Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 15 Örninn og refurinn Fyrir fáum árum leit svo út sem erninum yrði útrýmt, en ár- ið 1963 voru aðeins eftir fjögui arnarhreiður á öllu landinu. Fuglaverndarfélag fslands hef- ur með fréttatilkynningu fært að því rök, að fækkun arnarins hafi fyrst og fremst orðið af völdum eitrunar fyrir refi. Og fer naumast á milli mála, að erninum hefði orðið útrýmt, ef eitrunin hefði haldið áfram. Eitrtfn var bönnuð árið 1964 og á síðasta ári voru arnar- hreiðrin orðin 13, svo að útlit er fyrir, að erninum muni halda áfram að fjölga, ef hann fær að vera óáreittur af heimskupör- um manna eins og því siðleys'' að eitra fyrir refinn. Aldrei yrði það fyrirgefið af komandi kynslóðum, ef þeir, sem Frá Vestmannaeyjum. Ljósm. Sigurgeir. REYKJAVÍKURBRÉF .Laugardagur 1. marz. nú eru uppi, héldu þannig á málum, að konungur fuglanna yrði aldauða á íslandi eins og geirfuglinn á sínum tíma. Og ráunar er þess einnig að gæta, að refurinn á þegnrétt hér á landi, svo að útrýming hans væri einnig fáránleg, þótt það væri unnt með eitrun. Ræktun minka En úr því að verið er að ræða um refinn, er ekki úr vegi að nefna einnig minnkinn. Þótt hann hafi verið talsverður skaðvaldur og öllum sé illa við hann, er það staðreynd, að hann hefur tekið sér hér bólfestu og verður varla útrýmt úr þessu. Minnk- urinn gengur villtur um allar jarðir, en engu að síður eru í lögum landsins ákvæði, sem banna að hafa hann í búrum. Slík löggjöf er svo fáránleg, að landslýður hlær að þeim al- þingismönnum, sem verja þessa hringavitleysu, og er því ástæða til að ætla, að loks komi nú að því, að minnkarækt verði ekki einurigis leyfð hér á landi, held- hir verði greitt fyrir því að sem allra fyrst rísi upp nokkur öflug fyrirtæki um þennan atvinnu- veg. Nágrannar okkar á Norður- löndum hafa gífurlegar tekjur af minnkarækt og kunnáttu- menn halda því fram, að hvergi séu betri skilyrði af náttúrunn- ar hendi til minnkaræktar en einmitt hér, bæði vegna lofts- lagsins og eins vegna þess, hve mikið af ódýrri fæðu fyrir þessi dýr er til hér á landi. Erfiðleikarnir á atvinnusvið- inu hafa opnað augu manna fyr- ir nauðsyn þess að fjölga at- vinnugreinum, og án efa gæti minnkarækt haft mikla þýðingu í því sambandi. Þess vegna verða þingmenn að hrista af sér slen- ið og afgreiða lög um minnka- rækt — og leyfa þá þeim þing- mönnum, sem enn vilja verða til athlægis að gera það. Vinnufiiður fyrir öllu » Við íslendingar höfum nú um tveggja ára skeið átt við að búa mestu og skyndilegustu efnahags örðugleika, sem þekktir eru á friðartímum, þegar raunverulegt andvirði útflutningstekna hefur lækkað um meira en helming á tveimur árum. Að sjálfsögðu hafa þessi gífurlegu efnahagsáföll valdið því, að lífskjör lands- manna allra hafa nokkuð versn- að. Því gat enginn mannlegur máttur fengið umbreytt. Hins veg ar er nú bjartara framundan á atvinnusviðinu. Hvaðanæva ber- ast fréttir af miklum afla, bjart- sýni athafnamanna, stofnun fyrir tækja og margháttaðri starf- rækslu, sem á skömmum tíma getur gjörbreytt efnahag lands- ins, þannig að við eignumst á ný gjaldeyrisvarasjóði og kjör- in fari batnandi. E.t.v. tekur endurbatinn svipaðan tíma og erfiðleikaskeiðið varði, tvö ár eða svo, en þótt svo færi að það tæki okkur tvö ár að ná jafngóðum lífskjörum og þau voru, þegar best gegndi, getur það ekki talizt alvarleg stað- reynd. En að sjálfsögðu tekst okkur ekki að rétta við fjárhaginn, ef ekki verður vinnufriður og allt gert sem unnt er til þess að framleiða sem mest, einkum til útflutnings. Þess vegna er það krafa landsmanna, að ekkert það verði gert, sem stofnað geti í voða vinnufriði og þeim tæki- færum, sem nú eru