Morgunblaðið - 04.02.1969, Síða 14

Morgunblaðið - 04.02.1969, Síða 14
14 MORG-UN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 19«®. Úttgiefandi H.f. Árvafcur, Beykjajvife, Frambvæmdastj óri Haraldur Sveinsson. 'Ritstjórax* SigurSiur BjanDason frá VigW. Matthfas Jahanness'en. Eyjólfur Konráð Jónssoa. Eitstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðimundssoifc Fréttajstjóri Björn Jóhannssora. AuglýsingaHtjöri Árni Garðar Kristinsson. Eitstjórn ag afgtrei'ðisla Aðaistræti 6. Simi lO-liOO. Auiglýsingar Aðalstræti é. Sími 22-4-SO. Áafcríiftargjald kr. 160.09 á mónuði innanlands. í lausasciiu kr. 10.00 eintakið. „FJARLÆGÐIN GERIR FJÖLLIN RLÁ“ IT'yrir allmörgum árum var mikill áróður rekinn fyr- ir því, að menn flyttust bú- ferlum til Kanada, og tóku þá allmargir einstaklingar og fjölskyldur sig upp og fluttu til þess lands. Sumum vegn- aði þar sæmilega, en margir ’ hurfu aftur heim, sumir eignalausir, sem farið höfðu utan með talsverðar eignir. Hafði dýrðin ekki reynzt í samræmi við fyrirheitin, svo að menn gerðu sér ljóst, að betra var að búa á íslandi. Nú er að því unnið að fá ís- lenzkt fólk til að flytja til Ástralíu, fjarlægasta bletts- ins á hnettinum, og mikið er af því látið, hve dýrlegt muni vera þar að búa. Til er fólk, sem fellur fyrir dýrðarljóm- anum, og þess vegna telur Morgunblaðið rétt að minna menn á, að „fjarlægðin gerir fjöllin blá.“ íslendingar hafa átt þess ^kost að undanförnu að ferð- ast mikið til nálægra landa. Þeir hafa kynnzt aðstöðunni þar, og ekki hefur á því bor- ið, að menn fýsti að setja sig þar niður, umfram það sem eðlilegt er vegna hjúskapar og annarra tengsla, enda hafa útlendingar líka sezt að hér af þessum sökum. Ástralía er sjálfsagt gott land, en þó mun lífsbaráttan þar vera erfiðari en í ná- grannalöndum okkar. En hins vegar er fjarlægðin nógu mikil til að freista manna. Og þótt sæmilegt kunni að vera að búa í Ástralíu, þá leikur enginn vafi á því, að ísland er mörgum sinnum betra land, og býður upp á stórfelld tækifæri, ekki sízt á sviði iðnaðar, vegna hinna jötunefldu krafta jarðhitans og stórfljótanna, sem virkj- aðir verða á næstu árum til hagnýtingar í stóriðjuverum. Þeir menn, sem einmitt nú ætla sér að yfirgefa ísland af efnahagsástæðum, eru meira en lítið skammsýnir. Við höfum að visu orðið fyr- ir tímabundnum erfiðleikum, sem þó eru ekki meiri en svo, að þjóðin verður um sinn að búa við svipuð lífskjör og hún hafði fyrir örfáum árum. En lífskjörin munu skjótt bátna á ný, jafnvel þegar á þessu ári. Og á næstu árum munu verða hér stórfelldustu framfarir í sögunni. AUKIN STÓRIÐJA Á NÆSTA LEITI k verkalýðsmálaráðstefnu Sjálfstæðismanna, sem haldin var sl. laugardag, upplýsti Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, að nú væri ötullega að því unnið að kanna, hvort unnt væri að byggja nýja álbræðslu hér á landi og leggja þegar til at- lögu við nýjar stórvirkjanir, og jafnframt væri líklegt, að nú mundi unnt að hleypa af stað undirbúningi að bygg- ingu olíuhreinsunarstöðvar, e.t.v. í tengslum við byggingu sjóefnaverksmiðju, en allt bendir til þess, að það fyrir- tæki gæti orðið mjög arð- vænlegt. Með samningunum við Svisslendinga um byggingu álbræðlunnar í Straumsvík, var fyrsta skrefið stigið til stórfelldrar iðnvæðingar ís- lands. Þótt andstaða væri mikil gegn þeirri fram- kvæmd, má segja, að svo til allir landsmenn geri sér nú grein fyrir því, að rétt var að farið og áfram þurfi að halda á sömu braut til hagnýtingar orkulindanna og þeirrar að- stöðu, sem hér er til stór- framkvæmda. Athuganir þær, sem Bald- ur Líndal og Vilhjálmur Lúðvíksson hafa unnið að á Reykjanesi, benda til þess, að mjög hagkvæmt sé að byggja sjóefnaverksmiðju, sem yrði undirstaða öflugs efnaiðnað- ar, þar sem jafnframt væru hagnýttar framleiðsluvörur olíuhreinsunarstöðvar. Þetta fyrirtæki gæti haft svo gagnger áhrif á allan efnahag landsmanna, að fyllsta ástæða er til að ætla, að lífskjör hér á íslandi gætu orðið betri en nokkurs staðar annars staðar í veröldinni, því að í kjölfar þessara stór- framkvæmda mundu fylgja fjöldinn allur af smærri fyr- irtækjum í efnaiðnaði, sem hagnýtti sér hráefni frá þess- ari verksmiðju. