Morgunblaðið - 09.02.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1969. og að rúmlega 5000 manns eru atvinnulausir í landinu. Ríkis- stjórnin verður sökuð um að bera ábyrgð á þessu alvarlega ástandi, þess verður krafist að hún segi af sér og efni til nýrra kosninga. Ríkisstjórnin mun væntanlega svara fullyrðingum um, að hún beri ábyrgð. á sjómannaverkfall- inu með því að benda á, í fyrsta lagi, að gengisbreytingin í nóv- ember sl., hefur bæði skapað út- gerðinni nýjan og traustan rekstr argrundvöll og einnig veitt svig- rúm til þess, að sjómenn fái verulegar kjarabætur í hækkuðu fiskverði, auk þeirra kjarabóta ur verið gert um aðgerðir í at- vinnumálum, að 100 milljónum króna verði úthlutað í þessum mánuði til þess að örva bygg- ingarstarfsemi í landinu og megi búast við því mjög fljótlega, eða um leið og þessar 100 milljónir komast í umferð, að töluvert dragi úr atvinnuleysi í bygging ariðnaðinum. Ríkisstjórnin vek- ur ennfremur, ef að líkum læt- ur, athygli á því, að ákveðið hef ur verið að stórauka ýmsar lán- veitingar ti‘1 útgerðar og iðnað- ar, að verulega muni draga úr atvinnuleysi á Akureyri og Siglu firði, þar sem ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tunnu- Vígstaöa ríkisstjdrnarinnar þau augljósu mótrök, auk þeirra, sem nú hafa verið talin, að ekk- ert liggur fyrir um, að grund- völlur sé fyrir hendi til mynd- unar nýrrar ríkisstjórnar og frá leitt væri að stefna málum þjóð- ainnar út í algera óvissu með því að hafa landið stjórnlaust um ófyrirsjáanlegan tíma. Um þá kröfu stjórnarandstæðinga að efna eigi til nýrra kosninga er það eitt að segja, að ólíklegt er, að hún sé sett fram af miklum sannfæringarkrafti. Kommúnistar eru engan veginn reiðubúnir til þess að leggja út í nýjar kosn- ingar nú og Framsóknarmenn finna greinilega, að þeir eiga lít- inn byr um þessar mundir en í inn- menn Alþingi kom saman á ný sl. föstudag og má búast við, að stjórnmálabaráttan fari mjög harðnandi á næstunni ekki sízt, ef sjómannaverkfallið heldur áfram. Líklegt má telja að stjórn arandstaðan geri mjög harða hríð að ríkisstjórninni vegna sjó- mannaverkfallsins og atvinnu- leysisins. Samt sem áður tel ég, að vígstaða ríkis- stjórnarinnar fari batnandi. Reynslan virðist sýna, að staða ríkisstjórnarinnar í landinu er yfirleitt sterkari þann tíma, sem Alþingi situr en yfir sumar- mánuðina og á öðrum árs- tímum, þegar þingmenn eru í fríum. Meðan Alþingi situr hef- ur ríkisstjórnin eðlilegan vett- vang, sem gerir henni kleyft að sýna fram á, frá degi til dags, að hún starfar stöðugt að hinum margvíslegu verkefnum, sem henni falla í skaut, en yfir sum- armánuðina og t.d. í nýliðnum janúarmánuði taka við sögu- sagnir, orðrómur og vangavelt- ur, sem virðast heldur veikja stjórnina en hitt, auk þess sem skortur á upplýsingastarfsemi af hálfu hins opinbera gefur ásök unum um aðgerðarleysi byr und ir báða vængi, enda þótt engu slíku sé til að dreifa. Stjórnarandstaðan mun vafa- laust hamra á þeim tveimur höf- uðstaðreyndum líðandi stundar, að sjómenn alls staðar utan Vest fjarða hafa verið í verkfalli um nær þriggja vikna skeið og fátt bendir til, að því sé að ljúka sem þeim nú þegar standa til boða í samningaviðræðunum við útgerðarmenn. Ríkisstjórnin get ur í öðru lagi bent á að hefði hún farið að ráðum stjórn arandstæðinga í nóvember, þeg ar ákvörðun var tekin um geng- isbreytingu, eru allar ‘líkur á, að algjört öngþveitisástand hefði nú þegar skapast í efnahagsmál- um landsmanna og miklu minni líkur á að bátarnir færu á veið- ar, en þó eru nú fyrir hendi. f þriðja lagi getur ríkisstjórnin hent á lofti skeyti stjórnarand- stæðinga og sent þau til föður- húsa á þeirri forsendu, að það verður nú að teljast fullsannað að stjórnarandstæðingar hafi fremur reynt að spilla fyrir sam- komulagi í sjómannadeilunni en leggja þar gott til málanna. Varðandi atvinnuleysið hlýtur ríkisstjórnin að benda á þá stað- reynd að ekki sé líklegt að það minnki, meðan flotinn liggur í höfninni, og öruggasta ráðið til þess að útrýma því, sé að bát- arnir hefji veiðar svo að at- vinna