Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 28
Ný loönuganga við Hjörleifshöfða í GÆRMORGUN fóru loðnubát- ar Vestmannaeyja út í ekki sem beztu veðri og stefndu austur fyr ir Hjörleifshöfða. Þar höfðu menn spurnir af einhverju loðnumagni og var talið að þar væri önnur loðnuganga á leið- inni að því er fréttaritari Mbl. í Vestmannaeyjum, Bjöm Guð- mundsson, tjáði blaðinu í gær. Engar spurnir vom af veiði, enda bátamir vart komnir á mið in, er blaðið fór í prentun. Annars hefur verið óhagstætt veður að undanförnu í Vest- mannaeyjum. í fyrradag votu þó netabátar úti og aflaði einstaka bátur sæmilega. Botnvörpbátarn ir höfðu hins vegar verið í landi vegna veðurs. Svipaða sögu var að segja úr öðruan verstöðvum hér sunnan- Rit um íslenzku þjóðbúningu BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bæklinginn „fs- lenzkir þjóðbúningar kvenna", eftir Elsu E. Guðjónsson. í bæklingnum er fjallað um þjóðbúninga frá 16. öld og fram á vora daga. Bókina prýðir fjöldi mynda. Höfundur getur þess í for- mála, að efnissöfnun hafi haf- izt fyrir 15 árum, en fyrstu drög að ritinu sjálfu hafi verið lögð 1965. Aftast í bæklingnum er birt heimildarskrá. Bæklingurinn er 68 blaðsíður að stærð, prentað- ur í Odda h.f. FÉLAG íslenzkra iðnrekenda hefur gert áætlun um fatnað- arkaupstefnur hér innanlands næstu þrjú árin. Verða haldnar tvær kaupstefnur á ári, vor og haust, og verður hin fyrsta þeirra, vorkaupstefna, haldin í anddyri sýningarhallarinnar í Laugardal 13—16 apríl nk. Haust kaupstefna verður síðan haldin á sama stað 7—10 september og næStu tvö árin verða þær á svip- uðum tíma. Er reiknað með að yfir 20 fyrirtæki taki þátt í kaup stefnunni, og meðal þeirra eru aliir stórir fatnaðarframleiðend- ur á tslandi. Þess má geta að allir þátttakendur í fatnaðarsýn- ingunni í Kaupmannahöfn í næsta mánuði, verða einnig á kaupstefnunni hér. Þorvarður Alfonsson, skrifstofustjóri Félajgs ísl. iðnrekenda, skýrði blaða- mönnum frá þessu. Kaupstefnur eins og hér um ræðir, þ.e. skipulagðar fram í tímann hafa ekki tíðkazt hér á landi, en erlendis hafa þes'sir við- skiptahættir viðgengizt um lang- an aldur. Og á nú að fá úr því skorið hvort kaupstefnur þessar m.uni ekki henta framleiðendum og innkaupastjórum hér á landi sem annars staðar, þar sem kaupstefnur eru fastur liður í viðs'kiptalifinu. Bendir árangur- lands í gær. í Sandgerði hafði ekki verið róið í tvo daga vegna brælu. Þó fór einn bátur út það- an í fyrradag að vitja um net og kom aftur með fjögur tonn. Loðnumjölinu skipuð út LOÐNAN, sem unnin er í Vest- mannaeyjum, hefur ekki langa viðstö’ðu í mjölgeymsluhúsunum þar. í gær lestaði vöruflutninga- skipið Freyfaxi 200 tonn af loðnu mjöli í Vestmannaeyjum til út- flutnings og eftir helgina var fs- borgin væntanleg þangað til að taka 600 tonn loðnumjöls. Skúkmót í Kópuvogi FJÓRAR umferðir hafa verið tefldar á Skákþingi Kópavogs er hófst 16. þ.m. í meistaraflokki er Arinbjörn Guðmundsson efstur með 3 vinn inga. Lárus Johnsen er í öðru sæti með 2% vinning og óteflda skák úr þriðju umferð. f fyrsta flokki eru efstir og jafnir Axel Clausen og Einar Guðmundsson með 3% vinning hvor. í öðrum flokki er Sverrir Ár- mannsson efstur með 3% vinn- ing. Fimmta umferð verður tefld í dag og hefst kl. 14.00. Teflt er í Gagntfræðaskóla Kópavogs. inn af kaupstefnunni „íslenzkur fatnaður 1968“ til þess að svo sé. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG fslend- inga í Vesturheimi er 50 ára á þessu ári, var stofnað 1919. Á miðvikudagskvöld lauk hinu ár- lega þingi Þjóðræknisfélagsins með miklu og glæsilegu afmælis hófi á Hótel Fort Garry í Winni- peg. Heiðursgestir voru Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra og frú hans, sem fóru til Kanada í tilefni af afmælinu. í hófinu flutti landsstjóri Mani tobafylkis kveðjur og árnaðar- óskir. Og Jóhann Hafstein, ráð- herra, flutti ræðu. Bárust félag- inu óhemjulega mikið af kveðj- um hvaðanæva að. Þjóðræknisfélag fslendinga Æðarfugl í Reykjavíkurhöfn í ar smáufsatorfur og eins og sjá Dagana 11.—13. marz efnir Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- Þar sýndu 22 fyrirtæki fram- leiðsluvörur sínar og var kaup- stefnan fjölsótt af innkaupastjór- Framhald á bls. 27 kemur saman tvisvar á ári. Hið árlega þriggja daga þing sækja fulltrúar hinna ýmsu deilda fé- lagsins, en aðalháítðahöldin eru svo á íslendingadaginn fyrstu helgina í ágúst ár hvert. Sr. Phil ip Pétursson hefur verið forseti félagsins um árabil og stjórnaði hátíðahöldunúm í sambandi við 50 ára afmælið. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi var stofnað strax eftir fyrri heimsstyrjöldina. Áð- ur hafði verið stofnað þar fs- lendingafélag árið 1877, en það hafði dáið út fyrir aldamót. Markmið félagsins var að halda við íslenzkum arfi og styrkja menningarsamböndin milli ís- gær. Fuglinn hefur komizt í þétt- má er handagangur í öskjunni. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm). anna í Reykjavík til Verzlun armálaráðstefnu Sjálfstæðis- manna og verður þar fjallað um ýmis helztu hagsmunamál verzlunarinnar. Verður ráð- stefna þessi með svipuðu sniði og iðnþróunarráðstefna Sjálf stæðismanna, sem haldin var á sl. ári og tókst með afbrigð- um vel. Verzlunarmálaráðstefnan hefst þriðjudaginn 11. marz n.k. að Hótel Loftleiðum og flytja í upp hafi hennar ávörp, þeir Hörður lendinga og „Vestur-Islendinga". í bók þeirri, sem Walter J. Lin dal dómari skrifaði um sögu ís- lenzka þjóðabrotsins í Kanada segir m.a., að Þjóðræknisfélagið hafi gert mikið gagn. Það hafi seinkað og hindrað of skjótan samruna íslendinga vestan hafs, sem sé réttlætanlegt og til góðs. Það hafi fengið framámenn frá íslandi til Kanada og Banda- ríkjanna, annað hvort til að á- varpa árleg þing félagsins, í fyr- irlestrarferðir og í heimsókn til íslenzku byggðarlaganna. Og um hin árlegu þing Þjóðræknisfé- lagsins segir hann, að þau séu miklu meira en bara fundir í þrjá daga, því þeim fylgi guðs- þjónustur, hljómleikar í þrjú kvöld og hádegisverðarboð, þar sem menn hittist. Koppræðufund- ur í Sigtúni í dug UNGIR Framsóknarmenn og ung ir Sjálfstæðismenn kappræða öðru sinni í Sigtúni í dag kl. 3 um efnahagsmálin. Framsögu- menn Heimdallar eru Steinai Berg Björnsson og Styrmir Gunn arsson, en af hálfu FUF Elías S. Jónsson og Þröstur Ólafsson. Rétt er að benda á, að betra er að hafa tímann fyrir sér, því að húsfyllir var á kappræðufundi sem sömu aðilar efndu til 2. febr úar. Gert við vegi til brúðubirgðu Bráðabirgðaviðgerð á vegum, sem skemmdust í vatnaganginum síðustu daga var víðast hvar lok ið í gærmorgun, að því er Arn- kell Einarsson á Vegamálaskrif- stofunni tjáði blaðinu. Voru því flestir vegir orðnir færir nema Lónsheiði og Utnesvegur á Snæ- fellsnesi. Þá var ekki fjarað vatn af Auðsholtsvegi í Hrunamanna- hreppi. í gær var skafrenningur og éljagangur á .Holtavörðuhei'ði. Einarsson, formaður Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik og Haraldur Sveins- son, formaður Verzlunarráðs ís- lands, sem jafnframt er formað- ur framkvæmdanefndar ráðstefn unnar. Þá flytur dr. Bjami Bene diktsson, forsætisráðherra, ræðu, um stefnu Sjálfstæðisflokksins í viðskiptamálum. Síðan verða flutt þrjú erindi. Sveinn Snorra- son, hrl. ræðir um verðlagsmál verzlunarinnar og opinber af- skipti. Sigurður Magn.ússon, fram kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands ræðir um stöðu smá söluverzlunarinnar og Björgvin Schram, formaður Félags ísl. stór kaupmanna flytur erindi um stöðu heildsöluverzlunarinnar. Að því loknu verður þátttakend- um skipt í umræðuhópa um ein- stakar greinar verzlunarinnar. Miðvikudaginn 12. marz hefj- ast fundir ráðstefnunnar með hádegisverði en siðan verður skýrt frá niðurstöðum umræðu- hópa. Þá flytur Ólafur Björnsson, prófessor erindi, sem hann nefn- ir, Verzlunin og neytendur. Magnús L. Sveinsson, fram- kvæmdastjóri V.R. ræðir um viðhorf launþega í verzlunarstétt. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri fjallar um fjárhag og fjármögnun verzlunarinnar og Önundur As- geirsson, forstjóri, flytur erindi um skattamál verzlunarfyrir- tækja. Þó starfa umræðuhópar og að lokum verður almennur fundur, þar sem skýrt verður frá niðurstöðum þeirra. Ráðstefnunni lýkur svo fimmtu daginn 13. marz og verður þá lagt fram nefndarálit um niður- stöður ráðstefnunnar en að lokn um hádegisverði þann dag, flyt- ur Guðmundur Magnússon, pró- fessor, erindi um áhrif EFTA- aðildar á inn- og útflutnings- verzlun Islands. Að loknu erindi Guðmundar verður fyrirspurnar tími. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks ins og borgarstjórinn í Reykja- Framhald á bls. 27 Innlendar fatakaup- stefnur tvisvar á ári Sú tyrsta verÖur n.k. apríl í Reykjavík Hálfrar aldar afmœlis þjóörœknisfélagsins — minnst meb glæsilegu afmælishófi Verzlunarmálaráðstefna S jálfstæðismanna — verður haldin dagana II.-13. marz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.