Morgunblaðið - 09.02.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1969. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: DAGUR BIBLiUNNAR BIBLÍUDAGUR er árlega haldinn með kristnum mönnum. Það er nýleg tilbreytni í sögu kirkjunnar, til komin að frumkvæði biblíufélaganna. Slík fé- iög hafa starfað lengi í nokkrum lönd- um, en þeim hefur fjölgað mjög hin síð- ari ár og jafníramt hafa þau öii gengið í samband sín í milli og vinna saman að alþjóðlegum verkefnum. Þetta bandalag, Sameinuðu Biblíufélögin (United Bible Societies) spennir yfir allar kirkju- deildir og er einn hinn atkvæðamesti þáttur í alþjócíasamtökum kristinna manna. Hin einstöku biblíufélög vinna fyrst og fremst sinni eigin kirkju hvert fyrir sig, sinu landi og þjóð. Svo er um Hið íslenzka Biblíufélag. Það er meðal hinna eldri, 153 ára. Um alllangt skeið hafði það lítið starfað. Það hafði látið erlent biblíufélag annast um útgáfur fyrir sína hönd en sá sjálft aðeins um dreifingu á biblíum, sem prentaðar voru erlendis. Nú er orðin breyting á þessu. En því fer fjarri, að félagið sé að fullu komið á kjöl með útgáfumál sín, þó að um þokist á rétta sveif hægt og hægt. Fé- iagið þarfnast miklu almennari þátt- töku og stuðnings kristins fólks í land- inu. Það þyrfti að geta rekið meira kynningar- og vakningastairf meðal safnaðanna og aukið bókagerð sína til miki'lla muna. 1 bréfi, sem stjórn Biblíufélagsins hef- ur sent frá sér í tilefni biblíudagsins í ár, er bent á þessi verkefni, sem nú liggi næst: 2. Handhægari og aðgengilegri út- gáfur Biblíunnar. 2. Prentuð hjálpargögn til almennings nota við bibiíulestur. 3. Ferðastarf til leiðbeiningar um aukna biblíunotkun. 4. Aukin þátttaka í alþjóðlegu sam- starfi um að útbreiða Bib'líuna. Þau verkefni, sem Biblíufélagið þarf að hrinda fram á næstu árum hér heima og bent er á í þessari stefnuskrá, eru stór. Það getur ekki komizt góður skrið- ur á þær nema margar hendur leggi drjúgt lið. En vér erum ekki einir í heiminum. Framtíð heimsins og _þar með framtíðar- gæfa niðja vorra á íslandi verður ekki eingöngu ráðin hér, ekki einu sinni fyrst og fremst. Mörg hundruð milljónir jarðarbúa eru ennþá ólæsir. Það er unnið að því af miklum dugnaði og með góðum ár- angri að bæta úr þessari vöntun þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna setti það mark fyrir nokkrum árum, að 350 milljónir ólæsra manna skyldu verða læsir á yfirstandandi áratug. Hvað fær þessi manngrúi til lestrar? Hvernig er svarað þörfum andlega hungraðs fólks í dögun nýrra tíma? Við bætist svo hin mikla mannfjölg- un í heiminum. Árlega fjölgar íbúum jarðar um 60 milljónir. Hvaða lestrar- efni fá þeir? Það er staðreynd, að kristin kirkja hefur ekki boimagn til þess að fuil- nægja eftirspurn eftir Biblíunni. Sam- einuðu Biblíufélögin vinna stórkostlegt starf. Styrkur þeirra er fólginn í al- mennri þátttöku og sjálfboðaframlög- um áhugamanna. En þau hafa ekki und- an. Ég nefni tvö átakanleg dæmi: Bibl- íufélagið í Vietnam biður um tiltekna upphæð til þess að styrkja útgáfubibl- íurita. Það var ekki kleift að veita slíkan styrk nema að nokkru leyti, fé var ekki til. Beðið er um hjálp til þess að prenta 100.000 eintök Biblíunnar á- rúmönsku. Hjálpin varð ekki í té látin, það vantaði peninga. Tvö dæmi, gripin af handahófi. Það stendur ekki á hernaðaríhlutun í Viet- nam, hvorki að norðan né vestan, og til hennar er varið svimandi háum upp- hæðum, auk alls, sem hún kostar af öðru, sem verður ekki umreiknað í peninga. En það er ekki hægt að styrkja bib’líufélagið í þessu landi hörmunganna til þess að fullnægja eftirspurn eftir Guðs friðarorði og koma því í hendur lítils hluta þess