég
hy’gg, mjög fækkandi. Við erum
ekki hræddir við að eiga sam-
vinnu við erlenda aðila, erlent
fjármagn og erlenda þekkingu.
Við teljum að við séum menn til
þess að semja ekki af okkur, og
það er grundvallarskilyrði fyr-
ir því að við getum haldið uppi
sjálfstæðu ríki í sambúð og sam-
skiptum við umheiminn, að við
séum ekki hræddir í hvert sinn
er við sjáum útlending. Ég veit,
sagði ráðherrann, að erlend fyr-
irtæki hugsa sér ekki að gefa
okkur neitt, en við ætlum held-
iur ekki að gefa þeim neitt. Hvor
um sig mun væntanlega á hverj
um tíma reyna að hafa upp úr
slíkri samvinnu eins mikið oig
hann getur. Þannig verður þetta
að vera, og enda þótt við ykjum
samvinnu okkar í atvinnurekstri
hér á landi við erlenda aðila,
þá skulum við hafa það í huga,
að innan tíðar eignast íslend-
ingar þessi fyrirtæki sjálfir, og
þótt samið sé til 10, 20 eða 40
'ára, þá er það engan veginn
langur tími í æfi þjóðarinnar,
nema síður sé, og liðinn áður
en varir. En eftir stendur sterk-
ari íslenzk þjóð, með aukna
verkmenningu og meiri trú á
sjálfri sér en áður.
f lok ræðu sinnar vék ráð-
herrann nokkuð að því, hversu
stjórnarandstaðan hefði verið úr
ræðalaus og tillögusnauð í sam-
bandi við þá erfiðleika, sem að
þjóðinni hefðu steðjað. Fram-
sóknarmenn vildu að vísu reyna
að láta líta svo út, sem þeir
hefðu lagt einhverjar ákveðnar
tillögur fram í sambandi við við-
ræður stjórnmálaflokkanna á
sl. hausti til úrlausnar í efna-
hagsmálunum, en það væri allt á
misskilningi byggt eða vísvií-
andi ranghermi. Ríkisstjórn-
lin væri ásökuð fyrir að hafa
igripið til gengisbreytingar.
Aldrei hefði fengizt úr því skor
ið, hvort stjórnarandstæðingar
vildu heldur vera með gengis-
breytingu eða uppbótaleiðinnnL
Þeir hefðu viðurkennt, að mikil
tekjutilfærsla þyrfti að eiga sér
stað í þjóðfélaginu, og talað um
ýmsar hliðarráðstafanir í því sam
bandi. Ástæðulaust væri að
víkja nánar að því nú. Hitt væri
staðreynd, að menn hefðu við-
urkennt almennt, að ef ætti að
fara uppbótaleiðina, þyrfti að
leggja allt að eitt þúsund og
fimm hundruð millj. kr. í nýjum
sköttum á almenning til þess að
færa fjármagnið milli atvinnu-
greina, og jafnvel þó að sumir
kannski teldu, að þessi upphæð
hefði ekki þurft að vera svo há,
þá er á það að líta, að hér er
enn alveg óreiknað iðnaðardæm
ið. Mieð því á ég við, sagði iðn-
aðarmálaráðherra, að ef uppbóta
leiðin hefði verið farin, þá var
útilokað annað en að veita stór-
kostlegar uppbætur í fjölda grein
um iðnaðarins, ef menn ekki
stefndu vísvitandi að því að
leggja hann í rúst. Og vissulega
gat þá alls ekki verið um neina
nýja útflutningsmögulieika fyrir
íslenzkan iðnað að ræða.
Iðnaðarmálaráðherar lauk máli
sínu á þessa leið: Við skulum
gera okkur grein fyrir því, að
við stöndum á vegamótum og
erfiðum tímamótum. En við höf
um grundvöll til þess að byggja
á, og við megum leyfa okkur að
vera bjarfsýnir að vissu marki,
að það haldi áfram að veiðast
við strendur landsins nú sem áð-
ur, og kannski verði bati á er-
lendum mörkuðum, og neynsla
fyí-ri ára hefur sýnt að enda þótt
áföll verði í bili, þá má búast
við að skakkaföllin jafni sig. Með
því aðhagnýta betur en nokkru
sinni áður þá möguleika, sem við
höfum, leggja inn á nýjar leiðir
í almennum atvinnugreinum hér
innanlands á nýjar stóriðjubraut-
ir, virkja okkar auðlindir, vinna
orkuna úr fallvötnum og jarð-
varma, þá hafa íslendingar, þessi
fámenna þjóð, stórkostlega mögu
leika í framtíðinni. Það eru að
imínum dómi bráðabirgðaerfið-
leikar, sem við þunfum nú að horf
ast í augu við. Ég viðurkenni að
við getum ekki búist við svo mik
illi velgengni sem við höfðum
á árunuml964 til 1966, en minna
má líka gagn gera. Við þurfum
ekki eftir því að sjá þótt breyt-
ingar verði á ýmsum sviðum, og
að vissu leyti er það gott fyrir
þjóð, eins og fyrir hvern einstakl
ing, að þurfa á stundum að leggja
'hart að sér. Tökum höndum sam
an og glötum ekki trúnni á land-
ið, þá mun það atvjnnuleysi,
sem nú er, hjaðna, nýir atvinnu
möguleikar opnast, og unga kyn
slóðin mun eiga bjarta framtíð
fyrir sér.
Unnið að byggingu álbræðslunnar í Straumsvik.