Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969
STÖ'RF Alþiiigis sl. viku mótuð-
ust mest af iskýrslugjöf þriggja
ráðherra: Forsætisráðlherra um
efnahagsmál, utanríkisráðherra
um utanríkismál og samgöngu-
málaráðherra um framkvæmd
vegaáætlunar 1968. 12 klukku-
stunda umræður urðu um
skýrslu foníiætisráðherra og einn
ig urðu töluverðar umræður
um skýrslu utanríkisráherra.
Hins vagar vakti það nokkra
furðu að enginn þingmaður
kvaddi sér hljóðs eftir að sam-
göngumálaráðherra hafði flutt
sína skýnslu. Sennileg skýring
á því er sú, að senn líður að því
að vegaáætlun áranna 1969-1972
verði lögð fram og rædd, og þing
menn spari því púðrið til þeirra
umræðna.
Um skýrslugerð utanríkisráð-
herra má segja, að um nýmæli
sé að ræða, þar sem þetta mun
í fyrsta sinn sem efnt er til um-
ræðna um utanríkismál ó Al-
þingi á þennan hátt. Hins vegar
var varla við því að búast, eftir
eðli málsins, að í skýrslu hans
kæmi mikið fram af nýmælum
og fréttum, enda má segja að öll
þau atriði er hann drap á hafi
verið meira og minna til um-
ræðu á opinberuim vettvangi áð-
ur. Athyglisverðaufi kaflinn í
ræðu ráðherra, var að mínum
dómi, um áhrif og tillögutflutn-
ing íslendinga hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Það kom í hlut Þórarins Þór-
arinssonar að túlka stefnu Fram
sóknarflokksins í þeseum um-
ræðum. Utanríkisstefnu Fram-
sóknar var nýlega lýst sem
„vindhana á kirkjubúrst". Féll
ræða Þórarins, ágætlega að þess-
ari lýsingu, er hann ræddi uim
dvöl varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli. Kom hann þar fram
með kenningar flokks síns, að
íslendingar eigi sjálfir að taka
að sér gæzlu hernaðarmannvirkj
anna og radarstöðvana á Kefla-
víkurflugvelli. Ekki hafði hann
þó fyrir því að skýra hversu slíkt
ætti að eiga sér stað.
Sem fyrr segir urðu mjög lang-
ar umræður um skýrslu forsætis
ráðherra um efnahagsmálin. Var
skýrsla ráðherra mjög yfirgrips-
mikil og ítarleg. Gerði hann
nána grein fyrir þróun efnahags
mála hér tvö síðustu árin, og
þeim ráðstöfunum sem gerðar
hafa verið af ríkisstjórnarinnar
hálfu til þess að mæta þeim mjög
svo þungu áföllum, sem þjóðin
hefur orðið fyrir.
Um umræðurnar, sem á eftir
fóru, má segja að þær voru í
heild málefnalegri en maður átti
von á. Er ekki vafi á að heildar-
svipur þeirra hefði orðið annar
og verri, ef útvarpað hefði verið
frá þeim. Nokkrir stjórnarand-
stæðingar með Lúðvík Jósepsson
og Olaf Jóhannesson í broddi
fyl'kingar héldu þó dæmigerðar
útvarpsræður. Var í málflutningi
þeirra flestu snúið við, og aug-
um lokað fyrir staðreyndum.
Vildu þingmenn láta sem þeir
og flokkar þeirra hefðu á tak-
teinum úrræði i efnahagsmálum,
en þegar þeir voru nánar inntir
eftir þeim fengust lítil svör. Vit-
anlega getur hver og einn kom-
ið með tiliögu á tillögu ofan, sem
hljómar býsna fallega, þegar
þeir þurfa ekki að bera ábyrgð
á framkvæmd þeirra. En yfir
slíkan málflutning ættu hins
vegar ábyrgir stjórnmálamenn
að vera hafnir, þótt þessu sé
því miður ekki svo varið hjá
flestum þingmönnum stjórnar-
andstæðinga.