fólks, sem þar býr. Ný öld er runnin í stórum hlutum ver- aldar, heimur bókarinnar er að ljúkast upp. Lestrarþyrst fólk grípur hvers kyns lesefni, sem býðst. En það, sem er í boði, er margt hvað ekki þess eðlis, að það auki hollustu í heiminum eða búi vel í haginn fyrir framtíðina. Léleg myndab'löð og sorprit eiga vísan mark- að, sem séðir hagsýnismenn nýta til hlítar. Og pólitísk áróðursrit skortir ekki. Þrátt fyrir allt vita menn, að mátt ur orðsins er meiri og varanlegri e<n allur herstyrkur. Rússar og Kínverjar munu t.d. verja yfir hundrað milljörð- um króna á ári hverju til þess að prenta áróðursrit og dreifa þeim eink- um meðal þjóða, sem eru að byrja að iæra að lesa. Það var Biblían, sem fyrir þúsund ár- um bar nýja birtu inn í hugarheim þjóð- anna í Norðurálfu, sem þá voru ólæsar og að öðru leyti mjög á stigi þeirra manna, sem kallaðir hafa verið frum- stæðir, jafnvel villimenn. Áhrifin frá Bók bókanna þokuðu þessum þjóðum í átt til menningarlegrar hugsunar og hátta og þau hafa verið helzti aflvak- inn í andlegri verðmætasköpun hvítra 4 manna til þessa dags. Hvernig mótast þær þjóðir, sem nú eru að vakna og verða ef til vill for- ustuþjóðir í heimi barna vorra? Fær Biblían nokkra aðstöðu til áhrifa með beim? Þessar spurningar varða alla, hvar sem þeir eru staðsettir á hnettinum. Þær koma íslendingum við eins og öðrum. Sameinuðu Biblíufé'lögin eru voldug- ustu kristniboðssamtök sögunmar. En þrátt fyrir geysilega atorku og fórnfýsi valda þau ekki köilun og kvöðum stundarinnar. Þau megna ekki að nota þau tækifæri, sem nútíminn gefur til þess að dreifa orði Guðs meðal þjóð- anna. Þau eru hvarvetna í sókn. En betur má, miklu betur, Og Hið íslenzka Biblíufélag er einn veikasti hlekkurinn í þessu bræðrabandi. Það er veikt af því, að allt of fáir landsmenn veita þvl * lið sitt og virkan stuðning. Þetta þarf að breytast. Og það mundi horfa til blessunar íslenzkri kirkju og þjóðlífi, ef þetta breyttist verulega til bóta. Sigurbjörn Einarsson. Fjölgað í Tjaldanesi 1 JÚNÍ-MÁNUÐI árið 1965 var opnað nýtt heimili fyrir vangef- in börn, Barnaheimilið að Tjalda nesi í Mosfellssveit. Það voru nokkrir einstaklingar í Reykja- vík, sem hófu undirbúning að stofnun þessa heimilis árið 1961 og var byrjað í gömlu timbur- húsi. Nú eru í Tjaldanesi 10 dreng- ir; fimm úr Reykjavík og fimm utan af landi. Fyrirhugað er, a'ð stækka heimilið og fjölga drengj unum í fjórtán, en þessi stækk- un er miklum erfiðleikum háð vegna fjárskorts. Er ætlunin að köma upp leikfimisal og útisund laug, en við Tjaldanes er heitt vatn. Þá hefur stjórn heimilis- ins mikinn hug á því, að styrkja karl eða konu til náms í kennslu vangefinna. í Tjaldanesi eru drengir á aldrinum níu til fimmtán ára, og er fjarri því, að hægt hafi verið að taka á móti þeim börnum sem beðið hefur verið fyrir og er aSsókn gífurleg. Starfsmenn heim ilisins eru nú fimm: fjórar stúlk- ur og ráðsmaður og skólastjóri, sem er Arnór Hannibalsson. Rekstur Tjaldaness kostar um eina og hálfa milljón króna á ári. Ríkfð leggur fram verulega fjár- upphæð, svo og Reykjavíkur- borg, sem hefur styrkt heimilið Norðmenn gegn ouglýsingum í sjónvorpi Osló AP. ÚTVARPSRAÐIÐ norska hefur einróma ráðið frá því, að auglýs ingar verði teknar upp í norska sjónvarpinu. Kirkju- og kennslu- málaráðuneytið hafði leitað álits ráðsins á þessu. Ráðið hefur ekki ákvörðunarvald. Útvarpsráðið álítur að norska sjónvarpið eigi áð finna aðrar tekjuöflunarleiðir en auglýsing- ar, sem séu ósamrýmanlegar sjálf st.