Morgunblaðið - 09.02.1969, Blaðsíða 17
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1969.
17
... Hve glöð er vor æska... (Ljósm. Ámi Johnsen).
Hægt og hægt
Ekki er auðvelt að átta sig til
hlítar á því sem er að gerast í
Tékkóslóvakíu. Frelsisvilji flestra
forustumanna sýnist óbugaður og
þolgæði þeirra er aðdáunarvert.
Engu að síður virðist hægt og
hægt síga á ógæfuhlið. Almeirn-
ingur er bersýnilega haldinn vax
andi kvíða og sár örvæntinig
brauzt út í sjálfsmorðum og slík-
um tilraunum margra æsku-
manna nú fyrir skemmstu. Örlög
þeirra vöktu samúð allra sæmi-
legra manna, einsdæmi var, að
einn har'ðsvíraðasti kommadind-
ill hér leyfði hér að hafa þær
hörmungar í flimtingum.
Smám saman er verið að herða
fjötrana. Undanhaldsmönnum og
beinum leppurn er troðið í fleiri
og fleiri lykilstöður. Áhrif frelsis
vinana minnka að sama skapi og
yfir þeim vofir missir aimennra
vinsælda og trausts. Þeir vilja
örugglega gera sitt bezta. Hættan
er annars vegar sú, að þeir glati
þeim stuðningi, sem gefið hefur
þeim styrk, og á hinn bóginn að
nöfn þeirra verði notuð sem
skálkaskjól. Vandinn er mikili
og því miður gefa tilkynningar
um vaxandi samrá'ð og samstarf
við innrásarmennina versnandi
tíma til kynna.
Heimskan
í hávegum
Okkur Islendingum verður tíð-
rætt um örðugleika okkar. Víst
eru þeir miklir og verst er, að
þeir eru magnaðir að þarflausu
öllum til óþurftar, eins og með
verkfallinu síðustu vikurnar.
Vandræði okkar eru þó lítil mið-
að við það, sem Tékkar eiga við
að búa, og ekki þarf a’ð fara svo
langt til að kynnst sjálfsköpuð-
um örðugleikum, þeirrar tegund-
air, gem við erum lausir við. Svo
er um trúardeilurnar í Norður
Irlandi þessa dagana. Þar hefur
forsætisráðherrann neyðst til
þess að rjúfa þingið og efna til
nýrra kosninga, vegna þess að
svo mörgum fylgismanna hans
þótti hann sýna óhæfilegt frjáls-
lyndi og linkind gegn þeim þegn
um landsins, sem eru kaþólskrar
trúar. Vanþekkingin og þröng-
sýnin sem í þessu lýsir sér er
með ólíkindum. Erfiðleikar í sam
búð ólíkra kynstofna, svo sem
hvítra og svartra, eru staðreynd-
ir, sem menn geta harma'ð, en
eru þó skiljanlegar og í eðli sínu
torleystar. En hitt, að trúmála-
deilur skuli blossa upp með þeim
hætti, sem raun er á orðin í
Norður írlandi, sýnir, að um
sumt stöndum við þó framar ná-
grönnum okkair.
Batnanili horfur
á aukinni
efnahagssamvinnu
Líkurnar fyrir framgangi
Nordek, — hinnar auknu efna-
hagssamvinnu Norðurlandanna
f jögurra — sýnast meiri en flest-
ir höfðu búist við. Samtök bænda
og iðnrekenda a.m.k. í sumum
löndum hafa raunar lýst vantrú
sinni á þessum tilraunum eða
beinni andstöðu við þær. En
stjórnmálamenn telja þá and-
stöðu a'ð mestu á misskilningi
'bygigða og bera þess vegna ekki
verulegan kviðboga fyrir, að hún
ráði úrslitum. Enn er samt ósam-
ið um vandamestu atriðin, þau, er
helzt ráða úrslitum. Það er þess
vegna rétt, sem Per Borten for-
sætisráðherra Noregs heldur
fram, að þótt hraðar hafi miðað
í áttina en menn bjuggust við,
þá verði ekki um úrslitin sagt,
fyrr en sést hvort samkomulag
næst um þau efni, sem eftir er
að fjalla um til hlitar. Annar
glöggur Norðmaður hefjir látið
®vo ummælt, að mest rtiundi und
ir því komið, hvort Dönum og
Svíum kæmi saman. Danir sækj-
ast einkum eftir auknum mark-
aði í Sviþjóð fyrir landíbúnaðar-
vörur sínar og gera sér grein
fyrir, að þar sé eftir meiru að
slægjast en í Noregi og Finn-
landi, bæði vegna mannfjölda og
af því að Norðmenn og Finnar
muni halda fastara í vernd fyrir
landbúnað sinn a.m.k. í vissum
landshlutum en Svíar. í báðum
löndunum, Svíþjóð og Danmörku,
er markvisst unni'ð að því að
fækka búum, Svíar segjast fsekka
litlum meðalbúum um 10 þús. á
ári hjá sér og Danir um 7 þús. í
sínu landi. Nú munu um 1:2%
dönsku þjóðarinnar hafa lífsupp-
eldi af landbúnaði, en talið er,
að það hlutfall muni á fáum
árum lækka um h.u.b. helming.