Fáir hafa bent á eins skýran
hátt, á rökvillur s'tjórnarand-
stæðinga og Ólafur Björnsson
gerði í þessum umræðum. Benti
hanh á að ekki væri um aðra að-
ila að ræða í þjóðfélaginu en at-
vinnurekendur og launþega. Nú
væri það yfirlýst stefna stjórn-
aranid'stæðinga, að báðir þessir
aðilar ættu að fá til sín stóraukið
fjármagn, ef þeir kæmust til
valda. Hver er þriðji aðilinn,
sem á að greiða þetta fjármagn?
spurði Ólafur og við því fékkst
vitanlega ekkert svar.
Svo sem vænta mátti var
Stefán Valgeirsson einn þeirra
Framsóknarþingmanna er þátt
tóku í umræðunni. Sá þingmað-
ur lætur mikið að sér kveða í
ræðustól Alþingis, og segja sum-
ir að hann flytji leiðinlegar ræð-
ur. Á það skal ekki lagt mat, en
víst er að lýsingar hans á ástandi
og horfum hjá bændaistétti.nni á
íslandi eru ekki uppörvandi.
Dettur manni stundum í hug,
þegar þessi þingmaður og bóndi
er að flytja ræður sínar um land
búnaðarmál, að hann sé að koma
úr ferðlagi í fortíðinni t.d. frá
ríkisstjórnarárum Framsóknar-
flokksins, og skýri frá því. Ný-
lega bauðst þingmaðurinn að
fara í kjördæmi landbúnaðarráð
herra og segja bændum þar,
hversu aumt ástandið væri hjá
Framkvœmdastjóri
helzt viðskiptafræðingur eða maður með hliðstæða
menntun óskast fyrir heldur lítið fyrirtæki.
Upplýsingar í síma 16661.
Einar Sigurðsson.
þeim. Það segir trúa mín, að
sunnlenzkir bændur taki því
boði með þökkum. Það gæti t.d.
verið ágætt skemmtiatriði á
kvöldvöku að heyra flutta árlega
öfugmælaræðu.
flytur og hefur nú mælt fyrir.
Leggur þingmaðurinn til að skip
uð verði nefnd sem fái það hlut-
verk að kanna hvort möguleiki
sé á því að Islendingar komi sér
upp meiri farskipastóli. Ef til
vill er þarna um óframkvæman-
legt mál að ræða, en það er vissu
lega þess virði að það sé full-
kannað hvort möguleikar eru
fyrir hendi.
Steinar J. Lúðvíksson.
Fagna ber tillöguflutningi á
Alþingi um skattfrelsi Sonnings-
verðlauna Halldórs Laxness. Það
gerist ekki svo oft, að íslending-
ar hljóti slíka viðurkenningu er-
lendis, að opinberir sjóðir megi
ekki við því að láta viðkomandi
njóta viðurkenningarinnar að
óskertu. „Ég játaði þakkandi,
þegar mér var boðin aðild að
þessum tillöguflutningi“, sagði
Pétur Benediktsson er hann
mælti fyrir frum'varpinu, og er
enginn vafi á því að í sama
streng muni allir þingmenn taka.
Geta ber um þingsályktunar-
tillögu er Guðlaugur Gíslason
s y r r
Skemmti- og fræðslufundur
Stangaveiðifélags Reykjavíkur
verður haldinn miðvikudaginn 5. marz í Atthagasal
Hótel Sögu og hefst kl. 20:30. Margt til skemmtunar.
Ókeypis aðgangur. Veitingar. Mætið vel, takið með
ykkur gesti.
Skemmtinefnd SVFR.
/
Látið ekki dragast að athuga
bremsurnar, séu þær ekki
lagi. — Fullkomin bremsu
þjónuata.
Stilling
Átthogafélag Strandamanna
heldur árshátíð að Hlégarði laugardaginn 8. marz, sem
hefst með borðhaldi (þorramat) kl. 19.30.
Bílar frá Ka kofnsvegi (Gömlu BSÍ) kl. 19.00.
Til skemmtunar verður:
Kvartettsöngur og þjóðl'agasöngur. Kátir félagar leika
fyrir dansi.
Miðar seldir í Úraverzlun Hei-manns Jónssonar, Lækj-
argötu 4, sími 19056, fimmtudag 6. marz kl. 15—18,
föstudag 7. marz kl. 17—19.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórn og skemmtinefnd.
NATHAN & OLSEN HF.
Eftirlæti
allrar fjölskyldunnar
með súkkulaðibragði
GENERAL
Nýtízku veitingahús — flusturver Hdaleitisbraut 68 — Sendum — Sími 82455