Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969
11
SKAKÞATTUR
f UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR
í>AÐ urðu Dönum og öðrum vel-
unnurum Bent Larsens mikil
vonbrigði, er bann tapaði út-
sláttareinvíginu fyrir Boris
Spassky síðastliðið sumar, og
hlaut aðeins tvo og hálfan vinn-
ing gegn fimm og hálfum. Þar
með var draumurinn búinn um
það, að Larsen yrði heimsmeist-
ari á þessu ári.
Ekki mun það þó almennt
hafa komið svo mjög á óvart, að
Larsen tapaði emviginu fyrir
Spassky, en að Spassky ynni
slíkan yfirburðasigur, sem raun
varð á, það mun færri hafa grun
að. Hann vann þrjár fyrstu sk'ák
irnar, og þar með voru úrslit
einvígisins raunverulega ráðin.
—• Var það ekki furðulegt, að
Larsen, sem unnið hafði næstum
því hvert skákmót, sem hann
hafði tekið þátt í tvö síðustu ár
þar á undan, skyldi bíða svo
herfilegan ósigur?
Landi Larsens, Jeros Enevold-
sen skákmeistari, er í hópi þeirra
sem virðist ekki hafa komið það
mjög á óvart, að Larsen tapaði
fyrir Spassky, ef dsæma skal eftir
grein, sem hann skrifaði í ,,,Poli-
tiken“ um einvígið. Reynir hann
þar að draga orsakir hins mikla
ósigurs fram í dagsljósið.
Hann telur, að orsakirnar séu
ekki twað sizt sáWræðilegs eðl-
is. Larsen hætti til að ofmeta
styrkleika sinn og lita á sjálfan
sig sem meistara útvalinn af guð
unum, sem eigi ekki að þurfa að
leggja mjög hart að sér, til að ná
góðum árangri við skákborðið.
Þar telur Enevoldsen hann vaða
í mikilli villu. Þótt því beri að
visu ekki að neita, að Larsen sé
búinn bæði miklum meðfæddum
almennum gáfum og skákhaefi-
leikum, þá hafi hann eigi síður
náð þeim styrkleika, sem hann
býr nú yfir, með iðni og miMUi
vkinu.
Sem dæmi um hugsunarhátt
Larsens bendir Enevoldsen á við
brögð hans við ósigrinum gegn
Spassky. Áður hafði Larsen lýst
því jrfir, að hann mundi tvímæla
laus-t vin-na einvígð og verða
heimsmeistari. En svo kom áfall-
ið. Og hvernig skýrði Larsen það
sjálfur?
Menn geta brugðizt á marg-
breytilegan hátt við ósigrum í
skák, segir Enevoldsen. Til dæm
is sagt: „Hann tefldi betux en
ég“ eða: „Ég ofmat sjálfan mig“.
En því fór f j arri, að Larsen kæmi
með slíkar afsakanir. Hann
lagði meginsökina á herðar
þeirra, sem skipulögðu einvígið,
þeirra á meðal Svíann Foike Rog
ard, forseta Alþjóðaskáksam
bandsins. — Engin sjálfisgagn-
rýni komst að hjá honum. Það
varð að gera aðra átoyrga fyrir
ósigrinum.
Raunar virðist einvígið ekki
hafa verið sérlega vel sMpulagt
fyrir fram. Spassky lenti til dæm
is í deilu við Alþjóðaiskáksam-
bandið út af ferðakostnaðinum
til Sviþjóðar fyrir sig og aSstoð
armann sinn, rússneska stór-
meistarann Bondarevsky.
Spassky reyndi að fá Larsen til
liðs við sig, til að kippa þeim
hlutum í lag, áöur en einvígið
hófst. En Larsen tald ekki í sín-
um verkahring að fjalla um það
mál. (Það sýnist mér rétt at-
hugað hjá honum — S.K.).
Spassky varð þá alltoitur og
fannst Larsen ekM bregðast
drengilega við.