í stað þess leggja Danir vaxandi
áherzlu á iðnað og eru þess
vegna að vissu marki hræddari
við samkeppni Svía. Af þessum
orsökum telja sem sagt sumir,
að ef þessum tveimur tekst að
semja annars vegar um landbún-
aðinn en hins vegar iðnaðinn,
þá sé verstu þröskuldunum rutt
úr vegi, svo áð hinar þjóðirnar
muni þá einnig slást í förina, því
að með samningum hinna verði
þeirra hagsmunum einnig borgið.
Síðasta stórafrek
Erlanders?
Sumir hafa þó sérstakar áhyggj
ur út af afstöðu Finna. Sívaxandi
gagnrýni Sovétmanna á þessar
ráðagerðir vekja ugg um, að
Finnar neyðist til að skerast úr
leik, þegar á reynir. Forsætisráð
herra þeirra Koívísto segir þenn
an ótta samt ástæðulausan. Finn
ar muni sjálfir sjá sínum hag
áleiðis á ekki lengri tíma. Það
hlýtur áð taka meira en nokkra
mánuði að semja um svo víð-
tækt samstarf og í tollabandalagi
lýsir sér. Raunar er hugsanlegt,
að samstarfið verði aukið og
tilrapnirnar í heild verði taldar
heppnast, þó að tollabandalag
komist ekki á a.m.k. um sinn.
Fróðir menn telja samt, að höfuð
markmiðum verði trauðla náð
nema með tollabandalagi.
landi hinn 10. maí 1940. Hins
vegar er þagað um þáð, að 10.
apríl, réttum mánuði áður, tók
Alþingi ákvörðun um að flytja
æðsta vald í málefnum ríkisins
inn í landið. Þá hafði það vald
verið utanlands allt frá þvi að
Gamli sáttmáli var gerður 1262.
Um það verður þess vegna ekki
deilt, að fáir dagar eru merkari í
sjálfstæðisbaráttunni en einmitt
hinn 10. apríl 1940. Á hann er
blaðið, sem hann nefndi: „Er
Morgunblaðið hættulegt fyrir lýð
ræðið?" Þar segir hann m.a.:
„Útvarpið og sjónvarpið eru
nú einu fjölmiðlunartækin sem
geta veitt Morgunblaðinu ein-
hverja keppni í mótun skoðana
almennings og vihðist það vera
ritstjórnum þess mikill þyrnir í
augum, svo sem sjá má af árás-
um á fréttamenn útvarps og
sjónvarps, sem birtast æ oftar á
síðum blaðsins og bera sterkan
keim r itskoðuna rstefn u. “
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 8. febr.
borgið og taka þær ákvarðanir,
er þeim henti bezt. Þarlendir
kommúnistar virðast þó búast
til andstöðu. En einir ráða þeir
ekki úrslitum, sennilega veltur
mest á afstöðu Kekkonens for-
seta, sem sumir halda, að enn
hafi ekki tjáð sig um málið.
Það virðist þó með ólíkindum,
svo einbeittur sem forsætisráð-
herann er í yfirlýsingum sínum,
og þegar litið er til hvorttveggja,
hinna miklu áhrifa Kekkonens
sökum reynslu hans og virðing-
ar, og þeirra beinu valda í utan-
ríkismálum, sem forsetinn hefur
samkv. stjórnarskránni finnsku.