skapist í fiskvinnslustöðv unum um land allt, en ein ástæð- an til þess, að þetta hafi ekki þegar gerzt sé sú, að stjórnar- andstæðingar vinni gegn því, að samningar takist í sjómannadeil unni. Þá bendir ríkisstjórnin vænt- anlega á þá staðreynd, að ósk hennar um viðræður við verka- lýðssamtökin og vinnuveitendur, þegar að loknu ASÍ-þingi, hafi leitt ti'l þess að samkomulag hef Gordina gluggatjaldabrautir eru viðarfylltar plastbrautir með viðarkappa. Þær fást einfaldar og tvöfaldar með eða án kappa. Kapparnir fást í mörgum viðarMtum. Gardinia-brautirnar eru vönduðustu brautirnar á markaðnum í dag. GARDINIA-umboðið, sími 20745 Skipholti 17 A III. hæð. verksmiðjurnar á þessum stöðum taki til starfa og að atvinnumála- nefndirnar vinna nú ötullega að því að kanna ástandið í sínum byggðarlögum svo að sem fyrst verði hægt að grípa til raun- hæfra aðgerða í atvinnumálum þeirra. Þá getur ríkisstjórnin bent á, að gengisbreytingin hef- ur þegar haft örvandi áhrif á iðnaðarstarfsemi í landinu og orð ið iðnfyrirtækjum hvatning til þess að hefja framleiðslu til út flutnings, jafnframt því, sem víða um land er nú unnið að því að koma upp nýjum iðnfyrirtækjum, reyna nýjar vinns’luaðferðir fiskverkunarstöðvum og tilraun ir gerðar með veiðar á nýjum tegundum sjávarafla. Loks hafa ný viðhorf skapast í sambandi við nýtingu á orku fallvatnanna, þar sem er áhugi bandarísks fyr- irtækis á því að byggja hér annað álver svo og nýr áhugi á byggingu olíuhreinsunarstöðv- ar og vaxandi líkur á, að sjó- efnavinnsla geti gefið góða raun. Við kröfu stjórnarandstæðinga um, að stjórnin segi af sér, eru flokkur þeirra logar svo byrðis deilum, að elztu muna ekki annað eins. Þótt mörgum finnist staða rík isstjórnarinnar veik nú leynir hún á sér og litla trú hef ég á að stjórnarandstæðingar mundu ríða feitum hesti frá kosningum í nálægri framtíð og það vita1 þeir sjálfir. Að öllu þessu at- huguðu tél ég að staða ríkis- stjórnarinnar sé sterkari en sýn ast kann í fljótu bragði og að hún muni styrkjast eftir því, sem frá liður og árangurinn af aðgerð um hennar kemur betur í ljós. Atvinnuleysið er geigvænlegt þessa dagana, en tala atvinnu- lausra mun örugglega stórlækka um leið og flotinn fer af stað. Þá er einnig á það að líta, að eftir því sem stjórnmálabaráttan fer harðnandi á næstu vikum munu stuðningsmenn ríkisstjórn arinnar, sem margir hverjir hafa verið óánægðir að undanförnu, fylkja sér þéttar að baki hennar og skilningur fer vaxandi á því, að þótt harðni á dalnum þýðir ekki að gefast upp. Auðvitað er mikið undir því komið hvernig til tekst um lausn sjómannadeilunnar Og við gerð kjarasamninga næstu vikur, en þegar á allt er litið, sýnist mér, að stjórnmálahorfurnar á næst- unni séu þrátt fyrir allt hagstæð- ari fyrir ríkisstjórnina en sýn- ast kann í dag og að hún muni fremur síga á en hitt. Allt kem- ur þetta þó í ljós innan tíðar, en víst er, að tíðindasamt verð- ur á stjórnmálasviðinu á næst- unni. Styrmir Gunnarsson. Látið ekki sambandiö við Auglýsið Bezta auglýsingablaðið F orstöðumaður Með tilikomu nýs reksturs á skemmtistaðnum LAS VEGAS, óskum við að ráða forstöðumann. Þarf að vera kunnugur veitingarekstri. LTpplýsingar í síma 83590 milii kl. 2—4. BtlASfniB Opnum tvo glæsilega sýningarsali meS stórrl bila- sýningu i húsakynnum vorum aS Armúla 3. OPIÐ LAUGARDAG kl. 2-6 e.h. OG SUNNU- DAG kl. 2-6 e.h. Munum vér Iramvegis kappkosta a6 sýna nýjustu ár gerðir stærsta bilaframleiðanda heims, Einnig verða til sýnis notaðir bilar I umboðssölu. Sýnd verður árgerð 1969: VAUXHALL VICTOR VAUXHALL VIVA Einnig tökum vér i umboðssölu vel meðfarna, notáða bila. Bezta sýningaraðstaðan tryggir beztu sölu- möguleika. I I Armulk 3 Siml 38900 BÍLABÚDIH VAUXHALL OPfl KAFFI + KÖKUR HEITT SÚKKULAÐI HEITAR VÖFFLUR HEITAR PYLSUR GRILL-INN AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 SMURT BRAUÐ HEITAR SAMLOKUR ÍS-RÉTTIR MILK SHAKE. Odýr réttur dagsins allan daginn. Höfum einnig hinn ljuifengu griU-rétti. NÆG BÍLASTÆÐI Sendum heim ef — Sími 82455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.