Allt þetta fargan telur Larsen
hafa haft slæm áhrif á tafl-
mennsku sína. En Enevoldsen
telur, að það hefði þá ekki síð-
ur átt að hafa slæm áhrif á tafl-
mennsku Spasskys, sem telur
sig hlunnfarinn fjárhagslega,
þar sem Larsen hafi hins vegar
ekki haft yfir neinu slíku að
kvarta. Hann hafi fengið allt
frítt fyrir sig og konu sína, en
annan aðstoðarmann hafði Lar-
sen ekki. — Enevoldsen gagn-
rýnir Larsen raunar einnig fyr-
ir það, að hann skyldi ekki hafa
neinn skákfræðilegan aðstoðar-
mann („sekundant") með sér,
svo sem venja er í slákium ein-
vígjum. Telur hann, að hann
hetfði getað fengið Fischer eða
Rússann Smysloff sem aðstoðar-
mann, ef hann hefði kært sig
um. En sjálfstraust hans sé svo
mikið, að hann hafi ekki talið
sig þurfa neinn aðstoðarmann.
Eignast Danir þá kannski
aldrei heimsmeistara? Enevold-
sen er fremur svartsýnn á, að
svo verði. Ef Larsen ætlar sér
að gera eina tilraun enn, segir
hann, þá verður hann fyrst og
fremst að losa sig við þá hug-
mynd, að hann sé hinn eini
Guðs útvaldi skákmeistari, sem
geti einn allra hafnar aðstoð
annarra manna, til að ná settu
rnarki. — Að þremur árum liðn-
um, þegar næst verður teflt um
heimsmeistaratitilinn, verður
Larsen orðinn 37 ára gamall, og
líkurnar til að verða heims-
meistari eftir að menn hafa náð
þeim aldri, eru ekki miklar, seg
ir Enevoldsen. —
í þessu samtoand má þó minna
á, að Botvinnik várð fyrst heims
meistari 36 ára að aldri og end-
urvann titilinn 46 ára af Smysl-
off og 49 ára af Tal. Þá endur-
vann Aljeöhin heimsmeistaratit-
ilinn af Euwe 44 ára gamall.
Sem kunnugt er, stóð Larsen
sig ekki sérlega vel á Olympíu-
skákmótinu í haust, en hins veg-
ar sýndi hann glögglega á hinu
mikla skákmóti, sem haldið var
á Mallorca í nóvember og desena
ber sl,, að alls má enn af hon-
um vænta, svo kannski eru enn
örlitlar líkur til að Danir eign-
ist heimsmeistara. — Þetta var
18 manna mót, og varð Rússinn
Kiorshnoj hlufcskaxpastur, hlaut
14 vinninga. Jafnir í öðru og
þriðja sæti urðu þeir Lar&en og
Spassky með 13 minninga hv®r.
f^órði varð Petrosjan með 11%
vinning, þá Gligoric, Ivkoff,
Benkö o^.frv.
Verður ekM annað sagt, en
jafnvel Larsen sé fulisæímd’ur af
þessari frammistöðu. Hann tap-
aði aðeins tveimur skákum; fyr-
ir Korsdhnoj og heimsmeistaian
um, en Korstíhnoj var eini meist-
arinn sem tapaði engri skák.
Hann vann bæði Larsen og
Spassky, og er frammistaða hans
því einstaklega góð.
Nú skulum við sjá, hvernig
hann sigraði hinn GuSs útvalda
meistara, Bent Larsen, á þessu
moti.
Hvítt: Bent Larsen
Svart: Viktor Korschnoj
1. c4
(Larsen leikur enska leiknum,
en byrjunin sveigist brátt yfir í
velþekkt afbngði af drottning-
arbragði).
úr byrjuninni með nákvæmari
taflmennsku).
7. _ Be7
8. 0—0 o—O
9. a3 Rxc3
(Þessi leikur hefur þann
ókost að styTkja miðtoorð hvits,
og var 9. — cxd4 trúlega betri
leikur).
10. bxc3 Bf6
11. Hbl g6
(Svartur undirbýr nú að ráðast
gegn miðborði hvíts með e5)
12. Be4
(Þannig hindrar Larsen e5)
12. — Bc7
13. a4 b6
14. a5?
(Þannig getfur Larsen ands'tæð-
ing sínum færi á að gera drottn
ingarbiskup sinn að vel virkum
manni. Líklega einum of bjart-
sýnn. 14. De2 og síðan Ba3 virð-
ist nærliggjandi leið, og hefði
hvítur þá óneitanlega frjálsari og
þægilegri stöðu.)