Enginn einstakur maður hefur
málið þó frekar í hendi sér en
Erlander forsætisráðherra Sví-
þjóðar. Eindreginn áhugi fyrir
framgangi þess lýsir sér í öllum
hans orðum. Ýmsir ætla og, að
hann muni leggja meginkapp á
a'ð hrinda Nordek áleiðis áður en
hann hvefur frá völdum, er hann
segist munu gera á eða eftir
flokksþing sitt í september n.k.
Mundi þá Nordek verða hans
síðasta stórafrek og hámark
merkilegs stjórnmálaferils. Ein-
staka menn hafa jafnvei á orði,
að Erlander muni verða beðinn
um að halda áfram til að tryggja
málinu framgang, ef svo standi
á í haust, að líklegt sé að á for-
ustu hans geti oltið. Ærið er
samt ólíklegt að hann taki slíkt
í mál, hitt er miklu líklegra, að
hann leggi allt kapp á að ýta
málinu svo langt álei'ðis sem
hann fremst getur fyrir haustið.
Bíðum átekta
Þegar þetta er haft í huga, er
naumazt réttmætt það, sem sum-
ir höfðu þó mjög á orði, einkum
Krag, fyrrv. forsætisráðherra
Danmerkur, að meðferð málsins
og samningar allir gengju of
seint. Hér sem ofit ella er enginn
vandi að fá skjótar málalyktir
með því að hleypa öllu í strand.
Hitt er í raun og veru furðu-
legt, hversu langt hefur miðað
Eðlilegt er, að við íslendingar
veltum fyrir okkur, hvort allt
þetta umtal, ráðagerðir og samn-
ingar skipti okkur ýkja miklu
máli. Og sé því svarað játandi,
vaknar spurning um, hvort við
höfum gert rétt í því að vera
einungis áhorfendur en ekki bein
ir þátttakendur í samningum.
En þessir samningar eru svo um
fangsmiklir, að við höfum ein-
faldlega ekki mannafla til að
komast yfir það verk.
Það kemur ekki að sök, þegar
af því, að vegna mismunar á
mannfjölda getutn við aldrei
búist við að ráða miklu um þa'ð,
hvernig hinir hagi samstarfi sínu.
Þess vegna er eðlilegt, að við
tökum afstöðu þegar þeir eru
búnir að semja sín á milli, og
gerumst aðilar ef við teljum þátt
töku okkur hagkvæma og fáum
viðurkenndan nauðsynlegan fyrir
vara,.
Við nálgumst Nordek bezt með
því að fá fyrst skorið úr því,
hvort vi'ð getum ásamt hinum
orðið aðilar að EFTA. Jafnframt
ber okkur að fylgjast með og
benda á, ef eitthvað okkur skað-
samlegt sýnist í bígerð.
Ekkert of
ómerkilegt
Seint verður ofsögum sagt af
iðni kommúnista við áróður. Eitt
dæmi þess er útgáfufyrirtæki á
þeirra vegum, sem nefnist „Fjöl-
vís“, sem gefur út kosninga-
handbækur og vasaalmanök. Þar
á meðal er „Minnisbókin 1969“,
sem Sjóvátryggingafélag íslands
hefur keypt af forlaginu og sent
viðskiptavinum sínum. I daga-
tali bókarinnar eru örfáar dag-
setningar helztu atburða úr ís-
landssögu, einkum úr sjálfstæðis
baráttunni. Allur er sá fróðleikur
þó handahófskenndur, jafnvel í
þeim dæmum, þar sem engar
grunsemir um áróður vakna. T.d.
er getið um hernám Breta á ís-
sem sagt ekki minnst, en hins
vegar er skýrt frá því, a’ð hinn
19 júní 1966 hafi átt sér stað 1.
Keflavíkurganga! Þá er sagt frá
því, að hinn 9. sept. 1960 hafi
verið Þingvallafundur og „stofn-
uð samtök hernámsandstæðinga!"
Einnig er þess getið, að 17. júní
1937 hafi verið stofnað bók-
menntafélagið Mál og menning.
Hinsvegar er þagað um stofnun
Almenna bókafélagsins 1955, og
er það þó mun fjölmennara og
athafnasamara útgáfufyrirtæki
en Mál og menning.
