Morgunblaðið - 09.02.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1969.
11
Steve, neðanjarðarritstjóri með
meiru.
Allir
á
sveitinni
Næst grípum við glóðvolgan
Steve Ruben, sagnfræðistúdent
við Bethany College í Vestur
Virginiu. Oss er tjáð, að hér
sé kominn uppreisn æskunnar
holdi klædd. — Ert þú byltingar
maður, Steve?
Þröngt
A
a
þingi
— Að svo mæltu er Steve
hlaupinn í burtu, því nú hópast
stúdentarnir saman í hátíða-
salnum. Við króum þó af eina
stúdínuna og spyrjum hana að
nafni og skóla.
— Ég heiti Ruth Goldberg og
nem sálfræði við Trenton State
College í New Jersey. Mér skilst
segir Ruth, að þið kvartið um
þrengsli hér í háskólanum, ég
vildi að ég gæti boðið ykkur til
Trenton. Þá sæuð þið fyrst
þrengsli, skólinn er bókstaflega
yfirfullur. Við þyrftum helzt að
geta gengið á hofðum hvers ann
ars til að komast fyrir. Á stú-
dentagörðunum er sömu sögu að
segja, við búum þar tveir
stúdentar í hverju her-
bergi og nægir þó alls ekki
til. f mötuneytinu og bókasafn-
inu er sama upp á teningnum
þar er stundum beðið klukku-
stundum saman í röðum eftir að
komast að.
En þú mátt samt ómögulega
skilja þetta sem svo að ég sé
með eintóman barlóm, auðvitað
eru háskólaárin þau skemmtileg-
ustu og allt stendur þetta
nú vonandi til bóta. Við verð-
um bara að sætta okkur við, að
fylkisháskólarnir virðast yfir-
að eggja stúdentana á að láta
ekki prófessorana eina um að
stjórna skólanum.
— Og hvernig lánast það?
Steve verður dularfullur á
svipinn og segir: — Ég og þú
erum eiginlega há'lfgerðir stétt-
arbræður. f Bethany er starf-
andi neðanjarðarhreyfing stú-
denta og ég er ritstjóri leyni-
blaðs hennar. Blaðinu er ætlað
að róta svo upp í hugum stú-
dentanna. að jafnvel þeir dauf-
gerðustu, sem fljóta sofandi að
feigðarósi taki við sér. Ég skal
nefna þér dæmi um hverju neð-
anjarðarhreyfingin hefur komið
í kring. Fyrir rúmu ári fórum
við fram. á að stúdentarnir
gerðu nokkurs konar kennslu-
og námsmat í lok hvers miss-
eris. Segðum álit okkar á þar til
gerðum eyðublöðum, á kennsl-
unni og námsbókunum og bent-
um á leiðir til úrbóta. Fyrir at-
beina okkar tókst að fá þetta
samþykkt með naumum meiri-
hluta i háskólaráðinu. Raunvís-
indaprófessorarnir voru okkur
ándsnúnastir og sögðu stúdent-
ana á engan hátt hæfa ti'l að
kveða upp dóm í sínum grein-
um. Eftir sviftingar í ráðinu og
nokkur miður fögur orð í leyni-
blaðinu varð rhatið að veruleika.
Reynslan frá því í fyrravor hef-
ur svo sannað hvílíkt þarfaþing
stúdentamatið er. Við komum tií
leiðar breytingum á nokkrum
ævafornum kennsluskræðum og
úreltum kennsluháttum, og allir
sannfærðust. í haust lögfesti há
skólaráðið matið og lauk upp
einum rómi um gagnsemi þess
fyrir kennara og stúdenta.
Framhaíd á bls. 13.
Frjálslynd
Nú kröfðust stúdentarnir þess
að blaðámenn gættu jafnvægis í
byggð landsins og ræddu við Suð
urríkja stúdent. Fyrir valinu
varð stúdínan Nanoy Naughton.