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson ræddi um þetta mál og fleiri tækifæri á sviði iðnaðar á verkalýðsráðstefnu Sjálf- stæðismanna og verða ræðu hans gerð nánari skil hér í blaðinu á morgun, og er ástæða til að menn kynni sér þetta málefni rækilega, því að Japanar eru bókamenn Gefa út 20—30 þúsund bækur á ári Oft er rætt og ritað um iðnað- arafrek Japana á síðari árum og vestrænar þjóðir eiga í vök að verjast samkeppni þeirra, og má þar nefna að Japanar eru orðnir langmestu skipasmiðir veraldar og japanskir bílar og ljósmynda- vélar keppa við General Motors og Kodak. En sjaldnar er minnzt á hitt, að Japanar eru nú or’ðnir ein mesta bókaútgáfuþjóð heims- ins, þó að japanskar bókmenntir séu vestrænum þjóðum lokuð bók, einkum Evrópumönnum. Nú gerðist það í vetur að jap- anskt skáld, Yasunari Kawabata fékk bókmenntaverðlaun Nóbels og verður það líklega til þess, að vestrænu þjóðirnar fara að veita japönsku bókmenntunum meiri athygli en hingað til. Og vest- rænir menn sem dvelja í Japan veita því fljótt athygli að Japan ar eru ekki áðeins miklir iðju- höldar heldur líka miklir bóka- menn og bókmenntavinir og lesa líklega öllu meira en þórri manna á vesturlöndum. í afskekktum þorpum í Japan eru bókaverzlanir, jafnvel þó að þar sé engin sæmileg nýlendu- vöruverzlun. Þar verður fólkið að leita til stærri kaupstaða til þess að kaupa flestar vörur nema þær venjulegustu. En í bókavezl ununum er meira úrval af prent- uðu máli en matartegundir hjá kaupmanninum. En þó er það enn eftirtektar- verðara hvílíkt kynstur af bóka- verzlunum og prentsmiðjum er í stórborgunum. í Kada-hverfinu í Tokíó er heilt stræti — einn kílómetri á lengd — með bóka- verzlun í hverju húsi. Á öðrum stað í borginni er eitt mesta bóka heildsölufyrirtæki veraldar, sem skákar samsvarandi fyrirtækjum í Englandi. Þetta er gríðastór, átta hæða bygging, og þar er ekkert annað en bækur, neðan úr kjallara og upp í mæni. Ef draga má ályktun af þeim fjölda sem kemur í bókaverzlanimar — því að þar er húsfyllir frá morgni til kvölds — hljóta jap- anskir bókaútgefendur að græða vel. Milli 25 og 30 þúsrund nýjar bækur eru gefnar út árlega í Japan. Og hér er ekki aðeins um að ræða rit innlendra höfunda, því að flest markvert af annara það er vafalaust stærsta tæki- færið, sem boðizt hefur á sviði íslenzkra atvinnumála. HALLDÓR LAXNESS HEIÐRAÐUR íslendingar sem ferðast um önnur lönd, verða þess tíð- um óþægilega varir, að land þeirra er lítt þekkt og þjóðin ennþá minna, og þetta þarf enginn að undrast. Hvað vit- um við íslendingar um Ceyl- on eða jafnvel Orkneyjar. Fæst okkar þekkja þar nafn á einni borg eða forustumanni á einu eða öðru sviði. Engín þjóð getur lengur þjóða bókmennitum kemur út á japönsku líka. Aliskonar bók- menntir, allt frá kínverskum og grískum fornbókmenntum til franskra nýtízku skáldsagna, kemur út á japönsku. Og svo em líka kringum 1200 mánaðarrit gefin út í Japan, í 53 milljóna eintakafjölda, og 42 vikublöð og er upplag sumra þeirra geypistórt. Mörg mánaðar ritin eru aðallega helguð bók- menntum og fögrum listum. — Þessi mikla útgáfustarfsemi sann ar, að Japanar eru fróðleiks- þyrstir og unna menningunni. Vitanlega hafa öll þessi rit ekki bókmenntagildi. Japanar gefa út „lituð blö'ð“, teiknimynda blöð og þriðja flokks glæpa- og klámsögur eftir beztu Evrópu- fyrirmynd. En hitt er þó eftir- tektarverðara hve mikið þeir gefa út af góðum bókum, bæði skáldskap og fræðiritum, og að þesssar bækur eru keyptar meir en bókmenntasorinn. Vinsælastar eru fræðibækur um sögu landsins, veraldarsögu og um list og vísindi. Skáldsögur, sögulegs efnis, em einnig afar- mikið keyptar, jafnvel þó að langar séu. Fyrir nokkru