„Ritskoðun46?
Satt er það, að slíkur áróður
er meinlítill. En hann sýnir, að
kommúnistar láta ekkert tæki-
færi ónotað til að ota sínum tota.
Hrekklausir athafnamenn eies
og Sjóvátryggingafélag íslands,
sjá ekki við brögðum þeirra og
ganga þess vegna erinda komm-
únista, þótt í litlu sé. Bezta ráð-
ið til að koma í veg fyrir slíkt
laumuspil er að vekja athygli á
því.
Þess vegna standast kommún-
istar ekki reiðari en þegar orð
er haft á áróðri þeirra og
annarra vinstri-sinna.
Frekjan og gremjan lýsa sér
glögglega í því þegar aðai nöldur
menni Þjóðviljans líkir saman
ábendingum Morgunblaðsins um
einstök dæmi þess, sem miður
hefur fari'ð í þessum efnum hjá
útvarpi og sjónvarpi, við ritskoð-
un, sem Sovétmenn hafa nú neytt
Tékka til að taka upp. Nöldur-
mennið ætlar aðra svo einfalda,
að þeir skilji ekki muninn á
frjálsri gagnrýni, sem hægt er að
hrekja, ef rök eru fyrir hendi, og
hlutdrægri ritskoðun, sem erlend
yfirvöld neyða frelsisunnandi
þjóð til að þola. Ætla mætti, að
fáir gerðu sig bera að því að
láta slíkar blekkingar villa um
fyrir sér. En svo vir’ðist sem fátt
sé svo fráleitt, að enginn láti
gabbast. Ungur stúdent skrifaði
t.d. fyrir skömmu grein í Alþýðu
„Ldkreglur
lýðræðisins66?
Síðar segir pilturinn:
„Flestir munu vera því sam-
mála, að áhrifavald Morgunblaðs
ins er óeðlilega mikið og sam-
ræmist varla leikreglum lýðræð-
isins, þar sem eitt æðsta boð-
orðið er sem jöfnust aðstaða allra
•til að láta í ljósi skoðanir sínar.
Segja má að vandamálið hafi
einnig verið viðurkennt af ís-
lenzkum ráðamönnum, þegar
ákveðið var að full greiðsla
skyldi koma fyrir þau eintök,
sem send eru hinum ýmsu stjóm
arstofnunum ríkisins, en það
hafði ekki verið gert áður. Það
er aðkallandi spurning, hvort
ríkissjóður eigi ekki í ríkari mæli
að styrkja stjórnmálaflokkana til
blaðaútgáfu. Sú leið hefur verið
farin t.d. í Svíþjóð, og verður
ekki annað séð en hún gefist
vel.“
Vangavelturnar um, að út-
breiðsla Morgunblaðsins brjóti
gegn „leikreglum lýðræ'ðisins“
eru meira en lítið kynlegar. Er
það ekki einmitt kjarni lýðræðis
og réttra leikreglna þess, að
menn megi sjálfir ráða því,
hvaða dagblöð þeir kaupi og lesi?
Hitt er allt annað mál, og það
þessu með öllu óskylt, að ríkið
borgi fyrir þá þjónustu, sem biöð
in vinna í þess þágu. Beinn styrk
ur til blaða ber hins vegar vitni
þess, að stjórnvöld vilji ekki una
þeim dómi, sem almenningur,
frjáls og óþvingaður, hefur kveð
ið upp. Annað mál er einnig,
hvort1 ástæða þyki til þess að
styrkja starfsemi flokka og þá
með hverjum hætti. Slíkt er gert
í sumum löndum t.d. Svíþjóð. En
spurningin er þá sú, hvort hinn
ungi rithöfundur í Alþýðublað-
inu vill einnig fylgja fordæmi
Svía í því, að hæð styrktarfjár
til hvers flokks fari eftir at-
kvæðamagni, sem hann hefur
hlotið, þannig að styrkurinn
verði þeim mun meiri sem at-
kvbæ'ðamagnið er meira. Sá hátt
ur er óneitanlega rökréttur og
erfitt að færa ástæður fyrir öðru.
Eða af hverju skyldi flokkur,
sem sárafáir vilja kjósa eiga að
fá jafnmikinn styrk og hinn, sem
miklu meira atkvæðamagn hefur
hlotið?