-— Þetta er nú hálfgert plat,
ég er aðeins frá Suðurríkjunum
að nafninu til, sagði Nanoy. Þótt
ég stundi nám við Vanderbilt-
háskólann í Tennessee, þá er
heimili mitt í St. Louis í Miss-
ouri Skólinn okkar hefur mjög
gott orð á sér. Þetta er einka-
skóli, sem einkum sérhæfir sig í
verkfræði og læknisfræði. Að-
staðan til náms er öll eins og
bezt verður á kosið, sjálf legg
ég stund á stjómvísindi.
— Ertu þá ekki áhugakona um
stjórnmál?
— Jú, biddu fyrir þér. Ég er
æstur republíkani, þ.e.a.s. frjáls-
lyndur. Roekefeller og Lindsay
eru mínir menn, Nixon finnst mér
leiðin'legur en Goldwater og Co.
þaðan af verri. Ég hef tekið þátt
í allskonar félagsstarfsemi heima
í St. Louis og sit þar í æsku-
lýðsráði. Við beitum okkur fyr-
ir samstarfi við borgaryfirvöld-
leitt síðastir til umbóta og þar
eru fjárveitingar líka skornar
mest við nögl.
Annars finnst mér draumi lík-
ast að vera komin til Evrópu.
Ég hef eiginlega varla stigið
fæti mínum út fyrir fylkismörk
New Jersey, við Bandaríkja-
menn erum víst litlir ferðagarp-
ar.
— Að lokum kvaðst Ruth
ætla að lesa sagnfræði við Kaup
mannahafnarháskóla, en kynna
sér skapgerð norrænna víkinga
í frístundum.
„Skapgerðarkönnun í frístund-
um“, segir Ruth.
Efnið
og
andinn
— Að lokum spjöllum við
nokkur orð við Charles A. Turn
er, jr. efnafræðistúdent við
Washburn-háskóla í Kansas.
— Ég lít nú aðallega á þetta
sem skemmtiferð, segir Charles
og brosir við þegar við innum
hann eftir námi. Kansas er ekk-
ert sérstakt gleðifylki, en ætli
Charles frá Kansas, á skemmti-
f«rð.
Nanoy repúblikani, „ég blæs á
Nixon“...
in og höfum komið ýmsu til leið-
ar. Þið starfrækið hér æskulýðs-
miðstöð í bænum, það er nokkuð
sem við stefnum að heima. Dan-
ir eru framarlega á þessu sviði
og ætlunin er að kynna sér
æskulýðsmál þeirra.
maður myndist ekki til við að
lesa eitthvað í evrópskri sögu
svona þegar færi gefst í Kjöp-
en.
Ég hef orðið þess áskynja, að
stúdentarnir hér einhæfa sig
fyrr í sinni aðalgrein en heima.
Þannig er mér gert að skyldu
að lesa jafnframt stærð-
fræðigreinum bæði sagnfræði,
ensku og eitt erlent tungumál.
Ég kaus þýzkuna því mikið af
kennslubókum og heimildum í
efnafræðinni er á þýzku.
— Hver eru helztu áhugamál
þín Charles?
— Ég er allur í íþróttunum.
Það kannast víst allir við í-
þróttaáhugann í Bandaríkjunum
og ég er þar engin undantekn-
ing. Flestum frístundum mínum
ver ég í körfuknattleik. Merki-
legt fyrirbæri þessi handknatt-
leikur ykkar, ég hefði gaman að
því að sjá hann leikinn. Kannski
maður réyni að innleiða hann
heima? Annars eru ekki allir
jafn mikið fyrir líkamsmennt-
ina, þess vegna er leikfimi t.d.
skyldugrein, tvær stundir á
viku á okkar námsstigi og þann-
ig mun það vera víðast hvar.
Það var liðið að miðnætti þeg-
ar bandarísku stúdentarnir
kvöddu gestgjafa sína og þökk-
uðu ánægjulega kvöldstund.
Margir úr hópnum voru nokkuð
þreytúlegir, enda höfðu sumir
vakað á annan sólarhring. En
öll voru þau glöð og hress í
bragði og sögðu það synd, að fá
ekki að vera hér lengur.
Þ. W.