14. — BaG
15. axb6 axb6
16. Hel Ha7
(Korschnoj þykir sérlega hug-
vitssamur varnarmaður. Eiins og
við fáum bráðlega að sjá, hefur
hann einnig tileinkað hér þá
kenningu, að sóknin sé bezta
vörnin).
17. h4
(Larsen gerir sér vonir um að
ná kóngssókn, en hvort tveggja
ex, að kóngsstaða svarts er all-
traust, og hrvíini mennirnir eru
ekM vel staðsettir til sóknarað-
gerða. Biskupinn á cl hefði til
dæmis helzt þunft að geta tekið
þátt í slíkri sókn, en hann er
lokaður inni að baki peðunum.
Líklega er 17. Bd3 beziti leikux-
inn, þótt staða svartls væri sízt
lakari eftir bisku:pskaupin).
Bent Larsen
1. c5
2. Rc3 Rf6
3. Rf3 d5
4. cxd5 Rxd5
5. «3 e6
6. 7. d< Bd3 Rc6
17. —
18. h5
19. Kd2
20. hxg6
21. Df3
22. Rxc4
23. Hdl
24. Bd2?
Ra5
Hd8
Bg7
hxg6
Rc4
Bxc4
b5
(Þjóðverjinn Gerusel, sem ég
hetfi til hliðsjónar í skýringun-
um, gefúr Larsen tvö spur-
ingarmerki fyrir þennan leik og
telur hann ekM eiga sér við-
reiisnar von hér eftir. Hann telur
24. Bd3 eina leikinn, sem til
greina kom. — Þar sem svartur
er að ná frumkvæðinu í sínar
hendux, þá er það bezta úrræði
hvíts að reyna að létta á stöðunni
með uppskiptum).
24. — Ha2
25. Bc6 Da5
26. Dg4 Bd3
27. Hbl-cl Bc2
28. Hel cxd4
(Þar með heíur svartur loka-
áhJaupið).
29. exd4 Bxd4
30. DgS?
(Getfur svörtum kost á laglegri
fórn, sem eyðileggur hvítu kóngs
stöðuna. Skárra var 30. cxd4,
Dxd2 3>1. De2 o.s.frv.).
30. — Bxf2 skák!
31. Kxf2 Hxd2 skák!
32. Kgl
(Etf 32. Dxd2 þá Be4 o.s.frv.).
32. — Dxc3
33. Dxb5 Dd4 skák
34. Khl Dh4 skák
35. Kgl Be4!
(Rothöggið)
36. Db8 skák Kli7
37. Bxe4 Hxg2 skák
38. Bxg2 Df2 skák
39. Kh2 Dxg2 mát
EkM sýndu strí&sguðirnir Lar s
sen sérstakt atlæti í þessari skák.
Til leigu
5 herb. íbúð við Álfheima til leigu. Uppl. í síma 17012.
/✓
(Hér er oft einnig leikið Bc4
og er vafasamt, hvor leikurinn
er betri. Eftir 7. Bc4 er talið
bezt fyrir svartan að drepa með
peði á d4, fara síðan í riddara-
kaup á c3, leika því næst Be7 og
hroka, og a svartur þa að na
nokkum veginn jötfnu tafli út .
Allt sfcal með
vanið vinna,
r c i
1 7700
Þér leitið gæfu og gengis. Það gera allir menn,
hver með sínum hætti.
Ef til vill leggið |>ér hart að yður að afla fjölskyldu
yðar lífsgæða; að eignast hús og búa þoð tækjum og
munum; kaupa bíl, fasteignir, fyrirtæki.
En gleymið ekki að allt skal með varúð vinna. Því
fleira sem þér eigið, því fleira er f hiættu.
‘Trygging er nauðsyn,
því að enginn sér við óhöppum.
T einu símtali fóið þér líftryggingu, sfysatryggingu,
tryggt hús í smíðum, tryggðan atvinnurekstur, bruna-
tryggingu, ferða- og farangurstryggingu, bifreiða-
tryggingu.
Eitt símtol viS Almennar tryggingar og þér búið við
öryggi.
ALMENNAR TRYGGINGAR^
PÖSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700