kom út skáldsaga um róstutímabil í Japan á 17. öld. Hún er 21 bindi en samt ihafa selzt yfir tíu milljón eintök af bókinni síðustu árin. Japanir eru yfirleitt ekki hræddir við langar bækur eða ritverk enda nota útgefendurnir sér það og steypa mörgum rit- um samart í bókaflokka, sem þeir selja í heilu lagi. Þannig var fyrir skömmu gefinn út flokkur 80 bóka — safn japanskra bók- mennta — en hann seldist upp fáeinum vikum eftir a'ð hann var fullprentaður. Nú er nýbyrjuð að koma út lúxus-útgáfa af frægum ritum heimsbókmenntanna og eru tvö fyrstu bindin komin. Af þeim hafa þegar selzt 600.000 ein tök. Sama er að segja um heildar útgáfuT af ritum frægra skálda, hvort heldur eru erlend eða inn- lend. Lestrarfýsnin leiðir af sér að það er hægt að prenta stór bóka- upplög í Japan, en af því leiðir aftur, að bækur eru miklu ódýr- ari þar en víðasthvar í vestur- löndum. lifað menningarlífi, nema eiga mikil og margvísleg skipti við önnur ríki, og eink- um þurfa hin smærri lönd mjög á því að halda að stór- þjóðirnar viðurkenni þau og veiti inngöngu í sitt stóra, og oft ríka, samfélag. Það gerast ekki á hverju ári náttúruundur á borð við Surtseyjargos eða Hekluelda að létta undir með hinu af- skekkta landi okkar að kynna sig heiminum og sanna til- verurétt sinn. Enginn nútíma íslending- ur hefur með jafn menning- arlegum hætti minnt alheim á „Einbúann í Atlantshafi“ og skáldjöfur okkar Halldór Laxness. Með bókum sínum, 30—40 að tölu, sem allur heimurinn les og þekkir, og — Af bókum verðlaunamanns- ins Yasunari Kawabata eru tvær kunnastar á vesturlöndum, nfl. ,,Trönurnar“ og „Snælandið“. Þær eru vinsælar í Japan, og nú er verið að gefa út heildarútgáfu af sögum Kawabata þar. í við- tölum vi'ð Kawabata, eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin léit hann þá ósk í ljós að vestur- lönd veittu japönskum bók- menntum meiri athygli héreftir en hingað til. Að vísu eru jap- önsk rit þýdd meira nú en áður, einkum í Bandaríkjunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Ýmsir halda að í bókmenntum Japana sé ráðandi lífsskoðun, sem vesturlandabúum sé svo fjar læg að þeir skilji hana ekki. En þetta er misskilningur, einkum að því er snertir japanska höf- unda síðustu hundrað ára. Þeir virðast hafa orðið fyrir meiri áhrifum úr vestrænum hugar- heimi en úr sínum eigin fornbók- menntum. En uni Kawabata er það að segja, að hann mun torskildari vestrænum lesendum en flestir aðrir samtíðarmenn hans japansk ir í rithöfundastétt, vegna þess að efnisval hans er ólíkt flestra annarra. Sjálfur hefur hann látið í ljós furðu sína útaf því, að hann skyldi verða látinn njóta Nóbelsverðlaunaheiðursins, því að hann telur víst, að ýmsir aðrir japanskir nútímahöfundar muni falla vestrænum lesendum betur í geð. Afhentu 25 fullbyssubóta Saigon, 1. febrúar, AP. BANDARÍSKI sjóherinn afhenti sjóher Suður-Vietnaim 25 fall- byssubáta í da/g og er það liður í uppbyggingu heraflans þair svo hann geti tekið við öllum þeim verkefnum sgm Bandaríkja- menn hafa sinnt hingað til. Þetta er mesti fjöldi fafllbyssu- báta sem Suður-Vietnömum hefur verið afhentur í einiu og eykur mjög styrk eftirli.tssveita þeirra á ánum. Um, 200 Banda- rískir sjóliðar sem mönmuðu þessa báta áður verða nú sendiir eitthvað annað. metur til jafns við mestu list- fjársjóði veraldar, hefur Hall- dór brotið Islandi leið inn á þúsundir menningarheimila um víða veröld. Halldór Laxness var orðinn víðfrægt skáld áður en hann fékk Nóbelsverðlaunin, og varð að sjálfsögðu heims- frægur á sömu stundu. Síðan hefur hann hlotið margvís- lega viðurkenningu sem höf- uðskáld og forustumaður í heimi bókmennta og baráttu gegn ofbeldi og fátækt. Hin nýja viðurkenning Sonning-stofnunarinnar hef- ur enn þokað íslandi drjúg skref nær miðpúnkti menn- ingarinnar, þegar sjálfsagt þykir að oddviti íslenzkra bókmennta sé fulltrúi þess bezta í evrópskri menningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.