æði þess. Forstjóri norska sjón- varpsins, Hans Jacob Ustvedt, sem á sæti í útvarpsráðinu, tók skýrt fram í umræðum þess um málið, að hann væri andvigur sj ónvarpsauglýsingum. og nýlega gefið því timburhús, sem ætlunin er að flytja upp að Tjaldanesi. Þá hefur heimilið notið aðstoðar einkaaðila; Odd- fellow-stúkunnar Þorfinns kaxls- efnis og Lions-klúbbanna Njarð- ar og Þórs. Einnig nýtur heim- ilið framlags úr Styrktarsjóði vangefinna og borizt hafa pen- ingagjafir, nú síðast frá afkom- endum hjónanna Sigrúnar Sig- urðardóttur og Hallbjörns Eð- var’ðs Oddssonar, fyrrum bónda og kennara, í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Hallbjörns. Eins og fyrr sagði, er ætlunin að fjölga á heimilinu í 14, og er unnið að því þessar vikurnar. Þess má geta, að stjórn Kópa- vogshælisins hefur aðstoðað við uppbyggingu Tjaldaness, og hef- ur fyrir hönd ríkisins, eftirlit með rekstri þess. Um þessar mundir eru 263 vangefnir á hælum og heimil- um. Á Kópavogshælinu eru 150 (það rúmar 125), í Skálatúni 50, Tjaldanesi 10, Sólheimum í Grímsnesi 30 og á dagheimili í Safamýri 43 börn. Áætlað er, að á landinu séu 1000 vangefnir, og af þeim þurfi um helmingur hælisvist, e'ða um 500. Skortir því enn rösklega 200 rúm til þess að hægt verði að veita þá aðstoð, sem þjóðfélaginu ber að veita. I stjórn Bamaheimilisins að Tjaldanesi eru: Friðfinnur Ólafsson, Hafsteinn Sigurðsson, Oddgeir Barðason, Krisitinn Ol- sen og Sigurður Magnússon. Framkvæmdastjóri er Reynir Sigurðsson. Liðhlaupar fá hœli Stokkhólmi, 7. febrúar. AP. ENN eiim hópur bandarískra lið- hlaupa fékk í dag hæli í Svíþjóð „af mannuðarástæðum". Að þessu sinni fengu 10 liðhlaupar leyfi yfirvalda til að dveljast í landinu. Alls hafa 217 umsóknir borizt um dvalarleyfi frá banda- rískum liðhlaupum, og þar af hafa 175 fengið landvist. 19 um- sóknum hefur verið hafnað af ýmsum ástæðum, og tíu umsókn- ir eru í athugun. Fjórtán liðhlaup ar hafa farið úr landi án þess að bíða þess að fá hæli, og um tíu hafa farið úr landi eftir að hafa fengið dvalarleyfi. SYNING Listasafns A.S.f. í Hlið- skjálf, Laugavegi 31 hefur nú staðið yfir í eina viku. Þegar hafa síkoðað sýninguna iim 500 manns við mikla hrifningu. Á sýningunni eru 51 verk eftir rúmlega 20 listamenn, bæði af yngri og eldri kynslóðiruni. — Skylduaðgangseyrir er ekki, en •hins v©gar er seld mjög vönduð sýningarskrá til að standa straum af sýningarkostnaðinum. Einnig eru til sölu á staðnum eftirprentanir af listaverkunum, ■og bólkin Lslenzk myndlist eftir Björn Th. Björnsson. Sýningin er eins og áður segir í Hliðskjálf og er opin alla daga frá kl. 2-10. SÆKIÐ SUMARIÐ HEIM UM HÁVETUR PÁSKAFERDIR ÚTSYNAR 1969 TORREMOLINOS — LONDON Brottför 28. marz. Á SÓLARSTRÖND SPÁNAR — COSTA DEL SOL — er allt í feg- ursta skrúða um páskana. Bezta loftslag og sólríkasti staður Evrópu með meira en 320 sólskinsdaga á ári. Úrvalshótel og fjöldi skemmti- staða. Fyrir þá, sem kæra sig ekki um að liggja alla daga í sólbaði er fjölbreytt úrval kynnisferða um Sólarströndina til Granada, Sevilla eða yfir sundið til Afríku. Eftir- sóttasti ferðamannastaður Spánar árið um kring. f sumar mun ÚTSÝN haida uppi hálfsmánaðarferðum með þotuflugi beint á COSTA DEL SOL, vinsæl- asta ferðamannastað álfunnar. Með fyrsta flokks gistingu er verðið frá kr. 15.000.— KANARIEYJAR — LONDON Á KANARIEYJUM er sumarpara- dís meðan vetrarríkið herjar á norðurhjara heims, enda eru þær eftirsóttasti dvalarstaður Evrópu- búa á veturna og allt upppantað marga mánuði fram í tímann. Vegna sérstaklega hagstæðra samninga getur ÚTSÝN boðið nokkur sæti á mjög lágu verði til Kanarieyja um páskana. Verð frá kr. 24.800,— ÚTSÝN ARFERÐ — ÓDÝR EN FYRSTA FLOKKS. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17. Símar 20100 og 23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.