til skjótra endurbóta, bæði á stöðu þjóðar- heildarinnar og kjörum einstakl inganna. Frumhlaup Framsóknar- formannsins Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, varð sér rækilega til skammar, þegar hann krafðist þess að landsmönn um öllum yrðu þegar í stað greiddar fullar vísitöluuppbæt- ur á laun. Enginn maður er svo greindarlaus, að honum sé ekki ljóst, að ógjörlegt er að rétta við fjárhag þjóðar og ein- staklinga, ef enginn á að bera byrðar þær, sem óhjákvæmi- lega fylgja í kjölfar hinna miklu efnahagserfiðleika. Ef öllum hækkunum, sem leiða af gengisfellingunni, yrði þegar í stað veitt út í kaupgjaldið, mundi það leiða til nýrra verð- hækkanna og óstöðvandi verð- bólgu, sem aftur mundi hafa í för með sér stöðvun atvinnu- fyrirtækja og viðtækt atvinnu- leysi, jafnframt því sem ógjör- legt yrði að standa við skuld- bindingar okkar gagnvart út- löndum, þannig að við yrðum fjárhagslega ósjálfstæð þjóð, og hefur raunar þegar borið á því, að einstakir aðilar vilji þiggja mútufé í stað þess að snúast af manndómi gegn vandanum og leysa hann. Verkalýðsforystan gerir sér raunar líka grein fyrir þessu, enda hafa kröfur frá henni ekki heyrzt um það, að allir hátekju- menn eigi að fá fullar vísitölu- bætur, eins og Ólafur Jóhann- esson og Moskvukommúnistar krefjast. Hagsbætur eða kjaraskerðing En þegar krafizt er vísitölu- bóta, þá er látið í veðri vaka, að víðtækar bætur samkvæmt vísitölu mundu verða launamönn um til hagsbóta. Hér er um að ræða argasta öfugmæli. Ef slíkri skriðu yrði hleypt af stað, yrði það þjóðinni allri til óbætan- legs tjóns, og þá auðvitað fyrst og fremst launamönnum og þeim, sem við óstöðuga vinnu búa og mundu verða að þola langvar- andi atvinnuleysi. Auðvitað er þægilegt að hefja árásir á vinnuveitendur, segja þá vonda menn, sem vilji ekki, að verkalýðurinn hafi góð lífs- kjör og annað í þeim dúrnum. En staðreyndin er sú, að vinnu- veitendur hafa líka skyldum að gegna við þjóðfélag sitt, þeirra skyldur eru m.a. í því fólgnar að tryggja, að atvinnurekstur- inn geti gengið snuðrulaust og skilað sæmilegum árangri í með- alárferði. Þeim er því ekki heim- ilt að láta undan kröfum, sem fyrirsjáanlega mundu leiða til samdráttar atvinnulífsins og margháttaðra erfiðleika fyrir launamenn og þjóðarheildina. Á undanförnum mánuðum hef ur því mjög verið haldið á lofti, ekki sízt af stjórnarandstöðunni, að atvinnuvegirnir ættu við svo mikla erfiðleika að búa, að gera yrði víðtækar ráðstafanir til að bæta hag þeirra. Það skýtur þess vegna nokkuð skökku við, þegar þess nú er krafizt, að þeir stórhækki laun til landsmanna allra, án þess að veruleg aukn- ing hafi orðið á framleiðslunni. Hitt er allt annað mál, að vafalaust munu íslenzkir atvinnu vegir rétta mjög fljótt við vegna þeirra ráðstafana, sem ríkisstjórn in hefur gert, þannig að þess ætti að vera skammt að bíða, að þeir gætu smám saman stað- ið undir raunverulegum kjara- bótum. En stórfelldar kauphækk anir nú væru ekki kjarabætur, heldur kjaraskerðing alþjóðar. Stjórnm hefur leyst vandann Ekki eroi síður fárámleigar kröf ur formanns Framsóknarflokks- ins um það, að ríkisstjórnin segi nú af sér og stofni til upp- lausnarástands í íslenzkum stjórn málum, einmitt þegar mest á ríð- ur að tryggja festu, fulla at- vinnu og stóraukna framleiðslu. Staðreyndin er sú, hvað sem stjórnarandstæðingar segja, að ríkisstjórninni hefur tekizt að leggja grundvöllinn að öflugu og þróttmiklu atvinnulífi um land allt, enda sjást þess hvar- vetna merki, að menn ætla að nota þau tækifæri, sem nú gef- ast til þess að efla framleiðslu, hleypa af stað nýjum fyrirtækj- um og styrkja þau, sem eldri eru. Ríkisstjórnin hefur með öðrum orðum leyst þann mikla vanda, sem við fslendingar stóðum frammi fyrir seint á síðasta ári, eins og hún hefur leyst aðsteðj- andi vandamál á hverjum tíma, á þann veg, að á valdatíma hennar hefur verið mesta blóma skeið í sögu landsins, og jafn- vel þau stóráföll, sem orðið hafa af ytri aðstæðum á síðustu tveim árum, hafa ekki valdið svo mik- illi kjaraskerðingu, að kjörin séu enn ekki betri en þau voru fyr- ir valdatíma núverandi ríkis- stjórnar, t.d. á tímum hinnar svo- kölluðu vinstri stjórnar. Sú stjórn, sem nú segði af sér, byrgð sinni að bregðast við að- um. Hún hefur sinnt þeirri á- birgð sinni að bregðast við að- steðjandi vanda, og hún á vissu- lega að sitja, svo að þjóðin fái að sjá árangpr af þeim aðgerð- um, sem framkvæmdar hafa ver- ið. Upplausnaröflin uggandi En saninleiikurinn er sá, að stjórnarandstæðingar géra sér fulla grein fyrir því, að aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar á undan- förnum mánuðum hafa í senn verið hyggilegar og framkvaemd ar af fullri einurð. Þeim er ljóst, að framundan er mikið blóma- skeið í íslenzkum atvinnumálum, ef komizt verður hjá vinnustöðv- unum og víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags. Þess vegna leggja þeir ofurkapp á að hrinda af stað óyndisúrræðum í von um, að þau yrðu til þess að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, áður en árangur gerða hennar er að fullu kominn í ljós. Þessi ljóti leikur hefur raunar verið leikinn áður, og e.t.v. má segja, að þegar allt leikur í lyndi, sé fyrirgefanlegt, þó að menn beiti slíkum baráttuaðferð um í illvígri pólitík. En þegar heill þjóðarinnar um langa framtíð er undir því kom- in, að einskis verði látið ófreist- að til að rétta við eftir hin miklu áföll, þá er það vissulega fyllsta ábyrgðarleysi af formanni ann- ars stærsta stjórnmálaflokksins að svífast einskis til að reyna að brjóta niður heilbrigðan efna- hag þjóðar sinnar. Fólkið í landinu hefur tekið eftir framferði prófessors Ólafs Jóhannessonar, og það mun dæma hann eftir hinni óþjóðhollu framkomu, sem hann hefur sýnt síðustu dagana — jafnt Fram- sóknarmenn, sem aðrir — nema þá, að hann láti nú af þessari iðju sinni, sem vissulega væri óskandi, bæði hans vegna og ann arra. Störf Atvinnu- málanefndanna Atvinnumálanefndir þær, sem stofnaðar hafa verið, vinna nú kappsamlega að lausn þess vanda, sem þeim var falið að glíma við, þ.e.a.s. að tryggja fulla atvinnu um allt land og stóraukna fram- leiðslu. Ljóst er þegar orðið, að mik- ill árangur mun verða af störf- um þessara nefnda, og því mikla fé, sem ríkisstjórnin hefur heit- ið að útvega til atvinnuuppbygg- ingar. Að vísu er líklegt, að eitt- hvað af því fé fari í súginn eins og verða vill þegar nefnd- ir eins og þær, sem hér um ræð- ir eru að störfum. Hitt er þó meginatriðið, að unnt verður að tryggja fulla atvinnu, ef vinnu- friður helzt og menn stilla kröf- um sínum í hóf. I atvinnumálanefndunum starfa saman fulltrúar ríkisvalds, vinnu- veitenda og launþega, og þar læra menn að meta og virða ólíkar skoðanir og sjónarmið. Þar kynnast menn bæði þörfum at- vinnuvega og launafólks. Þess vegna er þetta samstarf líklegt til þess að greiða fyrir vaxandi skilningi á vinnumarkaði og þar með fyrir batnandi hag þjóðar- heildarinnar. En foringjar Framsóknar- flokksins meta einskis þessi störf, enda hefur bæði lítið á þá reynt í þessu efni og lítils verið af þeim að vænta. Þess vegna er skapvonzka þeirra nú í hámarki, og vonandi er, að hún verði það áfram um langt skeið, því að þá er þjóðarhag borgið, þeg- ar Framsóknarmenn eru í vondu skapi. Þegar vel liggur á þeim, eru erfiðleikar hjá öllum öðr- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.